Tíminn - 24.05.1962, Blaðsíða 2
F. Sinatra gerist
postuli kærleikans
„Mér er ánægja að því að
vera í Nazaret, vöggu kristn-
innar," sagði Frank Sinatra í
heimsókn þar. „Ef ég keypti
mér borg, yrði Nazaret fyrir
valinu." Framkoma hans
einkenndist bæði af góð-
vilja og glæsileik. Nýir vinir
hans í ísrael og Japan köll-
uðu hann „góðan og kurteis-
an gest". En heima veltu
gömlu vinirnir vöngum og
spurðu sjálfa sig: Hver er
þessi postuli kærleikans,
þessi boðberi friðar, þessi ör-
láti, reglusami og hreinlífi
erindreki, þessi nýi Frank
Sinatra?
Sjálfur segir Sinatra, að hann
hafi fyrst fundið til mannkær-
leika fyrir fjórum árum og á-
kveðið að ferðast um til að safna
fé fyrir munaðarleysingjahæli.
„Ég bý við forréttindi og vil því
hjálpa börnum, sem búa við mis-
rétti,“ lýsti hann yfir þá. Og
fyrir skemmstu var hann kominn
í sex vikna ferð til sjö landa.
Fyrsti viðkomustaður var Japan,
þar sem hann hélt þrjá hljóm-
leika að' viðstöddum náfrændum
keisarans, bandaríska sendiherr-
anum og öðru stórmenni. Ágóð-
inn nam 28000 dollurum, og það
fé gaf hann Tokyoborg til styrkt-
ar 60 munaðarleysingjaheimilum.
Þaðan fór hann til ísrael, en
þar var lengst viðstaða í ferð-
inni. Ástæðunni lýsti hann sjálf-
ur: „Ég er talsvert uppreisnar-
gjarn þegn annars ríkis og hef
fylgzt með þróun ísraels með að-
dáun. Ég á marga Gyðinga fyrir
vini, og ólst upp innan um Gyð-
inga og blökkumenn, þar sem
andrúmsloftið var miður en
skyldi.“ Á niu dögum gaf hann
en hann hélt áfram til Grikk-
lands og Ítalíu.
Alls staðar var viðkvæðið hið
sama: „Mig langar til að koma á
umskiptum, nota öll mín áhrif
til velfarnaðar, friðar og bræðra-
lags manna á milli." Og alls stað-
ar var framkoma hans hin bezta.
í Japan tók hann alvarlegar við-
ræður um alþjóðamál fram yfir
geishugleði, og í ísrael drakk
hann hunangste, varði kvöldun-
um til heimsókna á búgaiða og
morgnunum til að sóla sig.
Öfundarmenn Sinatra í Holly-
wood afgreiða ferðina sem blekk-
ingu til að hylja yfir álit hans frá
síðustu myndum hans. Tvær þær
siðustu hafa rakað saman pen-
ingum, en að gæðum eru þær
langt neðan við kunnáttu Sinatra.
Auk þess hefur honum gengið
andstreymis að undanförnu. Juli-
et Prowse yfirgaf hann og harm-
aði hve þunnhærður hann gerð-
ist. Enn verra var að Kennedy
forseti sniðgekk hann á dögun-
um, þegar hann kom til Kali-
forníu og heimsótti Bing Crosby,
en kom ekki í nýju forsetaálm-
una, sem Sinatra hafði látið gera
á heimili sínu og vænti sér mik-
ils af.
Frank Sinatra er 46 ára og
meira einn en nokkru sinni síðan
sigur hans í „Héðan til eilífðar-
innar“ olli endurblómgun hans.
Einungis Dean Martin og Mike
Romanoff eru nú eftir af „klanin-
um“. Peter Lawford, sem Sinatra
sendir tóninn nú orðið, á í vand-
ræðum, og Sammy Davis er fjöl-
skyldumaður. í blaðaviðtölum
Sinatra í Japan
hefur hann talið sig eiga eftir að-
eins fá ár sem leikari. En hann
er samt enn ofarlega skráður í
Hollywood. Plötufyrirtæki hans
hirti hálfa fimmtu milljón doll-
ara síðasta ár, og þau kvikmynda-
hlutverk, sem bíða hans, eru
mörg og glæsileg. Vinir hans full
yrða, að hinn nýi Frank Sinatra
sé ekki til, heldur sé það sá
gamli, sem ferðast um erlendis,
en hafi lagt af forna bciskju. Og
einu má gilda, hver raunveru-
legur tilgangur fararinnar kunni
að vera, þegar árangurinn er
jafngóður og hér.
