Tíminn - 30.08.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.08.1962, Blaðsíða 1
; Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu vandlátra blaSa- lesenda um allt land. Tekið er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 LUÐRAR ÞCYTTIR ÞETTA er hluti af Lúðrasveit Akureyrar. Hún fékk ný einkennis- klæ'ði fyrir afmælið, og þeytir nú hljóðfæri &ín yfir afmælisvikuna.; Lúðrasveit hefur verið á Akureyri síðan fyrir aldamót, þótt hún hafi ekki starfað samfleytt síðan. — Stjómendur hennar hafa verið þeir, Magnús Einarsson, organisti; Hjalti Espólín; Karl Runólfsson, tón- skáld og Jakob Tryggvason, sem endurvakti hana eftir nokkurt hlé 1941 og hefur stjómað henni síðan. (Ljósm.: TÍMINN-ED). Samningur hefur nú verið und- irritaður um sölu á Suðurlands- síld til Vestur Þýzkalarids, og er það fyrsti samningurinn, sem und- irritaður er í ár um sölu á þessari síld. Um sölu Norðurlandssíldar er það að segja, að samifs hefur verið um sölu á 307 þúsund tunn- um og búizt er við frekari samn- ingum við Rússa á næstunni. Undirbúningur að sölusamning- um vegna Suðurlandssíldar er löngu hafinn, og hefur þegar verið samið við' Vestur-Þýzkaland, eins og fyrr segir, og verða seldar þang að 25 þúsund tunnur af flattri, sérverkaðri Suðurlandssíld. Áætl- að er að til þessarar framleið'slu þurfi 60 þúsund tunnur uppmæld- ar af vinnsluhæfri síld. Síðast liðið ár var Suðurlands- síldin seld til Rússlands, Póllands, Austur- og Vestur-Þýzkalands, REYNA AD AFMARKA HRYGNINGARSVÆDIN Rúmeníu og Bandarikjanna, og keyptu Rússar mest af síldinni. Á miðnætti á þriðjudag var bú- ið að salta i 345 þúsund tunnur af Norðurlandssíld á öllu landinu, en Framhald á 15. síðu. Fyrir tilstilli Jakobs Jakobssonar fískifræS- ings, og á vegum Fiski- deildarinnar og Atvinnu* málaraðimeyíisins var í sumar unnið að því að reyna að staðsetja ná- kvæmlega hrygningar- svæði sumargotssíldarínn ar. Það var Hjálmar ¥il- hjálmsson, er leggur stund á fiskifræði ð Glas- gow, sem framkvæmdi rannsóknirnar í þessu sam bandi, og leitaði hann hrygningarsvæðanna við Vestmannaeyjar. Tókst honum að afmarka tvö svæði skammt frá Geir- fuglaskeri, þar sem síldin hrygnir. Ef hægt væri að afmarka fleiri slik svæði og merkja þau inn á kort eða bauja þau af væru mögu- leikar fyrir hendi, að banna drag nótaveiði á þeim, og væri það mjög gagnlegt til verndunar síld- arstofnsins. Rannsóknir Hjálmars eru byggð ar á því, að við rannsóknir i Clyde firði hafa Skotar komizt að raun um, að síldin hrygnir á mjög litl- um afmörkuðum svæðum, 200— 300 fermetra ag flatarmáli. Síldin hrygnir niður við botn, en síðan falla hrognin niður, og festast við botnlagið. Hefur hrognalagið ver- ið mjög þykkt á þeim svæðum, sem Skotar hafa fundið, sums stað ar 7 til 8 hrogn hvert ofan á öðru. Fjórar aðferðir má nota til þess að finna hrygningarsvæðin. 