Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 15
NTB-Paiís, 22. ágúst í dag var gert tilræði við de Gaulle nálægt París. Forsetinn var á leið í bifreið sinni er hópur manna ræðust að henni með vél- byssuskothríð. Tveir hjólbarðar bifreiðarinnar uiðu fyrir skoti og varð að stanza bifreiðina. Árásarmennirnir hurfu á brott og de Gaulle komst leiðar sinnar. Þetta er annað banatilræðið, sem de Gaulle er sýnt á tæpu ári. Talið er að OAS hafi staðið á bak við árásina. Naglar, vír og klossar Framhald af 16. síðu. Kostir tengimótanna fram yfir venjuleg uppsláttarmót eru ýmsir. Vinna við uppsláttinn verður minni, þegar ekki þarf að negla hvert borð og snúa bindivír, og mótin verða bæði stöðugri og vegg irnir beinni. Niðurrif uppsláttar- ins verður mun auðveldara, þar eð ekki þarf annað en klippa enda tengijámahna við uppistöðurnar og liggur þá allt laust. Naglhreins un með þessari aðferð verður nær því engin, og ending mótatimbur- ins betri. í 1.—2. hefti Iðnaðarmála þessa árs ritar Jón Brynjólfsson verk- fræðingur grein um tengimótin, en hann hefur staðið fyrir ýms- um þeim tilraunum, sem gerðar hafa verið með mótin. Kemst hann þar að þeim niðurstöðum, að tengi stöngin sé fjórum sinnum sterk- ari en vírbinding, sparnaður á efn- isútgjöldum við að nota tengimót sé nálægt 48% og að vinnusparn- aður við þau sé til jafnaðar 33%. Hafa nú þegar verið byggð ýmis hús með þessari aðferð og ber byggingameisturum, sem hana, hafa reynt, saman um, að kostir hennar séu margir, og sufnir kveða jafnvel svo sterkt að orði, að þeir myndu ekki geta hugsað sér að hverfa aftur til gömlu að- ferðarinnar. _____________ JLm fréttastofa Framhald ai 16. síðu. lendum fréttum. Þá þyrfti starfs- liðið að vera átta fréttamenn forstöðumaður, skrifstofustjóri og sex vélritarar og þýðendur, eða samtals 16 menn. Fréttastofan mundi eining greiða fréttarituxum sínum um alit iand fyrir hverja notaða frétt frá þeim. Fréttastofan yrði að gera samn- ing við alþjóðlega fréttastofu, t.d. Reuter, og hafa loftskeytasam- band við hana. Áætlað er að sfíkt samband mundi ekki kosta nema um 200 þúsund krónur á ári. 1. Fyílsfa óhlutdrægni Rekstrarform fréttastofunnar | ætti að vera hlutafélag eða sam- j eignarfélag fréttastofnananna,! segir f nefndarálitinu. Þannig yrði | að vera um hnútana búið, að eng-, inn einn aðili gæti náð þar öll-1 um völdum. Stranglega yrði að gæta fyllstu óhlutdrægni. Áætlun nefndarinnar um rekst- urskostnað er í lausfegum drátt- um þannig. Laun starfsfólks 1,7 milij., innlend fréttaþjónusta 0,2 mill.i., erlend fréttaþjónusta 0,3 m'iUj., telex-fréttaþjónusta 0,2 millj. ferðir og aukakostnaður 0,1 millj. og leiga á fjarritaáhöldum tæp 4,1 millj. Samtals er þetta rúm hálf þriðja milljón eða 2.584.- 000,— krónur. Muntra Musikanter koma á mánudasinn Karlakórinn „Muntra Musi- kanter" frá Helsingfors er væntanlegur hingað til lands- ins í boði Fóstbræðra n.k. mánudag. Þeir halda aðeins eina tónleika í Reykjavík, þriðjudaginn 28. þ.m. í Há- skóiabíói. Síldin í gær var þoka og rigning á mið- funum fyrir austan og lítil veiði. í gærmorgun var vitað um 16 skip, sem fengið höfðu samtals 12 þús- und mál. Þessi afli var af Héraðs- flóa og Langanesdýpi. Engin síld barst til Eskifjarðar í gær. Til Vopnafjarðar kom inn bátur og var saltaður nokkur hluti aflans. Síldarbræðslan á Vopna- firði er nú búinn að taka á móti 190 til 200 þúsund málum í sumar, og er það mun meira en í fyrra, því þá tók bræðslan aðeins á móti rúmlega 150 þúsund málum. Síldin er yfirleitt mjög misjöfn. Til Neskaupstaðar komu tveir bátar í gær með 400 tunnur. Um 300 tunnur fóru í salt, en 100 tunn ur voru frystar. I Neskaupstað biðu í gær 