Tíminn - 01.08.1962, Page 14

Tíminn - 01.08.1962, Page 14
Það kam undrunarsvipur á dökkleitt andlit hans. — Mamma mín? — Já. Hún leit undan og von- aði, að hún tíefði ekki sœrt tilfinn- ingar hans. — Eg hélt kannski, að hún vildi vinna sér inn svolitla auka- peninga. — Þökk, fyrir senorita, en mamma þvær ekki fyrir ókunnuga. Rödd hans titraði eilítið. — Áttu eiginkonu? — Hamingjan forði mér frá því! Afsakið, ég ætlaði ekki að vera ókurteis. Nei, ég á ekki eig- inkonu, en ég -skal sjá um, að þvottur senoritu verði þveginn, og það skal ekki kosta mikið. Fáir enskir shillingar duga. — Hvers vegna enskir pening- ar? spurði hún forvitnislega. Mario leit í kringum sig og lækkaði róminn. — Gildi pesosa breytist með hverri nýrri ríkisstjórn, senorita, og er aldrej f háu verði. En ensk- ur shillingur er alltaf enskur shillingur, ekki s'att? — Auðvitað. Hún kinkaði kolli alvarleg. — Eg skil. Eg skal láta þig fá þvott í fyrramálið, og ég vona að þú sjáir til þess að hann verði almennilega þveginn. — Eins og senorita óskar. Mario gekk út, og þegar hann hafði lokað hurðinnj og var kom- inn fram á ganginn, tóku axlir hans skyndilega að skjálfa. Anna Maria, sem var nærstödd, leit for- vitnislega á hann. — Ó, Mario, hrópaði hún á spænsku. — Hvað er að? Ertu veikur? Þú skelfur allur . . . — Af hlátri, sagði hann og greip andann á lofti. — Bara af hlátri, Anna Maria. Hún fór að hlæja að honum, og þá gat hann ekki lengur stillt sig. Hláturinn bergmálaði um ganginn, meðan hann gekk með skóna niður stig- ann. 5. KAFLI. — Mig langar til að komast upp í fjöllin, sagði Rose og tók af sér baðhettuna og hristi dökkt hárið. — Hr. Robertson hefur ’Sagt mér heilmikið um þau. Hann segir, að það sé illfært, en út- sýnið alveg stórkostlegt á hæsta tindinum, æ, hvas heitir hann nú, Pedro eða eitthvað svoleiðis ? . . . — Cerro Del Pinto, senora. — Þakka þér fyrir, Mario. Eg veit, að ég sakna þín reglulega, þegar vifS förum héðan! Já, það var einmitt það, sem hann sagði, að hæsti tindurinn héti. Og hann sagði, afj þaðan sæjum við um alla eyjuna, sem væri miklu stærri en virtist. Við höfum ekki séð mikið af henni, bætti hún við. Þau voru stödd á einni hinna fögru sandstranda. Þau höfðu synt í vatninu og nutu nú svalans. El- enor var léleg sundkona og þorði ekki að syna ein, hún efaðist um, að hún hefði þorað ag stíga fæti í vatnið, ef Mario hefði ekki sef- andi sagt henni, að hann væri prýðis sundmaður og hún þyrfti ekkert að óttast. Hún hafði hleg- ið, en þótti vænt um, að hann sannaði orð sín með því að sýna henni, hve snjall hann var. Síðan hafði hún verig ánægð með að busla dálítig eða reyna að synda spotta og spotta, alltaf með Mario nálægt sér. — Nei, samsinnti eiginmaður Rose og rétti sig letilega eftir eldspýtum til að kveikja í sígar- ettu sinni. — Við höfum eytt mestum tímanum í ag liggja í leti í þessu indæla sólskini, skoða körfufléttingar á torginu og glápa á styttur, sem löngu dauðir Spán- verjar settu upp. En ég kvarta ekki, þetta er unaðslegt líf. — En hví gætum við ekki far- ið í könnunarferg upp í fjöllin?, spurði Elenor, fegnari