Tíminn - 30.08.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.08.1962, Blaðsíða 14
LINDEN GRIERSON stóð og horfði í átt til sjóndeildar. hringsins. — Haldið þið að felli- bylurinn lendi á eynni? spurði hann. — Eg óttast það, senor. — Þá skulum við leggja strax af stað niður. Eg geri ráð fyrir, að fellibylur myndi feykja okkur *harla snögglega niður! Tekst okk- ur að komast heim á gistihúsið, áður en veðrið skellur á fyrir al- vöru? — Eg held það sé ekki öruggt að fara til gistihússins aftur í kvöld, senor, sagði Mario rólega. — Ekki? Terry leit rannsakandi á hann og Jeffrey snerist skelfd- ur á hsöli. — Ertu hræddur við að fara þangað út af fáeinum skothvell- um og litlum skrítnum ein-ræðis- herra? spurði hann. — Eg fer þangað þótt þú þorir ekki! — Senor getur að sjálfsögðu gert sem honum lízt. —- Hvað ertu að hugsa um, Mario?, sagði Terry vingjarnlega. — Þú þarft ekki að hika við að segja mér og konu minni frá því, við erum nógu gömul til að þola óþægindi ef nauðsyn krefur. Og Terry lagði hönd sína um axlir ungu konunni. Brún, glettnisleg augu leiðsögu- mannsins mættu hans. — Eg held að hans hátign, for- setinn, bíði okkar þegar við snúum aftur og hann mun einhvern veg- inn sjá til þess, að þið verðið flutt til hallar hans. Eg hef leyfi sen- oritu — hann hneigði sig fyr;r Elenor — til að ganga úr skugga um fyrst, hvort það er vogandi að snúa aftur strax. — Og hvernig ætlarðu að fara að því? spurði Jeffrey illgirnislega. — Það eru ýmsar leiðir, senor. Ekki allir eru vinir Don Manuels. — Nei og það 'Skil ég vel, skaut Rose inn í. — En ef það er ekki vogandi? — Þá verðum við hér kyrr . . . — Kemur ekki til mála, hrópaði Terry. — Ekki kannski hérna á fjalls- tindinum. Mario brosti og leið niður fjalls- hlíðina. — Tillaga mfn er sú, að við göngum að stað nokkrum, sem ég fann einu sinni, inngang í gamla gullgryfju. Hún nær langt inn í fjallið, svo að þið verðið í skjóli fyrir regni og vindi. Þar hafið þið það þurrt og notalegt, og ég skal fara út í--------regn . . . Síðasta orðig var sagt af svo mikilli á- herzlu, að konurnar tvær gátu ekki stillt sig um að hlæja. Nýr, voldugur vindsveipur fékk þau til að líta upp á himininn. — Jæja, við skulum leggja af stað sagði Rose og leit áhyggjufull á dökka skýjabakkana. — Ef þú heldur, að Elenor sé öruggari í gamalli gullgryfju held- ur en í gistihúsinu, verðum við það með henni, sagði Terry. — Við leggjum allt í ' þínar hendur Mario. Þú ert prýðis piltur og hef'- ur reynzt okkur sérlega vel og aldrei valdið okkur vonbrigðum. Hann klappaði leiðsögumannin- um vinalega á axlirnar. — Eg mun reyna ag sýna mig verðugan hróss yðar, senor. Mario virtist í sjöunda himni. Ferðin niður reyndist enn erfið- ari en uppgangan, því vindurinn þyrlaði upp ryki og lausamöl. Þau urðu að kipra saman augun og áttu fullt í fangi með að standa á fótunum. Þau fikruðu sig smám saman niður á við. Jeffrey fór fyrstur, Terry studdi Rose, en El- enor og Mario ráku lestina. — Aha, senor Greene er kom- inn yfir erfiðasta hjallann, sagði Mario allt í einu. — Eg sé það. Hún skyggndi hönd fyrir augu og starði niður á vig þar sem