Tíminn - 13.09.1962, Síða 15

Tíminn - 13.09.1962, Síða 15
Jólabækurnar Framhald aí 16. síðu. úr indverska helgiritinu í þýðingu Sörens Sörenssonar. Bókmenntasaga Einars Ói. Almenna bókafélagið heldur á- fram útgáfu bóka í flokknum Lönd og þjóðir, og kemur nú bók um Bretland í þýðingu Jóns Ey- þórssonar. Broddi Jóhannesson hefur þýtt bók, er á frummálinu nefnist: Saga Framtíðarinnar, og er eftir franska höfundinn Pierre Rousseau. Segir hún frá þróun heimsins og mannkynsins. Þá er væntanleg bókmenntasaga eftir prófessor Einar Ólaf Sveinsson. Nefnist hún: fslenzkar bókmennt- ir í fornöld, og er fyrsta bindi af þremur, sem síðar eru væntan- leg, og fjallar það um fornbók- menntimar almennt og um Eddu kvæðin. Helztu trúarbrögð heims, heitir bók, sem komið hefur út á vegum Life. Séra Sigurbjöm Einarsson hefur íslenzkað bókina, en í henni segir frá kristindómi, Gyðingatrú, Brahmatrú, Buddha- trú, Múhameðstrú, og að lokum í bókinni er fjöldi mynda. Jón Kristófer, kadett í hernum Ægisútgáfan gefur að þessu sinni út stríðsendurminningar Jóns Kristófers Sigurðssonar. Nefn ast þær: Syndin er lævís og lipur, og eru ritaðar af Jónasi Árnasyni. Stefán Jónsson fréttamaður hef- ur skrifað bókina: Mínir menn, en auk þess koma út tvær sjó- mannabækur eftir erlenda höf- unda á vegum útgáfunnar. Bók eftir Bandaríkjaforseta Fjórar bækur eru væntanlegar hjá Ásrúnu. Það má fyrs'ta telja Pulitzerbók Kennedys Bandaríkja forseta: Profiles in Courage, auk ferðabókarinnar: Á helgidögum, sem fjallar um Gyðingaland, geim ferffabókarinnar Jarffljós og að lokum ástarsögu, sem skrifuð er af kvenlækni. Gunnar helmingur Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri gefur út 10 bækur í ár. Meðal þeirra er stór myndabók: Hnattferð í mynd og máli. Bókin er eftir tvo Þjóðverja, en séra Björn 0. Björnsson hefur þýtt textann. í bókinni eru 50 litmynd ir, auk 250 annarra mynda. Tvær skáldsögur em væntanlegar: Gunn ar helmingur, eftir séra Stanley Melax og Heimasætan á Stóra- felli, eftir Ingibjörgu Sigurðar- dóttur. Þá má nefna 6. bindi bóka flokksins: Svipir og Sagnir, þættir úr Húnavatnssýslu, en þetta bindi heitir: Fortíð og fyrirburðir, og 3. bindi Aldamótamanna eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Einnig gefur POB út endurminningar Péturs Sigfússonar, sem nefnast: Enginn ræður sínum næturstaff. Auk þess em væntanlegar nokkr- ar barnabækur, t.d.: Strákur og heljarmenni, sem er í Strákabóka flokknum. Tvær ferðabækur eftir Arne Falk Rönne eru væntanlegar hjá Snæfelli. Önnur þeirra er frá Suður-Ameríku, en hin er barna bókin: Sjónvarps-Siggi. Sjónvarps Siggi er ungur maður, sem ferð- ast um og tekur myndir fyrir sjón varp, og er þetta ferðabók fyrir unglinga. Þá kemur út ný bók um Tom Swift og heitir hún Kjarn- orkuhellarnir, en einnig verður endurprentuð fyrsta ævintýrabók in um Tom Swift: Rannsóknar- stofan fljótandi. Tvær bækur verða sérstaklega fyrir lítil börn: Tíu litlir hvuttar og Valur fer á veiðar. Fróði mun gefa út 10 bækur í ár. Vandinn að vera pabbi heitir bók eftir Willy Brinholt, og kem ur hún út nú eftir helgina. Sara Lidmann hefur skrifað bókina: Sonur minn og ég, og er hún frá Suður-Afríku. Annað bindi Breið- firzkra sagna eftir Bergsvein Skúlason er væntanleg á markað- inn innan skamms. Þá eru það barnabækur Fróða: Alltaf er gaman í Ólátagarði, Pip fer í skóla, Maggi Mari og Matthí- as og Palli og Pési. Fyrstu tvær bækurnar era í barnabókaflokkn um, sem áffur hafa komið út hér. Hjá Leiftri komu út 30 bækur í