Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 6
STEINDÚR BJÖRNSSON frá Gröfs Ornefnabrengl og rangskýringar AÐ GEFNU tilefni og af ósjálf- ráðri virðingu fyrir íslenzku máli og orðtökum og þar með örnefn- um og staðsetningu þeirra, hætti ég mér út á ritvöllinn til svolítill- ar varnar málinu okkar blessaða og málvenjum, þar sem svo virð- ist sem að þeir, sem mér eru lærð- ari, ætli ekki að gera það. Tilefnið, sem ég þó aðeins nota sem dæmi og tek fram af því að það er svo ný-afstaðið, er mót Landssambands hestamannafélag- anna, sem haldið var dagana 13. —15. júlí s. 1. Mót þetta var auglýst og það alls staðar kallað: „á Þingvöllum“, og, þegar nánar var tiltekið: „1 Skógarhólum á Þingvöllum". Þetta örnefni: „Skógarhóla á Þingvöllum" hafði ég aldrei heyrt eða séð nefnt fyrri, og engir þeir, sem ég náði til, gátu nokkuð frætt mig um það, hvar þessi staður væri. v Ekki bætti það úr skák að blaða- mannafrásögnunum bar ekki vel saman, því að minnsta kosti einn þeirra komst með .mótssvæðið, — þessa Skógarhóla — alla leið norð ur fyrir Kvígyndisfell; sagði það vera „við Uxahryggjaveg“, sem liggur út af Kaldagalsvegi um 1,5 km. fyrir norðan Biskupsbrekku, og 21 km. — í loftinu — 1 norður frá „Þingvöllum" (eftir veginum í kringum 36 km.). Þótti mér þá „Þingvellir" vera orðnir nokkuð langt teygðir norður. Á þessari leið vissi ég ekki held- ur nokkhversstaðar skógarkjarr úr því að suður hlíðum Ármannsfells sleppir, skammt austur frá Sleða- ás (austan Bolabáss), en það er, eftir veginum, um 16 km. frá Þing- völlum. Detta lét ég mér þó í hug að sá, sem kallaði „Skógarhóla við Uxa- hryggjaveg“, væri ekki betur að sér en það í íslenzkri málvenju og orðtökum, að hann kallaði Kalda- dalsveg þessu nafni frá því að hann liggur út af Þingvallavegi. Með sama rétti og þessi blaðamað ur tók sér til að kalla Uxahryggja- veg, einnig aðra þá vegi sem fara verður til að komast á Uxahryggja veg; en þeir vegir eru nokkuð margir frá hvorum enda Uxa- hryggjar, sem telja skal. NYLON NANKIN VINNUFÚTIN HENTA VEL VIÐ OLL ALGENG STÖRF TIL LANDS OG SJÁVAR. OG HEH TRYGGJA VANDAÐ EFNI OG GOTT SNIÐ NYLON M A M K. I INl t / STORAUKIN SALA SANNAR VINSÆLBIR VÖRUNNAR Höfum fyrirliggjaiHÍi ÝTU fyrir Fordson Major dráttarvél. FordumbotJií Sveínn Egilsson h/f Laugavegi 105 — Sími 22469 Nei, vinir góðir! Þótt þið séuð að flýta ykkur, þá reynið að hugsa fyrst svolítið um blessað „móður- málið (okkar) góða, ið mjúka og ríka . . .“, sem þið, þvl miður, kunnið — að því, er sjá má — svo afar illa, áður en þið með greinum ykkar dreifið „umhugs- unarleysisvitleysum" út til allra annarra. Og vel mættuð þið fækka „af“-„skapa“-,byggja“-„í dag“ ( = to day)- „hafa það“-vitleysunum, sem rit- og talmálið er orðið svo auðugt af; það væri göfugt verk gagnvart málinu okkar. Og, hvað veganöfnin snertir, þá munið að það er föst málvenja að nafn eldri vegarins ræður þar til yngri vegurinn liggur út af hon- um, og að enn sterkari er regla þessi þegar eldri vegurinn hefur verið þjóðvegur frá alda öðli, eins og Kaldadalsvegurinn er í þessu tilfelli. —★— Nú sný ég aftur að talshættin- um: „á Þingvöllum“. Það hugtak náði lengst af yfir mjög takmarkað landsvæði; ekki einu sinni yfir allt heimaland jarð arinnar Þingvalla. Þannig voru ekki heldur býlin: Vatnskot, Skógarkot og Hrauntún talin til Þingvallalands, þótt þau hefðu „óskipt beitiland" með Þingvöll- um. En nú eftir að öll þessi lönd hafa verið afgirt og gerð að Þjóð- garði, er ekki fráleitt að kalla það land allt Þingvelli, þótt sjálft nafnið bindi ekki í sér nema það svæði, sem hinu forna Alþingi var helgað. Alit annað, sem er utan þjóðgarðsgirðingarinnar og í margra kílómetra fjarlægð, ER EKKI „Á ÞINGVÖLLUM“. Þetta hestamannamót var því ekki „á Þingvöllum“, heldur aðeins í Þingvallasveit, suðvestan undir Ármannsfelli. Og þessir umtöluðu Skógarhólar eru líka ekki „á Þing- völium“; þeir eru í landi Svarta- gils, norðasta bæjarins í Þingvalla- sveit, nálægt því þar sem smábýlið Múlakot var á sínum tíma, fyrir löngu. Mér hefur sagt gamall Þingvell- ingur, að til séu aðrir Skógarhólar, inni í Þingvallahrauni, sem nær væri að kalla „á Þingvöllum“, því að þeir séu um það inni á miðri Þjóðgarðsgirðingunni. Þeir hafa þó aldrei verið kallaðir: „á Þingvöll- um“. En eins og ég sagð'i áður, mætti nú orðið kalla það land, sem er innan girðingarinnar, „á Þing- völlum“. Með því að kalla Skógar- hóla hestamannasambandsins: „á Þingvöllum" hefur greinilega verið vísað á alrangan stað. ★ Með framanskráðu dæmi þykist ég hafa sýnt fram á, að málið okk- ar blessað er kröfuhart og þó jafn framt viðkvæmt um það, hvernig með það er farið, og að gömul og sígild orðatiltæki, sem skakkt er með farið, gera þær frásagnir að meiri eða minna leyti að vitleysu. Helzt held ég, að það, hversu þetta er algengt nú ( — ekki „í dag“ (=to day) —• ), stafi af því að flestir þeir, sem hlut eiga að máli, kunni ekki íslenzku nógu vel, þrátt fyrir nokkuð mikla skóla- göngu. Þeir læra ekki lengur gott mál á heimilunum, og enn síður í skólunum — þar læra menn að- eins málfræðilegan „mulning" málsins. — Fólkið er fyrir löngu hætt að lesa gullaldarmálið. Is- lendingasögurnar og fornaldarsög- Fjöiþætt félagsstarf Um næstu helgi verSa hald- in á vegum félagssamtaka Framsóknarflokksins 5 héraðs mót, 2 stjórnmálafundir og 1 kjördæmisþing. Sigluf jörður Héraðsmótið á Siglufirði verð- ur á laugardagskvöld n.k. og hefst kl. 8,30. Ræður flytja alþingis- BJÖRN ÓLAFUR mennirnir Björn Pálsson og Ólaf- ur Jóhannesson og Jón Kjartans- son forstjóri. — Erlingur Vigfús- soh syngur með undirleik Ragnars Björnssonar. Gísli Sigurkarlsson skemmtir. Síðan verður dansað. Hljómsveit leikur. Breiðdalsvik S-Múl. Framsóknarmenn í Breiðdal í S.-Múl. halda héraðsmót sitt n.k. laugardagskvöld og hefst það kl. JÓN PÁLL 9 s.d. Ræður flytja alþm. Eysteinn Jónsson, form. Framsóknarflokks- ins og Páll Þorsteinsson. Ómar Ragnarsson skemmtir. Síð an verður dansað. Reyðarf jörður Kjördæmissamband Framsókn- armanna í Austurlandskjördæmi heldur héraðsmót á Reyðarfirði WVM. EYSTEINN VILHJÁLMUR n.k. sunnudag og hefst það kl. 9 s.d. í Félagslundi. Ræður fiytja Eysteinn Jónsson, og Vilhjálmur Hjálmarsson o. fl. Ómar Ragnarsson