Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 4
sýndu þjóðsögulegan dans um létt- úðuga konu og menn, sem hafa látið lífið við að reyna að ná ást- um hennar. Sá síðasti myrðir hana og fer ‘með hana til heljar, en afturgöngur fyrri elskhuga hennar fylgja þeim. Litirnir eru rautt og svart og minna á. blóð og dauða. í kjölfarið fylgdu tveir Kastilíudans ar, og Lola var aftur á sviðinu. „Danza de Castilia" var mjög skemmtilegt atriði, þar sem mönn um gafst að líta Greco í gervi sveitapilts glettast við tvær ung- meyjar. Áhorfendur létu hrifn- ingu sína óspart í ljós og dansinn var endurtekinn. Gítarleikarar flokksins eru tveir ungir menn, Martin Pelta og Miguel Garcia. Martin Pelta lék einleik á gítar sinn og sló á strengi hans undarlegan seið, ýmist glað- væran, klökkvan eða tryllandi. — Áhugi leikhúsgesta virtist ná há- marki við það atriði, sem fór á eftir, en það var „E1 cortijo“ eða reiðmennirnir, sem er meðal fræg- ustu dansa Grecos, en þar stjórn- ar hann sveinum sínum í taktföst- um dansi, sem táknar hófaslögin, er spánskir reiðmenn láta.fák sinn geisa um sléttur Andalúsíu. Þetta er stoltlegur dans, hraður, mjúkur, harðneskjulegur, allt í senn. Á eftir kom Lola og lék á kastanjól- urnar við Cordoba, tónverk eftir Albenez. í nokkrum þeirra atriða, sem tal in hafa verið, kom fram Flamenco- söngkona baliettflokksins, Manuela de Jerez. Hlutur hennar í þessari sýningu er mikill og djúp framand leg rödd hennar fylgdi áheyrand- anum lengi eftir. Þessari sýningu lauk með „Rin- con flamenco", tiíbrigðum um spánskt veitíngahús í byrjun ald- arinnar, þar sem eggjandi hljóð- fall gítaranna stjórnar villtum dansi og söng, sem allir taka þátt í. Listamennirnir hlutu mikið, — langvarandi og verðskuldað lófa- tak í lok sýningárinnar. JOSÉ GEEOO og dansflokkur hans sýndi listir sínar í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu á þriðju- dagskvöldið við frábærar undir- tektir. Það ríkti mikil eftirvænting hér fyrir komu dansflokksins og ber margt til þess. Frægðarorð Grecos hafð_i fyrir löngu borizt hingað, og fslendingar hafa fyrr haft nokkur kynni af spænskri danslist, frá því að Rosario og flokkur hennar sýndi í Þjóðleik- húsinu fyrir nokkrum árum. Spánverjar eiga nú þrjú stór nöfn á sviði danslistarinnar, Greco, Antonio og Rosario. Flokkar þeirra eru allir á heimsmælikvarða, og ?ið höfuih nú þegar orðið þess að- njótandi að fá tvo þeirra hingað, svo er Þjóðleikhúsinu fyrir að þakka. Flokkur Grecos hefur dansað í sviðljósunum í þrem heimsálfum í meir en áratug, og það er mælt, að hann hafi aldrei verið betri en nú. Hver einstakl- ingur í þessúm hópi er í rauninni sjálfstæður listamaður. Sýning- arnar byggjast mjög á sólódöns- um, þar sem einstaklingamir skipt ast á, og það er auðfundið, a* hverjum er gefið mikið svigrúm að tjá sig. Greco hefur sagt í blaðaviðtali hér. að hann þurfi jafnan að endurnýja flokkinn vegna mikillar eftirspurnar og hárra tilboða, enda mun inntaka i flokk hans vera leið til persónu- legs frama hvarvegna á Vestur- löndum. Sýning Grecos hófst með dans- flokki frá Galisíu, héraði í norð- vesturhorni Pýreneaskagans, þar sem Snorri kallaði Seljupolla. — Galisíubúar eru fiskimenn ágætir, sem við íslendingar, og flokkurinn hefst með dansi fiskimanna, sem bera árar í dansinum, en konur þeirra halda fötum, sem geyma má í fisk. Því næst er bændadans og „Jota“, sem er dansaður nær hvarvetna á Spáni, en upprunninn í norðurhéruðunum. Þetta er glað- vær dans og ærslafullur á stund- um, og mjög ólíkur „Flamenco"- dansinum, sem hefur þróazt í Andalúsíu og á rót sína að rekja til tatara. Galísíudönsunum lauk með „Muneira", sem mun vinsæl- astur þeirra dansa, sem kenndir eru við héraðið. í þessum flokki komu fram tólf manns. Það var eins og leikhúsgestir áttuðu sig ekki fyllilega á þokka þessara dansa. Undirtektirnar voru aðeins i meðallagi, en þetta átti eftir að breytast svo um munaði. Næst hófust dansar frá Andalús- íu. Eiginkona Grecos og fyrsta dansmær, Lola de Ronda, kom fram á sviðið. Lola de Ronda er óviðjafnanleg í list sinni, hver hreyfing arma og fóta hnitmiðuð, leikurinn á kastanjólurnar eins og sérstakt tungumál, sem höfðar á- kaft til tilfinninga í samræmi við hreyfingarnar, hljóðfall undirleiks ins og svipbrigði andlitsins. Maður hennar, sjálfur Greco, birtist á sviðinu í næsta atriði, hröðum og karlmannlegum „Farruca“. Andalúsíubúadansar eru ástriðu íullir, þrungnir tilfinningaorku er brýzt um i formi hnitmiðaðrar list ar, söngvarnir tregablandnir, oft fjarrænir. Mýkt konunnar og þrótt ur karlmannsins á mikið tjáning- arform í þessum dönsum, og það mun vart ofmælt, að ekki hafi áð- ur gefizt að líta reisulegri mann á íslenzku leiksviði en José Greco meðan hann tróð „Farruca". Því næst komu fram smávaxin hjón, sem hafa fylgt Greco í sjö ár. Þau kallast „Los gitanillos de bronze'" eða gullnir tatarar og heita José Heredia og Maribel. Þessi litlu hjón vöktu mikla gleði meðal leikhúsgesta. Síðan döns- uðu Greco og Lola „Encuentro", tvíþáttupg, sem sýnir karl og konu sem hittast, hvernig þau reyna að leggja bönd á heitar tilfinningar sínar. Kastanjólurnar töluðu sam- an og það var mál, sem allir skildu, jafnvel þótt þeir hefðu ekki heyrt, það fyrr. Hjarðmannadans- inn, sem kom á eftir, var ánægju- legur, og þeir gullnu tatarar fóru með spaugilegt atriði með aðstoð söngkonunnar Norinu. Ein af dans meyjunum, Curra Jimenez, dans- aði atriði úr frægri spænskri óper- ettu frá 18. öld og hlaut verðskuld að lófatak, en því næst hófust gam ansamir Flamendodansar, sem troðnir voru af Pepitu de Arcos og Felix Granados. Pepita þessi er ein skemmtilegasta dansmærin í flokki Grecos, falleg, ófyrirleitin og eggjandi á sviðinu og syngur tatarastemmur hásri en viðfeld- inni röddu. Fyrri hluta sýningarinnar lauk með brúðardansi, „Fantasia de Valenciá y Aragon“, þar sem veizlugestir, allur flokkurinn, tek- ur þátt í dansinum. Stjórnandinn, Greco, hefur sjálfur samið alla þessa dansa, en fyrirmyndirnar eru af hinum fjöl- skrúðuga meiði spænskrar dans- listar. Þótt Spánverjar dansi þjóða mest fer sá ^ans, sem stiginn er af almenningi, jafnan betur í um- hverfi sínu, á gangstétt, kaffihúsi, torgi eða akri, en í flóði sviðljós- anna. Þjóðdansarnir túlka líf og tilfinningar þjóðarinnar og lista- menn finna þar grundvöll list- greinar, sem verður frambærileg iangt fyrir utan endimörk heima- landsins. Hinu sérþjóðlega er lyft upp í alþjóðlegt veldi, ef svo mætti að orði komast. Þannig er flokkur José Grecos þjóðlegur og alþjóð- legur í senn. Eftir hlé hófust dansar frá Baskahéruðunum, sem eiga sögu og menningu, yfir 8000 ára gamla. Einn úr hópnum, Juan-Mari Asti- garra, hafði þar sérhlutverki að gegna og sýndi furðulega leikni. Þar skiptust á dansar, er sýna hvernig tignum gesti er heilsað, hátíða- og skemmtidans, hreysti- mennadans, ögrandi keppnisdans og sverðdans, eða forn helgiathöfn. Greco, Pepita de Arcos og fleiri B. O. LOLA de RONDA TÍMINN, fimmtudaginn 23. ágúst 1962 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.