Tíminn - 30.08.1962, Qupperneq 8

Tíminn - 30.08.1962, Qupperneq 8
Guðbrandur Magnússon; VEGURINN VAR Þá3 var eins og að ná sólarhæð! Og mun haía verið 1909, í minni íyrstu för austur yfir HellisheiSi, að ég veitti athygli steini við veg- inn nokkru ofan Lækjarbotna, með vandvirknislega áklöppuðu ártal- inu 1887! Kannski vakti þessi áletrun for- vitni mína fremur fyrir það, að talan var fæðingarártalið mitt. Þar kom, að mér var sagt, a'ð steinninn og ártalið merktu: Vegurinn var kominn hingað þá! Svo fyrsti byggði þjóðvegurinn frá höfuðstaðnum, var þá á aldur við mig! Stöddum á íslendingasamkomu vestur á Kyrrahafsströnd fimmtíu árum síðar, varð þessi vitneskja, þessi endurminning til bjargar, þegar mér, óvörum, hafði verið lyft í ræðustól. Hóf ég mál mitt með því að greina frá þessum steini, og hvað honum væri ætl- að að minna á! En síðan átti ég auðvelt með að stikla á fyrirsögnum framfaramál anna, sem komið hefði verið í framkvæmd á íslandi, síðan Ame- ríkuferðir þaðan hófust. Vegakerfið, brýrnar, vitana, hafnirnar, símann, millilandaskip- in, skólakerfið með okkar unga, en virðulega háskóla eins og blóm krónu, áveitur og verksmiðjuiðn- aðinn, sem hafinn væri með mátt vatnsins að bakhjarli, sem þá jafn framt hefði leyst koluna og olíu- lampana af hólmi. Hingað til hefð um við lifað á landbúnaði, fisk- veiðum og heimilisiðnaði, en nú byggðist trú okkar á framtíðina á því, „að við getum gert það sem aðrir geta gert, höfum verklagni og verksvit, og jafnvel listhneigð eins og gengur og gerist í menn ingarlöndum. Hinu bætti ég við, að þetta sjálfs j álit hefði þá einnig styrkzt og | aukizt, þegar við tókum að hafa afspurn af.fólkinu, sem við höfð- um séð á bak «g flutzí hafði vest- ur vjn haf, og fór okkur nú að skiljast, að þarna hefðum við með vissum hætti, eins og stigið á vog! íslenzkur rithöfundur lauk bók um för Friðþjófs Nansens þvert yfir Grænlandsjökul með þeim orð mn, að þegar heiminum barst fregnin um þessa frægðarför hefði heil þjóð orðið beinni í baki. En fregnirnar af ykkur urðu okkur eins og byr í segl og vissu lega hvöttuð þið en löttuð okkur ekki á hlaðspretti frelsisbaráttunn ar! Má þar m.a. minnast hluttök- unnar að vestan við stofnun Eim- skipafélags fslands, en vissulega var það einn hlekkurinn í sjálf- stæðisbaráttunni, og ekki sá minnst um verði. Komist ég öðru sinni í áþekka aðstöðu vestanhafs á íslendinga- samkomu, mundi ég segja frá síð- ustu undrun minni í íslenzkum vegamálum: Þegar mér, í almenningsvagni, var ekið á einu dægri, frá Reykja vík fyrir Hvalfjörð, Hafnarfjall, yfir Hvítá á hinni föigru brú upp Mýrasýslu., ti'l Bröttubrekku, norð- ur Dali, fyrir Gilsfj., um Reykhóla sveit og allar götur vestur yfir Þingmannaheiði, en hún cr kunn fyrir sinn eftirminnilega berang- ur, og ísnúin hrjóstrin — en elur þess í stað eina hina mestu gróður sæld og gróðurfegurð í skjóli sinu, þegar komið er vestur af, í Vatns- fjörð á Barðaströnd! En þarna hefur þá íslenzkur manndómur tekið til hendi. í Vatnsfirði er eitt hið ágætasta fjallahótel fast undir heiðinni vest anverðri, og