Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 2
RÓSTUR í BERLÍN HÉR á síðunni birtast mynd- ir, sem lýsa vel ástandinu við múrinn í Berlín síðustu dagana. Myndimar eru allar teknar síð- astliðinn sunnudag, er v.-þýzkir borgarar mótmæltn því, a'ð aust- ur-þýzkir verðir skutu tvo unga flóttamenn til bana. Enn heldur mótmælum áfram og er óttazt, að til alvarlegra átaka kunni að koma. Myndin neðst á síðunni sýnir nokkur hundmð bongarbúa grýta rússfiesikan herflutninga- bfl, en reiði fólksins hefur mest bitnað á sovézku hermönnunum f Berlín. Á myndinnin á miðri síðunnl sjást nokkrir unglingar standa uppi á blfreið, sem þeir hafa velt við Friderichstrasse, og öskra þelr ókvæðisorS að austur- þýzkum varðmönnum. Efst á síð- unni er mynd tekin við minn- ingarkrossinn hjá Checkpolnt Charlie og sýnir hún lögreglu- menn rcyna að háld.a aftur af hefndarþyrstu fólki. Krossinn var fyrst borinn í kröfugöngu á ársdegi múrsins og á hann er letrað: Wir anklagen: Við ákær- um. Qagnrýni „öfugmæii“ Það verður ekki annað sagt en MorgunblaðiS kveinki sér sáran undan gagnrýni Tímans á stjórnarstefnuna og stjórn- araðgerðir, sem hcita á máli íhaldsins einu nafni „viðreisn". Eina ráð stjórnarblaðslns er að hrópa í sífellu „lygi, öfugmæli" eða eitthvað þess háttar. f gær segir t.d. svo f Staksteinum: „Glöggum blaðalesendum er þaS fyrir löngu Ijóst, að blað Framsóknarflokksins reynir aldrei aS fara með sannleikann, ef hann er andstæður hagsmun um Framsóknarflokksins, sem býsna oft á sér stað, ekki sízt núna að undanfömu . . . Á öld sérhæfingarinnar hefur Tíminn þannig valið sér það hlutverk, að birta einungis öfugmæli". Þetta er ofurlítið sýnishorn. Þegar Tíminn gagnrýnir ríkis- stjórnina, eru varnimar þess- ar: Þetta er lygi, þetta eru öfug mæli — engar málsvarnir. Síðasta „lygin“ og „öfug- mælin“, sem Mbl. segir Tím- ann hafa fariS með, er hin sér- staka áníSsla, sem ríkisstjórnin heldur uppi á bændastétt Iands ins. Þetta segir Mbl. að sé alveg sérstök lygi og öfugmæli, og blrtir greinar um það, hve bændur muni hafa mikýin hag af hinum almenna og trausta fjárhag þjóðarinnar!! En vill ekki Mbl. svara því, hvers vegna bændur úr tíu sýslum eru að halda um langvegu á fund til þess að ræða mál sín og samþykkja harðar tillögur t'I þess að rétta hlut sinn og hóta jafnvel sölustöðvun? Vill ekki MbÍ. spyrja bændur lands- ins hvort þetta séu „einungis öfugmæli“. Vanfar skýringu Mbl. hefur enga skýrimgu gcf- ið á því enn, hvernig stendur á því, að „viðreisnin“ hefur liaft þau blessunaráhrif á mesta landbúnaðarframleiðslu- svæði landsins, Suðurlandi, að s. I. ár fækkaði mjólkurfram- leiðenduin alls um 31, cða úr 567 í 550 í Ámessýslu, úr 441 í 431 í Rangálvallasýslu og úr 66 í 62 í Dyrhóla- og Hvamms- hreppum í V.-Skafs. ViII ekki Mbl. reyna að gefa einhverja skýringu á þessu? Bragð er aB Danskur blaðamaður hefur haft samtal við Gylfa Þ. Gísla- son, og eftir það viðtal getur hann ekki orða bundizt og læt- ur eftirfarandi orð falla að AI- þýðuflokkurinn íslenzki sé „engan veginn Iaus við íhalds- eiginleika“. Það má með sanni segja, að bragð er að þá barn- ið finnur og að'glöggt er gests augað. Þctta hefur raunar eng- um dulizt hcr á landi, en nú eru þetta farnar að þykja frétt ir úti í löndum. Mesfa farmgjalda- hækkunin Ríkisstjórnin hefur skellt á mestu farmgjaldahækkun, sem gerð hefur verið í einú lagi. — Nemur hún 40%. Vafalítið hafa farmgjöld á sumum vörum ver ið orðin of lág, miðað við þann tilkostnað, sem orðinn er af dýrtíð viðreisnarinnar. I En þessi hækkun kemur beint fram 1 í vöruverðinu og hækkar einn- j ig suma tolla og skatta til rík- : issjóðs. Með þessu má segja, n að stjórnin t.aki alveg lokur frt H dýrtíðarflóðinu og slcppi óða- V verðbólgunni lausri. Nú væri ^ tímabært fyrir Morgunblaðið af ^ birta mynd af verðbólguófreskj 4 unni, sem það er stundum af 4 sýna fólki. T f MI N N , fimmtudaginn 23. ágúst 1062 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.