Tíminn - 29.08.1962, Page 13

Tíminn - 29.08.1962, Page 13
-------—; j iÞROTTIR T í MIN N, miðvikudaginn 29 ágúst 1962 SÉÐ YFIR ÍÞRÓTTAVÖLLINN Á AKUREYRl Ljósmynd: TÍMINN—RE. Sú íþróttagreinin, sem á Á fimm árum hafa sex Akureyringar verií valdir í íslenzka landsli'ðiS í knatt- mestum vinsældum að fagna á Akureyri nú er knattspyrn- an, enda á Akureyri einu skemmtilegasta knattspyrnu- liði landsins á að skipa. Knatt- spyrnan hefur gripið um sig á Akureyri, ekki síður meðal hins almenna áhorfenda, sem sækir íþróttavöllinn, en ungra drengja og pilta, sem leggja stund á hina skemmtilegu iþrótt. Að tiltölu sækja miklu fleiri knattspyrnuleik á Ak- wreyri, en annars staðar á landinu, sem bezt sést á því, að samsvarandi þyrftu 15—20 þúsund áhorfendur að sækja 1. deildar leikina í Reykjavík til að jafnast á við Akureyri. Og það hitnar oft heldur betur í glæðunum í leikjunum þar, svo akureyrskir áhorfendur hafa feng ið það orð á sig að vera hinir spyrnu. Ragnar Sigtryggsson var hinn fyrsti ári*S 1957, gegn Belgíu. „viltustu11 hér á landi, en það er önnur saga, þótt alltaf sé gaman aí því, að áhorfendur taki þátt í leiknum af lífi og sál. Knattspyrna hefur um langan tíma verið iðkuð a Akureyri og lið þaðan hafa oft tekið þátt í landsmótum með góð- um árangri, þó enn þá hafi Akur- eyri ekki eignast íslendsmeistara í meistaraflokki. En þess verður ekki langt að bíða með sama áfram haldi og verið' hefur undanfarin ár, jafnvel er svo komið, að margir spá því, að þegar næsta sumar verði Akureyri í efsta sæti á Knattspyrnumóti íslands. Mögu- leikar til þess eru ekki lengur fyr ir hendi í sumar og má segja, að óheppni ráði þar nokkru um, því margir leikmenn liðsins hafa átt við meiðsli að stríða, sem hindrað hefur þátttöku þeirra í mörgum leikjum. Og í sambandi við knattspyrn- una á Akureyri hafa margir leik- menn komið fram í sviðsljósið og orðið þjóðkunnir menn og nú þeg- ar hafa sex leikmenn Akureyrar klæðzt íslenzka Iandsliðsbúningn- um, það er að segja leikmenn, sem valdir hafa verið úr bði íþrótta- bandalags Akureyrar — en auð- vitað hafa fleiri Akureyringar verið í landsliðinu, en þá keppt með Reykjavíkurliðunum. Fyrsti leikmaður Akureyrar, sem var valinn i landsliðið var Ragnar Sigtryggsson, sem vaf val- inn í leikinn gegn Belgíu, sem háður var á Laugardalsvellinum hinn 4. september 1957. Þessi leik ur var hinn síðari milli íslands og Belgiu í undankeppni heims- meistarakeppninnar, en loka- keppni hennar var í Svíþjóð 1958. Ragnar var vinstri innherji liðs- ins og satt bezt að segja, að þá vakti val hans nokkrar deilur — en Ragnar komst hins vegar ágæt- lega frá leiknum. Ragnar var eini nýliðinn, sem lék gegn Belgum, og það sem kannski einkenniiegra var að jafnframt því, sem hanr. var eini nýliðinn var hann slzti maður liðsins. Tvívegis áður hafði Ragnar leikið með pressuliði, en hann var sá leikmaður Akureyrar, sem vakti mesta athygli, þegar !ið- ið var í 1. deild 1957 og 1958, en Jakob Jakobsson, til vinstri og Jón Stefánsson. þelm var tilkynnt að þeir hefðu verið valdir - Myndin var tekin á skrifsto-fu TIMANS rétt á eftir að landsliðið gegn Engiendingum. — (Ljósm.: TÍMINN-GE). síðara árið féll liðið niður í 2. deild. Landsleikir