Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 2
Ítalíustjórn í stríöi við Mafíuna á Sikiley MAFIAN á Sikiley er ekki þjóðsagnafyrirbrigði frá liðn um öldum er róstursamara var í landinu, heldur beisk- ur veruleiki nútímans. í aug- um ítölsku ríkisstjórnarinn- ar er hún ægilegt vandamál sem illt er að leysa. Fram að þessu hefur stjórnin leitt vandann hjá sér en nú er lctks opinberlega staðfest að hér er ekki um grín eða barnagaman að ræða, öflug þingnefnd hefur verið sett á lagginiar til að rann- saka starfsemi Mafíunnar og allt hennar eðli. Hungurverkfall umbótamanns- ins og rithöfundarins Danilo Dolci á ekki hvað sízt þátt f að loks er beint athygli að þessu leiðindamáli. Hann gerði hung- MUSSOLIN! — tala morSa í Palermo lækkaði úr 278 á árl í 37, eftir aS Hann hóf atlögu sína gegn Mafíunni. urverkfall, er yfirvöldin hættu við að byggja stóran stíflugarð, sem hefði orðið til hagsbóta fyr- ir heil héruð, vegna ótta við glæpaforingja Mafíunnar. En hingað til hafa yfirvöldin aldrei þorað að láta til skarar skríða gegn Mafíunni. Hungurverkfalli Dolcis sem standa átf;i í 10 daga lauk einum degi fyrr en áætlað var með stórkostlegri fagnaðarhátíð í bænum Partinico. ítalska ríkis- stjórnin hafði hátíðlega tilkynnt að tafarlaust yrði hafizt handa um byggingu stiflugarðsins í Jato og áveitunnar í sambandi við hann. Þar með var tilgangi sveltisins náð. Fyrir sjö árum átti að byrja á stíflugarðinum en það hefur alltaf strandað á Mafíunni. Vald yfir bændum Mafían hefur látið stíflugarðs- málið svo mjög til sín taka sakir þess að Jató er á því svæði þar sem umráð' Mafíunnar hafa verið einna mest og áhrif hennar sterkust. Nær allir bændur í héraðinu greiða Mafíunni „vatnsskatt" því glæpafélagið hefur haft í sínum höndum til þessa áveitu- skui'ði þá sem fyrir hendi voru og í krafti þeirra rfkt yfir bænd- unum. Neiti bóndi að greiða „vatns'skatt“ er skrúfað fyrir áveituvatnið hjá honum ellegar því er veitt fram hjá ökrum hans og einnig er það algengt að það sé eitrað. Búpeningi hans er stolið og hann verður fyrir ýms- um dularfullum búsifjum, afurð- um hans er brennt og jafnvel þótt hann komizt með þær á markað verður hann þar fyir kynlegum skakkaföllum, því einn ig í bæjunum ræður Mafían lög- um og lofum. Þeir, sem reyna að standa upp í hárinu á glæpamannaklíkunni, finnast gjarnan sundursagaðir, skotnir, hálshöggnir, limlestir og lamdir til bana. Þannig hafa ótaldir verklýðsforingjar og stjórnmálamenn sem opinberlega hafa lýst stríði á hendur Mafí- unni, fundizt myrtir. Allir vita hverjir frarnið hafa morðin en enginn þorir að bera vitni fyrir ótta sakir og aldrei hefur neinn verið sóttur til saka fyrir þessi hryllilegu morð. Oftsinnis eru morðin framin um hábjartan dag fyrir margra aug- um. En aldrei er hægt að hafa uppi á neinum sem „séð“ hefur nokkurn skapaðan hlut. Svo mik- ill er óttinn sem stafar af Mafí- unni auk þess sem það eru óskráð lög almennings í Sikiley að ljóstra aldrei upp um glæp. Reiknað er með að Mafíu-menn fremji að jafnað'i eitt morð á viku á Sikiley en ekkcrt þeirra hefur verið upplýst. Stjórnmálamenn háðir glæpamönnum Það er ekki einvörðungu hinn snauði almúgi eyjarinanr sem háður er glæpafélaginu, en einn- ig opinberar standpersónur í hærri stöðum, sveitarstjórnar- menn, dómarar og löggæzlumenn og stjórnmálamenn. Almúginn er háður Mafiunni vegna síns dag- lega brauðs, hinir háttsettari vegna valda sinna. Margir stjórnmálamenn styð'j- ast við Mafíuna í kosningabar- áttum og til að viðhalda völdum sínum. En þennan stuðning fá þeir ekki