Tíminn - 08.08.1962, Qupperneq 2

Tíminn - 08.08.1962, Qupperneq 2
Einhver athafnasamasta kona á dögum frönsku stjórn- arbyltingarinnar tilheyrði fínni endanum á þeirri línu sem draga má frá bókmennta sinnuðum heimskonum til götudrósa. Það var Theo- «igne de Mericourt. í húsi hennar komu foringjar bylt- ingarmanna saman, Mira- beau, Danton, Camille Des- moulins svo að þeir kunn- ustu séu nefndir. Þetta var eini raunverulegi samkomu- staðurinn á byltingarárun- um.En hæfileikar Theorign- es voru ekki takmarkaðir við stjórnmál og bókmenntir, en bókasafn hennar er sagt hafa verið 3000 bindi. Það er ekkert við því að segja, að það voru konur af léttara tag inu, sem voru pólitískt sinnaðar á byltingaráiunum. Hvernig hefðu aðrar getað verið það? Þær skorti þekkingu og kunnáttu og alla möguleika til að láta^að sér kveða í þjóðfélagi þar sem stjórn mál voru mál karla einna. í lok átjándu aldar hvarflaði ekki að neinum að hugsanlegt væii að konum yrði veittur kosningar- réttur og kjörgengi. En konurn- ar sem hófu baráttufánann fyrst- ar á loft, voru kannski dálítið barnalegar. Þær voru ekki nær því eins fúsar að selja sannfær- inguna og blíðu sína. Theorigne fæddist 13. ágúst 1762 í Luxembourg. Hún var alin upp í klaustri. 17 ára gömul komst hún í kynni við ungan að- alsmann, sem bjó á bökkum Rinar, og skömmu síðar fór hún að heiman. Hún bjó um skeið í Lundúnum, og það er sagt, að hún hafi komið til Parísar fá- einum árum fyrir byltinguna í fylgd með boðbera heimslýðveld- isins Anacharsis Clooz, en hann lauk ævi sinni undir fallöxinni, af því að hann skrifaði bók, þar sem hann sannaði að guð væri ekik til, en slíkar skoðanir hent- uðu ekki Roþespierre. Clooz tal- aði mikið og við hvern sem hann hitti um byltingaráhuga Theorignes og ruddi henni og 'húsakynnum hennar með því braut. Stökkið frá því að sitja og ræða byltinguna til þess að taka virkan þátt í henni, gerði hún 14. júlí 1789, í árásinni á bastill- una. Lærdómsmenn deila um, hve hlutur hennar þar var mik- ill. Sumir kunna frá því að segja, að hún hafi í fararbroddi mikils skara náð fallbyssum Invalide- hótelsins og beitt þeim gegn kastalanum og verið í atlögunni klædd rauðri kápu, fjaðurskrýdd um hjálmi og með skammbyssur í belti. Aðrir telja hlutverk henn ar hafa verið minna. Hins vegar er enginn vafi á því, hvert hlutverk hennar var í sambandi við atburðina 5. októ- ber 1789, þegar þúsundir Parísar kvenna fóru til Versala til þess að færa konunginn, drottninguna og ríkisarfann til Parísar. Hún var foringi kvennaflokksins, sem vopnaður heykvíslum, kústsköft- um, ’ eldhúsbreddum og áður en lauk fallbyssum, sem þær höfðu náð af varðmönnum konungs og voru dregnar af hestum, sem þær komust yfir á leiðinni. Theo-. rigne reið í fararbroddi, íklædd rauðri kápu og með svarta fjöð- ur í hattinum, og bar lensu sína brosandi. Við komuna til Ver- sala umkringir mannfjöldinn höllina. Margir blanda sér inni á milli varðmanna hallarinnar, og Theorigne veilir þeim góðgerðir, og það er kunnugt, að margir í flokknum útdeildu fé. Carlyle, sem hefur skrifað bók um