Tíminn - 30.08.1962, Page 2

Tíminn - 30.08.1962, Page 2
KINVERSKAR OG SMYGLAD STlfLKUR SELDAR INN TIL AMERlKU Fyrir hundrað árum geis- aði blóðug borgarastyrjöld í Bandaríkjunum um þræla- hald. En þrátt fyrir sigur Norðurríkjanna í þeim átök- um og yfirlýsingu Abrahams Lincolns um, að frelsið væri réttindi allra manna, kvenna og barna, blómgast þræla- hald enn í Bandaríkjunum. Síðustu árin hafa bandarísk stjórnrvöld bannag öll viðskipti við Kína. En samt heldur áfram að koma frá þorpum í landinu, sem þrúgug eru af örbirgg, á- batasamur útflutningsvarningur — ungar stúlkur. „Endurfundir" Lítum á algengan atburð, sem kannski kemur þér til að vikna. Skip frá Aus-turlöndum leggst upp að höfn á vesturströndinni, ef til vill San Fransisco. Niður landganginn kemur hlaupandi grönn og spengileg kínversk feg- urðardís og fleygir sér upp um hálsinn á rosknum Kínverja, sem stendur á hafnarbakkanum. — Pabbi, snöktir hún. En áhorfandinn skal ekki verða of hrærður yfir þessum endurfundum. Líkurnar eru miklar, að stúlkan hafi aldrei séð manninn áð'ur, jafnvel þótt hún hafi skoðað myndir af hon- um. Hann hefur að öllum líkind- um keypt hana hjá einhverri flóknustu, en um leið athafna- samri, þrælasölu í heimi. Seld eftir vigt Stúlkan er þræll árið 1962, fortíð hennar er erfið lífsbar- átta og framtíðin trúlega vændis hús. Og verð hennar á markaðn- um vestan hafs fer eftir vigt, alveg eins og kjötið hjá kaup- manninum. Það er nálægt fimm- tíu dollarar á pundið. Innflytjendayfirvöld bæði í Bandaríkjunum og Kanada eiga í þrotlausri baráttu við hring- ana, sem flytja stúlkurnar inn. En þau viðurkenna, að þúsund- um af kínverskum unglingsstúlk- um, sumum ekki nema fjórtán og fimmtán ára, sé smyglað til Ameríku ár hvei't. Clifford Harr- ison, yfirmaður ríðandi lögregl- unnar í Kanada, taldi nýlega, að meiri hluti þeirra 21 þúsund Kínverja, sem komu til Kanada síðasta áratuginn, hafi notað fölsk vegabréf. Kínvers'ku þrælasalarnir starfa í stöðum eins og Hong Kong og Macao, sem Portúgalar ráða, en þangað liggur sífelldur straum- ur flóttafólks úr Kína. Þeir ná stúlkunum á sitt vald annað hvort með því að' kaupa þær fyr- ir fáeina- dollara af foreldrunum eða blekkja þær með fagujryrðum um það dásemdarlíf, sem bíði þeirra í Ameríku. Stúlkurnar eru síðan fluttar um borð í skip, sem fara reglu- bundnar og arðsamar þrælasölu- ferðir, og þeim er skipað á land með leynd á auðum ströndum Mexikós og þaðan er þeim smygl að yfir landamæri Bandaríkj- anna. í olíubíl Fyrir skömmu veitti lögregl- an í Texas stórum olíuflutninga- Ósiðsamlegir slagaratextar Það getur vel verið, að Rússar verði á undan til funglsins. En hvaða máli skiptir það þegar Bandaríkja menn munu innan skamms fá fallegustu og hreinustu dægurlagatexta í heimi. Textarnir við nýjustu, vinsæl- ustu dægurlögin hafa lengi legið eins og mara á bandarískum æskulýð. Svo segir að minnsta kosti Mr. Adam Young, útvarps- maður og boðberi velsæmis í slagaraframleiðslunni. Þegar Mr. Young heyrir allan þennan ósóma í útvarpinu, roðn- ar