Ragnars urðu ekki fleiri, enda lagði hann nokk- uð fljótt á. eftir knattspyrnuskóna á hilluna. Þess má geta, að í sam- bandi við leiki heimsmeistara- keppninnar í Frakklandi og Belgíu um vorið 1957 var Jakob Jakobs- son valinn til þeirrar ferðar, en sökum þess, að hann tók stúdents- próf um vorið gat hann ekki tekið þátt í förinni — ög missti því þann heiður að verðá fyrsti landsiiðs- maður Akureyrar. Akureyrarliðið var ekki lengi i 2. deild og þegar það vann aftur sæti sitt í 1. deild voru margir ungir piltar komnir fram á sjónar- sviðið, sem miklar vonir voru bundnar við. Fyrstur þeirra til að verða valinn í landsliðið var Steingrímur Björnsson, sem 1960 var valinn í landsliðið, sem lék gegn Vestur-Þýzkalandi á Laugar- dalsvellinum 3. ágúst. Steingrím- ur Björnsson var vinstri útherji og var einn af þremur nýliðum I liðinu. Og öfugt við Ragnar var Steingrímur nú yngsti maður landsliðsins, aðeins 19 ára. Stein- grírtiur lék einnig annan landsleik þetta sumar, gegn írum í Dublin, i en þá var varamaður Jakob Jakobs ! son. Þriðja landsleik sinn lék : Steingrímur sumarið 1961 gegn | Hollandi og skoraði eitt mark í ! þeim leik og var þar með fyrsti : Akureyringurinn, sem skoraði : mark í landsleik. í sambandi við ; landsleiki kom þá nafnið Kári Ámason fyrst fram, en hann var : varamaður í leiknum. En það leið 1 ekki á löngu að Kári var valinn i landsliðið. Um haustið lék lands- liðið gegn enska áhugamannalið- inu í London og Kári var valir'í sem varamaður og vegna þess, að einn aðalmaðurinn gat ekki farið til Englands, komst Kári í liðið En það voru einnig tveir aðrir j Akureyringar, sem léku sinn fyrsta landsleik gegn Englendingum, Jakob Jakobsson og Jón Stefáns- : son. Jakob var innherji í liðin.j, ’l Jón bakvörður og Kári útherji og 1 er þetta í eina skiptið hingað til, sem Akureyri hefur átt þrjá lands- liðsmenn í sama leiknum. Nú voru lcndsliðsmennirnir akureyrsku orðnir fimm og svo kom sumarið 1962. í landsleikinn gegn Norðmönn- um í sumar voru tveir Akureyr- ingar valdir, Steingrímur og Kári, og lék Steingrímur þar sinn fjórða leik, en Kári annan. Jakob og Jón komu þá ekki til greina í lands- liðjð, Jón var meiddur, en Jakob við nám í Þýzkalandi. Og ennþá er okkur öllum í fersku minni landsleikurinn við írland á dögun um, en þá bættist sjötti leikmað- urinn frá Akureyri í landsliðs- mannahópinn, Skúli Ágústsson, sem valinn var sem hægri útherji, STEINGRIMUR BJORNSSON — hefur leikið flesta landsleiki akureyrsku landslSSsmannanna, — fjóra talsins, og er hinn elni af þeim, sem skorað hefur mark i landsleik. — (Ljósm.: TÍMINN-GE). en þeir Steingrímur og Kári misstu þá stöður sínar. En þessir fimm síðasttöldu leik- menn Akureyrar leika nú í Akur- eyrarliðinu, þar af fjórir í fram- l.ínunni, svo það kemur því fáum á óvart, þótt Akureyrl sé með Iiæsta markatölu i yfirstandandi íslandsmóti, og eigi markhæsta Icikmann mótsins, Steingrím, sem skoraS hefur átta mörk. Og allir eru þessir piltar ungir að árurn og hafa því möguleika til að leika enn marga landsleiki fyrir ísland — auk þess, sem nýir lelkmenn munu bætast í abureyrska lands- liðsmannahópinn á næstu árúm. —hsím.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.