Tíminn - 24.05.1962, Blaðsíða 8
t
*
Góðir Reykvfkingar.
Þeir, sem eiga að skila ís-
lenzkri þjóðmenningu áleiðis á
braut kynslóðanna er æsku-
fólkið. Allir reyna eftir beztu
getu að búa uppvaxandi kyn-
slóð: sem bezt undir þetta starf.
Þannig kappkosta foreldrar að
veita börnum sínum bezta upp-
eldi og meiri og fjölþættari
menntun en þeir hlutu sjálfir.
Þrát.t fyrir aukna reynslu og
þekkingu í uppeldismálum, eru
þó vandamál uppeldisins sífellt
hin sömu og margs að gæta i
þeim efnum. Foreldrar í þétt-
býli eru ekki einráðir um upp-
. eldi barna sinna. Þar er um-
hverfið snar þáttur. Taka veið-
ur tillit til nágranna og leik-
félaga. Mun mörgum foreldrum
reynast erfitt að setja börnum
sínum aðrar og strangari regl-
ur en almennt gilda í nágrenn-
inu. Mikils er því um vert, að
g hollar uppeldisvenjur skapist í
borginni almennt. Ber forráða-
mönnum hennar að stuðla að
því með ráðum og dáð'. Um
langt ára bil hefur verið mikill
skortur á skólahúsnæði hér í
Reykjavík, þótt nokkuð hafi á
unnizt í þeim efnum síðustu
áiin. Enn þá er þó þrísett í 24
kennslustofur og tvísett í hin-
ar flestar og um áttundi hluti
af skólahúsnæði borgarinnar í
leiguhúsnæði, snmu mjög ó-
hentugu og dýru. Þrengslin í
ská)lunum valda því m.a. að
hér er daglegur skólatími stutt-
ur og oft á óhentugum tíma,
fyrir húsmæður, nemendur og
kennara. Hinn stutti daglegi
skólatími veldur því að marga
unglinga skortir verkefni hluta
af deginum. Þessir unglingar
rangla svo um göturnar og
sitja á kaffihúsum og sjoppum
langtímum saman til lítils
menningarauka fyrir þá sjálfa
og borgina okkar.
Þar skortir ekki
húsnæðið
Yfirvöld borgarinnar verða í
j þessum efnum að koma til móts
fí við foreldra og félög áhuga-
manna og gera meira en nú er,
til að skapa unglingum aðstöðu
til tómstundastarfa. Nokkuð
hefur verið gert af hálfu borg-
arinnar í þessum efnum og ým-
is félög áhugamanna vinna hér
þarft verk. En of stór hluti
unglinga er ekki í snertingu
við starfsemi þessara aðila. Hér
er skortur á skólahúsnæði. En
veitingahús, sjoppur, samkomu
staðir þjóta upp allt í kring
um okkur. Þar skortir ekki hús-
næðið. Samkvæmt upplýsingum
skrifstofu borgarlæknis er hér
41 veitingastofa og 15 sam-
komuhús, þar af 9 með vínveit-
ingaleyfi. Þá eru hér 73 sjopp-
ur, þ.e. sælgætis- og matvöru-
verzlanir, sem hafa leyfi til
kvöldsölu. Þarf nokkurn að
undra þótt unglingar borgarinn
ar lendi á þessum stöðum, sem
heita má að séu á hverju götu-
horni óg fjölgað hefur ískyggi-
lega mikið upp á síðkastið. Hér
er ekki við unglingana að sak-
ast. Út yfir tekur þó, þegar
sjoppurnar eru svo til við hlið-
ina á skólunum, en slíks eru
alltof mörg dæmi. Og ekki er
langt síðan að skólastjóra og
kennurum í einum framhalds-
skóla borgarinnar, sem er í
leiguhúsnæði, tókst með harð-
fylgi að afstýra, að húseigand-
inn setti upp sjoppu í anddyri
skólans.