nema þeir undirgang- ist jafnframt að vernda glæpa- starfsemina. Fólk sem er frábit- ið allri glæpamennsku er einnig háð klíkunni á margan hátt. Frá stríðslolfum hefur stjórn- málaflokkur Mafíunnar verið Hinn kristilegi demókratíski flokkur og þar sem hann hefur verið' við völd á Sikiley, hefur ekki verið um neina andstöðu gegn Mafíunni að ræða. Að vísu, þess ber að geta, hafa ýmsir framámenn flokksins reynt að efla andstöðu gegn Mafí- unni en þeir hafa fljótlega feng- ið kúlu í hnakkann eð'a rýting í bakið. Fyrir fám árum voru tíu ítalsk ir stjórnmálamenn myrtir, og tókst ekki að hafa uppi á moi'ð- ingjunum. Loks þegar lögreglu- stjóri bæjarins tók á sig rögg og bar sig að því að hefja ákæru, fékk hann kúlu gegnum höfuðið þar sem hann sat og borðaði súpu með fjölskyldu sinni. Þessi atburður og aðrir svip- aðir urðu til þess að slá ugg ýmsa foringja flokksins. Nú var litið alvarlegri augum á öll þessi mál. Þrífast beit í lýðræði Það er athyglisvert að glæpa- starfsemi þessi jmífsrt bezt f lýð- ræðisþjóðfélagi eins og því sem tíðkazt hefur á Ítalíu frá stríðs- lokum. Mússolfni sýndi á sínum tíma þessum keppinautum sín- um í Mafiunni enga vægð. Hann vann að þvf öllum árum að upp- ræta félagsskapinn og til marks um hvað honum varð ágengt, má geta þess aþ tala morða'í Pal- ermo lækkaði úr 278 á ári niður í 37 eftir að hann komst til valda. Eftir stríðið hefur Mafían aukizt að vexti og ge'ngi hennar vaxið svo að nú er hún öflugri en nokkru sinni fyrr. Það á sinn þátt í örum vexti glæpafélagsins að Bandaríkjamenn hafa hreins- að'fyrir sínum dyrum og sent úr landi um 5000 glæpamenn sem voru virkir félagsmenn í Mafíu- deildinni í Bandaríkjunum. Þeir hafa verið sendir á sinn fæðing- arhrepp, ítalíu, og tekið til óspilltra málanna við heimkom-, una, setzt að einkum í hafnar- borgunum á Sikiley og einnig í Napolí og reka umfangsmikla eiturlyfjasölu og hafa ýmislegt annað umleikis. Sögulegur uppruni Mafían á sér sögulegar rætur. Hún hefur jafnan verið til í ein- hverri mynd um aldaraðir og var í fyrstu í þjónustu þeirra afla er vildu ræna eyjuna auð sín- um. Á dögum Grikkja, Föníku- manna og Rómverja var eyjan búsældarleg og blómleg, þá voru skógar miklir og fullkomið áveitu kerfi en.eftir því sem nær dreg- ur okkar dögum er jörðin merg- sogin og fólkið þrautpínt. Þegar Garibaldi lagði undir sig eyna fyrir einni öld, var þar snauður og ósiðaður almúgi, sem var innlimaður í hina nýju ftalíu. Meðan Spánverjar réðu yfir eynni hafði risið þar upp félags- skapur sem öðrum þræði vernd- aði íbúana fyrir herraþjóðinni og á hinn bóginn var nokkurs konar samband herraþjóðarinnar við hina kúguðu innfæddu bændur. Aðallinn sem átti jarðeignirn- ar lifði óhófslífi f Palermó og hætti sér ekki út í sveitirnar þar sem fólkið lifði frumstæðu lífi og samdi sig varla að siðum mennskra manna. Þess vegna voru sendir skattheimtumenn og eftirlitsmenn til þess að hafa auga með íbúunum og það voru þessir menn sem seinna mynd- uðu kjarna Mafíunnar og urðu upphaf hennar. Skömmu eftir valdatöku Gari- baldis náðu þessir skattheimtu- menn tangarhaldi á bændalýðn- um og skipulögðu með sér sam- tök, þegar húsbændur, aðallinn f Palermo, var flúinn á brott með auð sinn. Hinar nýju jarðabótaáætlanir ítölsku stjórnarinnar veittu Mafí- unni tækifæri til að tryggja sig enn betur í sessi. Að verulegu leyti breyttist þjóðfélagið ekki að mun um alda- raðir, það var fyrst þegar Mússó- líni komst til valda að einhvcrj- ar breytingar urðu þar á. Og þó ekki til bóta, nema hin allra fyrstu valdaár hans. Líf og