Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 8
AÐ MORÖNI sunnudags 19. ágjst var alskýjað í Norgurár- dal. Baula var hulin þokuhjúp og lítt sá til annarra fjalla. Um hádegisbil gerði sólskin, Baula lagði þokuhjúpinn af herðum sér og umhverfi Bifrastar skart ist afmælis félagsins og Gunn- ar M. Magnús rithöfundur, sem minntist nokkurra elztu starfs- manna félagsins. Veizlustjóri las símskeyti, sem borizt höfðu á afmælisdaginn og skýrði frá Frarnhald á 13 sfð'i aði í fegursta sumarskrúða. Um sama leyti óku þar 6 stórir fólksflutningavagnar í hlað og út úr þeim stigu 200 manns. Það var starfsfólk, stjórn og gestir Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis,- sem stjóm fé- lagsins hafði boðið til miðdeg- isverðar og mannfagnaðar að heimili samvinnumanna í Bif- röst, í tilefni þess, að nú fyrir skemmstu voru liðin 25 ár frá stofnun félagsins. Efsta myndin er af öllum hópn- um — starfsfólki KRON við Bifröst í Borgarfirði. Myndin til vinstri er af Ragnari Ólafssyni, formanni KRON og Kjartani Sæmundssyni framkvæmda- stjóra Oig frúm þeirra. — Að neðan eru allir deildarstjórar KRON og fleiri saman á mynd, og hér að ofan sér yfir hluta veizlusalar me'ðan setið var að borðum. Ljósm.: Þorv. Ágústsson. Skömmu eftir komu gestanna var gengið til borðs í glæsileg- um salarkynnum Bifrastar. Far arstjóri og veizlustjóri var Kjartan Sæmundsson, kaupfé- lagsstjóri. Hann hafði og und- irbúið og skipulagt ferðina en móttökur á staðnum voru í höndum hótelstjórans, frú Hrafnhildar Helgadóttur og starfsliðs hennar. Hótelið í Bif- röst og öll þjónusta þar er fræg og mjög rómuð. Umhverfi stað- arins og húsakynni Samvinnu- skóíans gerðu sitt til að setja glæsibrag á þetta afmælishóf. Tveir listamenn úr Reykja- vík, Magnús Pétursson og Jón Dagbjartsson skemmtu með tónlist meðan setið var til borðs og aðstoðuðu við almennan söng. Ræður fluttu Guðmund- ur Sveinsson, skólastjóri, sem bauð gestina velkomna til heim ilis samvinnumanna og árnaði félaginu allra heilla og minnt- ist um leið Sigfúsar heitins Sig- urhjartarsonar, sem merkilegs kennara og leiðtoga, Ragnar Ólafsson lögfræðingur, formað- ur stjórnar KRON, sem minnt- ... • ■ • ■ ■ J ■ : ' ’ vw t % f ' V % t Í 8 L TÍMINN, fimmtudaginn 23. ágist 1962 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.