Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 16
Nefndarálit um íslenzka fréttastofu komii: EIN FRÉTTASTOFA í STAD MARGFALDS FRETTAKERFIS í FYRRADAG fór vistfólk af ellihcimilinu í Reykjavík í ferS upp að Árbæ til þess að skoða þar húsakynni minjasafnslns. Gamia fólkið var mjög ánægt með heimsóknina enda mun það flest kannast við slík húsakynni frá yngri árum. (Ljósm,: TÍMINN-GE). NAGLAR, V(R OG KLOSSAR ÓÞARFI Árið 1957 kom Agnar G. Breiðfjörð blikksmíðameistari fram með nýja hugmynd að steir^steypumótum, sem nefnd voru tengimót. Næstu þrjú ár var unnið við að endurbæta þessa hugmynd hans, gera til- raunír með mótin við alls kon- ar byggingar og ákvarða hæfni þeirra. Tengimót eru frábrugðin venju- legum uppslætti aS því leyti, að uppistöðurnar eru úr U-laga plötu járni og notaðar eru tengistengur, sem koma í stað bæði vírbinding- ar og passklossa, auk þess sem negling verður óþörf. Mótin eru tengd þannig, að á þeim hluta uppi stöðunnar, sem liggur að klæðn- [Jngunni, er tengirauf, sem tengi- . stöngin. læsist i, og á enda tengi- j stangarinnar eru þar til gerð i skörð, sem uppistaðan fellur í. — ' Tengistöngin liggur á milli borða og er því ekki hætta á að hún snú ist eftir að klætt hefur verið. — Tengistöngin er útbúin með tveim ur öngum á hvorum enda. Vísar annar upp, en hinn niður, og liggja þeir fyrir innan kiæðninguna og halda henni að uppistöðunum. — Nokkru innar á stönginni eru aðr- ir tveir angar, sem ætlaðir eru til að halda láréttum steýpustyrktar- járnum, sem liggja eiga í steyp- unni. Miðhlutl stangarinnar er styrktur með bugðu. h n I R í gær barst Tímanum nefndarálit blaðamanna, útgefenda og opinberra aðila um stofnun íslenzkr- ar fréttastofu fyrir blöðin og útvarpið til þess að bæta fréttaþjónustuna hér og gera hana hagkvæmari sniðum. Nefndina skipuðu í upphafi Indriði G. Þorsteinsson frá Blaða- mannafélagi íslands, Sverrir Kjart ansson frá útgefendum, Jón Magn- ússon frá Ríkisútvarpinu og Bjarni Guðmundsson) frá menntamála- ráðuneytinu. Sverrir lét af starfi og vék úr nefndinni, áður en geng- ið var frá nefndarálitinu. í nefndarálitinu er lögg áherzla á hagkvæmi slíkrar stofnunar og i reiknað út, að hún mundi kosta um hálfa þriðju milljón á ári með 16 manna starfsliði, þar af átta fréttamö’nnum. j Sjöfalt kerfi núna Hingað til hafa blöðin og útvarp ' ið safnag frétum hvert fyrir sig. Dagblöðin sex og útvarpið hafa hvert fyrir sig fréttaritarakerfi um allt land til þess að safna og senda innlendar fréttir, oft sömu frétt- irnar hiá öllum aðilum. Sama er í ; rauninni að segja um ýmsa al- ; menna fréttasöfnun í Reykjavík, i þvf að fjöldi smáfrétta er þess eðlis, að engin ástæða er til að j senda fréttamenn frá hverju blaði tií að safna þeim. Þannig er ! sjöfaldur kostnaður við þessar i fréttir. Á þetta er drepið í riefnd- i arálitinu. ' Fjarritasamband við blöðin Heppilegast væri því, segir í i nefndarálitinu. að hafa eina mið- ; stög fyrir allar þessar fréttir, er i dreifði þeim síðan samtímis með j fjarritara til allra aðila, svo að i hvert blað og útvarpið fengi þæri á fjariýtara í skrifstofu sinni.; Hvert þeirra getur svo auðvitað! sinnt nánar hverri þeirri frétt, eri því virgist athyglisverð eða á- j j stæða til að gera betri skil. i Dreifing erlenda frétta ; Einnig gæti fréttastofan annazt | dreifingu á fréttatilkynningum j stjórnarvalda, opinberra aðila og j einkafyrirtækja. Ekki væri síður 1 hagkvæmt, að ei'n miðstög saftaði I erlendum fréttum, íslenzkaði þær ! og sendi síðan áskrifendum. Á öll- j um blöðum og útvarpinu sitja! j menn við að safna sömu erlendu fréttunum, þýða þær og búa til prentunar eða flutnjngs. Fyrir utan þessar fréttir frá hugsanlegri Fréttastofu fslands, geta svo að sjálfsögðu blöðin haft •sína eigin fréttaþjónustu til þess að skapa meiri fjölbreytni. Sameign blaða og útvarps í flestum löndum, smáum sem stórum, starfa fréttastofur, og er algengast, að blöðin í viðkomandi landi eigi fréttastofuna og reki hana í sameiningu. Þannig er því háttað á Norðurlöndunum öllum, nema íslandi. Starfslið Nefndin lítur svo á, að íslenzka fréttastofan ætti þegar í upphafi að miðla bæði innlendum og er- Framh. á 15. siðu. LYNG- DALS- HEIDI FARIN AFTUR Um þessar mundir er að ljúka vegargerð yfir Lyng- dalsheiði milli Þingvalla og Laugarvatns. Vegurinn mun aðallega hafa gildi fyrir ferðafólk, en nú verður það að krækja lengst súður í Grimsnes til þess að komast á milli þessara staða, og er það um það bil þrisvar sinn um lengri leið en yfir Lyng dalsheiði. Vegurinn cr gerður fyrir fé úr fjallvegasjóði. Leiðin er rudd meg jarðýtu og síð- an borin í inöl hér og þar. Ekki er ætlazt til að hann verði fær öðrum en léttum bílum. Um og eftir 1930 var þjóð vegur yfir Lyngdalsheiði og þá farinn nokkuð af bílum. Þcgar Grímsnesvcgur var lagður, féll umferð um Lyngdalsheiðina niður og Ieiðinni hefur ekki verið haldið við. Nýja leiðin er nokkru sunnar en gamla þjóðbrautin. Vegargerðinni lvkur nú um mánaðamótin. Tengistöngin, sem kemur í staSinn fyrir nagla, bindivír og passklossa, sézt hér frá báSum hliSum. (Ljósm.: TIMINN-ÁÁ). V I l •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.