Tíminn - 13.09.1962, Qupperneq 3

Tíminn - 13.09.1962, Qupperneq 3
GAGARIN TEYGAR DANSKA BJÚRINN Á myndinni sézt sovézki geim- farinn Juri Gagarin innan 'um hóp glaSIegra verkamanna við skipasmíðastöð Burmeister og Wain í Danmörku, en eins og kunnugt er af fyrri fréttum, kom Gagarin í opinbera heim- sókn til Danmerkur þann 4. september. Gagarín hefur all- sta'ðar verið forkunnar vei tek- ið og verkamennirnir hjá B og W. létu ekki sitt eftir liggja að gera Gagarin til hæfis. — Buðu þeir honum að sjálfsögS'u upp á danskan bjór, elns og sönnum Dönum sæmir. — Gaga rin líkaði bjórinn vel, og á myndinni sést hann súpa drjúgt af hinu Ijúffenga öli, en við- staddir horfa með velþóknun á. Ef til vill hefur Gagarin þótt bjórinn heldur daufur, enda myndl ekki anna'ð sæma hetju Sovétríkjanna, sem vanizt hef- ur Vodkanum frá barnæsku. Landamæraskærur NTB—TEZPUR, 12. september. — Þær fréttir bárust frá Tezpur í Assam-héraðinu á landamærum Kína og Indlands í dag, að kínverskir hermenn hefðu umkringt lítinn indverskan herflokk í Kameng-héraði skammt frá landamærunum. Var siðast óttazt, a'ð til tíðinda kynni að draga á þessum slóðum, ef indversku hermennirnir reyndu að losna úr umsátrinu. U-2 FLUGVÉUN Á VEGUM USA ? NTB—Hong-Kong, 12. ágúst. FlugmaSur, sem var í flug- vél, er skotin var niður yfir kínverskri grund 2. ágúst í fyrra, hefur nú skýrt frá því, að bandarískir hernaðaraðilar standi á bak við könnunarflug U-2 flugvéla yfir kínversku landi. Flugmaður þessi, sem nefndur er í fréttum Wu Pao Chih, sagði í viðtali við kínversku frétta stofuna Nýja Kína í dag, að banda- rískir að'ilar stjórni æfingum U-2 flugmanna og sjái um viðhald vél- anna og skipuleggi flug þeirra, en á pappírunum heyri stjórn könn- unarflugsins undir þjóðernissinna- stjórnina á Formósu. Fyrir skömmu skýrði fr'éttastof- an Nýja Kína frá því, að könnun- arflugvél af gerðinni U-2 hefði verið skotin niður yfir kínversku landi og þjóðernissinnar á For- mósru hafa gengizt við því, að önn- ur tveggja flugvéla af þessari gerð, sem keypt var frá USA árið 1960, væri horfin. Kínversk yfirvöld hafa áður sak- að Bandaríkjamenn um ag bera ábyrgð á flugi U-2 véla í kínverskri lofthelgi. 14 af 16 samveldisráðh. gegn aðild Breta að EBE Fvrstu sjon- varpsmyndir i litum með hjálp Telstar NTB—Washington, 12. sept. f dag var í fyrsta sinn send sjón varpsmynd í litum yfir Atlants- haf með aðstoð gervihnattarins Telstar. Hér var um að ræða sjónvarps- sfcndingu frá Bretlandi til Was- hington, og,var sjónvarpað frá ráðstefnu lækna frá 51 landi, sem eru saman komnir til þess að ræða húðsjúkdóma. Tilraun þessi gafst ekki sérlega vel. Læknar í Washington fengu að sjá í sjónvarpinu hóp brezkra starfsbræðra sinna, sem ræddu um hina ýmsu húðsjúkdóma og gátu einnig hlýtt á ræður þcirra. Þá voru og nokkrir sjúklingar sýndir í sjónvarpinu. Myndirnar komu greinilega fram og sömuleiðis heyrðust öll hljóð greinilega, en liturinn var daufur og hvarf stundum gjör- samlega. 14 af 16 forsætisráð- herrum brezku samveldis- landanna, sem taka þátt í samveldisráðstefnunni í Lundúnum, hafa lýst yfir andstöðu sinni viö aöíld Breta að EBE með þeim skilyrðum, sem Bretar hafa hingað til sett fyrir aðild sinni, NTB-Lundúnum, 12. september. í dag kom í fyrsta sinn fram stuðningur við fyrirætlanir Breta í sambandi við væntanlega aðild að EBE, en þá lýsti sir Roy Wel- ensky, forsætisráðherra landstjórn arinnar í Rhódesíu yfir fullum stuðnjngi við fyrirætlanir Breta, bæði varðandi efnahagslega aðild að EBE og hina pólitísku ein- ingu Evrópu. Makarios, erkibiskup á Kýpur, tók ekki ákveðna afstöðu