Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur I Eddu-
húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka-
stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasimi: 19523 Af.
greiðslusími 12323. - Áskriftargjald kr. 55 á mánuði innan-
iands. í lausasöiu kr, 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Austurviðskiptin
og öfgarnar
MorgunblaðiS og Þjóðviljinn hafa undanfarna daga
rætt mjög um hin svokölluðu „austurviðskipti", þ. e. vöru-
skiptaverzlunina við Austur-Evrópu-ríkin. Öfgarnar og
ofstækið í þessum skrifum hafa verið óskapleg á báða
bóga og engin von til þess að slíkar umræður leiði til
skynsamlegrar niðurstöðu, sem kynni að fást, ef málið
væri rætt af hógværð og stillingu og metið lið fyrir lið.
Þjóðviljinn segir, að vöruskiptasamningarnh- við komm-
únistaríkin í Austur-Evrópu séu hagkvæmustu og beztu
viðskipti, sem hugsazt getur og beri íslendingum að auka
þessi viðskipti eins og frekast eru tök á!! — Morgunblaðið
segir hins vegar, að þessi viðskipti séu svo gölluð og óhag-
kvæm að þeim beri að hætta með öllu þegar í stað! Báðar
þessar fullyrðingar eru jafn fráleitar.
Á vöruskiptaverzluninni við Austur-Evrópu eru aug-
ljósir gallar. Fyrir þá verður ekki þrætt. Rembingur Þjóð-
viljans breytir þar engu, hversu marga heildsala, sem
hann kann að fá í lið með sér. En það er ekki mergurinn
málsins, málið er ekki svona einfalt. Sannleikurinn er sá,
að við höfum ekki getað selt sjávarafurðir okkar allar án
þess að færa okkur í nyt markaðinn í Austur-Evrópu. Við
höfum selt mjög stóran hluta af sjávarafurðum okkar á
þessum mörkuðum, af því að við höfum ekki getað selt
hann fyrir sambærilegt verð annars staðar. Ef skorið
væri snögglega með öllu á þessi viðskiptasambönd, þótt
gölluð séu, þýðir það gífurlega skérðingu þjóðarteknanna
miðað við núverandi aðstæður í afurðasölumálum okkar.
Það er ekki af því að forystumenn í afurðasölumálum
okkar eins og t. d. ráðamenn Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna hafi skort vilja til að efla aðra markaði okkar,
þótt þeim hafi ekki tekizt það sem skyldi, því að ekki er
hægt að neita því, að borið saman við nágrannaþjóðir
okkar, eins og t. d. Norðmenn og Dani, þá hefur okkur
ekki tekizt að koma ár okkar nægilega fyrir borð á hin-
um frjálsu mörkuðum Vestur-Evrópu, þótt allvel hafi orð-
ið ágengt á Bandaríkjamarkaði. Hvar skórinn kreppir að,
skal ekkert fullyrt um á þessu stigi málsins en hitt er
auðsætt, að umræður um þessi mál ættu fyrst og fremst
að snúast um það, hvar okkur er ábótavant í þessum efn-
um, hvernig auka megi og bæta aðstöðu okkar á hinum
frjálsu neytendamörkuðum, þannig að við þurfum að
eiga sem minnst undir duttlungum ráðamanna einræðis-
ríkja um sölu á afurðum okkar.
Á hinum frjálsu neytendamörkuðum er það fyrst og
fremst auglýsing og ýmiss konar kynning góðrar vöru,
sem úrslitum ræður, ásamt smekklegum umbúðum. Til
þessa þarf mikið fjármagn meðan verið er að vinna mark-
að eða viss markaðssvið. Ef til vill er það getuleysi okkar,
sem heft hefur slíka sókn og væri þá mjög athugandi,
hvort ekki væri nauðsynlegt og þjóðhagslega mikill ávinn-
ingur í því, að ríki.A.ldið tæki upp stuðning og samvinnu
við fisksöluaðila um slíkar herferðir á neytendamörk-
uðum.
Umræður um þessi mál á breiðum grundvelli þurfa
að hefjast og við verðum að gera allt hvað við megum til
að auka sölu íslenzkra afurða á frjálsum mörkuðum, því
að aðeins með því getum við losnað við þá galla og þau
óþægindi, sem fylgja vöruskiptaverzluninni. En meðan
svo er ekki og meðan við sjáum okkur hag í að selja af-
urðir okkar á mörkuðunum í Austur-Evrópu hljótum við
að halda því áfram. Þar á hlutlægt mat á eigin hagsmun-
um en ekki ofstæki að ráða.
Nazistaóeirðir í Bretlandi
og deilt um málfrelsið
í HÁLFAN annan mánuð
undaníaris hefir verið skrifaS
og talað meira um brezka fas-
ista og nazista en gert var sam
anlagt frá stríðslokmn og fram
á mitt þetta ár. Komið hefir
til alvarlegra óeirða í sambandi
við stjómmálafundi og hóp-
göngur og margir menn hafa
særzt og verið teknir fastir.
Þetta hefir valdið þingmönn-
um og yfirvöldum mikilla heila
brota, einkum af þeim sökum,
að ekki verður séð í fljótu
bragði, hvernig hægt er sam-
límis að tryggja hið mikilvæga
málfrelsi og halda þó friði og
reglu.
En ef til vill er rétt, áður
en reynt er að Ieysa úr þess-
um vanda, að leitast við að
upplýsa tvö önnur atriði: Hve
yfirgripsmiklar eru fasista- og
nazista-hreyfingarnar í Stóra-
Bretlandi og hvers vegna ber
svona mikið á þeim núna allt
í einu?
