Tíminn - 30.08.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.08.1962, Blaðsíða 15
Huseby heiðra^ur FramhalO ai bls. 12. þeir á svipuðum alidri. Þeir kepptu saman í knattspyrnu í yngstu flokkunum — og æfðu mikið. Oft- ast nær höfðu þeir völlin’n einir og lok æfinganna varg þv{ oft sú „að ég fór að varpa kúlu með þór, eða þú að sparka k'nettinum með mér“, sagði Albert og sneri sér að Gunnari. En þessar æfingar gáfu mikla og góða uppskeru — Albert varð einn frægasti knatt- spyrnumaður Evrópu, Huseby Evrópumeistari og methafi í sinni aðalgrein. Gunnar Huseby er auðvitað frægastur fyrir afrek sin í kúlu- varpinu, en á yngri árum var hann óvenju liðtækur íþróttamaður, eins og þeir muna, sem sóttu völl- inn fyrir rúmum 20 árum. Hann keppti í knattspyrnu í öllum flokkum KR, nema meistaraflokki en var þar varamaður, lék hand- knattleik { KR, tók þátt í hlaup- um og stökkum og má til dæmis geta þess, ag Gunnar átti eitt s{nn drengjametið í 400 m. hlaupi á 55,8 sek. og varð drengjameistari í hástökki. En hann lagði þessar íþróttagreinar á hilluna til að helga sig algerlega köstunum og þá einkum kúluvarpinu. Þar náði hann mjög langt eins og allir vita og enn þá er hann langbeztur ís- lenzkra kúluvarpara og fyrirsjá- anlegt, að hann getur haldið þeim titli næstu 10—15 árin, ef hann kærir sig um. Fáir keppendur ef nokkrir eru vinsælli á íþróttavell- inum en Gunnar Huseby, enda er hann einn drengilegasti keppandi sem um getur. Rólegur á hverju sem gengur og hefur aldrei of- metnazt af árangri sníum. Til ham ingju með árin og afrekin, Gunn- ar! —hsím. BorgarastyriöScS Framhald af 3. síðu. ÚtgÖrigubann hefur nú verið' fyrirskipað í Algeirsborg. .Samkvæmt síðustu fréttum mun hafa slegið í bardaga millj her- manna frá 4. herstjóinarsvæðinu og stuðningsmanna Ben Bella, varaforsætisráðherra. Skömmu eftir framangreinda atburði sendi Ben Khedda, forsæt- isráðherra FLN-stjórnarinnar frá sér tilkynningu, þar sem segir, að horgarastyrjöld sé yfirvofandi í Alsír. Skoraði Ben Khedda á deilu aðila að jafna þegar í stað ágrein- ingsefni sín, svo að almennar kosn ingar gætu farið fram í landinu og ný stjórn tekið við völdum. Þá lét Ben Khedda birta opin- berlega bréf, sem hann hefur sent deiluaðilum, þar sem lagt er til, að skipuð verði nefnd fulltrúa frá báðum aðilum, sem undirbúi þingkosningar í landinu. Áreiðanlegar íréttir heima, að vopnaviðskiptin hafi orðið, þegar hermenn héraðsstjórnarinnar hófu húsrannsóknir í borgarhverfum Serkja. Sagði talsmaður FLN-stjórnar- innar í dag, að þessar húsrann- sóknir hefðu raunar staðið yfir í marga daga, en fyrst í dag hefði þolinmæði hinna serknesku íbúa þrotið. Adenauer Fi" ai 1 síðu. sem Tímanum barst í gær frá íslenzku ríkisstjórninni: „Af gefnu tilefni vill ríkis- stjórnin ítreka, að fsland hefur ekki sótt um aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu né u.m neins konar önnur tengsl við bandalagið. f viðræðum ís- lenzkra ráðlierra við fulltrúa aðildarríkja bandalagsins og framkvæmdastjórn þess hafa engar tillögur verið gerðar um tengsl íslands við bandalagið og engar skoðanir verið látnar í Ijósi um það, hvernig fslend- ingar teldu viðskiptaliagsmuni sína bezt tryggða. Reykjavík, 20. ágúst 1962“. Sandhólaferja Framhald aí 16. síðu. Er því sennilegt, að hann hafi þegar fullnægt heimilisfesting- arskilyrðinu og þar með öðlast heimild til