hann. Nú hefur hann ákveðið að' hætta að roðna. í útvarpinu ætlar hann að hefja herferð gegn ósiðsamlegum textum. Hann hefur safnað miklu efni Pat Boone. Hann sleppur. til að sanna, að textahöfundarn- ir hafi ljóta bakþanka. „The Door to Paradise" var mikill uppsláttur fyrir reiði hans. „Nú fellur nóttin á“ stendur þar nefni lega í einni ljóðlínunni, og Mr. Young fárast i nafni siðferðis- ins yfir því, að söngvarinn telji sig eiga létt með að finna þær dyr í myrkri. „Let True Love Begin“ getur kannski gengið, ef það er Pat Boone, sem syngur. Ekki einu sinni hr. Youug vogar að hnýta í hann. Pat er hreinn og kvæntur og fær ágætiseinkunn í fram- komu. Hins vegar eru Ijóð eins og „I Love you, Honey“ fyrir neg an allar hellur. Slíkar játningar á ekki að gera nema á leynifund- um. Vei þeirri söngkonu, sem syngur slíkt á plötu í milljónum eintaka. Og tekur borgun fyrir. Það kemur ekki á óvart, að Adam Young hefur djúpa samúð með félaga sínum í siðferð'isbar- áttunni, þessum, sem vill klæða dýrin í buxur. En er hægt að gera vig því, að þ'að hvarfli að okkur hinum, að þarna hafi Don Quixote fundið sinn Sancho Pancha í baráttunni við vind- myllurnar. bil athygli og þótti hann grun- samlegur, Þá grunað'i, að hann kynni að hafa eiturlyf meðferð- is. Svo reyndist þó ekki. En inni í nýþvegnum geyminum fundu þeir tuttugu og tvær óttaslegnar kínverskar stúlkur, sem hnipr- uðu sig þar saman.' Þær vissu ekki, hvar þær voru né hvað í vændum var, Hvað orðið hefði um þær, er einfalt. Þær hefðu verið fluttar til San Diego eða einhverrar ann arrar borgar í Kalíforníu, þar sem dreifingarstjórinn, millilið- ur í viðskiptunum, hefð'i flutt þær annaðhvort til vændishúsa eða einstaklinga. Roskin, kínversk kona myndi setja þær, sem til vændis væru ætlaðar, inn í starfið. Þær yrðu klæddar upp og málaðar og látn ar hefja vinnuna. Flestar þeirra myndu hverfa inn í eitthvert kínverska hverfið. Því í hverri borg er kínverska hverfið hið leynilegasta og mest lokaða hverfi af öllum. Kínversk an, eða einhver mállýzka af henni, kemur að sama gagni og bezta dulmál. Og strangur sjálfs agi íbúanna fær þá til að halda sér saman. í Bandaríkjunum og Kanada og jafnvel víðar, hefur lögreglan fyrir löngu lært, að hún getur ekki haft mikið upp úr Kínverj- um, ef þeir vilja ekki leysa frá skjóðunni. En Kínverjar eru yf- irleitt löghlýðnjr menn. Karlar fimmtíu sirmurn fleiri Brellan með „föðurinn" er framkvæmd með aðstoð miðaldra eða gamalla Kínverja, sem hafa komið sér. fyrir sem borgarar. Vegna þess hve ströng ákvæði gilda um innflutning Kínverja til Norður-Ameríku' eru kínverskir karlmenn þar fimmtíu sinnum fleiri en kvenfólkið. En margir efnaðir kínverskir verzlunar- menn hafa hug á að fá sér unga kínverska konu og það eru slík- ir menn, sem aðstoða þrælasal- ana við að smygla inn stúlkum. BrúSir eða þrælar Maðurinn sækir um leyfi hjá hjá innflytjendayfirvöldunum um að mega fá til sín „dóttur" sina frá Kína. Þetta leyfi er yfir- leitt veitt. Hringurinn sér um framkvæmdir og hugsar