Tíminn - 30.08.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.08.1962, Blaðsíða 9
Hjörtur Pálsson: Fyrsta grein Eyjafjörður var iöngu byggður, og þar hafði mik- il saga gerzf. En á Akureyri var enginn farinn að skapa sögu. Hinir dönsku kaup- menn, sem jafnframt urðu fyrstu íbúar Akureyrar, höfðu þá ekki stigið fæti á íslenzka grund. í suðri og vestri bar Hlíðarfjall, Súlur og Eyjaf jarðarf jöllin við himin, Vaðlaheiði vakti í austri, en Kaldbakur gnæfði í norðri, hvítur og blár. Hvernig skyldi hafa verið um horfs, þar sem höfuðstaður Norðurlands stendur nú? í Bót- inni og undir grænum brekk- unum stóð ekkert hús, en Odd- eyri teygði úr sér þar fyrir utan. Þar var heldur ekkert hús, aðeins voru þar haldin þing við og við. Þá voru Leir- umar miklu innar en nú, því að síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og borið með sér mik- inn leir. Á jörðunum Eyrar- landi og Naustum bjuggu löng- um gildir bændur, en siðar byggðist Akureyri í löndum þeirra. Utan frá Glerárósum og suður að Krókeyri, jafnvel enn lengra suður, var ströndin sam-' felld fjara, en engin bryggja, ekkert hús, í hæsta lagi bátur í nausti. Ofan við Gilið rann Búðarlækurinn í kyrrð og ró, og af framburði sinum myndaði hann með tímanum litla eyri, sem gekk fram í Pollinn. Það var hin upphaflega Akureyri og kann að draga nafn af ökr- um eða akuryrkju, sem ein- hvern tíma hefur verið stunduð þar á næstu grösum. Aldirnar liðu. Útlendir kaup menn sigldu skipum sínum inn á Eyjafjörð og seldu þar varn- ing stan. Eflaust hafa þeir snemma séð, hve Pollurinn var heppileg og örugg höfn. Það er vafamál, að náttúran hafi smið- að aðrar betri við strendur landsins. Til er bréf, sem Þór- arinn Jónsson sýslumaður skrif aði Drésa landfógeta, og segir þar svo um höfnina á Akur- eyrf: „Hún er bezta höfn lands- ins, af því að hún liggur svo langt inni í landi. Skipin liggja svo nærri landi, að þeir, sem standa á verzlunarlóðinni, geta hæglega talað við skipverja um borð. Það kemur varla fyrir -vo mikill öldugangur, að ekki sé hægt að ferma eða afferma, nema hvessi mikið af útsuðri“. Þetta hréf var dagsett í Eyja- firði 10. ágúst 1740. Nálægt 11 árum síðar tóku danskir kaup- menn að hafa vetursetu á Akur- eyri með starfsliði sínu, enda var hún kjörinn verzlunarstað- ur með svo góða höfn. Hinn fyrsti, sem ílentist þar til langframa, var Friedrich Lynge. Hann byggði íbúðarhús og búð á eyrinni, og stóð það til 1901, er það varð eldi að bráð. Enn fremur lét hann byggja fyrstu bryggju, sem vit að er um á staðnum. Áður en kaupmenn settust að til árlangrar dvalar, komu þeir jafnan á vorin og verzl- uðu aðeins, meðan kauptíðin stóð, en lokuðu höndluninni vetrarmánuðina. Fljótlega eftir að kaupmennirnir settust að við Pollinn hófst útgerð og fisk- verkun á vegum þeirra og síð- ar íslendinga sjálfra, og tómt- húsmenn tóku að safnast þang- að. Á því herrans ári 1785 tel- ur sálnaregistur Akureyrar 12 manns, en 1891 39. íbúunum fjölgar ár frá ári, og 1850 eru þeir 187. Um það leyti, sem kon ungur gaf íslandsverzlunina frjálsa, eða 1788 veitti hann sex stöðum á landinu kaupstaðarétt indi, og var Akureyri einn af þeim. Fimmtíu árum síðar voru þau afnumin alls staðar, nema í Reykjavík, sem hefur haldið þeim síðan. Á, höfuðdaginn 29. ágúst 1862,' varð Akureyri kaup staður, og þess aldarafmælis minnast Akurej'ringar um þess- ar mundir. 