Tíminn - 30.08.1962, Side 7

Tíminn - 30.08.1962, Side 7
Utgetandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri Tómas Arnason Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson (ábi Andrés Knstjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri: Sigurjón Daviðsson Ritstjórnarskrifstofur I Eddu húsinu. afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur 1 Banka stræti 7 Símar: 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Af greiðslusími 12323 — Askriftargjald kr 55 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda it.f. — Stjórnin og bændur MorgunblaSið heldur áfram að básúna það flesta daga, að kjör bænda séu einstaklega góð, og að „bændur muni hafa hag af hinum almenna, batnandi efnahag þjóðar- innar“, eins og það er orðað, og „Sjálfstæðisflokkurinn muni halda áfram að vinna að uppbyggingu landbúnað- arins eins og hingað til.“ En bændur landsins eiga ekki samleið með stjórninni í þessum dýrðarsöng, og þeir kæra sig lítið um sams konar „uppbyggingu“ landbúnaðarins og átt hefur sér stað hér á landi hin síðustu ár. Sömu dagana og Mbl. kyrjar þennan söng, koma fulltrúar bænda saman á fundi til þess að ræða mál sín, og þar verður það einróma álit, alveg án tillits til stjórnmálaskoðana, að hlutur bænda sé nú svo herfilega fyrir borð borinn, og undirtektir stjórnarvalda og meðferð þeirra á málum bænda svo ill, að nú séu ekki önnur ráð fyrir hendi en grípa til neyðarúrræða sölustöðvunar, ef hlutur bænda fáist ekki réttur eftir eðlilegum leiðum, því að nú sé svo komið. að annars muni bændastéttin ekki halda velli í landinu. Sagan um það, hvernig viðreisnin hefur leikið bænda- stéttina er alkunn. Mbl. hefur ekki treyst sér til þess að mótmæla þeim upplýsingum Ágúst^ Þorvaldssonar, að meðan framleiðsluvörur bænda hafa aðeins hækkað um 4—20% hafa rekstrarvörur hækkað um 20—90%. Blað- ið stendur líka ráðþrota gegn þeirri staðreynd, að af- leiðing þessarar ,,viðreisnar“ hefur orðið sú, að bænd- um sem framleiða sölumjólk fækkaði árið 1961 á mesta búnaðarsvæðinu frá Hellisheiði að Vík í Mýrdal um 31. Það er reynsla sú, sem bændur hafa fengið af skipt- um við þessa ríkisstjórn, serrt knýr þá nú til þess við- búnaðar til þess að ná rétti sínum. viðbúnaðar sem er alveg óvenjulegur og fullkomið neyðarúrræði, sem bænd- um sjálfum mun þykja allra manna verst að þurfa að grípa til. En verðbindingarlögin, sem voru fyrsta högg þessara stjórnarvalda í andlit. bændastéttinni, og síðar margt í sama dúr, valda því að bændur sjá sér ekki ann- að fært en hafa þennan viðbúnað. Það eru aðgerðir stjórnarvalda landsins, se'm eyðilagt hafa að undanförnu heilbrigt og lögverndað samstarf bænda og neytenda um verðlagningu búvara. Þess verð ur nú að vænta í lengstu lög, að ríkisstjórnin láti af slíkri skemmdarstarfsemi og leggi sitt lóð fram til bess, að eðlilegt samkomulag náist Nevtendur munu skilja það af eigin raun að við- reisnin hafi orðið bændum þung í skauti ekki síður en þeim, og þeir munu unna bændastéttinni réttláts kaupgjalds fyrir störf sín’. Alþýðublaðið þykist vera að hneykslast á því, að bænd ur hóti sölubanni. Alþýðufl. hélt því fram áður, að vinnu- stéttir ættu að hafa verkfallsrétt. Það er aðeins sé réttur, sem bændur eru að minna á, þegar þeir benda á, að svo geti farið, að þeir neyðist til að grípa til sölustöðv- unar. Hvað