Tíminn - 08.08.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.08.1962, Blaðsíða 3
íslendingar / handalögmáli á heimsmátinu Heimsmóti æskunnar í Helsingfors lauk í gær- kveldi með dálítiS söguleg- um hætti og leit um tfma út fyrir alvarleg átök. Um eitt hundraS þátttakendur frá 10 þjóðum, þar á meSal íslandi, höfSu fariS í hóp- göngu tll aS mótmæla því, aS Sovétríkin hafa byrjaS nýjar tilraunir meS kjarn- orkuvopn. Voru mótmæla- spjöld borin fyrir fylking- unni, þar sem m.a. var þessi áletrun: Stanz viS öllum til- raunum bæði í austri og vestri. Fyrir mótmælagöngu þessari var 19 ára gamall danskur stúdent, Steffen Larsen. Hann lenti í orðakasti við einn af starfsmönnum mótsins, 43 ára gamlan Frakka, Jean Garcias, sem ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum mótsins reyndi að koma í veg fyrir mótmæiin gegn kjarnorkuvopnatilraunun- um. Garcias sagði Larsen, að ein- ungis mætti bera í görigunni MHHMWBBrtMKB mótmælaspjöld, sem gerð væru af stjóm mótsins eða öðrum opinberum aðilum. Sagði Garc- ias, að sum spjaldanna mættu ekki bera í göngunni, þar sem áletrun á sumum þeirra væri móðgandi fyrir einstakar þjóð- ir. Á nokkrum spjaldanna var einungis minnst á Sovétríkin og bann við tilraunum þeirra. Larsen sagði hins vegar, að þátttakendur í göngunni myndu engu að síður, þrátt fyrir þetta bann, koma fyrirætlun sinni í framkvæmd, sem væri að mót- mæla kjarnorkutilraunum, eftir að fréttin um nýjar tilraunir Sovétríkjanna hefðu borizt þeim til eyrna. Meðan á þessari þrætu stóð, gerðist það svo, að níu þátttak- endur frá íslandi, sem báru ýmis mótmælaspjöld, héldu göngunni áfram og tókst að komast um 200 metra áður en þelr voru stöðvaðir mrið valdi. — Hljóp Garcias þar að og þreif sjálfur spjöldin af íslend- ingunum og reif þau. Mótmæli gegn tilraunum Sovétrikjanna höfðu byrjað þeg ar á sunnudagskvöldið, er frétt in barst til Helsingfors. , Lýst formlega yfir sigri Bella í Alsír NTB—Algeirsborg Nýr og mikilvægur kafli í sögu byltingarinnar I Alsír hófst í gær, er formlega var lýst yfir, að FLN-stjórnin hefði fengið stjórnarnefnd Ben Bella, sem hann stofnaði fyrir skömmu, öll völd í land- inu í hendur. Þessi atburður sker raunar úr um það, að nú hefur Ben Khedda, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, sem nú fær einungis takmörk- uð ítök i stjórn landsins, end- anlega viðurkennt Ben Bella sem sigurvegara í valdabarátt- unni, sem staðið hefur í heilan mánuð. Missti handlegg Fáskrúðsfirði, 7. ágúst. Laust eftir hádegið varð það sviplega slys hér, að átta ára gamall drengur, Ásgeir að nafni, lét allan hægri handlegg sinn upp að öxl, er hann festi hana í færibandi. Slysið varð í fiski- mjölsverksmiðjunni, er verið var að flytja mjölsekki upp í stæð- ur. Færibandið var í gangi, og mun Ásgeir hafa fest hend- ina undir enda færibandsrúll- unnar. — S. Ó. Líkiö fundið Á mánudaginn fannst á Siglu- firði lík Friðriks Ásgrímssonar skipverja á Hávarði ÍS 160. Frið- rik týndist 16. júlí s.l., var hans þá leitað en fannst ekki. Hann mun hafa fallið í höfnina á Siglu- firði. Friðrik lætur eftir sig konu og tvö börn. Tilkynningin, sem gefin var út í dag kom engum á óvart, enda raunar einungis