Konungur jassins
Sinatra i ísrael
sér tíma til að ræða við forsætis-
ráðherrann Ben-Gurion, gerast
heiðursborgari í Nazaret og
þiggja að gjöf silfurslegna biblíu
grundvalla alþjóðlegt vináttu- og
æskulýðsheimili Franks Sinatra,
halda langar og erfiðar æfingar
og níu hljómleika. í vikulok var
röddin farin að verða þreytt og
hás, og hann leigði sér snekkju
fyrir viku ferð til Ródes,. áður
Enginn tónlistarmaður í
sögu Bandaríkjanna jafnast
á viS Louis Armstrong a3
frægS. Þótt hann sé kominn
yfir sextugt, heldur hann
enn fullum tökum á áheyr-
endum af ýmsu tagi og á öll-
um aldri. Kannske getur
hann ekki lengur náð úr
hljóðfærinu þeim tónum,
sem áratugum saman komu
mönnum í hrifningu, en
hann hefur enn lag á að
koma vinsældum sínum og
frægð í verð.
Tónlistarblað nokkurt efndi til
atkvæðagreiðslu meðal lesanda
árið 1952 um, hver hefði verið
atkvæðamestur í tónlist tuttug-
ustu aldar. Louis Armsrtrong varð
fyrir valinu. Og ófáir eru þeir
trompetleikarar, sem við eitt eða
annað tækifæri, hafa lýst sig
standa í mikill þakkarskuld við
hann.
Louis Daniel Armstrong fædd-
ist í New Orleans á þjóðhátíðar-
dag Bandaríkjanna, 4. júlí árið
1900. Þegar á unga aldri mynd-
aði hann ásamt félögum sínum
smákóra og hljómsveitir, sem
skemmtu vegfarendum og hlutu
skilding í hattkúf að launum.
Foreldrar hans önduðust
snemma, og hann varð að vinna
það sem að höndum bar.
Fjórtán ára gamall hafði hann
náð valdi á trompetleik, en fyrst
þremur árum síðar rættust
draumar hans: hann komst i
hljómsveit. Jazzinn var nýfarinn
að vekja athygli og breiðast út.
og Louis Armstrong fylgdi hon-
um á fljótabátum Missisippis og
til stórborganna, Chicago, San
Francisco og New York. Hann
lék með mönnum eins og King
Oliver og hjá honum kynntist
hann konu sinni jazzpíanóleikar-
anum Lilian Harding, sem þekkt
ari er undir nafninu Lil Arm-
strong.
Nálægt 1925 stofnaði Louis
eigin hljómsveit og leit nafn sitt
í fyrsta sinn sett neonljósum.
Hann lék inn á fyrstu hljómplöt-
urnar, og orðstír hans barst út
með leifturhraða. Tónlistarmenn
streymdu til þeirra - staða; sem
Louis kom fram, til>. þess að
reyna að herma hátterni hans og
stíl. En slíkt er yfirleitt ekki
hægt að likja eftir eða kaupa.
Annaðhvort er það í blóð borið
eða ekki.
Louis Armstrong stóð öðrum
framar og 1932 fór hann til Eng-
lands. Leikur hans í laginu „You,
Rascal, You“ hafði hrifið Breta
svo, að þá langaði að kynnast fyr-
irbrigðinu sjálfu. Hann vann
frægan sigur á London-Palladi-
um, þar sem hann lék með 10
mann hljómsveit, sem var sett
saman af þessu tilefni. Þetta var
uphaf margra heimsókna til Evr-
ópu næstu árin.
Síðan 1923 hefur Louis Arm-
strong leikið inn á talsveit á ann
að þúsund hljómplötur, og eru
margar þeirra enn efst á blaði á
óskalistum margra. Þá varð hann
einnig þekktur. sem söngvari.
Hann er einn þeirra fyrstu, sem
lögðu stund á svo kallaðan „scat
song“, tilviljanakenndar hljóða-
samstöfur og samhengislítil orð,
sem hafa það hlutverk eitt að
tjá innri meiningu tónanna. Sjálf
ur hefur Louis Armstrong samið
meira en tuttugu lög og þeirra
mest metur hann „If we never
meet again“ og „Struttin’ with
some Barbecu". Auðvitað hafa
Hollywood og • Broadway lagt
snörur sínar fyrir hann og hann
komið fram í allmörgum kvik-
myndum.
Mestra vintælda og tekna hef-
ur Louis Armstrong verið aðnjót-
andi eítir 1950. Lög hans hafa
miðazt við það og færzt meira í
átt til dægurlaga, en það hefur
fært honum mikinn fjölda nýrra
aðdáenda. Sumir jazz-áhugamenn
hafa auðvitað yppt öxlum við því,
en það hefur á engan hátt hagg-
að aðstöðu hans sem eins af
máttarstólpum jazzins eð'a
skemmtikrafts.
Vertíð lokið
Vertíð lauk í Sandgerði 15. maí
s.l.. Þaðan voru gerðir út 19 bát-
ar, aflahæsti báturinn var Mun-
inn með 867,2 lestir í 81 róðri.