við sem eigum eftir af dagleiðinni að komast allar göt- ur til ísafjarðar, verðum nú enn ferðafær fyrir þann beina sem við hér njótum! fangastað, ók nú úr Vatnsfirði þvert úr hinni gömlu þjóðleið upp Penningsdal austan Tröllaháls og síðan Vestfjarðahásléttuna fram hjá Hornatám, sem eru stórbrotn- ir „Dímonar" þama til vinstri handar, þegar ekin er þessi há- lendisleið úr Vatnsfirði niður í Dynjandisvog, fyrir Meðalnesfjall um Mjólkárhlíð, en þá er. komið í Borgarfjörð, sem er nyrztur þeirra fjarða er skerast inn úr Arnarfirði. En í þessum Borgarfirði er vatns aflsstöð sú, sem vinnur raforku handa Vestfirðingum. En ekki dug ir að doka, og áfram án viðstöðu er haldið og nú vestur sjálfa norð urströnd hins mikla Arnarfjarðar, og von bráðar ekið um land Hrafns eyrar, einnar frægustu jarðar á íslandi. Akbrautin liggur undir eigi allháum bakka við fjöruborð svo vart sést heim til bæjar. Hér þyrfti um að bæta! En nú er brátt snúið við til f jalls upp Hrafnseyrardal, sem er æði Fyrir 33 árum hafði ég ferðazt1 mikil hvilft i fjallgarðinum milli ríðandi um allar byggðir Barða- Arnarmúla, en svo heitir fjallið strandarsýslu að undanskildum SeL yfir Rafnseyri. og Kúluhyrnu að árdal og Gilsfirði. [ vestan, en undir henni standa tvö Hið athyglisverðasta sem ég í kunn höfuðból, Mýrar og Auðkúla. hafði að segja frá af óunnum I Maður freistar að gefa her sem mannaverkum á þessu mikla, sögu | flestu gaum, a þessum sogufrægu fræga héraði, var, að utan sjávar-! siöðum. Eftir dalnum rennu þorpanna, væri enginn byggður Rafnscyrai'a, en efst i þessar vegur og engin brú. mikhl hvilft hmtm Geldingadalur ..... .. , til vesturs en Hauksdalur til aust- Nu er oldin onnur! urg undir Grænuhlíð og Fossa- í Vatnsfirði skipti samferða-1 brekku Mannskaðagil nær upp fólkið sér í tvo bíla, annan sem undir fjallse Meðan bifreiðin hélt vestur Barðastrond um Foss- ; , . heiði til Bíldudals og Patreksfjarð ! „slagar" eins og seglskip forö- ar .Hinn sem hafði ísafjörð að á- um í mótvindi, upp þessa miklu hvilft vestan í hinum mikla fjall- garði sem skilur Arnarfjörð og Dýrafjörð, og lýkur þarna leið sinni á láréttum vegi efst við fjallsegg, og maður finnur farar- tækið eins og kasta mæðinni, þá verður manni eins og forðum að snerta „makkann" á þessum mikla gæðingi, sem svo er margmennt, yfir öll þessi fjöll og firnindi! já _ hann, Ford og allir þeir miklu hugvitsmenn sem betrum- bættu draumana okkar um járn- brautir á sinni tíð, og fundu upp þessa vélgengu gó'ðhesta. sem að vísu þarf að mylja undir! En brátt kom önnur tilfinning, hvort „gæðagammurinn" réði sér, svo að við hann yrði haldið, nið- ur hlíðarnar hinum megin! Kannske varð þetta ekki hvað minnsti spenningurinn, á allri þess ari miklu og forvitnilegu vegreisu! Jú, mikil ósköp. Og var nú komið í Dýrafjörð, að Þingeyri, sem er fallegt og vel- hýst kauptún við mikinn fjörð og kunnan, og nú síðast m. a. fyrir mikinn sagnaþul Sighvat Gríms- son Borgfirðing og skólamennina góðkunnu séra Kristin Guðlaugs- son og Björn á Núpi og fleiri. Síð- an var maður sá lánsmaður að