til máls- ins í ræðu sinni, en sagði þó, að hagsmuriir brezku samveldisland- anna myndu skerðast við aðild Breta að Efnahagsbandalaginu. Auk þes.sara tveggja forsætisráð herra tóku þeir sir Alexander Bustamante, forsætisráðherra Jamaica og sir Abubakar Tafawa Balewa, forsætisráðherra Nigeríu, til máls á fundinum í dag og lýstu þeir báðir yfir andstöðu sinni við aðild Breta að EBE, eins og málin horfa við í dag. Bustamante sagði m. a., að skil- yrði þau, sem Bretar hefðu hing- aft til fengið viðurkennd hjá ríkj um Efnahagsbandalagsins væru bæði óljós og ónóg. Sagði hann, að aðild Breta myndi gera það j að verkum, að samveldislöndin fjarlægðust hvert annað í sam- skiptum. Forsætisráðhexra Nígeríu, Bal- ewa, tók í sama streng, en vildi ekki taka hreina afstöðu að svo komnu máli, frekar en Makaríos. Sir Roy Welensky lýsti hins vegar Frsunhalri á 15 siðu KOMMUNISTAR RÁÐGERA LOKUN 5 BORGARHLIÐA NTB-Berlín, 12. september. Upplýsingaskr07sfofan,! West, sem aösetur hefur í V-Berlín, en hefur góö sambönd við áreiðanlega; aðila handan Berlínar- múrsins, fuliyrfi í dag, að| austur-þýzk yfirvöld hafi; í huga að loka fimm af| þeim sjö borgarhliðum, sem enn er haldið opnum á borgarmörkunum í Berlín. Meðal borgarhliðanna, sem ráð- gert er apf lokað verði fyrir alla umferð, er hliðið við Charlie, en þar hafa bandarískir setuljðsher- menn eina af bækistöðvum sínum. Hlið þetta hefur hingað til ver- ig eina opna samgönguæðin fyrir útlendinga milli borgarhlutanna, en ef af þessum aðgerðum verður segir upplýsingaskrifstofan, að út- lendingar verði látnir fara á milli borgarhlutanna við Sandkrug-brú, sem liggur að brezka yfirráða- svæðinu. Ekki hefur fengizt nein stað- festing á þessari frétt og vestræn yfirvöld kannast ekki við að hafa heyrt neitt um fyrirætlanir í þessa átt af hálfu a-þýzkra yfir- valda. 10 þúsund lík fundin í Iran NTB-Teheran, 12. sept. — Yfirmaður íranska herráðs- ins hefur skýrt frá því, að íranskir hermenn hafi nú fundið lík 10 þúsund manna sem látizt hafa af völdum jarðskjálftanna ægilegu, sem urðu í Vestur-íran á dögunum. Sagði yfirmaður- inn, að enn væru ekki öll kurl til grafar komin og sennilega lægju þúsundir látinna manna enn í rústun- Segjast steypa Gastró af stóli NTB-Havana, 12. sept. — Foringi landflótta Kúbu- manna, sem gengizt hafa við skotárásinni á flutningaskip in tvö í gærdag, er þau voru að leggja af stað með farm frá Kúbu, sagði í sjónvarps viðtali í San Juan í dag, að samtök landflótta Kúbu- manna myndu í framtiðinni reyna að rjúfa allar aðflutn ingsferðir skipa til Kúbu og á þahn hátt vinna að markmiði sínu um að steypa Castró af stóli. 6 líflátnir NTB-Djakarta, 12. sept. Herdómstóll í Djakarta kvað í dag upp dauðadóm yfir indónesíska uppreisnarfor- ingjanum Kartosuwirjo og fimm félögum hans, sem sakaðir voru um banatil- ræði við Sukarno Indónesíu forseta í maí í vor og voni hinir dæmdu teknir af lífi strax eftir dómsuppkvaðn- ingu. Vill fækka i her Alsír NTB-París, 12. sept. — Ahmed Ben Bella, varafor- sætisráðherra i Alsír og sigurvegari í valdabarátt- unni þar, sagði í viðtali f franska útvarpinu í dag, að hann og stjórnarnefnd hans hefðu í huga, að fækka al- sírska hernum úr 130 þús. í 35 þúsund. Þá skýrði Ben Bella og frá þvi, að framboðslisti til kosninganna f Alsír þann 20. september yrði senni- lega lagður fram í kvöld. Eg er þeirrar skoðunar, að nú sé komin á varanleg ró í landi okkar og deilur seinni tíma i sambandi við brot á vopnahléi séu nú um garð gengnar, sagði Ben Bella. TÍMINN, fimmtudagurinn 13. sept. 1962. 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.