Tíminn - 08.06.1962, Page 2

Tíminn - 08.06.1962, Page 2
 Bertrand Russel talar um kvenréttindi og hjdnabðnd sem sameiginleg hreinsunarmið- stöð héldi hreinum. Ég held að þetta gerði, að konunum fyndist þœr frjálsari og óháðari eigin- mönnunum. Blaðamað'urinn: Mynduð þér kalla slíkt raunverulegt hjóna- band eða frjálst samkomulag milli aðila? Russel: Ég skil ekki hvað þér eigið við. Ef þér hafið í huga venjulegu myndina um eigin- manninn, sem fer til vínnu sinn- ar, meðan konan situr heima all- an daginn. þá vil ég minna á, að enginn ætlast til þess, að hjóna- band drottningarinnar sér af því tagi. Hún vinnur ekki svo lítið ut an heimilis. Blaðamaðurinn: En hún hefur mikið þjónustulið. Sumum karlmönnum er farið aS finnast kvenréttind- in ganga of langt. Þeir segja eitthvað á þessa leið: — Kon- ur krefjast þess að vera tald- ar jafnokar karlmanna á öll- um sviðum. Þær krefjast sömu launa og fá þau mjög oft. Þær kref jast þess, að eig- inmennirnir taki þátt í heim- ilisverkunum, gæti barnanna og þvoi upp. En þær kref jast meira. Þær vilja láta standa upp fyrir sér í strætisvögn- um, og þær vilja geta sóað tekjum heimilisins í fatnað og skartgripi í ríkara mæli en áður. Meðal karlmanna er farið að verða vart við upp- reisnarhneigð. Hafa þeir ástæðu til kvörtun- ar? Snýst allt í kringum kvenfólk Russeí í augum brezks skoptelkn ara. ið nú á tímum? Eru karlmennirn- ir orðnir eins konar undirstétt? Enskan blaðamann fýsti að fá leyst úr þessum spurningúm og sneri sér til þess manns í Breta- veldi, sem ætti að geta vitað einna mest um málið, fræðilega a.m.k., Russels lávarðar. Bert- rand Russel er maður með 90 ára lífsreynslu og fjögur hjóna- bönd að baki sér og þar að auki merkasti heimspekingur, sem nú er uppi, að margra dómi, og ótrú- legt annað en hann hefði eitt- hvað skynsamlegt um málið að segja. Samtal blaðamannsins og Russels varð á þessa leið: Blaðamaðurinn: Russel lávarð- ur, álítið þér tíma til kominn; að karlmenn hefji gagnsókn til að endurheimta eitthvað af fornum forréttindum sínum? Russel: Hm. Þér eruð að gefa í skyn, að því sé illa farið, ef karl ar vinna einhver leiðinleg störf á heimili. Konur ættu að vinna þau öll. En þetta er óréttlátt. Dæmi þess eru mörg, að afbragðsgáf- aðar, ungar konur, sem hafa get- ið sér góðan orðstír við háskóla- nám, hafa gifzt og orðið að leggja áhugamál sfn til hliðar. Það er ekki réttvíst. Blaðamaðurinn: En teljið þér ekki að þessi aukastörf mannsins á heimilinu rýri getu hans til að rækja það hlutverk að vera mað- ur út á við? Russel: Þetta er hluti af víð- tækara vandámáli. Áður fyrr nutu einungis þeir efnuðu mennt unar. Þeir höfðu nóga þræla til að annast alla þjónustu. Nú er slíkt ekki lýðræðislegt. Eg held, að a.m.k. í borgum ættu að vera sameiginleg eldhús, þar sem ein- ungis fas-t starfslið annaðist mats- eld. Það myndi minnka eldhús- verkin, eins og hægt væri, og auka ánægju frúnna, Blaðamaðurinn: Svo þér hall- izt að sameignarlífi? Russel: Ekki nema að vissu marki, en hvað matseld viðvíkur, mæli ég með því? Blaðamaðurinn: En