4000 mál síldar lönd- unar. Veður var þar ágætt, en þoka. Síldarbræðslan er búin að taka á móti 180 þúsund málum, en í fyrra tók hún á-móti 130 mál um. Saltað hefur verið í 22 þúsund tunnur. Övenju mikil ölvun í gær Varðstjóri lögreglunnar skýrði Tímanum frá því í gær, að óvenju mikið hefði verið um ölvun í borg inni í gær. Voru a. m. k. níu menn teknir úr umferð fyrir ölvun á al- mannafæri. Þá var og töluvert um minni háttar árekstra. Tvö slys urðu í Reykjavík í gær. Á Lág- holtsvegi 6 hafði kviknað í dívan í herbergi tveggja bræðra. Annar bræðranna brenndist á fótleggjum og var fluttur á slysavarðstofuna. Skemmdir urðu ekki miklar í her- berginu. Þá féll maður í stiga í húsinu að Smiðjustíg 5 og meidd- ist eitthvað. Gífurlegir skógareldar NTB Marseille, 22. ágúst. MIKILL liðsauki var í dag send- ur í skyndingu til svæðisins í kringum Marseille í Frakklandi til a'ðstoðar om 200 brunaliðsmönn- um, sem berjast við mikla skógar- elda. Eldarnir hafa þegar eyðilagt stór skógarsvæði og valdið öðru tjóni. f dag var fallhlífahermönnum varpað niður við Saint Michel de Cuxa, þar sem skógareldar höfðu einnig brotizt út. Kórmenn fljúga síðan roðrur til Akureyrar í boði bæjarins og syngja þar í tilefni 100 ára afmælis hans. Alls koma hingað rúml. 70 manns með kórnum, og munu þeir ferðast eitthvað um landið. „Muntra Musikanter" hafa alltaf ERIK BERGMAN leitazt við að kanna nýjar slóðir, aðhæfa verkefnaval kröfum breyttra tíma og víkka eftir föng um hið fremur þrönga tjáningar- svið karlakórssöngsins. Núverandi stjórnandi kórsins er Erik Berg- man, sem er meðal frægustu núlif- andi tónskálda Finna og aðhyllist nýtízkulegan tónlistarstríl. Söng- skrá kórsins er mjög alhliða. Meirihluti miðanna á þessa einu tónleika í Reykjavík er þegar seld- ur, en sala þeirra, sem eftir eru, verður auglýst í fimmtudagsblöð- unum. Komm á Kleop Tíminn sagði frá því í gær, að maður nokkur hefði ruglast eftir að hafa neytt áfengis. Hann ógn- aði mönnum með hníf, og varð lögregla að skerast í leikinn. Ekki tókst að fá pláss fyrir mann þenn- an á Kleppi, og var hann geymdur í fangaklefa við Síðumúla, járnað- ur á höndum og fótum. Maðurinn er nú kominn undir læknishendur á Klepþi. Sovézkt sefulið Framhald af 3. síðu ur-þýzku stjórninni alla ábyrgð í Berlín, þótt gerður verði sér- samningur við Austur-Þýzka- land. f opinberri tilkynningu um framangreinda ákvörðun Sovét stjórnarinnar segir, að hún sé liður í viðleitni Sovétríkjanna til þess að fjarlæga öll um- merld síðustu styrjaldar. Þetta muni auka möguleik- ana á friðarsamningi við Þýzka !and og bæta ástandið í Berlín. Alþjdðaþing í Moskvu ALÞJÓÐAÞING um afvopnun og frið var haldið í Moskvu dag- ana 9.—14. júlí s. 1. Þingið sátu nær hálft þriðja þúsund fulltrúa frá 117 þjóðum, m. a. voru fimm fulltrúar frá fslandi. íslenzku fulitrúarnir voru frú Þóra Vigfúsdóttir og Kristinn Andrésson, frú Sigríður Eiríksdótt ir, frú Ása Ottesen og prófessor Guðni Jónsson. Á fundi með frétta mönnum skýrðu þau frá því, að á þinginu hefði ríkt einhugur um að stemma yrði stigu við vígbún- aðarkapphlaupinu og banna yrði tilraunir með kjarnorkuvopn. •— Margt frægra vísindamanna sóttu um, að í kjamorkustríði væru eng ar varnir fyrir hendi. í lok þingsins var gerð alllöng ályktun, þar sem kom fram krafa um algera afvopnun, og var hún samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa nema tveggja (Ameríku- manna), og sjö sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Gífurlegt tjón ' í Tíraanum Rangá til heima- hafnar Bolungarvík, 21. ágúst Síðastliðin sunnudag kom Rangá til heimahafnar sinnar Bolungar- víkur, og var þar tekið á móti skipinu og áhöfn þess með ávarpi