Við erum sjálfsagt öll sam-
mála um nauðsyn þess að búa
æskufólki okkar sem hollust og
þroskavænlegust uppeldisskil-
yrði, brýna fyrir því heilbrigða
lífshætti, hófsemi, heiðarleika
og drengskap og veita því
sanna fræðslu um skaðsemi
áfengisneyzlu og tóbaksreyk-
inga. En því aðeins má vænta
árangurs, að orð og athafnir
styðji hvort annað'. Lög og regl-
ur skapa virðingarleysi og eru
til ills eins sé þeim ekki fram-
fylgt. Betra er því að afnema
með öllu að banna börnum og
unglingum aðgang að vissum
kvikmyndum, en framkvæma
bannið jafn slælega og nú er
gert.
Atvinnumál unglinga
Það er vaxandi áhyggjuefni
foreldra, hve erfiðlega gengur
að fá störf við hæfi ungling-
anna yfir sumartímann. Fer
þetta versnandi með hverju ári.
Sífellt fækkar hlutfallslega
þeim unglingum, sem komast
á sveitarheimili. Störf fyiir
stálpaða unglinga í borginni
sjálfri eru mjög af skornum
skammti. Helzt er þar um að
ræða erfiða og sóðalega vinnu
í frystihúsum og fiskvinnslu-
stöðvum, vinnu, sem alls ekki
er við hæfi óharnaðra unglinga.
Ég held að nauðsynlegt sé að
setja reglur um baina- og ungl-
ingavinnu og taka upp eftirlit
af hálfu hins opinbera með að-
búnaði unglinga á vinnustað.
Þá vantar alveg sérstaklega
kauptaxta fyrir unglinga. Eins
og nú er fer það mest eftir
framboði á vinnumarkaðinum,
hvort 13 eða 14 ára drengur
fær sama kaup og fullorðinn
maður. Slíkt er hvorki eðlilegt
né hollt frá uppeldislegu sjón-
armiði. Þá verða borgaryfirvöld
in á næstunni að stórauka af-
skipti sín af atvinnumálum
unglinga yfir sumartímann og
sjá um að þessir ungu borg-
arar eigi völ á störfum við sitt
hæfi og hafi nægilegt af þrosk-
andi verkefnum við að glíma í
tómstundunum. Efla þarf starf-
semi Vinnuskólans og skóla-
garðanna og stuðla að því, að
drengir, sem áhuga hafa á sjó-
mennsku, geti stundað hana
yfir sumarið, t.d. línu- og hand-
færaveiðar hér í Flóanum, und-
ir leiðsögn fullorðinna. Koma
þarf á fót léttum iðnaði fyrir
drengi og stúlkur. Mætti án
efa nýta handavinnuhúsnæði
skólanna að einhverju leyti fyr
ir þessa stairfsemi, að sumr-
inu. Þá eiga borgaryfirvöldin
að beita sér fyrir og styrkja
aðra til að koma upp sumar-
búðum á hentugum stöðum í
nágrenninu, þar sem unglingar
borgarinnar geti dvalizt lengri
eða skemmri tíma að sumrinu
við vinnu og íþrótir undir hand
leiðslu kennara. Opnir íþrótta-
vellir eiga að vera sem víðast í
borginni, og í Laugardalnum
þarf að koma sérstakur bama-
og unglingaleikvangur, sem
starfræktur sé allan daginn yf-
ir sumarið fyrir æfingar, mót
og leiki barna og unglinga, sem
eigi þar frjálsan aðgang, sem
einstaklingar eða hópar.
Vandamál æskunnar hverju
sinni eru einnig vandamál okk-
ar hinna fullorðnu. Og því meg-
um við ekki gleyma, að við er-
um hin mikla fyrirmynd ungu
kynslóðarinuar. Þetta mættum
við hugleiða oftar en við ger-
um, ekki sízt í áfengismálun-
um.
Spyrjið hús-
mæðurnar
Að sjálfsögðu snúast þær um-
ræður, sem hér fara fram, fyrst
og fremst um borgarmálefni
Reykjavíkur. Þó veiður að
víkja nokkuð að landsmálunum
almennt. Ekki sízt, þar sem
sömu flokkar ráða nú málum á
alþingi og í borgarstjórn.
