Tíminn - 01.08.1962, Qupperneq 7
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón DavíSsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-
húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur 1 Banka.
stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Af.
greiðslusími 12323 — Áskriftargjald kr 55 á mánuði innan.
lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Einstæð styrjöld
íslenzka þjóðin hefur löngum háð harða baráttu við
óblíða náttúru og náttúruhamfarir. Skáldin hafa lýst með
margvíslegum .hætti baráttu hennar við elda og ísa.
Um þessar mundir er háð styrjöld á íslandi, sem er
að öllu leyti ólík hinum mörgu fyrri styrjöldum, er ís-
lendingar hafa háð við náttúruöflin. Á annað ár hefur
verið óvenjulegt góðæri til sjávarins, og nú beinist mikið
af starfsorku stjórnarvaldanna að því að koma í veg fyrir,
að þjóðin græði of mikið á góðærinu!
Forsaga þessarar styrjaldar er sú, að fyrir V-h ári
tóku stjórnarherrarnir upp nýja stjórnarstefnu, er
þeir kölluöu viðreisnarstefnu. Stefna þessi var þó ekki
neitt ný, heldur uppvakningur frá liðinni tíð. Kjarni henn-
ar var sá, að atvinna mætti ekki vera mikil og almenn
kaupgeta ekki mikil. Annars dreifðust þjóðartekjurnar
og þjóðarauðurinn á of margar hendur, en ef vel væri.
ætti þetta tvennt að dragast sem mest á fáar hendur og '
þannig skapast grundvöllur fyrir stórfyrirtæki og stór-
kapitalista. Þegar svo væri komið, væri öld fyrirmyndar-
þjóðfélagsins runnin upp.
Menn þurfa hins vegar ekki að horfa lengra en 3—4
áratugi aftur í tímann til þess að átta sig á, hvernig slíkt
fyrirmyndarþjóðfélag er.
í samræmi við þessa stefnu, voru gerðar margháttað-
ar ráðstafanir til að skerða hina almennu kaupgetu og
draga úr atvinnunni.
Tvennt hefur hins vegar gert slæm strik í reikninginn
hjá reiknimeisturum „viðreisnarinnar“. í fyrsta lagi, að
verkalýðssamtökin og samvinnufélögin hafa knúið fram
nokkrar kjarabætur. í öðru lagi það, að skaparinn hefur
látið vera hér óvenjulegt góðæri til sjávarins seinustu
misserin. Mikil síldveiði var í fyrrasumar, einnig síðastl.
vetur og ajftur nú í sumar, auk mikils afla bátanna á öðr-
um veiðum. Vegna aðgerða fyrri ríkisstjórna hafa lands-
menn átt tækin til að notfæra sér þessi auðæfi.
Og nú eru áhrif góðærisins orðin svo mikil, að „við-
reisnar“-hetjurnar sjá ekki fram á annað en að áform
þeirra um takmörkun atvinnu og kaupgetu sé að fara úr
böndunum. Þess vegna heyja þeir hið einstæða stríð við
góðæri til þess að reyna að koma í veg fyrir að tekjur þjóð-
arinnar af því verði miklar!
Gegn góðærinu
Það verður ekki annað sagt en að stjórnarherrarnir
hafi reynzt hiriir duglegustu í stríði sínu við góðæri. Þeir
hafa stöðvað togarana í fimm mánuði, síldveiðiflotann i
þrjár vikur, vanrælct að undirbúa móttökuskilyrði fyrir
síld á Austfjörðum, valdið miklu framleiðslutjóni með
járnsmiðaverkfalli o. s. frv. og nú um skeið hafa þeir
stöðvað síldarsöltun.
Allt er þetta gert til þess að koma í veg fyrir, að
þjóðartekjurnar af völdum góðærisins verði of miklar!
Með þessum aðgerðum öllum hafa tvímælalaust tapazt
framleiðsluverðmæti, er skipta mörgum hundruðum
milljóna króna.
í tilefni af þessu er vissulega ekki úr vegi, að menn
hugleiði tvennt:
Hverjar myndu nú vera orðnar afleiðingarnar af „við-
reisninni", ef góðærið hefði ekki komið til sögunnar og
eyðilagt alla útreikninga reiknimeistara hennar?
Er rétt af þjóðinni að framlengja þá stjórnarstefnu,
er beinist að því að koma í veg fyrir að tekjur hennar af
góðærinu verði miklar og auki hina almennu kaupgetu
og velmegun í landinu?
Tekst námahringnum að eyði-
leggja Sameinuðu þjóðirnar?
Mikið hæiiuástand er að skapast á ný í Kongó
Á NÝ hafa horfur í Kongó
orðið mjög alvarlegar. Um
seinustu áramót horfði þann-
ig, að vænlegt þótti, að afskipti
Sameinuðu þjóðanna myndu
bera tilætlaðan árangur. Þá
var hvergi barizt í landinu.
Komið hafði verið upp sæmi-
lega traustri sambandsstjórn
fyrir allt ríkið í Leopoldville,
undir forustu Adoula, studdri
af meirihluta sambandsiþings-
ins, og foringjar uppreisnar-
stjórnarinnar í Katanga, undir
forustu Tshombe höfðu heitið
því að hefja samninga við sam
bandsstjórnina í Leopoldville
um innlimun Katanga í sam-
bandsríkið, gegn skilyrðum, er
þeir sættu sig við.