segir stjórnin? Samkvæmt fréttum • í gær hefur Adenauer kanzlari Vestur-Þýzkalands enn einu sinni sagt það hiklaust, að ísland hafi sótt um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu eða ætli og vilji ganga í það. Ríkisstjórnin hefur þagað til þessa um ummæli kanzlarans. Alþýðublaðið gefur þá skýringu i gær, að þessi „villa virðist hafa fest rætur í huga gamla mannsins“ Það skiptir raunar minnstu máli, hvað „festir rætur“ í huga Adenauers, en finnst íslenzku ríkisstjórninni ekki kominn tími til að gefa hreina og hiklausa yfirlýsingu um það, hvað hún hafi gert 1 málinu og hvað ekki? áainréttl negra í suöur- ríkjum USA á iangt í land Sven Áhman ræðir við svarian milljónamæring í Alabama — ÞETTA er ég, segir Gaston hlæjandi og bendir á málverk á veggnum. Það lítur út eins og lituð stækkun Ijósmyndar, sem áhugamaður hefur tekið. Á myndinni sést berfættur strákur bak við eineykis-uxa- vagn, sem er hlaðinn við til elds neytis. Ekillinn er skeggjaður maður, dökkur á yfirbragð með svartan, harðan hatt á höfði. Ekillinn er afi Gastons og myndin er tekin um aldamótin í Suður-Alabama, en þar fædd- ist Gaston fyrir 70 árum á þjóð- hátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí. Birmingham seiddi hann tii sín eins og aðra, framgjarna unga menn. Þar hóf hann starf sem verkamaður við stóra stál- iðjuverið Tennessee Coal and Iron, eða TCI, útibú frá U. S. Steel. — Launin voru 3 dollarar og 10 sent á dag í þann tíð, eða svipað og stá.liðnaðarmaður hef ur nú á klukkustund, segir hann. — Samt lánaðist mér að spara saman nokkurt fé, svo.að ég gat byrjað upp á eigin spýt- ur nokkru áður en kreppan =kall á, rétt fyrir 1930. DR. A. G. Gaston byrjaði upp á eigin spýtur í starfsgrein, sem engin kreppa gat unnið á. Hann gerðist líkfaraboði. Hann rétt- ir mér prentaða skrá, og þar er hægt að lesa sér til um helztu áfangana á æviferli hans Nú er hann yfirmaður jarðarfarar- skrifstofa. hvarvetna í Ala- bama, og ,,þær eru meira en kvart milljón dollara virði“. — Hann er einnig yfirmaður trygg íngarfélags. sem veltir meira en milljón dollara á á.ri. Það heit- ir Booker T. Washington Insu rance Company. eftir brautryðj anda þeirra negranna. Kona Gastons stjórnar verzi- unarskóla á einni hæðinni í húsi hans. Skólinn var stofnað ur fyrir tíu árum. Þau h.iónin I byrjuðu á því að kenna fólki. sem átti að vinna h.iá fyrirtækj- um Gastons sjáifs. en nú eru hinir svörtu nemendur um 30h að tölu. A.G. Gaston á einnig og rekur kirkjugarð, hverfi smárra íbúðarhúsa, með görð um í kring, þar sem 70 fjöl- skyldur geta búið. Þá rekur hann einnig gistihús fyrir negra, sem talið er 300 þús. dollara virði og stóra lyfja- og sælgætisbúð á neðstu hæðinni í skrifstofuhúsi sínu. Síðast í 'kránni er talinn sparisjóður cem sagður er velta fimm millj dollara á ári, eftir fimm ára 'tarfsemi. En Gaston tekur fram. að þetta sé úrelt tala. því að veltan sé. komin yfir sex milljónir dollara. ÞAÐ FER oft svo. að maður á erfitt með að sjá bað á mjög 'ánsömum fjármálamönnum. hvers vegna þeir hafi verið svo 'ánsamir Og skýring Gaslon<; -iá.lfs segir ekki mikið. — Tilviljanir gerast svo of< >ins og hér vitið Eg er t.ilvili un. Ávallt eru að verki öfl, sem gjarna vildu stanza mig ef þau gætu. En bankinn. okkar eigin banki, hefur haft mjög mikið að segja. Hinir hvítu litu það 'óhvru