Löngum hefur það verið
þrautaráð Sjálfstæðismanna í
umræðum um borgarmál að
forða sér á aðrar vígstöðvar og
ræða um landsmálin. Ekki
munu þeir telja slíkt til bóta
að' þessu sinni, heldur treysta
á það, að fólk trúi loforðum
þeirra um bætta stjórn á mál-
efnum Reykjavíkur og að nú
skuli loks gert að veruleika,
það sem áratugum saman hef-
ur verið vanrækt.
Fyrir síðustu borgarstjórnar-
kosningar ræddu Sjálfstæðis-
menn að vanda mikið um lands-
málin. Sumt af því, sem þeir
sögð'u þá, er harla broslegt
núna. Þá sagði formaður flokks-
ins, Ólafur Thors, á kosninga-
fundi í Sjálftæðishúsinu:
„Spyrjið húsmæðurnar hvernig
launin endast og hvað vörurnar
kosta. Ekki skrökva þær“. Og
í sömu ræðu fjargviðraðist for-
maðurinn um það, hvernig
vinstrí stjórnin væri búin að
þrengja kjör almennings. Fróð
legt væri að bera saman lífs-
kjör almennings núna og fyrir
4 árum. Slíks er þó ekki kost-
ur nema að litlu leyti, enda
flestum kunnugt af eigin raun.
í október 1958 va^ kaup verka
manna í Reykjavík kr. 21,85 á
klst. Þá kostaði hófleg íbúð
320 rúmmetrar að stærð sam-
kvæmt útreikningurn Hagstofu
íslands 375 þúsund krónur og
1 kg. af hveiti í smásölu hjá
KRON kr. 3,40. Þá var atvinnu
lífið í fullum gangi, engir tog-
arar bundnir við bryggjur og
smiðjurnar iðandi af starfandi
mönnum. Hvernig er ástandið
nú? Kaup verkamannsins er
kr 22,74 á klst. Hefur hækkað
um 4y2%, íbúðin kostar nú
samkvæmt útreikningum sömu
aðila krónur 514 þúsund. Hef-
ur hækkað um 139 þúsund
krónur eða 37% og hveitikíló-
ið er komið í kr. 6,95 og hefur
hækkað um rúm 104%. Og
þannig hafa flestar nauðsynjar
almennings stigið í verði.
Hvernig duga
launin?
Hvernig væri að fara að ráð-
um Ólafs frá 1958 og spyrja
húsmæðurnar um afkomu
heimilanna núna? Spyrja þær,
hvernig launin hrökkva fyrir
því nauðsynlegasta, sem kaupa
þarf. Eg held, að þarna sé
verkefni, sem núverandi for-
maður Sjálfstæðisflokksins
ætti að kynna sér og mundi
án efa nokkuð af því læra.
Hins vegar er ekki alveg víst,
að Morgunblaðið yrði sérlega
áfjáð í ag birta niðurstöður
þeirrar rannsóknar, a. m. k.
ekki fyrir kosningar.
Þá væri fróðlegt, ef núver-
andi forsætisráðherra, sem
fyrir borgarstjórnarkosningarn
ar 1958, taldi lífskjör almenn-
ings mjög bágborin og virtist
hafa miklar áhyggjur af, segði
hug sinn til þeirra mála nú.
Hvernig heldur hann, að lífs-
kjörin séu núna, fyrst þau
voru svona slæm 1958. Síðan
hefur kaup verkamanna hækk-
að um 4% % og annarra laun-
þega hlutfallslega, en vísitala
framfærslukostnaðar hækkað
rúmlega 6 sinnum meira eða
um 27%. Fer skoðun forsætis-
ráðherra á þessu kannske eftir
því, hverjir sitja í ráðherrastól
unum? Ekki skal hér undan
dregið það, sem stjórnarflokk-
arnir helzt telja sér til máls-
bóta í launamálunum. Þeir segj
ast hafa hækkað fjölskyldubæt
urnar og fellt niður tekju- og
eignaskatt hjá þeim lægst laun
uðu. Reynt er svo að telja
fólki trú um að þetta vegi tölu
vert á móti öllum verðhækkun
unum og því sé kjaraskerðing-
in ekki svo mjög mikil. Hins
vegar er vandlega þagað um
þá stórkostlegu hækkun, sem
orðig hefur á óbeinu sköttun-
um. Það er gumað af því, að
fjölskyldubætumar séu nærri
3000 krónur með hverju barni.
