Tíminn - 08.06.1962, Side 7

Tíminn - 08.06.1962, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tótnas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 55 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr, 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Sextugasti aðalfundur SÍS Sextugasti aðalfundur SÍS hófst í samvinnugarðinum Bifröst í Borgarfirði í gærmorgun, og í kvöld mun verða þar hátíðafundur í tilefni sextugsafmælis Sambandsins, en það var 20. febrúar i vetur. Var þess þá getið hér í blaðinu og afmælisdagskrá flutt í ríkisútvarpinu. Af mjög ýtarlegri ársskýrslu SÍS fyrir árið 1961 er ljóst, að mjög góð rekstrarafkoma hefur verið hjá SÍS síðasta ár, og samvinnuhreyfingin skilaði meira í þjóðar- bú íslendinga en nokkru sinni fyrr. Heildarumsetning jókst um 22,7% á árinu og SÍS getur endurgreitt Sam- bandsfélögunum rúmar 7 millj. kr. af vörukaupum þeirra hjá SÍS á árinu. Umsetning SÍS alls varð 1276 millj. kr. Þessar tölur vitna sannarlega um góðan árangur og vöxt samvinnustarfsins, en meira er þó um vert að líta á þróunina í heild og sjá þess glöggan vott, hve samvinnu- starfið lagar sig vel að kröfum tímans og þörfum þjóðar- innar, færist á ný svið og veitir úrlausnir á nýjum sem gömlum vanda til hagsbóta fyrir einstaklinga og þjóðina alla. í þeirri staðreynd birtist lifandi gildi hins tímabæra samvinnustarfs. Allt frá stríðslokum hefur verið mikið framkvæmda- tímabil hjá SÍS, þó að sú saga verði ekki rakin hér. Síð- ustu ár hefur starfið beinzt mjög að aukinni þjónustu og nýmælum í bættum viðskiptaháttum, eins og kjörbúðirn- ar sýna. En við þessi tímamót er enn lagt upp í nýja ferð á veg- um samvinnunnar. Það er meðal annars til marks um hana, að á þessu afmælisári SÍS hafa allar sex aðaldeildir Sambandsins ný verkefni uppbyggingar með höndum, og munu þær framkvæmdir allar marka með ýmsum hætti, þáttaskil í starfi þeirra. Búvörudeild vinnur að því að koma upp fullkominni kjötiðnaðarstöð í Reykjavík, sjávar- afurðadeild er að byggja iðnaðarhús á Óseyri við Hafnar- fjörð, innflutningsdeild vinnur að undirbúningi vörumið- stöðvar (centrallagers), véladeild byggir stórhýsi fyrir starfsemi sína við Ármúla í Reykjavík, skipadeild á von tveggja nýrra skipa, iðnaðardeild er að byggja verksmiðju hús fyrir Heklu á Akureyri og endurnýja vélakost Gefj- unar. Eitt hið merkasta nýmæli samvinnustarfsins er sú hlutdeild, sem samvinnufélögin hafa átt að lausn vinnu- deilna á síðasta ári og nú aftur fyrir nokkrum vikum. Hafa samvinnumenn þar í senn bjargað þjóðarbúinu úr voða verkfalla og sýnt verkamönnum réttlæti, sem aðrir synjuðu þeim um. Það er táknrænt um gildi samvinnu- starfsins og gott til þess að hugsa, að á sextugsafmæli heildarsamtaka samvinnumanna, skuli slíkt spor hafa ver- ið stigið. Frumverkefni íslenzkra samvinnumanna var að losa alþýðu manna úr féflettingarklóm sérdrægs verzl- unarvalds. Sextíu árum síðar herðir annað vald að alþýðu- fólki — vald harðdrægra atvinnurekenda og ríkis — og samvinnuhreyfingin er enn fær um að höggva á hnútinn. Framvinda tímans varpar þannig sífellt nýjum við- fangsefnum fram á sviðið. Lausn vinnudeilna og verkfalla á iðnaðar- og tækniöld er í fljótu bragði harla ólíkt úr- lausnarefni fyrstu tilraunum til samvinnuverzlunar á öld- inni sem leið. En hér hefur á áhrifaríkan hátt sannazt, hve aðlögunarhæfni og tímabært gildi íslenzkrar samvinnu- hreyfingar er mikið, og hve vel hún lagast að nýjum verk- efnum, þróun þjóðmála og kröfum tímans. í vissu um þann vaxtarmátt horfa samvinnumenn björtum augum til samvinnustarfsins næsta áratuginn. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Hvað hefur valdið verðfalli hiutabréfa í Bandaríkjunum? Stjórninni hefur mistekizt full nýting á fjármagni og vinnuafli. HLUTABRÉFAVERÐ hefur far ið ört lækkandi í kauphöllinni síðan um miðjan marz og erf- itt er að trúa því, að hér sé að- eins um að ræða „leiðréttingu" sem brátt verði um garð geng- in. í Washington er því haldið fram af opinberum aðilum — og forsetinn hefur sagt það sjálf ur — að viðskiptahorfur séu góðar og réttlæti alls ekki þá svartsýni, sem fram kemur i kauphöllinni. Ýmislegt bendir þó til, að þarna sé of björtum augum litið til framtíðarinnar. Til eru þeir — einkum hlut- drægir republikanar, — sem segja, að verðfallið sé að kenna aukinni vantrú fjármálamanna síðan forsetinn réðst gegn hr. Blough og fyrirhugaðri verð- hækkun á stáli. Gallinn við þetta hlutdræga álit er sá, að verðfallið í kauphöllinni hófst 16. marz, en það var 11. apríl — eða 26 dögum síðar, sem for- setanum og hr. Blough lenti saman. ÞAÐ ER auðvitað en.gum efa undirorpið. að hið mikla frarn- bnð hlutabréfa að undanförnu, stafar af vantrú eigendanna á vilrli bessara eigna í framtíð- inni Spurninein er aðeins. hvað valdi vantrúnni Líklegasia svarið vívði-t mér vera vantrú- in á bað. að ríkisstjórnin efni loforð sín um að koma á fnllri atvinnu. fuilri nýtingu fjár- magns o“ auknum gróanda í efnahaeslifinu. Eg iáta. að atburðirnir í kaup böliinni virðast gefa til kynna. að enda bótt töluverð framför hafi orðið síðan í lægðinni 1961, þá sé hún nú stöðvuð, löngu áður en fullum bata er náð. At- vinnuleysið er enn í 5.5% og afköst stáliðiuveranna eru ekki nýtt nema að % hlutum. Með- an svo stendur er kyrrstaða í vexti athafnalífsins. þó að það sé með fullum blóma. Svo lítur úr fyrir, sem stjórn Kennedys ætli að feta í fótspor Eisenhowerstjórnarinar. Á heninar valdatima gengu yfir þrjár lægðir, sem allar stöfuðu af þeirri staðreynd, að aftur- batinn var alltaf stöðvaður á miðri leið, eins og það væri eina leiðin til þess að koma í veg fyrir verðbólgu. SUMIR efnahagssérfræðingar héldu því fram við ríkisstjórn- KENNEDY ina í vetur, að hún gerði rangt í því að reyna að koma á greiðslujafnvægi of fljótt. Útlit er fyrir, að þeir hafi haft á réttu að standa. Því verður haldið fram, að greiðsluhallinn sé enn við líði, þar sem fjár- hagsáæt^un ríkisins (fjárlög) íyrir 1962 sýni 7 billjón dollara greiðsluhalla. Rétt er það, að fjárlögin sýna þennan halla En það er staðreynd, að „fjárlög- in“, sem svo eru nefnd, þ.e. fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinn- ar, rangfæra afstöðu ríkisstjórn- arinnar til athafnalífsins og á hrif hennar á það. Fjárlög ríkisins, sem sýna 7 billjón dollara greiðsluhaila, ná aðeins til þess, sem þingið tek- ur í sínar hendur og stjórnar- deildirnar eyða. Utan þeirra eru ýmsir sjóðir, svo sem trygg- ingarnar og vegabótasjóðurinn, sem velta 25 billjónum dollara árlega. Þau sýna tekjur, þegar skattar eru innheimtir, en ekki meðan þær eru að verða til, en haldið eftir til greiðslu á skött- ÁHRIF ríkisstjórnarinnar á efnahagslífið, á verðbólgu og samdrátt, hnignun og afturbata, gróanda og kyrrstöðu, sjást á á- ætlun verzlunarmálaráðuneytis- ins um innheimtu ríkisins og eyðslu sem hluta af þjóðartekj um. Þetta er oft nefnd fjárhags- áætlun tekna og framleiðslu. Enginn veitir þessari áætlun at hygli nema hagfræðingarnir, en það væri einhver mikilvægasta þjónusta, sem