en frá megi segja yfir því, hvað allt kom sjálf- krafa. — Ef okkur gezt að því, sem við sjáum, getum við farið í fleiri og lengri ferðir. Það er sjálfsagt svalara þar uppi líka. Hún leit á Mario, sem sat við hlið hennar með hendur um hnén. — Mario, þú hlýtur að þekkja fjöllin, eins og allt annað hér á eyju. Segðu okkur, hvernig við komumst þangað og hvag er þar að sjá? — Auðvitað rata ég í fjöllunum, svaraði hann vjrðulega. — Var ég kannske ekki leiðsögumaður ame- rísks milljónera, þegar hann fór þangað upp? Auðvitað var ég það! En hann fór bara eina ferð, i sínum eigin þíl, sem hann hafði látið ferja yfir frá meginland- inu. . . . — Eru vegir þarna uppi? Terry var undrandi. — Sumir nefna það svö, senor. En þeir ná bara svona langt, svo verður maður að labba. Það var þess vegna, sem milljónerinn fór bara eina ferð. . . . Það eru marg- ar sprungur og dimmar gjár, þar sem árnar renna, árnar, sem sjá Santa Felice fyrir drykkjarvatni. Það eru skriður og við tindinn eru snarbrattir klettar. Ha-nn hristi höfuðið. — Það er ekki auð- velt að komast upp, — en það er þó hægt. — Og þegar við komumst upp, eftir að hafa yfirunnið allar þess- ar torfærur? spurði Rose áhuga- söm. — Því er ekki hægt að lýsa, senora. Það er fagurt, stórkost- legt. Ef mér leyfist að bera fram tillögu. þá ráðlegg ég ykkur að reyrta. — Svo að fjölljn eru vel þess virði, að maður skoði þau nánar? spurði Elenor. — Vissulega. Á leiðinni sjáið þið margar plantekrur, sykur, kaffi og alls staðar banana. í frum •skóginum, ég kalla það svo, sen- orita, því að gróðurinn er svo mikill — vaxa orkideur. — Orkideur! Báðar konurnar hentust á fætur. — Auðvitað. ógrynni af orki- deum í öllum litum. Hann leit glettnislega á þær, — og biða bara eftir að dömurnar komi að tína þær. — Ó! Rose hneig niður aftur og .starði dreymandi fram fyrir sig. — Terry, sérðu mig ekki í anda með sveig af orkideum um hárið og um hálsinn? Einu orki- deurnar, sem ég hef nokkurn tíma fengið, voru þessar tvær í brúðarvendinum mínum. —En ... Mario hikaði eilítið. — Það er sagt, að ræningjar hafist við uppi f fjöllunum . . . Terry hló. — Afkomendur Henry Morgan? — En 'Senor, hinn mjkli Morg- an lenti ekki á Santa Felice, svo ag mennirnir geta ekki verið af- komendur hans, sagði Mario graf- alvarlegur. — En hvað gera þeir þarna uppi? spurði Rose forvitnislega. Hún lagðist á magann og leit á manninn, sem nú fylgdi þeim hvert fótmál og aldrei neitaði neinu, sem hann var beðinn um. — Sumir segja að það séu póli- tíski,- fióttamenn, sem forsetinn vill ná í, aðrir segja, að þag séu menn, sem skulda skattana sína og vilja lifa f fjöllunum frekar en í borginni og greiða skuld sína, senora. Elenor hlustaði áhugsöm. Sag- an um pólitísku flóttamennjna var vafalaust sönn, var þag ekki einmitt hátt þarna uppi inn á milli tindanna háu, sem Clemente Castellon var í felum. Maðurinn, 'Sem Don Manuei hafði velt úr sessi, en beið þess nú að ná aftur stöðu sinni, sem forsetinn hafði rænt hann meg svikum. Henni datt í hug, hvort Mario vissi eitt- hvað um Castellon. Hann bjó í borginni og heyrði