Tíminn - 29.08.1962, Page 9
í I
,'x- i ,
/'SVÍ.iVV .-
I í!‘výv S ■'■'■ ■'.• •
fp|
: ' ' ' '
HðSj
llllllllll
ÍIÉIIÉIiIIÍIÍÍ
: : :
.
••vi
. V: ■/:■■ ••-■•.
y«
f,--; i.
Frystihús útgerðarfélagsins.
innl, hvaða flokkur eða flokk
ar, sem þar hafa verið í meiri
hluta hverju sinni. Þar hefur
KEA mætt skilningi og velvild.
Eg hef setið í bæjarstjórn síð
an 1942 og bæjarráði frá stofn
un þess og er vel kunnugt um
það. Það væru helzt skattamál
in, sem ástæða væri til að gera
athugasemdir við, en sú saga
verður ekki sögð í stuttu máli.
— Hafa samgöngur við Akur
eyri verið nógu góðar á undan
förnum árum?
— Frá því að ég man eftir
mér og fram að stríði voru bein
ar samgöngur milli Akureyrar
og erlendra hafna. En sú breyt-
ing varð á í síðasta stríði, að
Eimskipafélag Islands lagði nið
ur beinar skipsferðir til Akureyr
ar og hefur ekki tekið þær upp
siðan. Þetta tel ég hafa staðið
verzlun hér einna mest fyrir
þrifum, að allar vörur að und-
anskildum kolum, salti og
timbri eru losaðar í Reykjavík
og þeim umhíaðið þar. Þar
liggja þær svo oft, svo að mán
uðum skiptir og eru ekki send
ar norður, fyrr en skipunum
bezt hentar. Sem dæmi má
nefna, að í harðindunum í vor
átti KEA von á fóðurvöru frá
Ameríku, og komu þær til
Reykjavíkur með Tröllafossi 30.
apríl. Þetta voru 3000 sekkir.
12 dögum síðar komu 2195 sekk
ir til Reykjavíkur með Selfossi.
Þessar vörur komu til Akureyr
ar með Fjallfossi 25. júní að
frádregnu því, sem kom með
ms. Baldri 24. maí fyrir okkar
tilstuðlan og Esju 8. júní. Þetta
er glöggt dæmi. Sambandsskip
in flytja ekki nema þungavör
urnar, kol, salt og timbur og
anna tæplega meiru. Og það
er vegna umhleðslu þessarar í
Reykjavík, sem svo fáar heild-
sölur hafa risið á legg hér á Ak
ureyri,----vegna þess, að flytja
þarf vörurnar yfir Reykjavík.
Ef hér væru heildsölur, þyrfti
mikið að flytja með bílum, sem
er bæði dýrt og óhentugt. Eg er
sannfærður um, að hefði Akur-
eyri notið sömu aðstöðu og
Reykjavík um innflutning á
vörum, væri bærinn miklu fjöl
mennari, og hér ríkti miklu
blómlegri verzlun en nú á sér
stað. Og ég álít, að það hefði
verið sjálfsagt af stjórnarvöld
unum að sjá um, að a.m.k. þrjár
hafnir á landinu hefðu notið
sömu aðstöðu og Reykjavík,
hvað snertir vöruinnflutning.
—Hvaða verklegum fram-
kvæmdum, sem haft geta mikla
þýðingu fyrir bæjarfélagið á
ókomnum árum, telurðu mesta
ástæðu til að hraða og vinna
að?
— Stærstu verklegar fram
kvæmdir, sem framundan eru
á vegum KEA hér í bænum,
eru tvímælalaust bygging nýrr
ar kjötvinnslustöðvar, sem fyr-
irhuguð er vestan sláturhússins
milli Sjávargötu og Grímseyj
argötu, og bygging nýrrar mjólk
urvinnslustöðvar, sem fyrirhug-
uð er sunnan Glerár norðan
Tryggvabrautar og austan Gler
árgötu Sennilega verður bygg
ing kjötvinnslustöðvarinnar haf
in næsta vor, en tæpast verður
mögulegt að byrja á byggingu
mj ólkurvinnslustöðvarinnar,
fyrr en eftir tvö til þrjú ár.
Hvort tveggja er, að þessar fram-
kvæmdir verða með þeim
stærstu og kostnaðarsömustu
iðnaðarbyggingum, sem hér eru
að rísa og munu hafa mikla þýð
ingu fyrir atvinnulíf bæjarins,
að ég ekki tali um þýðingu
þeirra bæði fyrir framleiðendur
í héraðinu og neytendur í bæn
Frá uppskipun f Akureyrarhöfn.
um. — Af öðrum framkvæmd-
um á sviði iðnaðar og iðju má
helzt nefna skipasmíðastöð,
sem sinnti aðallega smíði stál
skipa. Mikið hefur verið rætt
um að reisa hér slíka stöð, og
tel ég mikla ástæðu til að vinna
að og hraða þeim framkvæmd
um, svo sem frekast er unnt.
— Heldurðu að Akureyri haldi
því áfram að vera annar stærsti
bær landsins?
— Á því tel ég engan vafa.
Akureyri er þannig j sveit sett,
að áreiðanlega má fullyrða, að
enginn bær á landinu er frekar
til þess fallinn að ganga næst
höfuðborginni með allt athafna
líf.
— Hvaða atvinnugrein af
þeim, sem Akureyringar stunda
nú, telurðu að eigi hér mesta
vaxtarmöguleika á ókomnum
árum, og hverjar eru skoðanir
þínar á virkjunarmálum Norð
urlands og Akureyrar?
— Vafalaust tel ég, að iðnað-
urinn eigi hér fyrst og fremst
mjög mikla framtíð og þá fyrst
og fremst iönaður í sambandi
við okkar aðalframleiðsluvörur
til lands og sjávar. En til þess
að svo megi verða, þarf vitan-
lega að hefja nú þegar undir
búning nýrra virkjunarfram
kvæmda, þar sem rafmagnið
frá Laxá er nú tiær því fullnot-
að. Hvort það verður Laxá,
Skjálfandafljót eða Jökulsá,
sem næst verður virkjuð, fer
sennilega eftir því, hvað sér
fræðingarnir telja heppilegast
þegar á allt er litið. Eg vil ekki
gera ráð fyrir, að Reykjavíkur-
eða Suðvesturlandssjónarmið
fái að grípa fram fyrir hendur
sérfræðinganna í þessu lífs-
spursmáli norðlenzkra byggða,
þótt við vitum og þekkjum, að
pólitísk og ýmiss konar annar-
leg sjónarmið ráði hér oftar
meiru en hollt er. — h.j.p
MDASTJÓRI KEA, f VIÐTALI VID TfMANN
TIMINN, miðvikudaginn 29. ágúst 1962