Tíminn - 30.08.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.08.1962, Blaðsíða 4
Mureyrarétfáfan í sambandi við hin miklu hátíðahöld á Akureyri vegna 100 ára kaupstaðarafmælis staðarins hefur Akureyri skip- a'ð mikið rúm í dálkum blaða og tímarita. Fjögur Reykja- víkurdagblöð gáfu t.d. í gær út sérstök aukablöð í tilefni afmælisins. Akureyrarblaðið Dagur hefur gefið út sérstaklega vandað 56 síðna hátíðarblað í tilefni afmæl- isins. í blaðinu eru m. a. 18 grein- ar um hina ýmsu þætti atvinnu- lífs og menningarmála á Akureyri, auk greina um sögu staðarins. — Magnsú E. Guðjónsson bæjarstjóri skrifar fremstu greinina: „Öld er runnin“ og Gísli Guðmundsson al- þingismaður skrifar um forustu- Afurðalánin 'HIN FRÆGA AGATHA CHRISTIE, höfundur fjölda vinsælla leynilög- reglusagna, er alltaf jafn mikið lesin. Um síðustu helgi heimsótti hún Þýzkaland til þess að hlusta á tónleika. Myndin er tekin af henni á flug- vellinum í Niirnberg. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum, voru samþykktar tvær athyglisverðar ályktanir á fundi Búnaðarsambands Suður- og Vesturlands í Borgarnesi á mánu- daginn. í gær var sagt í Tíman- um frá ályktuninni í verðlagsmál- um. í afurðamálum var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Fundurinn skorar á stjórn Stéttarsambands bænda, að beita sér fyrir því við landbúnaðarráð- herra að landbúnaðurinn njóti jafnréttis vig sjávarútveginn varð- andi afurðalán, þannig að tryggt verði að veitt verði 70% lán út á birgðir allra landbúnaðarvara. Fram til ársins 1959 um nokk- urra ára skeig voru veitt 67% lán út á birggir landbúnagarafurða. Var hér um að ræða Seðlabanka- lán. Árin 1960 og 1961 voru afurða- lánin miðuð við sömu tölu og haust ið 1959. Vegna aukins afurða- magns og hækkandi verðlags hafa lánin hlutfallslega lækkað á hverju ári þessi þrjú ár og haustið 1961 voru lánin komin niður í 55% að meðaltali, en væntanlegur kjötút- flutningur til áramóta var ekki meðtalinn í birgðum. Og engin lán Skdgræktarmenn þinga Aðalfundur Skógræktarfé- lags íslands var haldinn að Bifröst, Borgarfirði dagana 24. og 25. ágúst s.l. Fulltrúar mættu frá flestum héraðs- skógræktarfélögunum og sátu um 100 manns fundinn. Hákon Guðmundsson formaður félagsins stýrði fundinum. — En skýrslur um starf félagsins og hér- aðsfélaganna gáfu þeir Hákon Bjarnason og Snorri Sigurðsson. Haukur Ragnarsson flutti erindi um gróðurfar og breytingar á því, svo sem fyrir áhrif veðráttu, beit- ar og búsetu í löndum. Ýmsar til- lögur voru afgreiddar á fundinum. Aðalfundurinn taldi nauðsyn- legt, að lögteknar verði nákvæmar reglur um framkvæmd sinubrenna, og kom til greina refsingar, ef ekki er farið eftir þeim reglum. Aðalfundurinn lýsti yfir ánægju með, að tveir þriðju hlutar norsku þjóðargjafarinnar fara í að reisa tilraunastöð í skógrækt. Aðalfundurinn þakkaði Braath- en útgerðarmanni í Oslo fyrir ómet anlegan stuðning við skógrækt á íslandi fyrr og síðar. Aðalfundurinn skoraði á einstök Síldin i um 75 þúsund tunnur, og á vakt- inni milli 6 og 12 í gærmorgun . , , hafði verið tekið á móti 300 þús- Síldin ut af Rifsbanka er nu | un(j m^ium j bræðslu á staðnum, stöðugt að færast lengra og lengra , var þti meðtalinn úrgangur. frá landi, og í gærkvoldi voru | pr- páskiúðsfirði bárust þær skipin, sem þarna voru, allt að 90, fróttir - gærj