haldið þér að konurnar myndu fara vel með auknar frístundir? Russel: Ég get ekki sagt, hvort svo yrði. En mér er næst að halda, að þetta myndi dragá úr stöðu og áhrifum karlmanna frek ar en öfugt. Blaðamaðurinn: Teljið þér á- kjósanlegt, að konur með ung börn vinni úti? Russel: Nei. Ung börn þurfa móður til að gæta þeirra. En auð- vitað eru til barnaheimili. Eg held að barni geti liðið fullkom- lega vel á dagheimili, ef móðirin er við, þegar það kemur heim. En það er auðvitað meginatriði. Blaðamaðurinn: Myndi barn- inu kannski líða betur? Russel: Að vissu leyti. Móðir, sem þarf að annast barnið allan daginn, verður óhjákvæmilega aðfinnslusöm og nöldurgjörn, og það kemur niður á barninu. í fyrradag var Boris Kar- loff nefndur hér á síðunni. Kannski hafa einhverjir hnot ið þá um nafnið og spurt sjálfa sig, hver það nú væri. Hér birtum við mynd af hon- um, eins og hann lítur út núna, en hann hefur þó lengst af verið frægur í öðru og Ijótara gervi. Boris Karloff er nefnilega ófreskja Frankensteins. Hann lák Eins og ég sagði, vil ég minnka heimilisstörf eins og hægt er. Eg vil láta setja upp sameiginlega matseld, og fjölskyldur ættu að búa í íbúða- eða húsaþyipingum, í fjölda hryllingsmynda á sínum tíma, og sumir eru á því, að ægi- legri myndir hafi ekki verið gerð- ar síðan, þrátt fyrir alla afturför og aukna mannvonzku í veröld- inni. Sjálfur segist Karloff ekki hafa séð hryllingsmyndir lengi, en hann efast um að þær hafi eins slæm áhrif á börn og margir fullorðnir óttast. Þegar hann lék í Frankensteinmyndunum fyrir nærri þrjátíu árum, voru börnin mestu aðdáendur hans. Og þau höfðu samúð með ófreskjunni. „Börnin sýndu ófreskjunni oft djúpa samúð. Þau létu ekki blekkjast af öllum ógnunum, og skildu, að ófreskjan var í reynd aumkunarvert fórnarlamb að- stæðnanna. Börnin eru skynsam- ari en við höldum. Eg held, að ég hafi aldrei skotið þeim skelk í bringu. Þeim þótti vænt um ó- freskjuna." Það er líka erfitt að sjá, hvern- ig þessi góðlátlegi, gamli Eng- lendingur ætti að skjóta ein- hverjum skelk í bringu. Hann er hávaxinn og laglegur hálfáttræð- ur maður, blíðlegur og góðlátleg- ur maður, sem krakkar myndu vilja kalla afa. Russel: Vissulega. En það myndu venjulegar konur hafa (Framh a 15 síðm Hann hefur verið búsettur vest an hafs í hálfa öld, en er nú fluttur aftur til Englands ásamt konu sinni. Einfaldlega vegna þess, að hann getur ekki hugsað sér að eiga að deyja í útlöndum. Hann heldur starfi sínu áfram og leikur nú ýmis hryllingshlutverk fyrir sjónvarp. Boris Karloff telur leikaraævi sína hafa verið dásamlega. Og hann tekur alltaf vel á móti leik- araefnum, sem leita til hans og biðja um ráð. Ábendingar hans eru jafnan þessar: „Þú getur reitt þig á, að af hverjum 1000, sem leggja á þessa braut, mun 999 mistakast. Fæli það þig ekki frá, hafir þú kjark og innri þörf til að reyna, finnist þér að þú munir vera hálfshugar og óánægður með öll önnur störf, leggðu þá á brattann og megi heppnin fylgja þér.