Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 3
Ætluðu að steypa Kadar-stjórninni NTB-Vín, 22. ágúst. Haft er eftir áreiðanleg- um heimildum i Vín f dag, að mikill fjöldi áhrifamik- illa stjórnmálamanna og háttsettra embættismanna í í Ungverjalandi, hafi verið rekinn frá störfum og sum- ir handteknir fyrir meint samsæri gegn Janos Kadar, forsætisráðherra Ungverja- lands og aðalritara ung- verska kommúnistaflokks- ins. Samkvæmt fréttinni á 30—50 háttsettum mönnum, þar á meðal yfirmönnum i innanrikis- og varnarmálaráðuneytinu, að hafa verið vikið úr emhættum og sum um stungið í fangelsi. Forsprakki samsærismannanna sem sakaðir eru um að hafa haft í bígerð að steypa stjórn Kad- ars, mun vera aðstoðarinnanrík- isráðherrann, Antal Bartos, Annar forvigismaður samsær- isins er sagður vera fyrrverandi landbúnaðarmálaráðherra Ung- verjalands, Imre Dögei, en hann sagði af sér þingmennsku á sið- astliðnu ári. Fréttir herma, að hann hafi reynt að fá fulltingi kínverskra aðila til upreisnar i Ungverja- landi. Vitað er, að sendiráð Kínverja í Budapest hefur sakað Kadar um að vera harðan Tito-sinna. Þá er og frá því skýrt, að sér- stakt andspymuráð hafi haldið leynifundi upp á síðkastið og rætt möguleikana á að steypa stjóm Kadars. Heimildarmenn að frétt þess- ari setja síðustu atburðina i Ung verjalandi i sambandi við brott- rekstur flokksforingjans, Matyas Rako, en honum var sagt upp störfum siðastliðinn sunnudag, ásamt 22 öðrum starfsmönnum flokksins, Sagt er, að samsærísmennirn- ir hafi stutt Rako. Meðal samsærismannanna eru ma.rgir herforingjar og starfs- menn landvamaráðuneytisins, þar á meðal aðstoðarlandvarna- ráðherrann, Karoiy Dapsy. Dögei, Dapsy og nokkrir aðrir stjórnmálamenn sitja nú i stofu fangelsi, en mörgum öðrum sam- sta.rfsmönnum hefur verið varp- að í fangelsi. Þeir, sem misst hafa stöður sínar, en ganga laus- ir, hafa fengið sér vinnu í verk- smiðjum. I skýrslu, sem samsærismenn- irnir hafa sent frá sér segir, að ein af ástæðunum fyrir því, að JANOS KADAR svo margir hershöfðingjar og starfsmenn varnarmálaráðuneyt- isins voru í þelrra hópi sé, að þeir hafi verið óánægðir með stjórn varnarmálaráðherrans, Lakos Czinge, sem er einn af helztu áhangendum Kadars. Fréttamenn i Vin segja, að hér sé um að ræða fyrstu skipulögðu samsæristilraunina gegn Kadar, siðan hann tók við völdum í Ung verjalandi. Þá er einnig bent á, að hér komi f.ram ákveðin and- staða við stefnu Krústjoffs, þar sem samsærismennirnir hafi ieit- að aðstoðar í Kina. Líklegt er, að mál þetta verði tekið fyrir á þingi kommúnista flokksins þann 18. nóvember. Viösjár enní Berlín NTB-V-Berlin Enn voru viðsjár í Berlin í gær. Þrír sovézkir brynvagnar óku í dag til Checkpoint Charlie, en voru stöðvaðir af bandariskri her- lögreglu, sem ekki vildi hleypa bílunum inn i borgina, nema und- ir lögregluvernd, sem Rússar ncit- uðu. í dag sáust i fyrsta sinn sovézkir skriðdrekar á verði við múrinn, en skömmu áður hafði hópur V- Berlínarbúa grýtt sovézka her- flutningabifreið, sem flytur her- menn milli staða. Sovézka blaðið Pravda segir í dag, að siðustu at- burðir i Berlin sýni nauðsynina á friðarsamningi fyrir Þýzkaland og lausn Bcrlínarmálsins. í dag skiptust vcrðir sitt hvoru megin við múrinn á að kasta tára- gassprengjum. Soustelle laumastí leigubíl MYNDIN hér að neðan er tekin meS aðdráttarlinsu á flugvellinum í Mil- ano á Ítalíu og er eln af fáum, sem náðst hafa af elnni dularfyllstu per- sónu, sem komlð hefur vlð sögu Als- írmálsins, Jacques Soustelle, fyrrum herstjóra Frakka i Alsír, (tölskum Ijósmyndara tókst að ,,stela" þessari mynd af Soustelle, (sá með hattinn og dökku gleraug- un), þar sem hann er að taka