að þangað hefðu sjómílur undan landi. Hins vegar var tölverð síld við sunnanverða Austfirði, en þar fann Ægir all- mikið síldarmagn í fyrradag. Um kl. 19 í gærkvöldi höfðu engin skip tilkynnt um afla sinn til síldarleitanna á Raufarhöfn og Siglufirði. Var talið, að ástæðan væii sú, að þeir hefðu enn ekki fengið söltunarhæfa síld. Síldin, sem veiddist út af Rifstanga var orðin nokkuð blönduð millisíld, smásíld og jafnvel kolmunna. Á Raufarhöfn er búið að salta komið óvænt 3 bátar með söltunar síld. Ver kom með 250 tunnur, Ljósafell með 300 og verið var að salta úr Gunnólfi, síðast þegar til fréttist, en hann var með 1100 tunnur, sem þó yrði ekki allt salt- að. Verið var að fylla allar þrær sildarbræðslunar, en hún hefur nú tekið á móti 53 þúsund málum Saltað hefur verið í 7000 tunnur á Fáskrúðsfirði. Síldin út af Austfjörðum er nokkuð blönduð og í henni nokk- uð af kræðu. félög að haga störfum sínum þann ig, að þau nýttust sem bezt, vegna takmarkaðs fjármagns skógræktar- innar. Báða dagana fóru fulltrúar og gestir fundarins í skógarferðir. — Fyrri daginn að Stálpastöðum í Skorradal og í Norðtunguskóg. í Skorradal var skoðaður uppvax- andi nytjaskógur. En þar hefur þegar yerið gróðursett í 80 ha. lands. í Norðurtungu var skoðað- ur græðireitur og þegnar veiting- ar í boði Skógræktarfélags Borgar- fjarðar. Seinni daginn var Jafnaskarðs- skógur skoðaður. Ríkti mikil ánægjá meðal manna um árangur skógræktar í skógum þessum. Úr stjórn félagsins áttu að ganga þeir Hermann Jónasson og Haukur Jörundarson og voru þeir báðir endurkosnir. í varastjórn var endurkjörinn Jóhann Hafstein til 3ja ára, en Daníel Kristjánsson til eins árs í stað Ingvars Gunnarssonar er lévt á s. 1. ári. Kvöldvaka var haldin að fur.di loknum. Hana sátu allmargir borg- firzkir gestir. Var þar skemmt sér við söng, ræðuhöld og dans. Kir.n- ig fór fram afhending skógræklar- verðlauna en þau hlutu að þessu sinni þeir Guðmundur Karl Péturs son, yfirlæknir á Akureyri og Tryggvi Sigtryggsson, bóndi, Lauga bóli Reykjadal. hafa verið veitt út á garðávexti og sölumjólk. Samkvæmt áætlun framleiðslu- ráðs, mun verðmæti landbúnaðar- afurða enn aukast á þessu hausti. Ef halda á sömu venju og s.l. þrjú ár, þ.e. að lána aðeins sömu krónutölu og 1959 má gera ráð fyrir, að afurðalánin fari niður í jafnvel 40% af verðmæti. Fundurinn mótmælir harðlega því óréttlæti, sem í þessari þróun felst, Er það skoðun fundarins, að landbúnaðinum sé stefnt í mikla hættu, ef bændur fá ekki greiddan mestan hluta afurðaverðs ins, strax og þeir hafa skilað af- urðum sínum til sölumeðferðar. Fundurinn vekur athygli á því, að nútímabúskapur byggist meira og meira á fjármagni. Rekstrarvör- ur eru að verða stærri liður í út- gjöldum bóndans, en á hinn bóg- inn er bilið, sem brúa þarf frá því lekstrarvörurnar eru keyptar og afurðir koma til sölumeðferðar, mjög langt, sérstaklega þó í sauð- fjárbúskap. Til stuðnings mótmælum gegn minnkandi afurðalánum og þar með lengri bið eftir launagreiðsl- um til bænda, vísar fundurinn til þeirrar staðreyndar, að sjávarút- vegurinn fær nú lánað út á birgð- ir sjávarafurða til dæmis freðfisks, sem hér segir: 55,12% Seðlabankalán. 16,53% Viðskiptabankanlán eða 30% af Seðlabankaláni eða sam- tals 71,65%.