frönsku byltinguna, trúir ekki, að þessir peningar hafi verið á vegum Theorignes. Hann segir: „Skrifað stendur, að Theo- rigne hafi útdeilt peningapokum til Flandern-hersveitarinnar. Hvaðan hefði það fé átt að koma? Það mun sjaldgæft að fólk standi í uppreisnum með fullar hendur fjár. Theorigne hefði ein- ungis hina takmörkuðu tekju- lind fallinnar konu, en hún hafði sinn svarta hadd, sköpulag eins og heiðin gyðja, mælska tungu og gott hjarta“. Þctta hljómar talsvert bylt- ingarrómantískt. En Carlyle gleymir að, að baki hennar stóðu byltingarleiðtogarnir, húsakynni, sem hýstu herforingja byltingar- innar, sem einungis á yfirborð- inu var skipulagslaus, og millj- ónaarf Clooz, sem allur var upp- urinn á fyrstu árum byltingar- innar. Capet borgari, fyrirliði varn- arinnar var feitur og friðsamur og fór fúslega með til Parísar, en andspyrnuleysi hans hefur þó ajj einhverju leyti orsakazt af því, að hann gat ekki treyst jið- inu. Þeir hefðu ekki þurft að skríða í felur fyrir kerlingum með kústsköft. Theorigne vann sigur. Með brugðið sverð reið hún inn í Parísarborg við hlið konungs- vagnsins. Tæpu ári síðar var höfðað mál gegn henni og öðrum leiðtogum Versalafarar. Hún taldi ráðleg- ast að flytja frá París til Nancy, og þar beitti hún sömu aðferð- um og í Versölum, mútaði og keypti nokkrar hersveitir til að gera uppreisn, eitt þeirra fáu upphlaupa á byltingartímunum sem mistókst. Hermennirnir voru dæmdir til þrælkunar, en látnir lausir hálfu öðru ári síðar að kröfu blaða, klúbba og þjóðþings. Þegar þeir fengu frelsi sitt, voru þeir heiðraðir með opinberri há- tíð. Boðsbréfið að þeirri hátíð var undirritað af málaranum David og Theorigne. Haustið 1790 kom hún til áróðursstarfa í Liege, og þegar Austurríkismenn í janúar næsta ár unnu borgina, komst hún í hendur þeirra. Hún var flutt fangi til Austurríkis, og þar hóf- ust öðru sinni réttarhöld gegn henni fyrir þátt hennar í Versala för. Keisari Austurríkis, sem hafði hug á að koma þessum erkifjanda konungsdómisins í gapastokkinn, lét flytja hana til Vínarborgar, og varð hrifinn af mælsku hennar og fegurð. Hann gaf hana lausa og gaf henni ríku- legan farareyri. Um nýárið 1792 var hún aftur komin til Parísar, dýrkuð og dáð. Blöðin fylgdust með öllum gerð- um hennar. Hún ieið um göt- urnar í byltingarklæðum. Allar tröppur voru ræðustóll hennar til að halda áhugaeldinum lifandi. Flsta dagá skaut henni upp í þinginu og á mannafundum, þar sem hún skipti sér af umræðun- um og las upp mannréttinda- skrána. Hún hafði skilinginn á því dramatíska í blóð borinn. A fundi einum í Cordelierklúbbn- um, var dyrunum skyndilega hrundið upp með miklum gaura- gangi og inn steig Theorigne í fararbroddi fjölda kvenna, gekk upp að ræðustólnum og bað um orðið. Camille Desmoulins, sem var fundarstjóri veitti henni orð- ið og sagði: „Hér kemur drottn- ingin af Saba til fumdar við Salomon hverfisins." Hún steig í ræðustólinn með Marat á aðra hlið sér og Danton á hina og las upp tillögu um að byggja á rúst- um bastillunnar „Musteri frels- isins“, þar sem löggjafaþingið skyldi vera til húsa. Tillagan var samþykkt í miklum fögnuði, og Theorigne gaf skartgripi sína til byggingarinnar. Þetta musteri i var þó aldrei reist. Theorigne fannst erfitt að hafa *íj götuna eina fyrir fundarsal, og áheyrendapalla þingfunda fyrir Framhald á 13. síðu Ánægjulegar fregnir | Þau glcSilegu tíðindi cr að !