1862 voru íbúar stað- arins 286, og ef sú tala er bor- in saman við íbúafjöldann 1850 sem áður er getið, má sjá, að ört hefur fjölgað á staðnum þau tólf ár, sem þar eru á milli. Á síðustu hundrað árum hefur bærinn við Pollinn vaxið úr lít illi þyrpingu danskra verzlunar húsa, sem stóð á eyrinni sunn an við Búðarlækinn, í annan stærsta bæ landsins og höfuð- stað Norðurlands, sem telur á tíunda þúsund íbúa nú á aldar- afmælinu. Eyrarnar tvær Nafnið Akureyri kemur fyrst fyrir í Ljósvetningasögu (Vöðu- Brands þætti). í bréfi einu frá 1564 er vottað um samning gerð an „á Akureyri fyrir neðan Eyrarland“ 1561. Á Akureyri undirritar Páll Stígsson, höf- uðsmaður, bréf „hjá kóngsins skipi“ árin 1562, 1563 og 1564. í dómi frá 1850 er Akureyrar einnig getið, en Danir munu hafa tekið að verzla þar um 1560, svo að verzlunin á Akur- eyri er óefað um fjögurra alda gömul. Fyrsta hússins er getið um 1650, og var það krambúð, en um fasta búsetu er þar ekki að ræða, fyrr en löngu seinna. Oddeyri er fyrst nefnd í Víga Glúms sögu og Ljósvetninga- sögu. Þar hefur snemma verið almennur þing- og samkomu- staður Eyfirðinga. Þar gerðu Norðlendingar aðför að Álfi úr Króki árið 1305, og þar voru eignir Jóns Arasonar og sona hans dæmdar undir konung ár- ið 1551. Enn fremur er þar get- ið um skipauppsátur Munka- þverárklausturs árið 1461. Þrjú konungleg plögg í auglýsingu um lausn enn- ar íslenzku kauphöndlunar, 18. ágúst 1786, segir svo: „12) Til þess að uppörva og styrkja þvi meir tjeða kauphöndlun, og svo hún því fyrr mætti frá ís- landi með dugnaði framkvæmd verða, viljum Vjer allranáðar- samlegast veita þessum sex höfnum á íslandi, nefnilega: Reykjavík, Grundarfirði, Skut- uls- eða ísafirði, Akureyri eður Eyjafirði, Eskjufirði og Vest- mannaeyjum, kaupstaðarétt og þvílíkt frelsi, sem Vjer með annarri allramildastri fyrirskip an viljum sjerílagi síðarmeir kunngjöra, og skal þessum stöð um þarmeð unnast slík fríheit, er Vjer álítum nægileg, til þess að áfýsa bæði nokkra framandi, og eins Vora eigin þegna til að taka þar bústaði og hagnýta öll þau gæði, er íslands á.góði fram býður“. Eftir fimmtíu ár varð breyt- ing á réttarstöðu Akureyrar, og segir í opnu bréfi 28. des- ember 1836: „1) Sá mismunur, sem hing- aðtil hefur verið milli kaup- staða og autoriseraðra útliggj- arastaða á íslandi, skal fram- vegis aftekinn vera, þó skal Reykjavík í suður-amtinu, er samkvæmt tilskipuninni af 17. Nóvbr. 1786 18, hefir hlotið sérlega lögsögu, framvegis nefn ast kaupstaður. Aðrir hingaðtil svokallaðir kaupstaðir, nefnilega Eskifjörð- ur og Eyjafjörður í austur- og norður-amtinu, svo og Grund- arfjörður í vestur-amtinu á- samt með þeim autoriseruðu útliggjarastöðum, nefnilega Hafnarfirði, Keflavík, Eyrar- bakka og Vestmannaeyjum i suður-amtinu; Berufirði, Vopna firði, Húsavík, Hofsós, Skaga- strönd, Siglufirði og Raufar- höfn í norður- og austur-amt- Framhald á bls. 13 Pollinum, og annað er aS sigla inn álinn hjá Oddeyri. Á brekkunum fyrir ofan kaupstaSinn eru húsin á Naustum, Eyrarnesi og Barði. T í M I N N. fimmtudagurinn 30. ágúst 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.