hægt væri að inna af hendi nú á tímum, að láta fólkið skilja muninn á þessum tveimur fjárhagsáætlun um. Fjárhagsáætlun ríkisstjórn- arinnar — þ.e. fjárlögin — er henni gagnleg líkt og ávísana- hefti einstaklingnum, en fjár- hagsáætlun tekna og fram- leiðslu segir til um raunveru- legt ástand efnahagsmálanna. Fjárhagsáætlun tekna og framleiðslu sýnir, að við árslok 1962 mun út- og innstreymi nokkurn veginn standast á, þ.e. a.s. tekjuhallinn verður ekki nema um hálf billjón dollara. Stjórn Kennedys forseta er þá í raun og veru hætt að ýta und- ir grósku efnahagslífsins. Það er því að verða kyrrstaða vegn- ar vöntunar á örvun. Hjá okk- ur er hægari framleiðsluaukn- ing en hjá nokkurri annarri iðn þróaðri þjóð á jörðinni. STJÓRNIN á ekki völ á neinni beinni úrbótaleið eins og sakir standa. Hún er milli tveggja elda. Annars vegar er hættan á gullflótta af völdum lánar- drottna okkar erlendis, hins veg ar er hin gróna, almenna skoð- un, að fjárhagsáætlun ríkisins (fjárlögin) sé hinn eini, sanni mælikvarði á ábyrgð, ærlegheit og heiður. Áhrif þessara tveggja viðhorfa hafa beint Kennedy forseta inn á fjárlaga stefnu, sem ekki kemur að not- um. Að svo komnu máli verður ekki annað séð, en að ný lægð komi í kjölfar þeirrar stöðnun- ar, sem nú ríkir. Óhætt virðist að fullyrða, að stjórnin verði að láta til skarar skríða ef svo fer fram, sem nú horfir. Hún verður að grípa til þeirra áhrifaaðgerða, sem henni var ráðlagt fyrir sjö mánuðum eða svo, en hún þorði þá ekki að breyta eftir. Ein af þessum aðgerðum hygg ég að verði verulegur niðurskurður beinna skatta einstaklinga og félaga. Ótvírætt er, að þetta ylli halla á ýmsum fjárhagsáætlunum — sérstaklega þó tekjuáætlun fjár laganna — en það kann samt vel að vera ráðstöfunin, sem við þörfnumst mest. Aðalfundur Kaupfélags Rangæinga var haldinn að fé- lagsheimilinu Hvoli, Hvols- velli, laugardaginn 26/5. For- maður félagsins, Björn Fr. Björnsson, sýslumaður, setfi fundinn og stjórnaði honum. Framkvæmdastjóri Magnús Krist. jánsson, las upp úr reikningum félagsins og skýrði þá ýtarlega. Sala erlendrar vöru á árinu nam kr. 37,458,079,43 og hafði aukizt um kr. 7.022,872,80 frá árinu áður. Heildarvelta félagsins var kr. 44.938,683,63 og hafði aukizt um kr. 7,790.301,40 frá árinu áður. Tekjuafgangur varjj kr. 668,945,26 og var samþykkt að endurgreiða félagsmönnum í stofnsjóð þeirra kr. 460,000,00 eða 1,7% af við- Ætla aö reisa kjötfrystihús skiptum þeirra við félagið. Jafn- framt var samþykkt að leggja kr. 160,000,00 í varasjóð og kr. 40,000 i menningarsjóð félagsins. Félagið starfrækti 2 bílaverk- stæði, trésmíðaverkstæði. raf- magnsverkstæði og 2 þvottahús og hafði rekstur þessara fyrir- tækja gengið vel á árinu. Framkvæmdastjóri skýrði frá því, að framkvæmdir á vegum fé- lagsins hefðu verið litlar á árinu, en nú væri ákveðið að hefja bygg ingu á kjötfrysthúsi á Hvolsvelli í félagi með Sláturfélagi Suður-, lands og stæðu vonir til að húsiö | gæti komizt undir þak á þessú ári. Jafnframt kvað framkvæmda- stjóri mikla nauðsyn á að reisa stóra kartöflugeymslu undir hina ört vaxandi kartöflurækt héraðs- ins. Úr stjórn áttu að ganga Björn Fr. Björnsson og Oddgeir Guðjóns son og voru þeir báðir endur- kjörnir Endurskoðandi var endurkjör- inn Benedikt Guðjónsson. Nefs- holti. í stjórn Menningarsjóðs félags ins var kjörinn Benedikt Guð- jónsson. Fulltrúar á aðalfund Sambands Framhald á 15. síðu. T í MIN N, föstudaginn 8. júni 1962 Z

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.