oddvitans, Jónatans Einarssonar. Hreppsnefnd og ýmsum fyrirmönn um staðarins var boðið um borð í skipið til þess að skoða það, og cinnig var þangað boðið blaða- mönnum. Rangá lagðist að hafnargarðin- um kl. 14,30, en með skipinu komu til heimahafnar þess auk áhafnar- innar Gils Gíslason\ formaður fé- lagsstjórnar Hafskips h.f., eiganda skipsins, og Sigurður Njálsson framkvæmdastjóri þess. Skipstjóri er Steinarr Kristjáns- son, 1. stýrimaður Jón Axelsson, 1. vélstjóri Þórir Konráðsson og bryti Árni Björnsson. Ellefu manna áhöfn er á skipinu. Hingað til lands kom skipið með timbur- farm, og sigldi skipið áleiðis frá Bolungarvík til Akureyrar, Húsa- víkur og Siglufjarðar. Þar mun það taka saltsíld til Svíþjóðar. Mikið var um dýrðir, þegar Rangá kom til Bolungarvíkur. Odd vitinn bauð hreppsnefnd og ýms- um öðrum að skoða skipið.. Ávarp aði hann skipstjóra og skipshöfn, og árnaði þeim heilla, og bauð þá ^elkomna til heimahafnar. Færði Framhald uf bls. 1. Slökkviliðsmenn, lögregla, hermenn og hjálparsveitir Rauða krossins vinna baki brotnu við hjálparstörf. Margir þurfa á læknishjálp ag halda, en hinir eru fleiri, sem hvergi eiga nú höfði sínu að halla, aðþrengdir af mat- ar- og klæðaskorti. Síðdegis fór Amintore Fan- fani, forsætisráðherra, flug- leiðis frá Róm til Napolí, til a® athuga verksummerki og stjórna björgunarstafinu. Tveir þeirra, sem vitað er um að farizt hafa, létust er hú« hrundi, aðrir grófust lif- andi í rústum og sumir biðu bana í umferðarslysum í öng- þveitinu, sem varð við brott- flutning fólks af jarðskjálfta- svæðinu. Nokkrar gamlarkonur munu hreinlega hafa fengið hjartaslag af hræðslu. f Napoli sváfu meira en 80 þúsund manns undir berum himni í nótt og í Ariano-Irpina héraði beið sams konar nátt- staður um 200 þúsund manna. Talið er, að mestum spjöllum hafi jarðskjálftarnir valdið í Ariano-Imprina. Fólkið leitar hvílustaðar á auðum torgum í skemmtigörð- um og á víðavangi. Sumir leit- uðu náttstaðar í bifreiðum, en alls staðar er skortur á skjól- flíkum. f nótt urðu miklir jarðskjálft- ar í Napoli og snemma í morg- un skalf jörð aftur í nýjum jarð hræringum. f þessum jarðskjálftum hrundi meðal annars pósthúsið \ Montecalvo til grunna. Vitað er um 3 þúsund hús, sem orðið hafa fyrir meiri eða minni skemmdum. Jarðskjálftamælar töldu a.m. k. 14 jarðskjálftabylgjur á tíma bilinu milli kl. 5 og 7 í dag. í Ariano hefur verið skvrt frá því, að um 60% íbúðár- húsa þar, séu ekki lengur vist- arhæf. Sömuleiðis í Montecalvo. í Grottaminarda og Maribella Eclano hefur gífurlegt tjón orð ið á mannvirkjum. Allt járnbrautasamband milli Napoli og strandar Adríahafs er rofið. Seint í gær var enn óttast, að nýjar jarðhræringar yrðu á þessu svæði. hann skipinu að gjöf litmynd af Bolungarvík, og verður hénni kom ið fyrir í íbúð skipstjórans.!Þá tók til máls Gísli Gíslason og þakkaði gjöfina og óskaði Bolungarvík gæfu og gengis. — Krjúl. Maðurinn mlnn, Guðmundur Guðmundsson, lézt að heimlll sínu, Mjóum, Kjalarnesl, sunnudaginn, 19. ágúst. — Útförin fer fram frá Fossvogsklrkju, föstudaginn 24. ágúst kl. 3 s.d. Blóm afþökkuð. Krlstín Jóelsdóttir. Faðlr okkar, i Sveinn Pétursson frá Hólmi á Stokkseyri, \ andaðist að Landakotsspítalanum þriðjudaginn 21. þ. m. Börn hlns látna. Innllegar þakkir fyrir auSsýnda samúð vlð andlát og jarSarför móð- ur okkar og tengdamóður, Sigríðar Oddsdóttur frá Brautarholtl í Reykjavík, Oddur Jónasson Ingibjörg Jónasdóttir Guðrún Jónasdóttlr Slgríður Jónasdóttir GySa Jónasdóttir Elísabet Jónsdóttir GuSmundur Pétursson Tryggvl Pétursson SlgurSur Halldórsson T í MIN N, fimmtuciaginn 23. ágúst 19G2 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.