Tíminn - 29.08.1962, Page 7
Arnþór Þorsteinsson
þvegið árlega um 85% af allri ull
landsmanna. Við þessa stöð starfa
milli 30—35 ma'nns, og munu launa
greiðslur síðastliðið ár hafa num-
ið um 2% milljón króna. Auk
þessa, sem hér hefur verið nefnt,
rekur SÍS að hálfu á móti KEA
efnaverksmiðjuna Sjöfn og Kaffi-
brennslu Akureyrar. Sjöfn fram-
leiðir hvers konar snyrti- og hrein
lætisvörur, en er nú nýlega byrj-
uð að framleiða húsamálningu,
sem þykir svo vinsæl, að verksmiðj
an hefur vart undan eftirspurn-
inni. Kaffibrennsla Akureyrar
framleiðir hið landsiþekkta Braga-
kaffi, sem þekkt er á flestum heim
ilum landsi-ns. Um allan þennan
iðnað SÍS má segja, að framleiðslu
vörur fyrirtækja þess eru nú orð-
ið vel þekktar, hvar sem er á land
inu. Þessi iðnaður hefur fyrst og
fremst þróazt í það, sem hann er
í dag, fyrir það, að hann hefur
fyrir löngu náð út fyrir bæjartak-
mörkin og er nú í vaxandi mæli
að leita út fyrir landsteinana á
erlenda markaði. Samtals munu
starfa um 550 karlar og konur við
iðnfyrirtæki Sambandsins hér á
Akureyri og lætur nærri, að launa
greiðslur í ár nemi um 30 milljón-
um króna. Allar þessar verksmiðj-
ur, sem áður hafa verið nefndar,
eiga það sameiginlegt, að þær eru
árlega að auka vélakost sinn, bæta
framleiðsluna og auka. Þegar sam-
vinnuhreyfin.gin réðst í þann iðn-
að, sem hér er rekinn. var það
eitt meginsjónarmið hennar að
nýta sem bezt innlend hrá.efni, í
þessu tilfelli ull og skinn. Nokkuð
hefur áunnizt í þessu efni, en
lokatakmarkið er að vinna góðar
iðnaðarvörur úr allri ull og skinn-
um landsmanna. Fyrr er takmark-
inu ekki náð.
— En einstaklingsframtakið?
— Auk samvinnuiðnaðarins er
rekinn hér í bænum margþættur
annar iðnaður, ýmist af einstakl-
ingum eða hlutafélögum, og bær-
inn sjálfur stendur fyrir nokkrum
iðnrekstri, þar sem er Krossanes-
Verksmiðjan og hraðfrystihúsið.
Nefna má súkkulaðiverksmiðjuna
Lindu, kexverksmiðjuna Lorelei,
nærfatagerðina Amaro, Dúkaverk-
smiðjuna h.f., Smjörlíkisgerð
KEA, Smjörlíkisgerð Akureyrar,
Mjólkursamlag KEA, Skipasmíða-
stöð KEA. Slippstöðina h.f., Nóa
Kristjánsson, vélaverkstæðin Odda
og Atla, húsgagnaverksmiðjuna
Valbjörk og mörg önnur húsgagna
verkstæði, sælgætisgerðina Flóru,
Efnagerð Akureyrar, Saumastofu
JMJ og margar fleiri slíkar, Hrað-
frystihús Ú.A. h.f., Niðursuðuverk-
smiðju K. Jónsson og Co. o. íl.
— Hver af þessum fyrirtækjum
framleiða fyrir erlendan markað?