ÞEKKTUST er Union Move-
ment, Iireyfing Sir Oswalds
Mosley, sem nú er orðinn 65
ára gamall. Hún hóf göngu sína
á fjórða tug aldarinnar. Tala
skráðra meðlima hefir ekki ver
ið gefin upp, en flokkurinn átti
60 frambjóðendur við sveitar-
og bæjarstjórnarkosningarnar
í vor og fékk dálítið af atkvæð-
um en engan kjörinn. Flokk-
urinn tók einnig þátt í þing-
kosningunum 1959, einkum í
borgum og héruðum, þar sem
mikið er um hörundsdökkt
fólk, en enginn af frambjóð?
cndunum náði kjöri.
Ekki hefir borið á alvarlég-
úm óeirðum á framboðsfund-
um. Mosley er góður ræðumað-
ur og að vissu leyti aðlaðandi,
þó að stjórnmálakenningar
hans séu fráleitar. Lögreglan
segir, að hann geri sér far um
að halda lögin. Hann ræðst aldr
ei beint gegn Gyðingum og
heldur því fram, að flokkur
hans ofsæki ekki hörundsdökka
menn, en þá beri að senda aft-
ur til síns heimalands, á kostn
að enska ríkisins. Þó er ljóst,
að ætlun hans er að koma af
stað kynþáttaágreiningi. Mest
ber á baráttu flokksins í þeim
héruðum, þar sem nokkurrar
spennu gætir milli hvítra
manna og mislitra, kristinna
manna og Gyðinga. Fylgi Mos-
leys er samsafn villuráfandi
sálna, ungra og gamalla, og
Iitlar gáfur og minnimáttar-
kennd virðast vera sameiginleg
einkenni þeirra.
BRITISH National Party nýt
ur forustu efnamanns eins og
Union Movémcnt. Formaðurinn
er Fountain, jarðeigandi, 44
ára gamall. Hann heldur því
fram, að meðlimir flokksins
séu um 4000, en lögreglan tel-
ur, að þetta sé full hátt áætl-
að. Flokkurinn stælir starfsemi
þýzkra nazista á þriðja og
fjórða tug aldarinnar. Fyrir-
lestrar eru haldnir um kyn-
þáttamál og mikil áherzla iögð
á líkamsæfingar. Flokkurinn
átti nokkra frambjóðendur í
sveitar- og bæjarstjómarkosn-
ingunum í vor. Einn þeirra
fékk 17 atkvæði, og ef til vill
var það bezti árangurinn.
ENSKU nazistahreyfingunni
hefir hætt til klofnings, eins
og litla, danska nazistaflokkn-
um, sem starfaði fyrir stríðið
og meðan á stríðinu stóð. Ein
deild klauf sig út úr í febrúar
í vetur og heitir nú The Nati-
onal Socialist Movement. For-
ingi þessa flokks er 39 ára gam
all kennari frá Coventry, Colin
Jordan að hafni. Það var hann
og flokkur hans, sem kom af
stað öllum óeirðunum á fundi
á Trafalgartorginu 1. júlí s. 1.,
Þar hrópaði Jordan út yfir
mannsöfnuðinn: „Hitler hafði
á réttu að standa“. Hann get-
ur þakkað það 300 lögreglu-
þjónum að hann var ekki drep-
inn á staðnum án dóms og laga.
Álitið er, að í þessum flokki
séu aðeins fáein hundruð
manna.
EN HVERNIG stendur þá á
þessum fasista og nazistaóeirð-
um, og hvers vegna einmitt
núna?
Þessari spurningu verður
naumast svarað með neinu,
beinu svari. Flokkarnir þrir
eru keppinautar, þó að þeir
séu fámennir. Hljóti einn
þeirra verulegt umtal vilja hin
ir reyna að vinna til slíks líka.
Ef til vill kann það að hafa á-
hrif að Sir Oswald Mosley er
orðinn 65 ára og ætli nú að
gera úrslitatilraun til að ná
einhverjum „árangri". Auk
þessa kunna lögin frá í vetur
um innflutning fólks, — og í
því sambandi hið margum-
rædda útlegðarákvæði — að
hafa nokkur áhrif á afstöðuna
til þeldökkra manna. Enn ber
þess að geta, að í Bretlandi er
víða um að ræða vaxandi at-
yinnuleysi. Það hefir þegar haft
áhrif í þá átt að auka á spennu
milli hvítra atvinnuleysingja
og þeldökkra manna, sem vinna
verst launuðu störfin, sem hvít
i'r menn hafa ekki viljað vinna
cn eru nú að fá áhuga fyrir,
vegna atvinnuleysisins.
Samtímis nazista- og fasista-
óeirðunum stóðu yfir vikuó-
eirðir í bæ einum í vestanverðu
Englandi, þar sem 8—10% af
íbúunum eru þeldökkir. f þessu
héraði hefir hvorki orðið vart
við starfsemi nazista eða ías-
ista, en atburðirnir þar, sem
hófust með árás hvítra manna
á þá blökku, eru alvarleg á-
minning um, að ýmislegt getur
komið fyrir, sem auðveldar
nazistum og fasistum að veiða
í gruggugu vatni.
BORNAR hafa verið fram
fyrirspurnir í neðri málstof-
unni til brezka innanríkisráð-
herrans, Henry Brooke, og
þess meðal annars krafizt, að
nazista- og fasistahreyfingar
verði bannaðar .Þessu hefir rík
isstjórnin eindregið neitað. Nú
stendur yfir þinghlé, en Henry
Brooke hefir lofað að taka mál
þetta til alvarlegrar athugunar.
Málfrelsið hefir verið einn
af hornsteinum einstaklings-
Framhald ð 13 sfðu
T f MIN N , fimmtudaginn 23. ágúst 1962
J
z