sér leigubíl á flugvellinum i Milano, þá nýkominn frá Róm. Soustelle var fyrir skömmu hand- tekinn á Ítalíu og vísað úr landi, en áður hafði hans verið leltað um gjör- valla Evrópu. Soustelle hvarf yfir landamæri Austurríkis og Ítalíu, en siðan hefur ekkert til hans spurzt. Soustelle var einn af aðalforsprökk- um hryöjuverkasamtakanna OAS i Alsír, eins og kunnugt er, og leggja Frakkar mikla áherzlu á að hafa hendur í hári hans. SOVÉZK SETULIÐS- STJÓRN FLUTT TIL NTB-Berlín, Lundúnum og Moskvu, 22. ágúst. Sovézka fréttastofan Tass skýrir frá því í dag, að yfir- stjórnum setuliða Frakka, Bandaríkjamanna og Breta í Berlín hefði verið send til- kynning um, að embætti yf- irmanns sovézka setuliðs- ins í Berlín væri hér með lagt niður og skrifstofum embættisins lokað, en vísað þess í stað á yfirmann sovézku herstjórnarinnar I Austur-Berlín. Talsmenn Vesturveldanna segja, að þessi ákvörðun hafi ekki komið á óvart. Vestrænir aðilar í Vestur- Berlin sögðu 1 dag, að hér væri um að ræða einhliða ákvörðun Sovétstjórnarinnar, sem gerði endanlega út um fyrirkomulag ið með fjögurra ríkja stjórn í Berlín. Við þessu hefði mátt búast allt frá því er siðasti yf- irmaður sovézku herstjórnar- innar í Berlín, Andrei Solovjev var kallaður heirp fyrir skömmu. Þessi ákvörðun Sovétstjórn- arinnar mun í engu breyta á- standinu í Berlín, en getur hins vegar haft í för með sér ýmiss hernaðarleg vandamál, segja talsmenn Vestuiveldanna, svo og valdið erfiðleikum I sam- skiptum milli Sovétstjórnarinn ar og stjórnar Vesturveldanna þriggja, sem aðild eiga að Berl- ín. í áliti frá brezka utanríkis- ráðuneytinu er látin f ljós hryggð yfir þessarj ákvörðun Rússa, en hins vegar bent á, að hún muni á engan hátt skerða réttindi Vesturveldanna í Berl- ín. Það. sem máli sklptir er, að Sovétríkin standi í framtíðinni við allar skuldbindingar sínar í sambandi við stjórn Berlínar og yfirráð borgarinnar, segir í álitsgerð ráðuneytisins. Bandaríska utanríkisráðu- neytið hefur látið i ljós þá skoðun, að ákvörðun Sovét- stjórnarinar sé liður í þvingun- arstefnu hennar, sem miðar að því að fá Vesturveldin til að við urkenna stjórn Austur-Þýzka- lands. Bent er á, að þótt Sovét- ríkin hafi lagt mikla áherzlu á að fá Vesturveldin til að við- urkenna stjórn Ulbrichts i A- Þýzkalandi, sé vafasamt, að sovézka stjórnin munj fela aust Framhald á tð siðu Kafnaði í síldarkös NTB-ÁLASUNDI, 22. ágúst. 35 ÁRA gamall maður, Kjcll Ertesvaag, kafnaði { dag i síld- arkös, er verið var að skipa upp síld úr bát cinum í Ulstcinsvik í Noregl. Samstarfsmenn hans gerðu árangurslausa tilraun til að bjarga manninum. Er hann loks náðist, voru þegar í stað hafnar lífg- unartildaunir, en þær báru ekki árangur. 14 ÁRA STÚLKA MYRT NAB-Roskilde, 22. ágúst í morgun fannst 14 ára stúlka myrt í herbergj sínu i stúdenta- heimilinu Nitihus i Hróarskeldu. Drápsmaðurinn hafði ráðist inn í herbergi stúlkunnar. Nágrannar heyiðu skothríð og rétt á eftir sást morðinginn stökkva út um glugga og hverfa fyrir húshornið. Aðfaranótt þriðjudagsins hafði sama stúlka orðið fyrir árás en í það skipti flýði árásarmaðurinn', er stúlkan hrópaði á hjálp Stúlka þessi bjó ein í herbergi á neðstu hæð hússins. í gærkvöldi vgr tilkynnt að morðinginn hefði fundizt. Reynd- ist hann vera 17 ára gamall pilt- ur, Habs Christian Nielsen. Stúlk- an, sem hann myrti heitir Nancy Doris. Við réttarhöld í dag sagði ákærð ur, að hann hefði hugsað sér að nota Nancy sem gísl í sambandl við fyrirhugað bankarán. Nielsen hefur áður komizt í kast við lög- •regluna og verið undir handleiðslu barnaverndarnefndar. T f MIN N, fimmtudaginn 23. ágúst 1962 J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.