1. að veiða hrygnandi síid, 2. ná lirfum síldarinnar, sem fljóta upp, 3 taka magasýnishorn úr ýsu, en hún ét- ur mikið af síldarhrognum, og ligg ur oft á hrygningarsvæðunum tím unum saman og treður sig þar út af hrngnum, og í 4. lagi með því að taka botnsýnishorn. Fjórða að- ferðin er lang öruggust og ná- kvæmust, og hana notaði Hjálm- ar við Vestmannaeyjar. Hjálmar fór til Vestmannaeyja 28. júní s. 1. Gekk hann þá á bryggjur og ræddi við sjómenn, og athugaði einnig nokkur maga- sýnishorn úr ýsu, sem veiðzt hafði. Kom í ljós, ag síldin var þá farin að hrygna, og er það nokkru fyrr en venjulega gerist, en sumargots síidin hrygnir aðallega í júlí og ágúst, en það er þó nokkuð breyti legt. Framhald á bls. 15. TILUT- LANDA SLITINN SÍ M ASTREN GURINN milli ísland og Evrópu slitn- aði stundarfjórðungi yfir klukkan 11 í gærmorgun, og síðan hefur aðeins verið loft skeytasamband við útlönd. BUunin varð um 50—60 mílur fyrir sunnan Færeyj- ar, og virðist svo, sem strengurinn sé alveg kubbað ur í sundur við magnara. — Ekki er vitað, hvað hefur valdið. Nú verður að senda sérstakt símalagningarskip frá Englandi á staðinn til Framhald á 15. síðu. Gengur á ýmsu fyrir Adenauer ADENAUER, kanzlari Vest- ur-Þýzkalands, virðist ekki mega tala svo um EBE, að það kosti ekki ýmsar yfirlýsingar. Ríkisstjórn íslands lýsti því yf ir í tílkynningu í gær, að ís land hefði ekki sótt um inn- göngu í EBE, eftir að kanzl- arinn hafði talið það upp í hópi fimm annarra ríkja, sem vænt anleg væru í bandalagið. Samtímis því, sem Alþýðu bla'ðið, málgagn utanríkisráð- herra og viðskiptamálaráSherra, birti fréttina um ræðu Adenau- ers, lætur blaðið að því liggja að kanzlarinn gerist nú mjög gamlaður, og til þess megl rekja þá áráttu hans áð hafa tvisvar á skömmum tíma nefnt aðild íslands að EBE þótt gagn stæðar yfirlýsingar liggi fyrir Þá skýrir NTB-fréttastofan frá því, að bæði í Lundúnum og Bonn hafi stjórnmálamenn látið i ljós hryggð sína vegna óheppiiegra ummæla Adenau- ers, í sambandi við væntanlega aðild Breta að EBE og villandi orðróms um innlhald bréfa, sem Adenauer og Macmillan hafa skipzt á í þessu sambandi. • Blaðafulltrúi Adenauers, von Hase hefur skýrt frá því, að reynt hefði verið að fá strikuð út nokkrar ólieppilegar athuga- semdir Adenauers, áður en gengi'ð var frá sjónvarpsdag- skránni me8 Adenauer á mið- vikudagskvöldið, en sjónvarps- stöðin í V.-Berlín, sem sá um upptöku ræðunnar vildi ekki neinar breytingar láta gera. Hér fer á eftir tilkynnlng, Framhald a 15. síðu. Síldarsöltun 360 þús. tn. SPENNIRINN BILADUR Á ÞRIÐJUDAGINN bilaði spennir í Áburðarverksmiðjunni, sá sami, sem bila'ði í vor, en viðgerð hafði farið fram fyrlr skömmu. Verksmiðjustjórinn sagði blaðinu í gær, að sérfræð- ingur frá framleiðanda í Austurríki væri væntanlegur þá um kvöldið. Spennirinn hefur ekki verið tekinn sundur, og því ekk- ert vita'ð um í hverju þessi bilun er fólgin. Spennirinn er nú á ábyrgð framleiðanda, þar sem viðgerð fór fram fyrir stuttu. — Verksmiðjan hefur framleitt með hálfum afköstum síðan spenn- irinn sló út.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.