kaupa og afnota af fasteignum, eins og hann held- ur sjálfur fram, eða sé í þann veginn að fullnægja því með dvöl sinni hér í sumar. — At- vinnumálaráðuneytið hefur nú beðið útlendingaeftirlitið um skýrslu um dvöl Marts hér á undanförnum árum. Kostajörð Mart keypti jörðina af Sig- mari Óskarssyni, ungum manni úr Þykkvabænum, sem er skrif aður fyrir henni og átti hana í félagi við tvo menn sér ná- komna. Kaupsamningurinn var undirritaður 3. ágúst í fyrra- sumar, en afsali hefur ekki ver- ið þinglýst. Sigmar er því enn skrá.ður eigandi Sandhólaferj- unnar. Mart gaf 340 þús. fyr- ir jörðina, sem er kr. 27.800 að fasteignamati. Flest virðist benda til, að Mart ætli sér að reka þarna tamningastöð og miðstöð hrossaútflutningsins, sem hann hefur staðið að. Jörð- in er afburðavel fallin til þeirra hluta, grasgefin og reiðvegir á- gætir og svo fjölbreyttir, að þeir hæfa öllum stigum tamn- ingar. Auk þess fylgja jörðinni mikil hlunnindi, silungsveiði, og selveiði, en hún var leigð í sumar. Stérveldi Þá hefur Mart eins og fyrr segir byrjað miklar þurrkunar- framkvæmdir á jörðinni, milli Frakkavatns og Hrútsvatns, en þar er grasgefin en blaut mýri. Skurðgrafa frá Ræktunarsam- bandi Djúpárhrepps hefur unn- ið þar í sumar. Ásgeir L. Jóns- son mun hafa mælt fyrir fram- ræzlu 50—60 ha. lands s. 1. haust, og í sumar var enn verið að mæla fyrir skurðum. Bændur eystra hafa lítil kynni af nýja eigandanum á Sandhólaferju, en gera sér þó Ijóst, að þar hefur stórveldi sezt að. Hann þykir óspar á fé í hrossakaupum og ganga um það sögur, meðal annars, að Mart hafi keypt hryssu á Rang- árvöllum fyrir tuttugu þúsund og þá einvörðungu gengizt fyrir litnum. AfhygHsverf Sýsluskrifstofan hefur nú sent skjöl varðandi kaupin til atvinnumálaráðuneytisins, og mun beiðni um skýrslu frá út- lendingaeftirlitinu lögð fram vegna þess. Blaðið telur rétt að veita les- endum framangreindar upplýs- ingar og geta menn dregið sín- ar ályktanir af þeim. Það er ekki hvað sízt athyglisvert við slík mál, hve útlendingum er í lófa lagið að komast yfir fast- eignir. hér. Heimilisfestingar- skilyrðið er sú eina hindrun, sem þarf að yfirstíga, og það tekur sex mánuði. Síminn slitinn Framhald af 7. síðu. þess að þræða upp streng- inn, og eru því allar horfur á því, að símalaust verði við út lönd í hcila viku. Þetta er nýi símastrengurinn, sem var lagður í fyrrasumar. Síminn er í lagi til Fær- eyja, og hefur því Lands- síminn nú ýmist þann hátt- inn á að senda skeytin og símtöl loftleiðis til Evrópu eða að senda þau með síma til Færeyja og þaðan með loftskeytum til Evrópu. Hrygningarsvæöl Framnald af 1. síðu. Síðan fór Hjálmar aftur til Vest mannaeyja í júl{ og var þá feng- inn báturinn Báran, til þess að fara með hann á þau svæði, er liklegust voru talin. Eftir tilsögn sjómanna, og með aðstoð dýptar- mælis fannst fljótt hið rétta botn- lag, en síldin hrygnir aðeins við sendinn botn. Þarna var hafin leit að sildarhrognum, meg því að ’Senda niður botngreip, sem tók sýnishorn af botninum. Eftir nokkra leit fundust tvö hrygning- arsvæði til Vz sjómílu frá Geir- fuglaskeri. Hvort svæði um sig var um 1 til IV2 fermíla að stærð. Talið er líklegt, að síldin hrygni á blettum meðfram meirihluta suður strandarinnar, og einnig eitthv-að út af Reykjanesi, en ekki er það fullrannsakað ennþá. Með rannsóknum, sem þessum ætti að vera hægt að staðsetja hrygningar svæðin og friða þau síðan alger- lega fyrir dragnótaveiði, sem get- ur gert mikið tjón á hrygningar- svæðunum. Með þessum rannsóknum, sem framkvæmdar hafa verið í sumar, hefur verið stigið fyrsta sporið í átt að miklu víðtækari rannsókn- um, sem gera þarf til þess að hægt sé að finna hrygningarsvæði 'SUmargotssíldarinnar við Suður- land. Akureyri Styðja kröfur Bún- aðarsambandsins Framhald af 16. síðu. 1. Samþykkt um stjórn Akureyr arkaupstaðar. 