— Að Krossanesverksmiðjunni
og hraðfrystihúsinu undanskildum
■ er Niðursuðuverksmiðja K. Jóns-
| son og Co. tvímælalaust það þess-
i ara fyrirtækja, sem fram að þessu
; hefur framleitt mest fyrir erlenda
i markaði. Auk þess hefur súkkulaði
i verksmiðjan Linda selt vörur sín-
ar á erlendum markaði og hús- ]
gagnaverkmiiðjan Valbjork verið
að vinna að sölu á. framleiðsluvör-
um sínum til útlanda. Öll þessi
fyrirtæki eiga sína sögu. Margir
stofnendur þeirra og þeir, sem
reka þau nú, eru þróttmiklir at-
hafnamenn, sem hafa rutt nýjar
brautir og unnið sjálfum sér og
bæjarfélaginu öllu ómetanlegt
gagn með störfum sínum. Almenn-
ingur, hvar sem er á landinu, þekk-
ir auk samvinnuiðnaðarvaranna,
sem áður er getið, Amaro-nærföt-
in, Lindu-súkkulaðið, Lorelei-kex-
ið, Akra-smjörlíkið, KEA-ostana,
sardínur frá K. Jónsson og Co. og
Valbjarkarhúsgögnin, og svona
mætti lengi telja. Allt eru þetta
landsþekktar iðnaðarvörur, sem
hafa hlotið viðurkenningu neyt-
enda í hverri grein fyrir sig.
— Hefurðu gert þér nokkra
grein fyrir því, hvað samanlagður
iðnrekstur á Akureyri gerir í fram
leiðsluverðmætum, launagreiðsl-
um og starfsmannafjölda?
— Já, ég hef tekið saman yfir-
lit um þetta og dregið saman iðn-
greinarnar, sem hér segir: bygg-
ingariðnaður, járniðnaður, skipa-
smíðar, húsgagnagerð, matvæla-
og fiskiðnaður, sælgætis- og efna-
iðnaður, veiðarfæraiðnaður, vefn-
aður og fataiðnaður, skógerð og
leðuriðnaður, prentun og bókband
og margs konar annar iðnaður. Sá
iðnrekstur, sem hér er nefndur,
veitti s. 1. ár 1304 konum og körl-
um atvinnu og nam vinnuviku-
fjöldi þeirra samtals 67.791 viku.
Samanlagðar launagreiðslur til
starfsliðs þessa iðnaðar námu s. I.
ár 80.741.000 krónum. Þá nam
framleiðsluverðmæti alls þessa iðn
aðar 394.702.000 krónum. Þær töl-
ur, sem hér hafa verið nefndar,
staðfesta betur en allt annað, að
iðnaðurinn í þessum bæ er sú at-
vinnugrein, sem hæst gnæfir. Þær
staðfesta ennfremur, að það er
fullkomið réttnefni að kalla Akur-
eyri iðnaðarbæ.
— Áttu ekki von á, að nýjar iðn
greinar ryðji sér til rúms hér í
bænum á ókomnum árum?
— Á komandi árum verður að
gera ráð fyrir, að hér rísi upp vax
andi iðnaður, svo sem stálskipa-
smíði, aukin tréskipasmíði, stærri
ni ðursuðuverksmiðj a sj ávarafurða,
efnaiðnaður, raftækjaiðnaður og
sennilega margt fleira.
— Hvað viltu segja mér um iðn-
verkafólkið á Akureyri?
— Þótt það verði ávallt að telj-
ast mjög ánægjulegt, þegar fjár-
sterkir 'einstaklingar eða félög
hrinda í framkvæmd merkum iðn-
rekstri hér í bæ, þá má aldrei
gleyma því, að merkasti þátturinn
í öllum iðnrekstri er fólkið, sem
við iðnaðinn vinnur. Iðnaðarbæ
sem Akureyri er ekkert nauðsyn-
legra, en að hér staðfestist æsku-
menn og konur, sem vilja gera
iðnaðarstörf að lífsstarfi sínu. Nú
þegar á Akureyri marga góða iðn
aðarmenn, konur og karla, sem
hafa sýnt það nveð störfum sinum,
að þau eru þess megnug að mæta
samkeppni iðnaðarvarnings frá
| nærliggjandi þjóðum, sem þó hafa
j að baki sér margra áratuga lengri
! íðnþróun. Iðnaðurinn þarf í vax-
Framhald á 15 síðu
Kexverksmiðjan Lórelei,
Þorsteinsson
framkvæmda-
stjóra
Gefjunnar,
um
iðnrekstur
jr
T í MI N N , miðvikudaginn 29. ágúst 1962
7