“ Ályktun þessi var samþykkt með atkvæðum allra atkvæðisbærra fundarmanna. í nefndinni, sem samdi tillöguna, voru þessi menn: Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli Grímur Arnórsson, Tindum, Þór- hallur Guðjónsson, Fagradal, Þór- ir Steinþórsson, Reykholti, Einar Halldórsson, Setbergi, og Sigur- jón Sigurðsson, Raftholti. hlutverk Akureyrar. Um útgáfu hátíðablaðsins sá Erlingur Davíðs- son, ritstjóri Dags. Tíminn gaf í gær út 24 síður aukalega og var þá alls 40 síður. Þar skrifar m. a. Þorsteinn M. Jónsson mjög fróðlega sögu Akur- eyrar, og viðtöl eru við ýmsa framá menn í atvinnulífinu. Fjöldi mynda frá Akureyri eru í blaðinu. Morgunblaðið gaf í gær út 20 síðna aukablað um Akureyri, Al- þýðublaðið og Vísir sitt hvort 12 síðna aukablaðið. OJALDHEIMTA GJALDHEIMTAN í Reykjavík tekur til starfa nú um mánaðamót- in, og verða húsakynni hennar að Tryggvagötu 28, væntanlega opnuð n. k. laugardag, en eins og kunn- ugt er af fyrri fréttum, verður í þeirri stofnun sameiginleg inn- heimta ríkissjóðs, borgarsjóðs Reykjavíkur og Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Hið nýja innheimtufyrirkomulag er mikið hagræði fyrir gjaldend- ur, þar sem þeir greiða nú gjöld á einum stað í stað þriggja áður. Eft irstöðvar hinna ýmsu gjalda frá 1961 og eldri, tekur Gjaldheimtan einnig að sér að innheimta, og ber þeim, sem þannig eru í van- skilum, að gera skil hjá Gjald- heimtunni, hvort sem um er að ræða ógreidd þinggjöld, útsvör eða sjúkrasamlagsgjald. Þegar menn fara nú til Gjald- heimtunnar og greiða þar inn á gjöld, þá eru þeir ekki að greiða neitt sérstakt gjald, heldur er upp hæðinni skipt eftir reglum á hina ýmsu gjaldaliði. Næsta ár ber svo gjaldendum að greiða fyrirfram upp í gjöld ársins 1963 fjárhæð, sem svarar helmingi gjalda yfir- standandi árs, með 5 jöfnum af- borgunum frá 1. febr. til 1. júní, og er sú fjárhæð tiltekin samtals og einnig sundurliðuð eftir gjald- dögum á gjaldheimtuseðil 1962. Gjaldheimtustjóri er Guðmund- ur Vignir Jósefsson. Stéttarsambands- fundur AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda verður haldinn að Bifröst í Borgarfirði dagana 4. og 5. sept- ember næstkomandi. Hðrð flugkeppni Mikill mannfjöldi fylgdist á sunnudaginn með flugkeppn- inni á Reykjavíkurflugvelli. Eftir harða keppni sigraði Gunnar Arthúrsson, flugmað- ur hjá Flugsýn, en aðstoðar- maður hans var Kristján Karl Guðjónsson. Annar í röðinni var Sveinn Eiríksson, sjálf- stæður atvinnuflugmaður, og Vignir Norðdahl, aðstoðarmað ur hans. Keppendur voru 20 talsins á 10 flugvélum. Fyrst gerðu keppend- ur flugáætlun, og síðan flugu þeir með löngu millibili til Selfoss, Þing valla og aftur til Reykjavíkur. Á leiðinni áttu þeir að taka eftir sex kennileiíum, stórum lérefts veifum. Yfir Reykjavíkurflugvelli áttu þeir að henda niður kubb og hitta í hring með fimm mptra radí- us. Flestir hittu mjög nálægt hringnum. Siðast var keppt í tveimur mark lendingum, annarri nauðlendingu en hinni með vélar í gangi. Urðu keppendur að lenda innan vissra marka á brautinni. Gefin voru þrenns konar stig fyr ir frammistöðuna, fyrir flugáætl- un, lendingar og sérþrautir. Stiga- hæstur var Gunnar hjá Flugsýn og hlaut hann því Shell-bikarinn. Mikla athygli vakti flugmódel- sýningin, sem fór fram jafnframt. , Þar sýndu 15 drengir um 40 módel. 4 T I M I N N, fimmtudagurinn 30. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.