Tíminn - 01.08.1962, Page 6

Tíminn - 01.08.1962, Page 6
MINNING: Steinn Þ. Öfjörð, óðalsbóndi í Fossnesi, Gnúpverjahreppi ALLIR ÞURFA AÐ LESA sönnu sögurnar og skopsögurnar í heimilisblaðinu SAMTÍÐIN Munið hið einstæða kostaboð okkar: Fæddur 17. júnj J885. Dáinn 23. júní 1962. Með Steini er farinn einn með beztu bústólpum þessa atvinnuveg ar, sem fáir ungir menn nútímans sækjast eftir að leggja tevistarf sitt í. En þó er svo fyrir að þakka að forsjónjn hefur séð fyrir því í Fossnesi, að þar kemur maður manns í stað, þar sem Gunnar son- ur Steins er nú tekinn við föður- leifð sinni, með myndarbrag, eins og fylgt hefur þeirri jörð. Um Stein Þ. Öfjörð má heim- færa í stuttu 'máli orð skáldsins úr grafminningu Þórarins Öfjörð (f. 1793 d. 1823) langafa Steins: „Röggsamur, gáfaðuV, ráðvandur snillingur." Telja má víst að flest- ir, sem þekktu Stein í Fossnesi, mundu verða á einu máli um þá erfðahæfileika, sem féllu í hans hlut í fjórða lið. Stundin var komin. Um lang- degi íslenzka vorsins, þegar sól sést allan sólarhringinn á nyrztu töngum lands vors. Það mun ekki hafa verið í fyrsta skipti í ævisögu Steins í Fossnesi, að leggja meira eða minna af vornótt vig daginn til að hjálpa öðrum, sem honum var svo létt um, af góðvilja sínum. Að kvöldi hins 23. júní, söðlaði Steinn hest sinn eftir vinnutíma heima, og ætlaði að heimsækja fósturson sinn að Minna-Hofi í sömu sveit, til að hjálpa honum að smala og rýja eins og undanfarin ár. Milli þessara bæja eru þrjár bæjarleiðir eða 12 til 15 km. Minna-Hofs-fólkið vissi ekki að Steins væri von þennan dag, en er hann fór að heiman, gerði hann ráð fyrir, að verða eins og þrjá daga á Minna-Hofi. Hjá Minna- Núpi hitti Steinn bóndann þar við túnið, þar sem gamli vegurinn lá, virtist Steinn alheill er þeir töluð- ust við. En þegar hann er að stíga á hest sinn, hnígur hann niður og Frá Barðsfrendingafélaginu Sumarsamkoma í Bjarkarlundi Hin árlega sumarsamkoma félagsins verður haldin í Bjarkarlundi um verzlunarmannahelgina. Dansað verður á útipalli bæði á laugardags- og sunnudagskvöld. Önnur skemmtiatriði hefjast kl. 15,00 á sunnudag. Ferðir frá Reykjavík með Vestfjarðaleið (BSÍ) á laugardag kl. 14,00. BarÖstrendingafélagið Fjósmeistari Starf fjósmeistara við Vífilsstaðabúið er laus til umsóknar frá 1. október n. k Skriflegar umsóknir um starfið, ásamt upplýsingum um fyrri störf, þurfa að berast til ráðsmannsins á Vífilsstöðum fyrir 25. ágúst n. k. Skrifstofa rikisspítalanna, Klapparstíg 29. Reykjavík. er þegar örendur. „Skjótt hafði sól brugðig sumri“, má segja um þetta dauðsfall. Því er frá þessum atburði sagt, til aðgæzlu fyrir alda og óborna. Röggsamur var Steinn i áform- um sínum, að láta ekki dragast úr hömlu áætlanir sínar. Það var kominn tími til að hjálpa til við féð, bæði heima og hjá fóstursyn- inum. En þá kom kallið, með kyrrð og hraða, ævidagsverkinu lokið. Steinn var ágætum gáfum gæddur, sérstaklega á fornan fróð- leik, og frásagnarhæfileiki hans hans með ágætum, hvert orð flutt af festu og list íslenzkrar tungu, eins og fastmótag í stein harðan, sem hvorki vatn né vindur afmáir. Steinn var á ýmsum sviðum snill- ingur i hugkvæmni og höndum. Smiður ágætur og alhliða verklag- inn. Steinn fluttist að Fossnesi frá Austurhlíð með foreldrum sínum. Þar vann hann sitt ævistarf, fyrst hjá foreldrum sínum, þar til hann tók við föðurleifð sinni 1918. Þá var erfitt árferðj og óhagstætt að hefja búskap í sveit á ýmsan hátt. En Steinn var þrekmaður, hraust- ur, þéttur á velli, víkingur til vinnu, enda vann hann mikið heima og utan heimilis vig smíð- ar, en smíðahæfni var honum eðl- isborin, sóttust því margir eftir að njóta verka hans. Árið 1920 kvæntist Steinn Ing- unni Ingimundardóttur frá Andrés fjósum á Skeiðutp.