formleg stað- festing á ástandi, sem þegar var komið á í landinu. Samkvæmt þessari 'cilkynningu er nú stjórnarnefnd Bella æðsta vald innan þjóðfrelsishreyfingar Serkja í Alsír. Tilkynningin kom frá aðal- stöðvum bráðabirgðastjórnar Ben Khedda og þar sagði meðal annars, að FLN stjórnin myndi eftir sem áður hafa nokkur ítök í stjóra landsins, þangað til þjóð- frelsisráðið hefði komið saman til að samþykkja skipun stjórnar- nefndar Bella. Fjögur héraðsmót Fram- sóknarmanna verða haldin um næstu helgi. FlúSir, Árnessýsíu HéraSsmót Fram- sóknarmanna I Ár nessýslu verSur haldiS að Flúðum n.k, laugardags- kvöld kl. 9 s.d. RæSu flytur Björn Fr. Björns son, alþm.; Erling ur Vigfússon syng ur, meí undirlelk Ragnars Björns- sonar. Karl GuSmundsson gaman. leikari skemmtlr. — Hljómsveit &skars GuSmundssonar leikur, — söngvari Jakob Jónsson. klaustri n.k. sunnudag og hefst það klukkan 9 s.d. RæSur flytja Helgi Bergs, ritari Framsóknarflokksins, og Einar Ágústsson, sparisjóSsstjóri. Erllngur Vigfússon syngur meS undirleik Ragnars Björnssonar og Karl GuS- mundsson leikarl fer með gaman- þættl. AS lokum verSur dansaS. Skúlagarði, N.-Þing. HéraðsmótiS í N-Þlngeyjarsýslu verSur i Skúlagarði n.k. sunnudag og hefst þaS kl. HéraSsmót í Vestur-Skaftafells- sýslu verður haldið að Kirkjubæjar. Uugaborg, Eyjafirði Framsóknarmenn í Eyjafjarðar- sýslu halda héraSsmót aS Lauga- borg n.k. sunnudag og hefst þaS klukkan 9 s.d. Ræður flytja alþ.m. Ólafur Jó- hannesson og Ingvar Gslason. Jóhann Konráðsson syngur. Þá verSur dansaS. Kirkiubæjarkiaustur alþingismennlrnir Ólafur Jóhannes- son og Ingvar Gíslason. — Jóhann KonráSsson syngur. AS lokum verð- ur dansaS. Aköf leit að nazista leiðtoga NTB—Lundúmun, 7. ágúst. Borgaralega klæddir leyni- lögreglumenn leita nú ákaft bandaríska nazistaleiðtogans, George Lincoln Rocwell, sem tekizt hefur að komast inn í Bretland án skilríkja. Leynlögreglumennirnir hafa verið á verði meðal fólks á járnbrautarstöðinni í Liver- Pool, en lögreglan hafði fengið vitneskju um, að maður, sem vel gæti verið Rockwell hefði keypt farmiða með járnbrauta ferjunni til Harwich. Síðdegis í dag viðurkenndi út- lendingaefti.rlitið í frlandi, að Lincoln Rockwell hefði komið með flugvél til Shannon-flugvall- ar fyrir tíu dögum síðan, að því er AFP-fréttastofan greinir frá. Rockwell hafði sagzt vera { tíu daga sumarleyfi, sem hann ætlaði af{ eyða í írlandi, og þess vegna var honum leyfð landvist án sér- stakra aukaskilríkja. Enn hefur ekki verið afráðið, hvað skuli gert við Rockwell, ef til hans næst, en haft er eftir heimildum, sem standa brezka ut- anríkisráðuneytinu nærri, að sennilega muni honum verða gef- inn kostur á að yfirgefa Bretland þegjandj og hljóðalaust. Með þessu vilja brezk yfirvöld koma í veg fyrir að, vekja óþarfa athygli á nazistaklíkunni í Bret- landi, svo og komast hjá umstangi í sambandi við útvegun sérstakr- ar brottrekstrarskipunar úr land- inu. Flúðu heims mótið NTB—Helsingfors, 7. ágúst. Skýrt hefur veriö frá því, að a.m.k. níu austur-þýzkir þáttakendur á heimsmóti æsk- unnar, sem stóð í níu daga í Helsingfors, hafi horfiS af mót inu, áður en þaS var á enda. Þýzka sendiráðið í Helsingfors