í, flytja að lokinni verzlunar- mannahelgi, að hvergi svo að | frétzt hafði, keyrðu ólæti úr ? hófi á skemmtistöðum, og sam V komur fóru flestar eða allar fram með friði og spekt. Bíla- | umferð var geysimikil um alla , aðalvegi sunnan lands og vest- 'i an, en gekk yfirleitt greiðlega , og slysalaust að mestu. Lögregl an var víða á ferli en starf henn | ar ánægjulegra en um fyrri ] verzlunarmannahelgar. Til þessa ágæta árangurs eru U auðvita® margar orsakir, og ó- þarft að rekja þær hér, en sjálf sagt er að þakka það og meta y að verðleikum, þegar æskufólk- | ið sýnir siðprýði og manndóm 1 í skemmtunum og umgengni. Aukin þensla „Aukin þensla innan Iands“ er stórfyrirsögn framan á Al- þýðubla'ðinu s.l. sunnudag. Er þar á það bent, að Seðlabank- inn vari við hættu á ofþenslu. Segir síðan: „Útlit er fyrir að hin mikla aukning eftirspurnar á vörum og þjónustu undanfarið mxmi hafa veruleg áhrif á greiðslu- jöfnuðinn og stö'ðva hina hag- stæðu þróun gjaldeyrisstöðunn- ar, sem átt hefur sér stað und- anfarna mánuði, segir í forustu grein í nýútkomnum Fjármála- tíðindum, ritaðri af Jóhannesi Nordal bankastjóra. f greininni segir, að fyrstu mánuði ársins hafi þróunin í peningamálum verið hagstæ‘3. En undanfarið hafi verið mikil þensla á vinnumarkaðnum, vinnuaflsskortur og mikU aukn ing á eftirspurn eftir hvers kon ar vörum og þjónustu og inn- flutningur sívaxandi. Ofan á þá þróun hafi bætzt verulegar og almennar kauphækkanir, sem hafa munu í för með sér enn aukna eftirspura." MOfstækisskrif<( Þessar upplýsingar Alþýðu- blaðsins og Seðlabankans sýna gerla, hve rétt er, sem Tíminn hefur haldið fram síðustu vik- uraar, að ríkisstjórnin og ráða mcnn hennar hefðu nú af því þungar áhyggjur, hve góðæri er mikið, hve framleiðslan vex og vel veiðist, svo að mikil at- vinna og töluverðar tekjur myndast og liefðu af því þyngst ar áhyggjur, hvernig vinna ætti gegn áhrifum þessa góðæris. Og ráðin, sem þessir herrar eygja cru engin önnur en gömul og úttauguð íhaldsráð, samdráttar tök. Þeir sjá enga leið aðra en foyna að draga úr atvinnu og framleiðslu, draga úr kaupgetu. Varnirnar gegn gagnrýni Tím- ans eru heldur engar aðrar en þær, að Bjarni Ben. endur- prentar nokkrar leiðarakafla úr Tímanum . í Reykjavíkurbréfi sínu og kallar „ofstækisskrif". En þar er ekki reynt að hrekja eltt einasta atriði þessara „of- stækisskrifa". Fólkið í landinu skilur liins vegar vel, að góðæri og mikil veiði, vaxandi þjóðartekjur og meiri framleiðsla, hæfir ekki þeirri stjórnarstefnu, sem nú ríkir í landinu, og sú stjórnar- stefna, sem ekki þolir góðæri er ill, óalandi og óferjandi. IIT IIIMI llilllimHHHTIHWnTnTTTTTí- THEORIGNE DE MERICOURT 2 % TÍMINN, miðvikudaginn 8. ágúst 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.