Jeffrey stóð og beið. — Mario, ég treysti honum ekki, sagði hún skyndilega. Hann leit snöggt á hana. — Með leyfi að spyrja, hvers vegna.ekki? — Af ýmsum ástæðum. Þú hef- ur sjálfur bent á sumar þeirra. Þegar ég kom til Kingston, tók á móti mér maður, sem Ray Evans heitir. Hann er vinur þéss manns, er átti að koma hingað og vera mér til hjálpar og sagði mér ýmis deili á honum. Ekkert af því kem- ur heim við Jeffrey Greene. Ef hann væri eins kunnugur Santa Felice og hann lætur í veðri vaka, þá fyndist mér eðljlegt að hann skildi mállýzkuna, sem hér er töl- uð. Heldurðu ekki að hann ætti að sýna einhvern áhuga á því að finna manninn, sem ég er kominn alla þessa löngu leið til að finna; þess í stað lýsir hann því yfir að, hann muni í öllu falli fara aftur til bæj arins, af því hann sé ekki hræddur við forsetann. Það er svo margt sem veldur því að mér fellur hann ekki og treysti honum því síður. Mario studdist við grettistak í hliðinni, honum kom það í svipinn ekkert á óvart að senórítan hans skyldi gera hann að trúnaðarvini í hættulegri fjallgöngu, þar sem hvirfilvinds var að vænta á hverri stundu. Ef hún óskaði eftir að spjalla við hann var það skylda hans að hlusta, og ef hún óskaði eftir ráðum hans, vildi hann glað- ur gefa þau. — Það er öldungis auðvelt að láta hann ganga undir próf, sagði hann. — Hvernig þá? Hún sneri sér áköf að honum og gleymdi í svip- inn hvar hún var stödd. Hann greip samstundis um handleggin'n á henni svo hún m;ssti ekki jafn- vægið. — Ekki detta niður hlíðina, sen- orita! Þessi senor Evans. Sagði hann yður ekki ei'nvörðungú frá því, sem bara hann, senor Graham og þér sjálfar vilduð vita. Talaði hann ekki persónulega hluti, hluti, sem þessi maður mundi ekki vita um, ef hann væri að villa á sér heimildir? Hún starði á hann ráðvillt: Villa á sér heimildir? endurtók hún lágt. — Mario, ertu að gefa í skyn að hann sé ekk.i Graham? Mario yppti öxlum eins og hann vildi játa ag honum hefði flogið sá möguleiki í hug. — En — hver gat hami þá verið? Hver visri að John Graham ætlaði að hitta mig hér? Æ, ég verð alveg ringluð. — Það er ekki viturlegt að verða ringluð í brattri fjallshlíð, senorita, sagði hann ákveðinn. Það er kominn tími til að halda áfram ferðinni Senor Clarence bíður eftir okkur, hann er kannske farinn að halda að eitthvað hafi komið fyrir. — Og ég er hrædd um ag svo sé! Hún lét hann hjálpa sér niður á við, yfir kletta og klungur, niður um snarbratt gljúfur, en stormur- inn var orðinn slíkur að henni lá við andköfum. Terry stóð og bejð í angist þar til þau voru komin niður. — Nokkuð að? Fínt! Ekki vildi ég fyrir nokkra muni háfa látjð undir höfuð leggjast að fara þessa för, en ég held að við höfum ekki mátt verða öllu seinni. Maðurinn í bænum hefur örugglega mis- reiknað sig í þetta sinn, Mario! Sjóndeildarhringurinn j austri var kafinn í dimmum skýjum, og rökkrið sejg hratt á. Sólin var gengin til viðar, lítilsháttar gull- bryddingar loddu utan á nokkrum skýjanna, og sjórinn var orðinn rjómahvítur. Án þess að hafa þar um nokkur orð, tóku þau saman pjönkur sínar á ný, er þau höfðu látið líða úr kroppnum, og héldu áfram ferðinni eftjr tilvísun Marjos. Jeffrey reyndi stöðugt að rifja upp fyrir sér kennileiti, hann þótt- ist viss um í hvaða átt húsið var, þar sem þau höfðu skjlið eftir bílinn. Ef leiðsögumaðurinn færi 145 Einnig skeyti frá forsætisráð- herranum þess efnis, að afhenda Rússum ítölsk skip. Klukkan 5 síð- degis var stuttur hermálaráðuneyt- l'sfundur, þar sem ég varð að skýra í stórum dráttum _ fyrirhugaðar hernaðaraðgerðir á ítalíu. 