skemmtir. — Síðan verður dansað. Kjördæmisþing Eins og áður hefur verið getið hér í blaðinu kemur kjördæmis- þing Framsóknarmanna á Austur- landi saman n.k. sunnudag kl. 10 f.h. á Reyðarfirði. Brún Bæjarsveit Framsóknarfélag Borgfirðinga efnir til almenns stjórnmálafund- HERMANN ÁSGEIR ar að Brún í Bæjarsveit n.k. sunnu dag og hefst hann kl. 3 s.d. Frum mælendur á fundinum verða þing- menn flokksins í Vesturlandskjör- dæmi. Jafnframt verður haldinn aðal- fundur Framsóknarfélags Borgfirð inga. Um kvöldið kl. 9 s.d. hefst svo héraðsmót Framsóknarmanna og verður það á sama stað. Ræður og ávörp flytja alþingsmennirnir Ás- geir Bjarnason oig Hermann Jónas- son fyrrverandi forsætisráðherra. Gíslj Sigurkarisson skemmtir með eftirhermum. Síðan verður dansað. Hljómsveit leikur. Laugarbakka V.-Hún. Héraðsmót Frartisóknarmanna í V.-Húnavatnssýslu,.;, verður að Laugarbakka n.k. sunnudag. Aðal- fundur Framsóknarfélaganna hefj GÍSLI INDRIÐI ast kl. 3 e.h. sama dag, en almenn skemmtisamkoma kl. 8 s.d. Ræður flytja Gísli Guðmundsson alþm. og Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri. Erlingur Vigfússon syngur með undirleik Ragnars Björnssonar. — Síðan verður dansað. urnar o. s. frv hefur það aðeins til sýnis í bókaskápunum, svo og Þjóðsöþurnar; og rit máls-endur- reisnar-kynslóðarinnar allt frá Jónasi Hallgrímssyni og þeim ár- göngum og fram til 1910—14, sem flest voru rituð á góðri íslenzku — og nokkrir þessir rithöfundar i entust þó nokkuð lengur, — þau | rit hafa langflestir nútímamenn | aldrei séð, hvað þá lesið, og sízt | svo að málið, orða- og setninga- i skipun og orðtæki yrði þeim lif- í andi og tamt. j í stað þessa eru nú mest lesin einhver rit á útlendum málum, að því er virðist aðallega á dönsku og ensku, og af þessum málum er íslenzkan núna að draga meiri og meiri dám. Að þessu er okkur Is- lendingum mikil skömm. Þessa skömm gætu blaðamennirnir allra manna bezt og mest af skafið, ef þeir af alhuga vildu gera það, því að blöðin eru það lesmál, sem flest ir lesa nær eingöngu, og af þeim smitast þeir svo. — Þetta er ég margbúinn að sannreyna. En er þessi vilji til? Þykir ykkur — yfirleitt — nokkuð vænt um íslenzkuna, „móðurmálið mitt góða, ið mjúka og ríka“, kvað Jónas? Eg vona það. Og því leyfi ég mér hér að' lokum að skora á ykkur alla, bæði þá, sem þátt hafið átt í skrif- um þeim, sem ég hér hef tekið sem dærni, svo og alla aðra, að gera ekki framar íslenzku máli, orðatil- tækjum og málvenjum svona óleik, og valda ekki framar örnefna- brengli líku því að kalla þennan mótstað hestamannasambandsins: ,,á Þingvöllum“. Réttnefni hans er: Skógarhólar (suðvestan) undir Ármannsfelli, i Þingvallasveit. Og þá, sem komast kunna í álíka aðstöðu annars staðar, skora ég líka að leita réttra ömefna og nota rétt íslenzk orðatiltæki hvérju sinni, svo að skilja megi hvað þeir meina, og hvar þeir staðir eru, sem þeir skrifa um. Rvík, 20, 7. 1962. St. Bj. 6 TÍMINN, fimmtudaginn 23. ágúst 1962 ( I I I X / V W\'. ' . ' \ \ \ l i . ’’ ‘ > > I ( I ' * * '/ i I 1 ,l|i- 1 i I 11 U Uitmiií.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.