sjálfsagt á tal hinna innfæddu á torgum og 121 bækistöðvar höfðu í Norður- Afríku, gert loftárásir á Ploesti- olíusvæðin í Rúmeníu, og enda þótt aðeins 120 af 171, sem hófu árásarferðina, kæmust á leiðar- enda og margar næðu ekki heim aftur, þá voru þó fimm hreinsun- arstöðvar af sjö, laskaðar og eyði- lagðar. Árásir á Vienna og önnur iðnaðarver í Austurríki, sem gerð- ar voru þar á eftir, voru fyrirboði þess, er verða myndi, ef stórum, langfleygums sprengjuflugvélum brezka og bandaríska flughersins yrði leyft að koma sér fyrir á ítölsku flugvöllunum. Af þessum sökum var þýzku varnarliðsmönn- unum í Suður-Evrópu fyrirskipað að veita öflugt viðnám og afvopna hina hugdeigu bandamenn sína. hvar sem þeir sýndu einhver merki um uppgjöf — alls staðar nema á syðsta tábroddi ítalíu, en það var þeim fyrirskipað undan- hald, af ,ótta við landgöngu bandamanna að baki þeim. Aðrir Þjóðverjar voru enn flutt- jr í skyndi suður; ekki aðeins til ítalfu, þar sem þeir höfðu í byrj- un september átján herdeildir, heldur einnig til Júgóslavíu, Alb- aníu, Grikklands og eyjanna á Austur-Atlantshafi til þess að taka við af ítölsku varnarliðssveitun- um; sem grunaðar voru um svik- samlega uppgjöf. Um það leyti, þegar hin hlögnu flutninga- og árásarskip banda- manna frá Afríku og Sikiley, sigldu síðastá áfangann á ferð sinni yfir Etrurra-hafið, höfðu menn Montgomerys, sem búnir voru að fara yfií Messínasundið þann 3. september, farið fimm- tíu mílur af þeim tvö hundruð mí'.na langa sprengjutætta og brúalausa fjallvegi, sem lá á mjlli þeirra og stranda Salernos. Hér réðust tvær af hinum bandarísku herdeildum Marks Clarks hers- höfðingja og tvær brezkar her- deildir, til landgöngu í dögun fimmtudagsins 9. september. Vegna hins mikla herliðs, sem Þjóðverjar höfðu dregið saman í Ítalíu, hafði Brooke verið í mikl- um vafa um það, hvort innrásar- herinn myndi geta sigrazt á því ofurefli, er hann þurftj að berj- ast við og haslað sér. fastan og öruggan völl, áður én hin óum- flýjanlega gagnárás hæfist. Allt var undir þoli innrásarherjanna komið, árásarmætti sprengjuflug- vélanna og því, hve fljótt liinar tvær herdeildir Montgomerys frá Calabria gætu brotið sér leið, fé- lögum sínurn til hfálpar. „Við teflum djarft og á tæpasta vað“, skrifaði Brooke „en ég finn, að það er réttlætanlegt . . . “ Meðan menn Mark Clarks voru að brjótast á land á hinum hæð- óttu ströndum fyrir sunnan Na- poli, var brezka flotinn, hundr- að og fimmtíu mílum austar, að framkvæma hernaðaraðgerðir, dirfskufullar og áhættumiklar. Þær voru framkvæmdar eftir skip unum sir Andrew Cunningham'S. Hann hafði komizt að raun um, að það skorti'algerlega flutninga- skip til að flytja herlið til ítölsku fiotastöðvarinnar við Toronto og skipaði því 1. brezku flugherdeild- inni um borð í sex beitiskip, að kvöidi hins 8. september og sendi I þau inn í hafnarmynnið í fvlgd tveggja orrustuskipa, yfir hafs- svæði. sem var lagt tundurduflum og varið úr fallbyssuvirkju.m í landi. Með þessu tryggði hann ninn mesta hernaðarlega sigur- vinning í Ítalíu, hafnarborg. sem vár ák.iósanleg og