^pignuðust þau einn son, sem áður er frá skýrt, farnaði^t .,þeim ^far^ællega búreksturinn og voru samhent. Á síðari árum varð konan heilsulítil og mátti lítið á sig reyna, en var þó oftast heima og vann meðan kraftarnir leyfðu. Það mun hafa sannazt á þeim, eins og fleirum, að „Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir. Blessuð sé minning Steins. Brynjú'lfur Melsted. 960 bls. fyrir aðeins 100 kr. er þér gerizt áskrifandi að þessu fiölbreytta og skemmti- lega blaði sem flvtur auk þess: Ágætar greinar, fjölbreytfa kvennaþætti, skákþætti, bridgeþætti, margvíslegar skemmtigetraunir, stjörnu- spár fyrir alla daga ársins o. m. fl. 10 BLÖÐ A ARI FYRIR AOEINS 75 KR. og nýir áskrifendur fá árgang 1960 fyrir aðeins 25 kr. og árg 1961 j kaupbæti. ef 100 kr fylgja pöntun. Póst- sendið eftirfarandi pöntunarseðil: Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að SAMTlÐ- fNNl og sendi bér með árgjaldið 1962 75 kr. + 25 kr. fvrir árg 1960 (Vinsaml. sendið þetta í ábyrgðarbréfi eða póstávísun.) Nafn Heimili Utanáskrift okkar er SAMTÍÐFN Pósthólf 472. Rvík. Ferðamenn athugið Gengizt verður fyrir ferð á jeppabifreiðum norður og suður Sprengisand. í sambandi við ferð þessa- verða bifreiðar ferjaðar yfir Tungnaá og Blautu- kvísl, neðan Halds, á stórum vatnabíl, dagana 11. og 12. ágúst. Ferðamönnum verður seð fyrir benzíni og olíum á bifreiðar sínar við Tungnaá. Væntanlegir þátttakendur norðan og austan lands, leiti upplýsinga í síma 2459, Akureyri, og í Reykja- vík hjá Steingrími Pálssyni, sími 17400. Halldór á Rauðalæk. Utsvör á Akranesi hækka um 33% Langur bæjarstjórnarfund- ur var haldinn á Akranesi sl. þriðjudag. Bæjarstjórnar- meirihlutinn — Sjálfstæðis- menn og kratar — samþykktu \ — gegn atkv. minnihlutans — að hækka útsvörin enn um kr. 1 millj. til viðbótar kr. 2,7 millj. þegar fjárhagsáætlunin var afgreidd í vetur, auk 10% álags, sem ákveðið er að nota. Er hér um kr. 4,1 millj. hækk- un að ræða eða 33% frá 1961. Á sama tíma fær bærinn um kr. 2 millj af söluskatti og landsútsvari. Ráðgert er að útsvör og aðstöðugjald í ár verði kr. 16,6 millj. en var kr. 12,5 millj. sl. ár. Það skal tekið fram að báðir þessir flokkar lofuðu útsvarslækk- Bælarstjórnarfundur fellir tillögu um aukafrá- drátt fyrir barnafjölskyidur, en samþykkir að lækka veltuútsvör verzlana um 50 % un fyrir kosningar. Kratarnir a. m. ismanna og krata felldu tiHögu k 5% og Sjálfstæðismenn öllu meiru, ef frumv um landsútsvör yrði samþykkt í þínginu, hvað gert var. Efndirnar eru landsmet í út- svarshækkun Á öllum miðlungs- tekjum og hærri verður um veru- lega útsvarshækkun að ræða á sömu tekjur og i fyrra eftir að þessi breyting hefur verið gerð á heildarupphæð útsvaranna. Þessi gífurlega útsvarshækkun á tæplega 1200 gjaldendur er ör- væntingarfull tilraun meirihlutans til að hressa upp á fjárhag bæjar- ins, sem'kominn á heljarþröm eftir tveggja ára stjórn hans á bæjarmálum á Akranesi. Það vakti mikla athygli á fund- inum að bæjarfulltrúar Sjálfstæð- frá bæjarfulltrúum Framsóknar- flokksins og Alþbl. um kr. 1000,00 aukafrádrátt á útsvari á hvert barn umfram 3. sem gjaldendur hefðu á framfæri sínu til 'að koma til móts við þá sem aukin dýrtíð og söluskattar leika verst. Jafn- framt samþykktu sömu bæjarfull- trúar að lækka veltuútsvax af verzlunum. — sem nú heitir að- stöðugjald — um helming eða 50% Hér er íhaldsstefnan í algleymingi. Samþykkt var tillaga frá Daníel Agústssym um endurskoðun á gjaldskra hatnarinnar vegna verð- hækkana, serri orðið hafa af geng- isbreytingum 1960 og 1961. Hins vegar voru felldar tvær tillögur | frá D.Á. um aðkallandi endurbætur !í höfninni. TÍMINN, miðvikudaginn 1 ágúst 1962 6

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.