11. janúar. Herráðsforingjafund- ur þar sem enn voru teknar til at- hugunar nýjustu upplýsingar um eldflaugar og sjálfstýrðar flugvéL ar og þær gagnráðstafanir, sem helzt vær.i hægt að gera. Því næst ræddum við um það, að afhenda Rússum ítölsk herskip. Frá hernaðarlegu sjónarmiði er slíkt framferði að öllu leyti nei- kvætt. Til allrar óhamingju var Stalín gefið loforð um það, á stund sérstakrar vináttu í Teheran . . - Eftir hádegisverð héldum við langan herráðsforingjafund, þann fyrsta, sem Monty sat með okkur. Eg held, að við höfum nú tekið á- kvarðanir í flestum atriðum við- vikjandi helztu breyti'ngunum og undirbúningi að árásaraðgerðun- um yfir sundið ..." Næstu tvo daga dvaldi Brooke í Norfólk með King. „13. janúar. Stjórnaði hinum venjulega herráðsforingjafundi um morguninn en fór eftir hádeg- isverð, klukkan 3 e.h. úr hermála- ráðuneytinu og til Sandringham. Eg tók þá Lockwood og Parker með mér. Komum til Sandringham klukkan rétt' um 6 e. h. Fundum samt Sandringham autt og yfi'r- gefið, þar eg konungurinn notar minna hús þar skammt frá. Við hliðið vorum við stöðvaðir af lögreglumanni, sem kveikti röð af litlum, bl.áum Ijósum, öðrum megin við götuna heim að húsinu er hann hafði skoðað skilríki okk- ar. Þegar þangað kom, hittum við Piers Legh, sem fylgdi mér i'nn í setustofuna. Þar var drottningin ein með dætrum sínum tveimur. Drottningin lét færa mér te, sem hún hellti sjálf f bollann minn. Eldri prinsessan tók líka þátt í samræðum okkar, en sú yngri sat kyrr á legubekknum, las „Punch- es“ og hló stundum hátt að skrýtl- unum. Konungurinn kom inn litlu síðar og 'Sat líka við litla borðið, meðan ég drakk úr tebollanum mínum. Að tedrykkjunni lokinni bauð konungurinn mér inn i lesstofu sína og ég ræddi við hann í eina klukkustund um stríðið, margvís- legar ákvarðanir, forsætisráðherr- ann, embættisveitingar o. fl. í öll- um þessum málum sýndi hann hinn mesta áhuga . . . Eftir það fór ég að hafa fata- skipti fyrir miðdegisverð, sem ekki var til fyrr en klukkan 8,45 e.h. Við komum saman í dagstofunni —Lady Delia Peel, Laskelles, Pi- ers Legh og Arthur Penn, sem hafði komig rétt fyrir miðdegis- verð. Eftir litla stund komu kon- ungurinn, drottningin og eldri prinsesSan inn og við framkvæmd- um öll hinar sjálfsögðu hneigingar og kurteisisvenjur. Undir borðum sat ég á hægri hönd drottning- unni . . . Þegar drottningin var farin, lét konungurinn mig setjast næst sér, og við sátum þannig í hálfa klukku- stund enn. Þegar við komum aftur inn í dagstofuna, bauð drottningin okkur te, sem' hún hellti sjálf í bollana okkar, og við töluðum sam- an til klukkan 11,30 e.h.,- en þá gengum við öll til hvílu. 