ómissandi fvrir framtíðaraðgerðir á Adríahafi. Tveimur dögum síðar. að kvöldj 8 septembers. sigldi ítalski flot- inn til hafs til þess að komast undan hernámi Þjóðverja. Daginn eftir varð flotadeildjn fyrir árás þýzkra sprengjuflugvéla úti fyrir ströndum Sardiníu, er sökktu flaggskipinu Roma. En hin ítölsku herskipin, þar á meðal fjögur orrustuskip og átta beitiskip, komust á hinn tilneínda stefnu- stað, Valetta. Þar mitt í eyðilegg- ingu þriggja ára sprengjuregns, fór hin formlega uppgjöf fram, laugardaginn 11. september Tuttugu og einum mánuði áð- ur, eða nánar tiltekið þann 3. desember 1942, hafði Alan Brooke skrifað: „Eg er sannfærður um. að stefna okkar ætti að vera sú, J að hernema Norður-Afríku eins j fljótt og auðið yrði. Þaðan gætum J við svo hafið árásaraðgerðir gegn j Ítölum. Nú hafði það' land. með ; öllum sínum vopnaða her. verjð[ knúið til uppgjafar Miðjarðar- hafið og helzlu eyjar þess lutu nú yfirráðum bandamanna Á tíu síð- ustu mánuCunum höfðu '"’jóðver.i- ar misst fulla milljón manna í j Rússiandi, Afríku og Sikiley. Þeir' voru nú þegar neyddir til að beita þriðjungi landhers síns og tveimur þriðju hlutum flughersins til varn ar Vestur-Evrópu, á þrjú þúsund mílna langri strandlengju — en auk þess urðu þeir nú líka, sök- um sigurvinninga bandamanna og hruns aðalbandalagsríkis síns, að manna í skyndi þrjú þúsund mílna strandlengju í suðri. í stað þess að hrinda ótímabærri árás bandamanna eins og þeir höfgu ætlað sér og vonað gð geta. og flytja svo hinar sigursælu her- deildir sínar austur tii að ganga á milli bols og höfuðs á Rússum, urðu þeir nú að senda tultugu og tvær herdeildir —. auk fimmtíu herdeilda, er biðu í Frakklandi og Niðurlöndum — ti] ítalíu, til þess ag verjast sjö brezkum og fjór ím bandarískum herdeildum. Þrátt fvrir hvers konar hindranir hafið Brooke náð því langþráða takmarki sínu, sem hann hafði S'tögugt keppt að ,að knýja vara- lið Þjóðverja út á hina fjöllóttu skaga Suður-Evrópu. þar sem það yrði ekki lengur flutt úr stað eftir vild til þess að hindra árás af mndinn- eða undiroka Rússa Á meðan höfðu Rússar, sem nú voru lausir undan mesta árásarþunga Þjóðverja, nág aftur stórum svæð- um af heimalandi sínu. Nú, þegar Þjóðverja skorti liðs- afla á Austurvígstögvunum og varalið þeirra var allt samankomið á ströndum Miðjarðarhafsins og hálendi Balkanskagans og æðsta herráð Vesturveldanna hafði sam- þykkt áformin um frelsun Frakk- lands á næsta ári, var sviðið til- húið fyrir sfðasta 'þátt styrjald- arinnar. Milli rússnesku og brezk- bandarísku herjanna, flotans og flughersins á Ítalíu og Mjðjarðar- hafi. voru hinir uppreisnarsinn- uðu Júgóslavar, Grikkir og Alb- anir. hinir stríðsþreyttu og hik- andi Rúmeriar, Búlgarar og Ung- verjar og, fyrir sunnan, hinir væntanlegu Tyrkir Óg í vestri, á eyjunni. sem Ilitler hafði mistek- izt a.ð tortíma árið 1940, voru mikíl árásaráform í undirbúningi og ný Iiðssöfnun hafin. Árás Möndulveídanna . hafði Verið hrundið og vegurinn til slgurs lagður. TIMINN, miffvikudaginn 1. ágúst 1962 14

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.