dauSi lítils virði Frá stríðslokum hefur eyjan verið svartur blettur á samvizku hverrar ríkisstjórnar og hefur margt verið rætt og ritað um um bætur á því ástandi er þar ríkir, fé heitið til að stuðla að þróun iðnaðar og landbúnaðar en ekk- ert rekið. Og þar er Mafían þrándur í götu. Hún á hagsmuna að gætg. og það er hennar hagur að flest- ir íbúanna séu óupplýstir og búi við frumstæð kjör. Þjóðfélagsleg ar umbætur eru óhugsandi með- an Mafían er svo sterk og áhrifa rfk sem raun ber vitni. En nú á að láta til skarar (Framhald á 12. síðu). Sigurinn í Frama Það hefur vakið verð’skuld- aða athygli, að Iisti Framsókn- armanna í bifreiðastjórafélag- inu Frama skyldi fá 146 at- kvæði í fyrsta sinn, sem þeir bjóð’a fmm í félaginu. Komm- únistar fengu aðeins 96. Sést greinilega á þessu, hverjir það eru, sem komið hafa fulltrú- um ílialdsins inn á Alþýðusam- bandsþing. Það eru kommúnist- ar. Ef þeir hefðu ekki boðið fram, mundi íhaldið engan full trúa hafa fengig í félaginu — tapað því. Atkvæðatölurnar sína, að það’ var listi kommún- ista, sem var sprengilistinn, og þær sýna einnig greinilega, hvaða flokkur það er, sem men vilja efla sem andstæðing íhaldsins. Þær sýna, að æ fleiri gera sér það Ijóst, að’ Framsókn arflokkurinn, sem er næst- stærsti flokkur landsins, getur einn tekizt það hlutverk á hend ur að vera málsvari og vígi vinstri manna í landinu gegn Sj’álfstæðisflokknum. „Milljarðurinn“ Alþýðublaðið ræðst að Tím- (anum í fyrradag fyrir það að hafa ekki birt alla svonefnda „fréttatilkynningu“ Seðlabank- ans um það, að bankinn hefði greitt erlend skyndilán sín eins og vera bar oig að gjaldeyris- staðan hefði hatnað um einn miTljarð í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Kallaði Alþýðublaðið þetta „fréttafölsun“ af hálfu Tímans. Af þessu tilefni er bezt að líta svolítið á það, hver það er, sem ,,falsar“ f þessum málum. Bönkum eða öðrum aðiluin á íslandi hefur ekki hingað til þótt taka því að senda út um §það fréttatilkynningu eins og Um einhverja nýlundu væri að ræða, þegar þcir greiða skuldir sínar. Það er ekki frétt, þegar víxiQl eða önnur skuld er greidd á gjalddaga. Það væri miklu fremur rétt, ef ríkið eða ríkisbanki greiddi ekki skyndi- P lán sín eins og til stóð. Hins | vegar hefur ríkisstáórnin og j£j Seðliabankinn tekið upp þann ðjj hátt að senda blöðúm fréttatil- | kynningu þegar þau borga eitt- ij hvað af skuldum sínum erlend- is. Það verður engu blaði láð, •j þó að það hlaupi ekki upp til P handa og fóta að birta slítoa | „frétt“. Oig svo er það m'illjarð- | urinn — og hver var það, sem | falsaði þá frétt? | er aðeins 177 milljónír Seðlabankinn segir, að gjald- eyrisStaðian hafi batnað um einn milljarð — rúman. En samanburður við árslok 1958 lítur þannig út: f árslok 1958 var gjaldeyrisstaðán hagstæð um 228 millj. kr. en í ágústlok nú — 1962 — hagstæð um 879 millj. kr. Frá þessari gjald- eyrisstöðu ber þó að draga um 300 millj., sem eru stutt vöru- kauipa'lán einkaaðila og voru engin í árslok 1958, enda ekki leyfg þá. Enn fremur ber að draga frá 173 millj., scm er amerískt gjafafé. Þegar þessar tölur hafa verið' dregniar frá, á- samt inneign bankanna erlend- is í árslok 1958, VERÐA EKKI EFTIR NEMA 177 MILLJ. KR. — OG ÞAÐ LÍTILLA KRÓNA, HELMINGI MINNI EN 1958. Þetta er orðinn heldur lítill milljarður hj'á Seðlabankanum, ríkisstjórninni og Alþýðublað. inu — spursmáj, hvort unnt er að kalla hann ófalsaðan. Og þá Framh. á 15. síðu 2 T í MI N N, föstudaginn 5. október 1962 _____

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.