vand- Framhald á bls. 13 SlÍl Ull MH“— M ÖÐRUM LÖNDUM ViRdur í görnunum í snja'llri grein Ágústs Þor- valdssonar alþingisnvmns á Brúnastögum hér j bla®inu I gær segir Ágúst m. a,: „f sambandi við allt viðréisn arhjalið og skrumið, sem því fyligir hjá Morgunblaðinu, þá datt mér í hug setning úr skáld sögunni „Ljós heimsins“, en þar er sagt frá viðre'isnarféLagi í þorpi úti á landi og er svo að sjá af sögunni, að þeir, sem sátu að því félagi, liafi verið skoðanabræður og sálufélagar núverandi ríkisstjórnar og þeirr.a, sem daglagia ríta Morg- unblaðið. Ólafur Kárason Ljósvíking- ur, kom öllu ókunnugur í þetta þorp og hitti unga stúlku. þar, sem fræddi hann um flest, sem var_ að gerast í þorpinu. Þegar Ó'iafur innti stúlkuna eftir fréttum af Viðteisniarfé- laginu, sagði hún: „Og Viðreisn arfélagið, það er nú eins oig vindurinn í görnunum á honum Pétri þríhrossi“. En Pétur þrí- hross var framkvæmdastjóri $ Viðreisnarfélagsins. Mér finnst lýsing stúlkunn- ar á Viðpeisnarfélaginu í þorp inu koma vel heim við þá reynslu, sem orðin er af við- reisniarfélagi því, sem ríkis- stjórnin er framkvænidastjóri fyrir og ritstjórar Mbl. eru að bui'ðast við ag verja. Þetta er allt eins og vindu.r í görnum þeirra sjálfra". Hin gráSyga görn Ágúst segir enn fremur, ér hann svarar hinum furðuSegu greinum Mbl. um „hin góðu kjör bænda“ og framleiðslu- au.kningu landbúnað'arafurða: „Þeir geta heldur ekkert um það, að bændur gátu því að- eins aukið framleiðslu sína um þessa kýrnyt, að þeir lögðu á sig enn meiri vinn, en það hef ur franrað þessu verið hið þögla svár bænda til að bjiarga afkomu. sinni, þegar Pétur þrí- hross nútímans hefur kreppt að þéim méð viðreisnarvind- ganginn sinn j hinni gráðugu görn, sem gleypir arðinn af striti bændanna. Mig grunar, að nú geti bændur ekki lengur bætt á sig auknu striti og muni þeir rísa upp og heimta rétt sinn til þolanlegri lífskjara. Því að setið hafa þeir nú með- an sætt var“. Elliær — eöa hvaö? ftrekuð yfirlýsing Adenauers ka,nz'lara_ Vestur-Þýzkalands um að ísland hafi þegar sótt um aðild að EBE hefur að von- um vakið mikla athygli og leiða menn nú hugann að því á hvern veg þeir á Mbl. hygg- ist snúa siig út úr þessu. Síðast þrættu þeir í líf og blóð fyrir að Adenauer hefði sagt þetta. Menn gætu alveg treyst því, að hann liefði aldrei minnzt á þetta, því að Mbl. væri svo gott fréttablað'!! Mbl. þegir þunnu hljóði í gær, en Alþýðu- blaðið gerir athu'gasemd og seg ir Adenauer vera orðjnn æran af el'li. Gylfi minntist vist ekk ert á þetta, er hann lýsti hjartahlýju og vináttu Þjóð- verja í giarð íslondinga eftir éina Þýzkaiandsförina nú fyrir skömmu? Alþýðublaðlð segir orðrétt: „ . . . virðist helzt sem þessi villa um umsókn íslands hafi fest rætur j huga gamla mannsiris“. Gylfi er þó talinn mikill þýzkum.aður og því dá- Iítí'ð napuriegt af Alþbl. að segja þetta um gamla manninn, þar sem Gylfi er nýkominn heim frá því að skýra „málstað“ íslands. 2 T f M I N N, fimmtudagurinn 30. ágúst 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.