2. Reglugerð um elliheimili Ak- ureyrar. 3. Tillaga um stofnun menning- arsjóðs Akureyrar með 300 þús. króna • stofnframlagi. 4. Tillaga um að efna til hug- myndasamkeppni um skipulag miðbæjar Akureyrar. Samkeppnin er takmprkuð við íslenzka þátttak- endur, og nema yerðlaun alít að 200 þús.-kr., en 1. verðlaun verða 100 þús. krónur. Þetta var 2230. fundur í bæjar- stjórn Akureyrar. Að lokinnj dag skrá fundarins flutti Jónas Guð- mundsson kveðju frá Sambandi ís- lenzkra sveitarfélaga, og því næst tóku til máls allir fulltrúar vina- bæja Akureyrar á Norðurlöndun- um og færðu gjafir. Einnig bárust I gjafir frá Húsavík, Sauðárkróki, Ólafsfirði, Siglufirði, Reykjavík, Landsbankanum og KEA. Klukkan 20,30 hófust svo útihá- tíðarhöld á Ráðhústorgi, og átti m. a. að verða flugeldasýning um miðnætti. Dans átti að stíga fram eftir nóttu. — Iijp. Á aukafundi kjörmanna til Stéttarsambandsþings bænda Múlasýslum, sem haldinn var 18. ágúst að Egilsstöðum, voru eftirfarandi ályktanir sam- þykktar um verðlagsmál, af- urðalán og fleiri hagsmuna- mál bænda: „Aukakjörmannafundur Múla- sýslna haldinn að Egilsstöðum 18. ágúst 1962 sendir Búnaðarham- bandi Suður-Þingeyinga einlægar þakkir fyrir hið giftusamlega for- ustuhlutverk er það helgaði sér ineð boðun til þess fundar er hald- inn var að Laugum 13. ágúst s.l. og sem vænta má að verði upphaf allsherjarsóknar íslenzkra bænda fyrir lífsafkomu sinni og tilveru sem og þjóðarhag.“ 1. „Aukafundur kjöimanna í Suður- og Norðurmúlasýslum, haldinn að Egilsstöðum 18. ág. 1962, lýsir fullu samþykki. sínu og ánægju með ályktanir þær, sem samþykktar voru af fulltrúum bænda á fundinum á Laugum 13. þ. m. Fundurinn felur fulltrúum sín- um á næsta aðalfundi Stéttarsam- bands bænda að standa einhuga með nefndum ályktunum.“ 2. „Aukakjörmannafundur Múla sýslna haldinn í Egilss-taðakaup- túni 18. ágúst 1962 samþykkir að Skógareldar Stokkseyrarbáfar Stokkseyii, 28. gúst. Fjórir bátar stunda dragnóta- veiðar héðan í sumar. Afli þeirra hefur verið dágóður að undan- förnu. Aðallega veiða þeir ýsu og kola, og hefur bezti aflinn verið 16 lestir íÉ róðri, en venjulega er hann 5 til 10 lestir. Það er nokkrum vandkvæðum bundið að nýta afla bátanna á I Stokkseyri, þar eð frystihúsið er i mjög lítið. Þó er unnið alla daga : til miðnættis. Nú er unnið að und- irbúningi á stækkun fryslihússins, og á að gera þar stóran vinnu- skála til viðbótar við það, sem fyr- ir er. I Krækiíst á hjólbreftið i LAUST eftir hádegið í gær varð 12 ára drengur, Einar Valur Ingi- mundarson, Kleppsveg 4, fyrir strætisvagni ínóts vi'ð Kleppsveg 2. Vagninn var að koma að biðstöð- inni. Drengurinn hljóp þá fram með honum og hefur sennilega krækt föt sín í fremra lijólbrettið og lent undir ytri brún hjólsins. ; Við þetta reifst hann og marðist á fæti. Hann var fluttur á lækna- varðstofuna. Framhald af 3. síðu turnar, sem eru í mikilli