eiga Dýrfirðinginn Jóhannes bónda í Hjarðardal að samferðamanni og sessunaut allar götur frá Reykja- vik. Skömm viðdvöl var á Þing- eyri, sem af sumum var notuð til þess að fá sér hressingu, en aðrir slógust í för með ungum mönnum, sem veiddu silung á stöng við haf- STEINNINN MEÐ ÁRTALINU. skipabryggju byggðarlagsins. Gegnt Þingeyri, norðan fjarðar, blasir við skarð mikið í fjallgarð- inn, sem skilur Dýrafjörð og Ön- undarfjörð, og auðveldar stórlega mannabyggð og athafnalíf í þess- um byggðum, að maður ekki tali um almenningsaksturinn á fólki frá Reykjavík til ísafjarðar á einu dægri. Heitir skarð þetta Gemlu- fallsdalur, sem hækkar upp í 283 metra og heitir þá Gemlufalls- heiði, en sjálfur fjallgarðurinn, sem leið þessi liggur um, rís tjl beggja handa upp í 750 metra! Af Gemlufalisheiði kemur mað- ur í Bjarnadal, en í þeim dal er Kirkjuból það, sem þeir bræður Halldór Kristjánsson og Guð- mundur Ingi hafa gert frægt í okkar samtíð. En úr dalnum blasir einnig við hið fornfræga prestsetur Holt í Önundarfirði, nokkru utar en sjálft dal'smynnið. Og enn er stigið á benzínið og ekið fyrir botn Önundarfjarðar, en það er blessunarlega miklu skemmri leið en fyrir botn Dýra. fjarðar, en Flateyri jafnar metin, 1 með því að vera ögn úr leið, áður en ekið er til Breiðdalsheiðar, en sú heiði er kurin fýrir hversu hátt hún liggur yfir sjávarmáli, en Breiðdalsheiði er þrígild, með því að af henni miðri liggur einnig vegur til Súgandafjarðar. En nú kom þar, að ekki duldist það samferðamönnum, að nú mundi komið í víðfrægt skíðaland. Menn töluðu fyrir eina tíð um að fá sér „saligbunu" í bíl! Hvergi hef ég á mínum ferðum upplifað jafnlanga „saligbunu" í þessu farartæki, en þarna ofan af Breiðdalsheiði miðri og niður í ísafjarðarkaupstað einlægan bein- an þjóðveginn! KLukkan var ellefu, og öll þessi langa leið frá Reykjavík að baki á 15 klukkustundum, að meðtalinni dvöl á viðkomustöðum! Slíkar eru þær orðnar, samgöng- urnar á fslandi, niðri á sjálfri jörðinni á einni mannsævi! Martinus hingað í BYRJUN september kemur danski líféðlisspekingurinn Mart- inus hingað til lands í boði vina sinna hér. Hann mun flytja fyrir- lestra hér í Reykjavík og á Akur- eyri. Þetta er í fjórða sinn, sem fyr- irlesarinn heimsækir ísland. Efni þeirra fyrirlestra, sem Mart inus flytur hér, gefur nokkra hug- mynd um kenningar hans. Aðal- efni fyrirlestranna verður: „Heims myndin eilífa“, og þar verður m. a tekið til meðferðar: Hin lifandi vera, hið dularfulla jarðlíf efnis- líkamans, alheimurinn er opinber- un eilífs guðdóms, sem umlykur allt, örlög eða orsök og afleiðing, frumöfl, hringrásir og tilverusvið, svið myrkurs og ljóss, hreinsunar- eldur, daglegt líf handan dauðans. Fyrirlestamir verða haldndir í bíósal Austurbæjarskólans við Vitastíg. Gefið verður stutt yfir- lit á íslenzku yfir höfuðatriði fyrir lestrana. Bókaútgáfan Leiftur hefur gef- ið út 20 fyrirlestra eftir Martinus, nefnist bókin: „Leiðsögn til lífs- hamingju“. 8 T í M I N N, fimmtudagurinn 30. áffúst 1982

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.