fyrra, og álíka margar eru vænt anlegar í ár. Þar má fyrsta nefna: Stýfðar fjaðrir II. hefti, eftir Guð- rúnu frá Lundi. Einnig er væntan leg þrið'ja bókin eftir Sholem Ash Gyðingurinn, en áður eru komnar Rómverjinn og Lærisveinninn. Steinunn Briem hefur þýtt eina jólabók Leifturs' Fullnuminn,- sem fjallar um yoga og dulspeki. Marg ar barnabækur eru væntanlegar en komnar eru nú þegar Matta Mæja, Kalli og Klaxa og tvær bæk ur um Bob Moran, Eldklóin og Ógnir í lofti. Segn aðild Brefa CFramhald. af 3. síðu). yfir fullum stuðningi við fyrirætl- anir Breta um aðild aff bandalag- inu. Fundurinn £ morgun stóð aðeins í 90 mínútur, og var ekki búizt við, að Macmillan, forsætisrá®- herra Breta, myndi halda svar- ræðu sína í dag og ef til vill ekki fyrr en á laugardag eða strax eftir helgina. Á síðdegisfundinum talaði for- sætisráðherra Tanganyaka og varaforsætisráðherra Malaya tók einnig til máls og létu þeir báðir í Ijós andstöðu við inngöngu Breta £ EBE. Er fundunum tveim var lokið í dag var tilkynnt, að fulltrúar á ráðstefnunni myndu nú skipta sér niður í nefndir, sem ræddu ýmis mál £ einstökum atriðum. Næsti almenni fundur verður sennilega á laugardaginn. Tvær á fer» Framhald af 4. síðu. Við höfðum mikinn hug á aff vita, hvað foreldrar þessara tveggja Parísar-stúlkna hefðu sagt, þegar þær ákváðu að bregða sér til íslands eitt sum- ar. „Pabbi og mamma urðu að skrifa á umsóknina um styrk- inn, að þau væru þessu sam- þykk,“ sagði Monique. Þau gerðu það, enda trúðu þau því alls ekki, að ég fengi hann. Svo þegar hann kom urðu þau ekk- ert sérlega ánægð,“ bætti hún viff og hló. — Það væri varla hægt að ferðast í Frakklandi eins og við höfum gert hér í sumar, sögðu þær síðan. Þar er fólki ekkert vel við að taka fólk upp í bíl, ef þag er einhvers staðar á gangi, enda hafa ýmsir glæpir verið framdir í sambandi við slíkt. Hérna hafa bændur einn- ig oft boðið okkur að koma og sofa í hlöðum eða inni í bæj- um, og okkur hefur verið gefið að borða. í Frakklandi myndu þeir varla skipta sér af fólki, sem kæmi gángandi eftir þjóð- veginum aff kvöldlagi méð bak- poka á bakinu. Fólk hefur ver- ið mjög gott við okkur, og við erum búnar að fara um 4200 km leið í sumar með hinum og þessum, sem tekið hafa okk- ur upp á leiðinni. Þær Isabelle og Monique fara áleiffis heim til Parísar á föstudaginn meg einni af flug- vélum Flugfélagsins, en það hefur veitt þeim afslátt á far- gjaldinu. Þær vilja endilega koma hingað aftur eftir eitt eða tvö ár, því þær segjast eiga enn eftir að sjá mikið af land- inu. Heima fyrir ganga þær í menntaskóla, en Isabelle hefur áhuga á að leggja stund á jarð- fræffi í framtíðinni, og Moni- que sagðist ætla að verða íþróttakennari. Slé metié Framhald at 16. siðu. Björnsson, en um síðustu helgi var hann aflahæstur. Hann kvaðst lítið hafa fengig í gær, væri með um 250 tunnur. Sagði hann síld- ina leiðinlega við að eiga og mjög stygga. E-kki sagðist hann enn vera farinn að hugsa neitt um að hætta síldveiðum á þessu sumri. Ólafur Magnússon var með 29.565 mál og tunnur um helgina, svo að nú ætti hann að vera kominn með 29.815 og er því orðinn nokkuð á' eftir Víði II. í gær var lítið þróarrými hjá Síldarbræðslunni á Raufarhöfn, en skip var þar að lesta síldarlýsi til útflutnings.. Alls hefur síldar- bræðslan tekið á móti 343 þúsund málum í sumar. Frá Edinborgarhátföinni Framhald af 4. síðu. fengi náff til eyrna þeirra, sem á hlýddu. Shostakovieh er enn hér í bænum, og hann er alltaf hyllt- ur og margkallaður fram, þegar eitthvað