Tíminn - 13.09.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.09.1962, Blaðsíða 16
Myndin hér að ofan er af íslandsmeistaranum Víðl II, er hann kemur sökkhlaðinn inn til Raufarhafnar. — Myndin neðar á síðunni er af Eldborg- inni, sem átti gamla íslandsmetið, 30.353 mál og tunnur, en það er frá 1943. Víðir II. úr Garöinum er nú enn einu sinni orö- inn aflahæstur á sumar- síidinni Samkv, fréttum frá Raufarhöfn iandaði hann þar 1000 málum síld ar í gær og er þá kominn með 30.500 mál eftir síð- ustu skýrslu Fiskifélags- ins. Er þetta meira en nokkurt skip hefur áður fengið, en íslandsmetið á sumarsíld átti Eldborgin hún fékk 30.353 mál og iunnur árið 1943 og hef- ur átt metið síðan. Þegar við ætluðum að ná tali af Eggert Gíslasyni skipstjóra á Viði f gærkveldi, lét hann skila því, að hann hefði ekki tíma til þess að' koma í símann, þar eð hann var að komast í mikla síld | og ætlaði að fara að kasta, svo að ! að öllum líkindum á hann enn eftir að bæta vift sig. Um 30 til 40 skip voru að veið- um á svæðinu 70 til 80 mílur út ; af Raufarhöfn. Veður var orðið nokkuð gott og fárið að lygna. Síldin, sem skipin fengu, var tölu vert blönduð og mikið af smásíld innan um. Við hringdum í skipstjórann * j Ólafi Magnússyni EA. Hörð Meöal jólabókanna í ár, sem væntanlegar eru á markaðinn innan tíðar, eru bækur eins og stríðs- endurminningar Jóns Kristófers, skráöar af Jónasi Árnasyni, bók Stefáns Jónssonar frétta- manns: Mínir menn, og smásagnasafn eftir Jökul Jakobsson. Þá skrifar Kristján Eldjárn bókina: 100 ár í þjóðminjasafni, og væntanlegt er 1. bindi af íslenzkri bókmennta- sögu eftir Einar Ólaf Sveínsson. Auk þess er vitað um eina Ijóðabók, sem út kemur fyrir jólin, og er hún eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Bókaútgefendur eru nú sem óðast að búa sig undir að koma með nýjar bækur á markaðinn fyrir jólin, en bók- salan er aldrei meiri en síð- ustu mánuði ársins. í fyrra munu um 230 bækur hafa komið út fyrir jólin, og í gær hafði blaðið spurnir af rúm- lega 50 nýjum bókum hjá 8 útgáfufyrirtækjum, en þá var. ekki allt talið, enda vissu út- gefendur enn ekki nákvæm- lega, hvort lokið yrði við aII- ar þær bækur, sem ætlað hafði verið, að út kæmu í ár, vegna tafa af völdum prent- araverkfallsins. Stærsta bók Menningarsjóðs í ár er: 100 ár í þjóðminjasafni, eftir Kristján Eldjárn, þjóðminja vörð. Er hún rituð í tilefni af j aldarafmæli safnsins. f bókinni; verða 100 stuttar ritgerðir um j merkisgripi í safninu, og birtast ! einnig myndir af þeim bæði í lit og svarthvítar. Önnur bók M&Þ er II. bindi af ritsafni Jóns Sigurðs sonar, sem Sverrir Kristjnssor. sagnfræðingur sér um túgáfu á Þá má nefna smásagnasafn eftii Jökul Jakobsson og ljóðabók eftir Þórodd Guðmundsson. Séra Sigur björn Einarsson biskup hefur þýti bókina: Játning Ágústínusar kirkjuföður, og að lokum kemo út bókin: Rig-Veda, valdir kafla Framhald á 15. siðu Pramha'd a 15 siftu -,K Á- (- s. . ■ 1 : V.,, ÞYÐIR KILJAN OG FORNSÖGUR Hingað til landsins er kom inn ungverskur mennta- maður, sem hefur unnið nokkuð að því að þýða ís- lenzkar bókmenntir á ung- versku og ætlar nú að ger- ast umsvifameiri á því sviði. Maðurinn heitir Bern- áth Istvan. Istvan hefur þýtt ljóð eftir Davíð Stefánsson og smásögur eftir Halldór Kiljan í sýnisbók heimsbókmennta, sem nýlega kóm út í Ungverjalandi. Núna vinnur hann að þýðingu á ís- landsklukkunni eftir Kiljan, og BERNÁTH ISTVAN á þýðingunni að ljúka upp úr áramótunum. Og sem kunnugt er, hefur Istvan einnig þýtt „79 af stöðinni“ á ungversku. Hann hefur einnig gert samn íng við fcrlag heima um að þýða Heimsljós eftir Laxness og einhverja fornsöguna, en ekki er enn ákveðið, hvaða saga verður fyrir valinu. Istvan hef- ur einnig áhuga á því að þýða Gerplu á ungversku. Istvan er kominn hingað til þess að kynnast málinu betur og komast ínn í bókmennta andrúmsloftið. Hann sagði blaffamarini Tímans, senr hafði tal af honum í gær, að hann hefffi uppgötvað mörg íslenzk nútímaljóð hérna, sem gaman væri að þýða á ungversku. Hann ætlar að vera hér á landi í 17 daga og reyna að nota tímann, sem bezt. Um dag inn fór hann með Halldóri Lax ness í ferð á Þingvöll, þar sem hluti íslandsklukkunnar gerist. og taldi hann það mundu hjálpa sér mikið við þýðinguna. Það eifiðasta við að þýða Laxness og fornsögurnar, — sagði Istvan, er að ná ekki bara atburðarásinni heldur einnig frásagnarandanum, sem er mjög sérstæður. Jafnframt íslenzku þýðing- unum vinnur Istvan að nor- rænni bókmenntasögu 20. ald- arinnar, sem hann ætlar síðar meir að gefa út á ungversku. Ilann les öll Norðurlandamál- m og hefur þýtt ljóð og smá- sögur úr þeim öllum, en ætlar í framtíðinni að einbeita sér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.