14. janúar. Sandringham. Morgun- veiður klukkan níu, sem enginn úr konungsfjölskyldunni tók þátt í. Eftir morgunverð komu þeir Harry Catar og Oliver Birbeck, og svo var haldið á veiðar með sex byssur, þar sem Lascelles skaut ekkj. Við lögðum af stag gangandi, klukkan 10 f.h. Drottningin og | dætur hennar komu um morgun- i inn og voru með konunginum Sigur vesturvelda, eftír Arthur Bryunt Heimildir: mestallan tímann. Mjög hamingju- samur, lílill fjölskylduhóp’-r, full- ur af gleði og gamansemi. Dagur- inn var hinn skemmtilegasti, og við skutum 348 fasana, 65 akur- hænur o. fl. Dagurinn var dá- samlegur og sólríkur, lygnt veður og mátulega heitt. Við komum til baka um klukk- an 4,30 e.h. og komum saman í dagstofunni, er við höfðum haft fataskipti, og drujkkum te við langt borð. Ag þvf loknu fór ég að athuga .skjöl, sem mér höfðu verið send frá hermálaráðuneyt- inu, og litlu síðar kom konung- urinn að sækja mig tjl að ræða við sig í lesstofu sinni. Að við- ræðum okkar loknum snæddum við svo miðdegisverg með sama fyrirkomulagi og kvöldið áður, nema hvað ég sat nú við vinstri hlið drottningarinnar. 15. janúar Sandringham. Veður var ekki ejns gott um morguninn sökum þokuslæðings, en svo birti til og síðari hluti dagsins varð hinn dásamlegasti. Við skutum 312 fasana og 23 akurhænur. Um kvöldið sáum við nokkrar skógar- snípur og skutum 9 af þeim. Kvöldið leið svo á sama hátt og kvöldin áður. Drottningin kvaddi mig, áður en hún háttaði, en kon- ungurinn kvaðst mundu verða kominn á fætur, áður en ég færi. Um daginn hafði drottningin aftur þekkt Lockwood, sem hlóð fyrir mig og kom með báðar prins- essurnar til að tala við hann. Hann var auðvitað yfir sig glaður vegna þessa heiðurs, er hann varð að- njótandi. 16. janúar. Sunnudagur. í morg- un klukkan 10 f.h. hafði öllu ver- ið komið fyrir á vagninum og allt ferðbúið Konungurinn var þá bú- inn að taia vig mig í u.þ.b. fjórð- ung stundar. Hann spurði þá mjög ! alúðlega, hvort hann gæti talað i við Parker, þar sem hann hefði ekið sér. þegar hann heimsótti Gort. Parker Ijómaði allur af gleði. Konungurinn hafði líka tal- að vig Loekwood. meðan vjð vor- um á veiðum. Loks kvaddi ég kon- unginn, tjáði honum þakkir mín- ar og ók af stað . Þessir dagar höfðu verig mér i ómetanlega lærdómsríkir. Fyrst • og fremst höfðu þessi kynni m:n ; af konunginum, drottningunni og i dætrum þeirra tvejmur, sannfært ; mig um það, hversu líf þeirra j var táknrænt dæmi um enskt ; fjölskyldulíf, eins og það getur j bezt orðið. í öðru lagi hafði hið : eðlilega andrúmsloft mikil áhrif á j mig, svo algerlega laust við alla i fordild eða óeðlilega viðhöfn. Þau : konungshjónin kunna að koma j þannig fram, að manni finnst mað- i ur vera heima hjá sér. Ferðin til baka var leiðinleg vegna þoku, sem fór vaxandi, eftir ! því sem við nálguðumst Lond- on , . . — 17, janúar: Á herráðsforingja íundinum í morgun var lítið gert annag en rætt um fjölda af sím- skeytum viðvíkjandi margvísleg- ustu atriðum s.s fallhlifarher menn í Suðaustur-Asíu, brottflutn- ing löndunarskipa frá Suðaustur i4 T í M I N N, fimmtudagurinn 30. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.