er leikið eftir hann. Hann virðist vera heldur hlédrægur og feiminn, og ólíkur íslenzkum tón- skáldum aff því leyti, að hann hef ur ekki gaman að því, að vera kallaður fram aftur og aftur kvöld eftir kvöld, enda verður bölvaff ráp úr þessu. Blaðamenn fengu aff tala við hann hér um daginn. Þeg ar þeir komu, sat hann og var aff lesa bók um Krustjoff til þess að halda sér á línunni. Blaðamenn- irnir spurðu hann spjörunum úr og komust að því, að hann var þríkvæntur, sem ekki þykir mik- ið á íslandi, þegar sannir lista- menn eru annars vegar, og ein- hvern veginn upplýstist það, að ypgsta konan var 28 ára, hins vegar var aldursmunarins ekki' getiff. Hann var spurður að því, hvort hann hefffi verið gagnrýnd- ur fyrir að vera ekki nógu „revolu tioner“ og hann svaraði því til, að hann sæi það nú, að sú gagnrýni, JþmTíJpjZIiefði fengiff, hefði leitt sig á rétta braut, og bætti því svo við, að rússnesk ntúímatónlist væri engu síður „revolutioner“ en hin vestræna, og minnir mig að hann segði, að þaff væri ekkert nema Sovétníð, að tónlistin væri ekki frjáls í Ráðstjórnarríkjunum. Annars lét hann blaffasnápana ekkert vaða ofan í sig, enda er maðurinn þéttur á velli og ekki líklegur til að láta hræra í sér. Svipurinn er festulegur og alvar- legur og hann brosir ekki, þegar Usher Hall nötrar af bravóhróp- um, fótasparki og lófataki, óg hann er óspar á að gagnrýna flutninginn á verkum sínum hér á tónlistarhátíðinni, en segir þó, að hátíðin muni gefa sér kveikju í ný verk. Núna er hann að semja 12. sinfóníuna, en á milli les hann í bókinni um Krústjoff. Aðalgeir Kristjánsson. Ben Gurion Framhald 1. síðu. sagðist að lokum vona, að ferð sín hingað yrði sér lærdómsrík. Að þessu búnu stigu heimsækj- endur og gestgjafar upp í bíla, sem fluttu þá til ráðherrabústaðar ins. Talsverður mannfjöldi hafði safnast saman fyrir utan bygging- ar fllugfélagsins á vellinum til þess að sjá gestina og heill her ljósmyndara myndaði þá £ bak og fyrir. í dag hefja forsætisráðherra ísrael og íslands viðræður strax fyrir hádegi, en síðan verður Þjóð minjasafnið heimsótt. Um hádeg- ið verffur hádegisverðarboð Ólafs Thors á Hótel Borg, en í kvöld snæðir Ben Gurion að Bessastöð- um í boði forseta. Ben Gurion kom hingað beint frá Kaupmannahöfn, þar sem hann hefur verið £ opinberri heim sókn. Krag, forsætisráðherra Dana var meffal þeirra, sem kvöddu hann á Kastrup-flugvelli. Léynivínsalar leknir í Rvk. Lögreglan í Reykjavík hefur haft hendur í hári tveggja leyni- vínsala í borginni eftir helgina. Hinn fyrri var tekinn á mánudags kvöldið og hinn síðari í fyrra- kvöld. Báffir voru staðnir að sölu og hjá hinum síðari fundust einn- ig einhverjar birgðir af víni í bílnum. Báðir voru leigubílstjór- ar. Sá sem tekinn var í fyrrakvöld, hefur áður verið tekinn fyrir samskonar brot, og munu fimm eða sex skýrslur liggja fyrir hjá Sakadómaraembættinu um hann, og má ætla að nú verði farið að glugga í þær, þegar þetta mál verður tekið fyrir. Rafmagn í vændum Ólafsvík, 11. sept. Rafveitur ríkisins eru aff leggja háspennulínu suður yfir Fróðár- heiffi yfir Kambsskarð ,niður í Ereiðuvík. Verður linan lögð eftir víkinni og í hluta af Staðarsveit í haust og fá við það mörg býli raf- magn. Hér í Ólafsvík eru nú sex íbúð- arhús í smíðum. —f A.St. Ný verzlun Ólafsvík, 11. sept. í síffasta mánuði var opnuff ný verzlun hér í Ólafsvrk í húsnæði því, sem Kaupfélag Ólafsvíkur var áður til húsa. Hin nýja verzl- un heitir Skemman og er nýtízku- leg verzlun með kjörbúðarsniði. — A.St. Verélagsgrundvöllur Framhald ui 1 síðu. um sjálfan verðlagsgrundvöllmn og kemur því ekki til kasta yfir- dóms að fjalla um málið. Nefndin var á fundum fram til klukkan þrjú í fyrrinótt og í gærkveldi voru ekki horfur á öðru en samn ingafundur stæði fram eftir nóttu. Nefndin kom til fundar klukkan níu í gærkveldi til að ræða um síðustu samningsatriðin. 