hefur sagt frá því, að gefin hafi verið út vegabréf af þeirra hálfu fyrir þetta flóttafólk, en hins veg- ar væri sendiráðinu ókunnugt um fjölda flóttamanna, sem kynnu að hafa flúifj til annarra landa, svo sem Svíþjóðar eða Noregs. Þá hefur talsmaður sendiráðs- ins látið þess getið, að ef til vill kunni fleiri þátttakendur ag leynd ast hjá finnskum kunningjum sin- um eða öðru fólki í Finnlandi. Slikt mun varla koma i ljós fyrr en austur-þýzka skipið, Völker- freundschaft, hefur láti ðúr höfn, sagði talsmaðurinn. ista til Bretlands, en þangað streyma þeir nú til að taka þátt í allsherjar nazistaráðstefnu, sem halda á f Glouchester-shire í Vest- ur-Englandi í þessarf viku. Styrjöld um stóðhesta Framhaid af 1. síðu. keyptu þá alla aftur, og varð einn þeirra að gjalda 11.000 krónur fyr ir stóðhestinn sinn. Eigendurnir hafa krafizt þess, að Hæstiréttur kveði upp úrskurð um, hvernig beri að skilja viss ákvæði hrossa- ræktar í búfjárræktarlögunum. Tvenns konar hrossarækt Bakgrunnurinn í deilu þessari mun vera sá, að menn rækta hross í tvenns konar skyni, sumir til að ala upp kynbætt hross, en aðrir til þess að fá hrossakjöt. Þetta er spurningin um, hvort hross eru ræktuð til notkunar eða sem slát- urpeningur. Eigendum kynbótahryssa er að vonum afar illa við, ef merar þeirra fylgjast af einhverjum úr- þvættis hrossum, og fyrir þessa menn er lausagangur stóðhesta hættulegur. Hrossaræktarákvæði búfjárlaganna munu fyrst og fíemst vera samin fyrir þessa menn. Hrossakjöts búskapur Hins vegar taka ákvæðin ekki tillit til þeirra bænda, sem nota stóðhesta einfaldlega til kjötfram- leiðslu, og hafa því ekki efni á að láta hryssur sínar vera geldar ár eftir ár, og þeir láta því folana ganga í stóðinu. Þetta er tiltölu- lega nýleg atvinnugrein, sem kom t.d. Húnvetningum í góðar þarfir á mæðiveikiárunum, því þá áttu þeir lítil sem engin kúabú. Hrossa- kjötsbúskapur er góður í víðáttu- rr.iklum og grasgefnum heimalönd- um eins og gefast í Húnavatns- sýslu og Skagafjarðarsýslu. Þar hafa bændur margir hverjir hver sinn stóðhest, sem þeir láta ganga lausa í stóði sínu. Þessi atvinnu- grein mun gefa um tvær milljónir á ári f Húnavatnssýslu einni. Þetta er sérbúgrein, eins og holdanauta- ræktin við hliðina á mjólkurbú- unum. Þessir bændur sjá nú sína sæng uppreidda, ef hver sem er getur gengið i stóðhross þeirra og selt á opinberum uppboðum. Telja þessir bændur, að kaup- staða- og kauptúnabúarnir, sem ala góðhross, séu ekkert of góðir til þess að útvega sér girðingar utan um merar sínar, í stað þess að krefjast þess af bændum hér- aðsins, að þeir haldi jafnvel hundr uðum stóðhesta í girðingum mest- ’ árið. Bréf frá Guðbrandi ísberg Guðbrandur ísberg, fyrrum sýslumaður á Blönduósi, hefur skrifað blaðinu bréf um þetta mál, og birtist það í blaðinu á morgun að öllu forfallalausu. Nefnir hann flest þau atriði, sem hér er getið, ræðir einnig nokkuð lögfræðilegu liliðina á því. Kastar hann þar fram spurningum svo sem: Hvar má taka stóðhesta, — hverjir mega taka þá, — hverjum skulu þeir af- hentir. Telur hann aðfarir Sauð- kræklinganna alveg ólöglegar. T f MI N N, miðvikudaginn 8. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.