Af þeim 19 bátum, sem út voru
gerðir, voru 3 eingöngu á línu,
þrír á netum, en aðrir höfðu
bæði línu og net. Sumir bátanna
veiddu einnig síld bæði i byrjun
og við lok vertíðarinnar.
Afli var góður á línu, en gæftir
stirðar. Net voru almennt tekin
um og eftir miðjan marz en afli
í þau hefur verið tregur allan
tímann. Aflinn á línu og í net hjá
þeim 19 bátum, sem út voru gerð
ir frá Sandgerði varð 10.239,7
lestir í 119 róðrum, auk þess
fengu þeir 374,4 lestir af síld í 20
róðrum. Afli báta úr öðrum ver-
stöðvum lagður á land í Sand-
gerði til flutnings til annarra
staða varð 2,751,4 lestir í 621
róðri, og er heildaraflin þvi 13,- |
465,6 lestir í 1760 róðrum. [s®
Bláa revían komin
Jæja, þá er bláa bók íhalds-
ins loksins komin. Menn hafa
beðið liennar með óþreyju og
verða ekki fyrir vonbrigðum.
Þetta er sízt óskemmtilegri bók
en hinar fyrri. Stórkostlegust
eru loforðin um hitaveituna og
gatnagerðina, því að reynslan
sannar, að því verra, sem á-
standið hefur orðið, því stór-
kostlegri verða loforðin í bláu
bókinni. Enn er eitt loforðið,
sem verið hefur óslitið í bláu
bókinni allt frá stríðslokum,
1946, 1950, 1954, 1958 og nú
1962. Það hljóðar svo: „Stefna
Sjálfstæðisflokksins er sú, að
þeim herskálaíbúðum, sem enn
eru í notkun, verði útrýmt á
kjörtímabilinu".
Á enn að draga úr
lóðaúthluiun?
Það vekur athygli í þessari
bláu bók, ,,bláu revíunni 1962“,
að nú er ekki lofað, að jafnan
skuli vera til nægjanlegt af lóð
um til úthlutunar. Því hefur ver
ið lofað í öllum bláu bókunum.
Eins og öllum er kunnugt, hafa
Reýkvíkingar hundruðum og
þúsunduni saman orðið að leita
út fyrir borgarmörkin, vegna
þess að þeir hafa ekki fengið
byggingarlóðir. Nú virðist enn
eiga að draga úr lóðaúthlutun-
inni, afmarka hana cnn frekar
en gert hefur verið við gæðing-
ana í skjóli hins yfirgnæfandi
og trygga meirihluta, því að
þeir myndu ekki horfa í að lofa
nægjanlegri úthlutun lóða nú
eins og endranær, ef þeir liefðu
ekki ákveðið samdrátt á þessu
sviði, því að þeir hafa nú ckki
kallað allt ömmu sína í bláu
bókinni og ekki talið sig þurfa
að skera loforðin við neglur. En
nú segir svo um lóðaúthlutun-
ina: „að haldið verði áfram að
gera stór svæði byggingarhæf
og Ióðum þar úthlutað til ein-
stgklinga og félaga, en ekki
minnzt á það, að útihlutunin
eigi að vera nægjanleg eins og
í fyrri bláu bókunum. Það get-
ur verið lærdómsríkt að Iesa
bláu bækurnar í samhengi.
Siá ekki börnin á
götunni
Þá láta Sjálfstæðimenn eins
og nú sé nægilegt af daglieim-
ilum, leikskólum, leikvöllum og
opnum leiksvæðum fyrir börn
og unglinga í borginni, því að
þeir segja: „að haldið verði á-
fram byggingu dagheimila og
leikskóla í íbúðahverfum borg-
arinnar", og láta eins og að-
eins þurfi að svara aukning-
unni. Hvergi er minnzt á, að
stórátak þurfi að gera í þess-
um málum, þótt allir viti, að
slíkt átak þolir enga bið, slíkt
vandræðaástand er orðið á
þessu sviði. Það á að halda
sama sleifarlaginu og hálfkák-
inu og áður, því að Ioforðin eru
nákvæmlega hin sömu nú og í
öllunj fyrri bláu bókunum.
Slökkvlstööm §;leymd
á 50 ára afmælinu
Nú er ekki minnzt á Slökkvi-
stöð borgarinnar í bláu bók-
inni. Hafa Sjálfstæðismenn sjálf
sagt ekki árætt að bjóða Reyk-
víkingum upp á enn eina mynd
af SUkkvistöðinni, því að svo
rækilega ei Tíminn búinn að
fletta ofan af slökkvistöðvarlof
orðinu og hefur slökkvistöðin.
sem byrjað var á 1948 skv. bláu
bókinni, orðið mönnum almennt
hlátursefni. — Ritstjóra bláu
fFramhald á 15 síðu»
2
TÍMINN, fimmtudaginn 24. maí 1962