“ Því að heppnin er nauðsynleg- ur þáttur, segir Karloff. Hans eigin heppni var að kynnast ó- freskjunni. Hún hóf hann úr röð nafnlausra aukaleikara og gerði hann heimsfrægan. „Ég á ófreskjunni allt að þakka, segir hann. Hún er bezti vinur, sem ég hef eignazt." Bezti vinur hans er ófreskjan — 2 Vilja toppkratar ná í Bændahöllina? Alþýðublaðið hefur undan- farna daga gert sér mjög tíð- rætt um Bændahöllina. Það telur bændasamtökin eiga í Bmiklum fjárhagserfiðleikum í sambandi við hana og gerir það helzt að tillögu sinni, að þau láti hana af hendi til einhverra gróðamanna, en bersýnilega er það álit blaðsins, að slíka kaup- endur muni ekki skorta. f tilefni af þessu, hefur mönn um komið til hugar, að topp- kratar séu meðal þeirra, er hér séu farnir að hugsa sér til hreyf ings. Þeir hafa nefnilega kunn- áttu á þessu sviði umfram aðra. Fyrir þremur áratugum reistu verkalýðssamtökin eitt mesta stórhýsið, sem hafði verið byggt í Reylcjavík fram að þeim tíma, Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, og átti þetta að vera miðstöð fyrir starfsemi þeirra. Þau hafa hins vegar smám saman verið að hrökklast þaðan og innan skamms tíma mun ekki verða neitt eftir í Alþýðuhúsinu, er minnir á verkalýðshreyfinguna. Ástæðan er sú, að þegar halla tók undan fæti hjá toppkrötun- um í verkalýðshreyfingunni, beittu þeir ofríki og lagaflækj- um til að ná Alþýðuhúsinu und- ir yfirráð sín og hafa síðan rek- ið það til ágóða fyrir flokks- starfsemi sína, þar á meðal til styrktar Alþýðublaðinu. Verka- lýðshreyfingin hefur hins veg- ar misst alveg af þessari upp- haflegu eign sinni. Alþýðublaðið dreymir ber- sýnilega um að saga Bændahall arinnar verði eitthvað svipuð sögu Alþýðuluissins. Það getur bersýnilega hugsað sér að hún verði t.d. helmingaeign topp- krata og einhverra íhaldsbrask- ara. En toppkratar skulu ekki fagna því of snemma, að Bænda höllin fari sömu leiðina og AI- þýðuhúsið. Bændur hafa Ieyst stærra verkefni en að tryggja stofnunum sínum sæmileg húsa- kynni til umráða næstu áratug- ina. Það mun líka sýna sig, þegár stundir líða fram, að P bygging Bændahallarinnar hef- M ur ekki verið til óhags fyrir i Iandbúnaðinn. Nöldriö um Bænda- höllina Oft er talað um, að ríkið hafi sýnt litla liagsýni, er það hefur vanrækt að byggja yfir hinar vaxandi stofnanir sínar. f stað- inn borgar það nú milljóna- fúlgur i Ieigu. Enginn ásakar Fiskifélagið fyrir það, þótt það liafi byggt stórhúsi, sem er allt- of stórt fyrir núv. starfsemi þess og leigi því út margar hæðir fyrst um sinn. Mönnum er ljóst, að sá tími kemur, að félagið þarf á öllu þessu hús- rými að halda. Þá mun sú fram- sýni koma sér vel, að eiga lítið húsnæði fyrir þessa starfsemi. Vafalaust á margs konar rann- sóknarstai’fsemi í þágu landbún aðarins einnig eftir að aukast og sá tími kemur því sennilega fyrr en flesta grunar, að hann þurfi á öllu húsrými Bændahall- arinnar að halda. Þá mun talað öðru vísi um BændahöIIina en gert er nú af nöldursmönnum, sem alltaf eru til taks, þcgar glímt er við erfiðleika. ■i—i■■mn ui iiii ii ii TIMIN N,, föstudaginn 8. iúní I9fi2

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.