1 tekinn Framhald af 1. síðu. skipið kom aff, forffuffu toganarn- ir sér, hver sem betur gat. North- ern Jewel hjó sundur trollvírana og sigldi á brott og stanzaffi ekki fyrr en Óffinn hafffi skotiff þremur púðurskotum aff honum, Réttarhöld liófust í máii skip- stjórans kiukkan 14 í dag, og er ekki búizt viff aff þeim ljúki fyrr en seint í kvöíd. Verjiandi skip- stjórans er Gísli ísleifsson og kom hann meff Bimi Pálssyni til Egils staffa í dag. — I.H. HalYdór Jénsson hæsfur Ólafsvík, 11. sept. Héðan fóru 8 stærstu bátamir norður á sild í sumar. Samanlagð- ur afli þeirra um síffustu helgi var 110.000 mál og tunnur. Hæstur var Halldór Jónsson, með tæplega 21 þúsund mál, sá lægsti var með um 9 þúsund mál. Héðan hafa í sumar róið 5 dragnótabátar og 5 handfæra- og línubátar, og hefur atvinna verið næg í frystihúsun- um hér í sumar. —A.St. Útsvör í Ólafsvík Ólafsvík, 11. sept. Hinn 28. ágúst var lögð fram fjárhagsáætlun og útsvarsskrá fyrir Ólafsvíkurhrepp. Lagt var á eftir hinum nýju lögum um tekju- stofna sveitarfélaga og síðan lækk- að um 25% á einstaklingum. Nið- urstöðutölur á fjár'hagsáætlun vom 3.858,500. Helztu útgjaldaliffir eru: Mennta mál 570,000, Tryggingar 400.000, Vatnsveita 830.000 og Ólafsvíkur- höfn 300.000. Helztu tekjuliðir eru: Útsvör á 262 gjaldendur 2.729.700 og að- stöffugjald á 35 gjaldendur 1.068 100. Hæstu útsvör einstaklinga bera: Kristmundur Halldórsson, skip- stjóri 54.300, Guðmundur Krist- jónsson, skipstjóri 51.885, Halldór Jónsson, útgorðarmaður 51.000 -f aðstöðugjald 90.000, Randver Al- fonsson, vélstjóri 47.550 og Guff- mundur Sveinsson, vélstjóri 45. 045. Hæstu aðstöðugjöld voru lögð á Kirkjusand h.f. 250.200, Kaupfélagið Dagsbrún 245.700 og Hraðfrystihús Ólafsvíkur h.f. 216.020. — A.St. Ný sildarverksmiðja Ólafsvík, 11. sept. Kirkjusandur h.f. og Hraðfrysti- hús Ólafsvíkur h.f. era að reisa í sameiningu nýja síldarverksmiffju, og standa vonir til aðdiún verffi til búin í næsta mánuði. Hún á að geta brætt 1000—1500 mál á sól- arhring. Vélsmiðjan Héðinn er að setja niður vélar og tæki og veriff er að steypa þrærnar, sem taka munu ca. 5000 mál. — Á.St. Slátrun hafin Hvolsvelli, 12. sept. Slátrun hófst hér í sýslunni í dag. Hér eru þrjú sláturhús, Sláturfélag Suðurlands starfrækir hús á Hellu og í Djúpadal og Friðrik Friðriksson kaupmaður í Miðkoti í Þykkvabæ. P.E. ÞAKKARÁVÖRP Þakka börnum mínum og viiaum öllum fjær og nær gjafir, ljóð, kærkomnar kveðjur og hlýhug allan á 60 ára afmæli mínu 25. ágúst s.l. Lifið heil. Sigurjón Kristjánsson, Akranesi. Hjartans þakkir til allra þeirra sem heiðruðu mig á fimmtugsafmæli mínu. Sérstaklega þakka ég Hestamannafélagi Hveragerðis, sem gerði mér daginn ógleymanlegan. Magnús Hannesson, Hveragerði. Eiginkóna mín og móðir okkar Eyrún Guðmundsdóttir Þinghól, Akranesi, lézt í sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 9. sept. — Jarðarförin ákveðsn mánudaginn 17. sept. kl. 2 e.h. frá Akurgerði 2. — Þeir sem viidu minnast hennar láti sjúkrahús Akraness njóta þess. Vilhjálmur Jónsson, börn og tengdabörn. T f M I N N, fimmtudagurinn 13. sept. 1962. 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.