hættu. Skiptivindar gera allt slökkvi- starf mjög erfitt. Eins og áður segir hefur eitt s'júkrahús brunnið til grunna. í sjúkrahúsi þessu lágu yfir 800 sjúklingar, flestir með berkla og sumir nýkomnir af skurðarborð- inu: Fjöldi sjúkrabifreiða og einka bifreiða hefur verið { stöðugum flutningum með sjúklinga af sjúkrahúsinu. Síéustu fréttir: Seint í gærkveldi bættust 300 slökkviliðsmenn I lióp þeirra, seni berjast við eldinn, sex flugvé'lar meg s'lökkvivökva innanborðs taka cg þátt í slökkvistörfum og fimmtán skrið’drekar eru komnir á skógarcldasvæ®ið til aðstoðar vig slökkviliðið. Um tímn voru eldtungurnar aðeins í þriggja metna fjarlægð frá stórri sprengi- efnaverksmiðju. skora á aðalfund Stéttarsambands bænda að beita sér fyrir því, að tollar á landbúnaðarvélum og vara hlutum til þeirra verði eigi hærri en tollar á bátavélum til sjávar- útvegsins.“ 3. „Kjörmannafundur Múla- sýslna haldinn að' Egilsstöðum 18. ágúst 1962 lýsir vonbrigðum sínum yfir ag margítrekaðar áskoranir, þ.á.m. frá síðasta aðalfundi Stétt- arsambands bænda um að rétta hlut sauðfjárbænda við verðlagn- ingu landbúnaðarvara, skuli hafa veiið svo sniðgengnar sem raun ber vitni um. Væntir fundurinn að nú verði ekki lengur daufheyrzt við þeim réttlætiskröfum.“ 4. „Aukakjörmannafundur hald- inn á Egilsstöðum 18. ágúst 1962 mótmælir harðlega því gjaldi, sem lagt var á landbúnaðarfram- leiðsluna á síðastliðnum vetri og renna á í lánasjóð landbúnaðarins og skorar á aðalfund Stéttarsam- bands bænda að beita sér fyrir því að þessi nýi skattur verði af- numinn sem fyrst“. 5. „Aukakjörmannafundur Múla- sýslna haldinn í Egilsstaðakaup- túni 18. ágúst 1962 lýsir sárum vonbrigðum yfir því, hvað land- búnaðarbyggðir á Austur- og Norð urlandi, hafa verið hafðar útund- an í rafvæðingu á undanförnum árum. Aðeins 3—4 sveitahreppar hafa verið rafveiddir í 4 sýslum austan lands. Funduiinn skorar á þingmenn Austurlandskjördæmis og Norðurlandskjördæmis eystra að beita sér nú af alefli fyrir leið- réttingu í þessu rafvæðingarmáli og fá réttan hlut sveitafólksins á þessu landsvæði með stóraukinni rafvæðingu". Síldarsöltun Framhald uf bls. 1. talið er nauðsynlegt að salta í 360 þúsund tunnur til þess að full- nægja mörkuðum Ihérlendis «g er- lendis, þar eð ma 25-þúsund' tunn- ur fara í ápökkun. Á innanlandsmarkað dara 8 þús- und tunnur, en eftirfatandi sölur fara fram við önnur lönd: Svíþjóð 133 þúsund tunnur, Sovétríkin 80 þúsund, og auk þess 20 þúsund, sem væntanlega verður samið um síðar, Finnlands 55 þúsund,.Noreg- ur 8 þúsund, Austur-Þýzkaland 9 þúsund, Bandaríkin 12 þúsund, Israel 6 þúsund og Danmörk 4 þúsund. í fyrra var saltað í 365 þúsund tunnur og var það að lokum allt selt bæði hér og erlendis. Bróðir okkar ÞORVARÐUR KÉRÚLFJÓNSSON frá BessastöSum i Fljótsdal andaðist mánudaglnn 7. ágúst síðastliðinn. Fyrir hönd systklna hlns látna Jónas Jónsson. Útför systur okkar, HELGU SIGURÐARDÓTTUR fyrrverandi skólastjóra 'Húsmæðrakennaraskóla íslands fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 31. þ.m. kl. 11 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Systktnin. Innilegt þakklæti sendi ég öllum þeim, sem auðsýndu mér vínar- hug og hluttekningu, vlð andlát og jarðarför konu minnar, ELÍNBORGAR GUÐMUNDSDÓTTUR Loftur Slgurðsson. T í M I N N, fimmtudagurinn 30. ágúst 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.