Tíminn - 29.08.1962, Qupperneq 15
Þetta eru gömlu Gránufélagshúsin, þar sem Oddl er nú.
AKUREYR1100 ÁRA KAUPSTAÐUR
Rætt víð Arnþór
Nrsteinsson
Framhald af 7. síð'U.
andi mæli að auka iðnmenntun
þessa fólks, og bæjarfélagið þarf
að mæta þörfum iðnaðarins á
þessu sviði með fjölþættari og
betri iðnfræðslu og auknum og
bættum húsakosti til slíkrar
fræðslustarfsemi. Á 100 ára af-
mæli Akureyrarbæjar mun verða
komið upp iðnsýningu, sem gefur
nokkru gleggri mynd af þeirri iðn
þróun, sem hér hefur orðið, en
hægt er að gefa i stuttri blaða-
grein, og munu bæjarbúar og að-
komugestir geta séð þar með eig-
in augum margt, sem eigi hefur
tekizt að skilgreina hér sem
skyldi.
— Hver er bezta afmælisgjöfin,
sem iðnaðurinn á Akureyri getur
gefið kaupstaðnum á aldarafmæl-
inu?
— Á þessu merkisafmæli bæjar
ins held ég, að iðnaðurinn geti
ekki gefið bæjarfélaginu aðra af-
mælisgjöf betri en þá, að hver ein-
stakur iðnrekandi og fólkið, sem
við iðnaðinn starfar, setji sér það
ákveðna mark að hefja iðnaðinn
til enn meiri vegs og virðingarJa
komandi tímum en tekizt hefur
til þessa, og skal þó játað, að
margt hefur þar vel tekizt á um-
liðnum árum.
—hjp.
Framhald af 5. síðu.
bezt, að gott sé veður. í þessu efni
hefir Akureyri nokkra sérstöðu að
minu áliti.
Það var haustið eftir að ég flutt
ist búferlum frá Akureyri til
Reykjavíkur, að ég var í heim-
sókn norður á Akureyri og bjó
uppi við Skólastíg. Morgun einri'
var ég á leið ofan í bæ. Oti var
kaldur norðansveljandi, srijóað
hafði langt ofan í fjöll og þoka
hið efra. Þegar ég kom ofan á
tröðina framan við kirkjuna, leit
ég niður yfir Oddeyrina, út á blá-
an f jörðinn, og við blasli Svalbarðs-
ströndin að austan með samhang-
andi grænum túnum á löngu
svæði, fyrir ofan þau lá snjólín-
an og efst þokubakkinn. Litbrigð-
in voru dásamleg, og í norðri stóð
Kaldbakur, hinn trausti útvörður
Eyjafjarðar. Við þessa sýn sann-
færðist ég um það, sem ég hafði |
raunar oft áður séð og vitað, að j
Akureyri og umhverfi hennar er i
jafnan fagurt, hvort sem veður \
er blítt eða strítt, en fegurð er j
margbreytileg.
Matthías Jochumsson hafði i
ekki verið á Akureyri nema!
þrjú ár, þegar hann orti kvæð-i
ið „Heil og blessuð, Akureyri",
sem í eru Ijóðlínurnar:
„Frjálsir menn, er fremdum
unna,
færi þig í gull og skart".
Af kvæðinu má sjá, að hann
hefir þá þegar tekið ástfóstri
við bæinn. Ósk hans um fegr-
un Akureyrar hefir rætzt, og
skaparinn og borgararnir
munu í félagi, eftir því sem ár-
in líða, færa bæinn í enn meira
„gull og skart".
Myndirnar frá Akureyri sem birtist í þessu blaði
eru teknar af Ijósmyndara Tímans, Runólfí
Elentínussyni.
•si
f'-, ' > ' ■■
Samkomuhúsið á Akureyrl,
BÍLASALA HÖSKULDAR
ÚRVAL
AF
BÍLUM
TIL
SÖLU
Alls konar greiðsluskilmálar.
BÍLASALA HÖSKULDAR
Túngötu 2 — Akureyri
m
BÓKABÚÐ
RIKKU
Bækur — Minjagripir
— Ferðaþ|ónusta
Sími 444
TÍMINN, miðvikudaginn 29. ágúst 1962
15