Fáir vita hins vegar að af ein-
um barnavagni, sem kostar
5750 krónur, fara 2590 krónur
beint í ríkiskassann. Þannig
mætti fleira nefna. Ungu hjón-
in, sem kaupa eldavél í íbúð-
ina fyrir 6950 krónur, greiða
þar af 2885 krónur til ríkisjns
Svo er því haldið fram, að al-
menningur, a. m. k. þeir, sem
lág laun hafa. greiði enga
skatta. Ætli fólki fari nú ekki
senn að skiljast,' að lækkun
tekjuskattsins var fyrst og
fremst til hagsbóta fyrir þá
tekjuhæstu en hafði sáralitla
þýðingu fyrir aðra.
Þjóðarauðurinn til
fárra útvaldra
Ekki er ólíklegt, að mörgum
kjósanda finnist ærin þörf að
mótmæla á kjördegi lélegri
stjórn á borginni. En ætla
mætti einnig, ag margir þætt-
ust þurfa að nota fyrsta tæki-
færið til að gera upp sakirnar
við stjórnarflokkana, kvitta
fyrir efndir loforða, sem gefin
voru fyrir síðustu alþingiskosn
ingar. Fólk man enn slagorðin,
sem þá klyngdu í eyrum þess
héðan úr útvarpssal.
„Leiðin til bættra lífskjara
er að kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn“. Og fulltrúar Alþýðu-
flokksins kyrjuðu hátíðlegri
röddu: „Þeir, sem vilja stöðv-
un verðbólgunnar án nýrra
skatta, kjósa Alþýðuflokkinn".
Þetta hljómaði fagurlega þá,
en hvernig lætur það í eyrum
almennings nú? Framsóknar-
flokkurinn vildi á sínum tíma,
að reynt yrði að tryggja al-
menningi svipuð lífskjör og
hér voru 1958. Síðan þá hafa
þjóðartekjurnar vaxið jafnt og
þétt vegna batnandi aflabragða
og hækkaðs verðs á útflutn-
ingsvörum, en kaupmáttur
launa farið minnkandi að
sama skapi. Þrátt fyrir vax-
andi þjóðartekjur, versna lífs-
kjör almennings. Þjóðarauður-
inn lendir í vaxandi mæli í
hendur fárra útv.aldra. Þetta
er gleggsta einkenni núver-
andi stjórnarstefnu. Það er
því meira en nauðsyn, að
stjórnarflokkarnir fái ráðningu
í kosningunum næsta sunnu-
dag. Það gæti bjargag þjóð-
inni frá hliðstæðum ofbeldis-
aðgerðum og gengislækkun-
inni í fyrra.
Þetta kalla þeir
viðreisn
Allt frá því að núverandi
stjórnarflokkar tóku við í
desember 1958, hefur dýrtíðin
magnazt óðfluga, verklegar
framkvæmdir dregizt saman,
skattheimta ríkisins vaxið um
nærfellt 900 milljónir og gengi
krónunnar tvívegis verið fellt,
þrátt fyrir óvenjuleg góðæri,
í síðara skiptið til að þurrka
út þær réttmætu og hóflegu
kjarabætur, sem verkamenn
fengu ag loknu 5 vikna verk-
falli. Svo rösklega var þar að
unnið, að kaupmáttur tíma-
kaupsins er lægri nú en fyrir
kauphækkun í fyrra.
Og þetta kalla þeir háu herr
ar viðreisn. Almenningur sér
ekki að neitt hafi verið reist
við. en finnur hins vegar, að
Kjör fólksins síversnandi,
en þjóðarauðurinn rennur
æ meira til fárra útvaldra
RÆDA KRISTJÁNS BENEDIKTSSONAR í ÚT
VARPSUMRÆDUNUM UM B0RGARMÁL
REYKJAVÍKUR í GÆRKVELDI
8
T í MI N N , fimmtudaginn 24. maí 1962