auga. þegar við vorun- að stoína hann. Nú verða þeir að sætta sig við að við sjáuni um okkar eigin fólk. „ . . . . Við sjáum um okkar eigin fólk“. Með þessum orðum lýsir hann einu einkenni á sig- urgöngu sinni, þó að þessu ein- kenni sé sjaldan gaumur gefinn í hita baráttunnar og það eigi sér auðvitað hliðstæðu handan við gerðið. ÞEGAR prófessor Gunnar Myrdal var á ferðinni í Banda- ríkjunum nýlega og flutti ræðu við Howard-háskólann, en það er háskóli fyrir svarta menn í Washington, talaði hann opin- skárra um kynþáttavandamálið en venjulegt er. Fyrst lýsti hann framförum síðustu 20 ár- in í aðstöðu negranna, og taldi þær furðulegar eftir 60 ára kyrr stöðu, þó að enn sé langt í land þar til jafnréttinu er að fullu náð. Síðan bætti hann eftirfar- andi orðum við til umhugsun- ar: — Þátttaka negranna í þjóð- félagi Bandaríkjanna þýðir einnig, að svarta mið- og yfir- stéttin verður að láta af hendi þær fjárhagslegu einokanir sem þær hafa haft og halda cnn í krafti kynþáttaátakanna. Þeir geta ekki í sífellu hrópað á nið urrif kynþáttaskilnaðar- og mis muna-múranna og . jafnframt vonazt eftir að halda einokunar aðstöðu sinni á viðskiptum negr anna. Þeir verða að hafa kjark til að velja sér erfiðari lífsbar- áttu, þar sem á hæfileika þeirra reynir samkvæmt þeim reglum. sem gilda í bandarísku þjóðfé- lagi og raunar um gjörvallan heim. Þó að þessi viðvörun væri gef in varðandi leiðtoga negranna sjálfra, þá er hún einnig um- sögn til skýringar á þeim rök- semdum hinna hvítu, að mjög' margir negrar hafi það ágætt og þeir hafi því ekki neina á- stæðu til að vera að kvarta. FRÍMÚRARAHRINGURINN glóir á fingri Gastons þegar hann bendir út um gluggann: — Garðurinn þarna yfir frá var eingöngu handa þeim hvítu. En smátt og smátt höfum við keypt allar eignirnar í kring um hann og svo fórum við sjálf ir að fara inn í garðinn. Nú er hann lokaður, eins og allir aðr ir garðar í bænum. Stjórnmála- mennirnir eru farnir að tala um að selja garðinn sem ein- staklingslóðir, til þess að koma í veg fyrir að við séum innan um þá hvítu. Það verður auð- vitað aldrei úr því, en hér í Suð urríkjunum eru stjórnmála- menn stundum kosnir út á svona slagorð. Gaston óttast, eins og fleiri; að skólunum verði einnig lokað, þegar dómstólarnir hafa kveðið upp sinn úrskurð. — Hér stinga þeir hvítu höfðinu í sandinn. segir hann. Nú er ekki lengur um neinar skuldbindingar að ræða milli kynþáttanna. Gaston neitar því, að hans eigin sigrar séu sönnun þess, að baráttan gegn kynþá.ttaskilnað- inum sé orðin ástæðulaus. Hann gleðst yfir því, þegar þeim kyn bræðrum hans fjölgar. sem fá góðar tekjur og góða bústaði Stáiiðnaðarverkamennirnir og fleiri fjöimenn stéttarfélög hafa að vísu fellt niður kynþátta- muninn. En meðan svartur mað- ur getur ekki orðið gas- og vatnsveitustjóri í Birmingham, meðan það er ekki einu sinni tíundi hver negri, sem hefur kosningarétt í borginni. og með an hinir hvítu halda skólum sínum lokuðum fyrir negrabörn unum, eru menn eins og Gaston FrarnhaH ii 13 sffin Á SÍÐARI árum hafa negrarnir í Suðurríkjunum flúið til norðurs, þar sem jafnréttið vi'ð hvíta er mcira. Negrastraumur- inn til Norðurríkjanna er að verða miki'ð vandamál í Banda- ríkj'unum — einkum í New York. T f M I N N, fimmtudagurinn 30. ágúst 1962 7

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.