ÞESSAR viðræður, sem hafa
farið fram milli þeirra Adoula
og Tshombe, hafa staðið yfir
undanfarna mánuði, unz alveg
slitnaði upp úr þeim fyrir fá-
um vikum. Tshómbe dró þær
á langinn með því að lofa öllu
fögru og ganga inn á ýmis atr-
iði, sem hann féll svo frá aft-
ur. Það hefur farið eins og
jafnan áður, að ekki er að
treysta neitt á það, sem Tshom-
be segir. Um það er hins veg-
ar deilt, hvort þetta stafi af
i‘því, að-Tshombe hagi sér þann
•jg*-af-ésettu ráði eða hvort
• hann - sé -.ó'sjálfstætt verkfæri
valdameiri samstarfsmanna
HOME lávaröur
sinna. Sumir þeirra er vel
þekkja til, halda hinu síðara
fram, og telji Munongo, innan-
ríkisráðherra Katangastjórnar-
innar, ráðamesta mann henn-
ar og raunverulega húsbónda
Tshombe. Munongo er sagður
mjög ráðríkur og grimmur og
þykir víst, að það sé hann, er
hafi látið fyrirskipa aftöku
Lumumba. Sumar sagnir
herma, að hann hafi drepið
Lumumba með eigin hendi.
MEÐAN á samningaþófi
þeirra Adoula og Tshombe hef
ur staðið, hafa málin þróazt
hinum fyrrnefnda mjög í óhag.
Samstarfsmenn Adoula hafa
gerzt óþreyjufullir og fjárhag-
ur sambandsríkisins hefur sí-
versnað. Iiætt er við, að stjórn
hans falli þá og þegar og nýtt
upplausnarástand skapist við
Aðalstöövar námahringsins í Brussel.
það. Uppreisnarstjórn Tshombe
í Katanga hefur hins vegar
styrkt aðstöðu sína á ýmsan
hátt, en þó einkum herafla
sinn.
Það, sem hefur ráðið mestu
um, að framvindan hefur orðið
þannig, er afstaða belgíska
námahringsins í Katanga. Hann
hefur borgað alla skatta sína
til uppreisnarstjórnar Tshombe,
en ekki til sambandsstjórnar-
innar í Leopoldville. Hér er um
að ræða mjög miklar fjárhæðir.
Á þennan hátt hefur náma-
hringurinn enn á ný ráðið
mestu um framvindu stjórn-
mála í Katanga, en hann hef-
ur frá fyrstu tíð Iagt allt kapp
á að efla skilnaöar- o.g upp-
reisnarhreyfingu Tshombe.
FULLTRÚUM SÞ í Kongó
er vel Ijóst, að þar er mikið
hættuástand á næstu grösum.
ef ekki tekst fljótt að sam-
eina landið og afstýra falli
Adoula-stjórnarinnar. Þeim er
einnig ljóst, að þetta er tiltölu-
lega auðvelt. Til þess þarf
raunar ekki annað en það að
belgíski námahringurinn hætti
að greiða skattana til uppreisn
arstjórnarinnar í Katanga, en
greiði þá í staðinn til sam-
bandsstjórnarinnar í Leopold-
ville.
Það, sem U Thant, fram-
kvæmdastjóri SÞ, mun því
leggja megináherzlu á að fá
framgengt mest í þessum mál-
um, er að knýja námahring-
inn til þess að greiða skattana
til stjórnarinnar í Leopoldville.
Bandaríkjastjórn er sögð
þess eindregið fylgjandi, því að
hún gerir sér vel ljóst, hve við-
sjárvert ástandið í Kongó er
orðið.
UM SKEIÐ leit og út fyrir,
að þetta yrði einnig stutt af
stjórn Belgíu. En þá barst
námahringnum óvæntur liðs-
auki. Það var brezka stjórnin,
undir forustu Home lávarðar.
Brezkir auðhringar eiga stór-
an hluta í beigíska ná.mafélag-
inu og er hér um að ræða
sömu auðhringana og eiga mikl
ar eignir í ýmsum ríkjum og
nýlendum Afríku. Þeir óttast
mjög öll opinber afskipti af
MUNONGO
víst, að þær hafi fjárráð til að
yrðu þannig að gefast upp í Kon
halda herliði þar áfram. Ef SÞ
gó, myndi það verða þeim slík-
ur álitshnekkir, að þær myndu
seint bíða þess bætur. Hér
stendur því valið raunverulega
milli Sameinuðu þjóðanna ann
ars vegar og belgíska náma-
hringsins hins vegar.
Þetta gera Bandaríkjamenn
sér ljóst og reyna því eftir
megni að hafa holl áhrif á af-
stöðu Breta. Sennilega fæst
brátt úr því skorið, hvað á-
gengt þeim verður, því að U
Thant mun bráðlega skjóta
þessu máli til Öryggisráðsins,
að því talið er.
Þ. Þ.
störfum hringanna, og þó ekki
sízt afskipti SÞ. Þess vegna
hafa þeir lagzt eindregið gegn
því, að SÞ skipti sér nokkuð
af störfum belgíska náma-
hringsins, þar sem með því
væri skapað varhugavert for-
dæmi. Home lávarður, utanrík-
isráðherra Breta, sem er lítill
vinur SÞ, en mikill vinur auð-
hringanna, hefur tekið svipaða
afstöðu.
Ef brezka stjórnin heldur
fast við þessa afstöðu sína, get-
ur hún oröið þess valdandi, að
Kongómálið verði að nýrri ó-
leysanlegri flækju og SÞ verði
ef til vill að gefast þar alveg
upp, þar sem þá er alveg ó-
T í M I N N, miðvikudaginn 1. ágúst 1962
7