Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 5
RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Gef ur Skovbakken leikinn við Fram? í miðvikudagsblaði Politek- in birtist grein um Evrópu- bikarkeppnina í handknatt- leik og hefur þar hlaupið snurða á þráðinn hjá mótherj- um íslandsmeistara Fi’am í fyrstu umferðinni, Skovbakk- en. Segir meðal annars í greininni, að Skovbákken muni gefa leikinn gegn Fram verði hann ekki háður hinn 3. nóvember næstkomandi og Skovbakken fái að hafa alla sína beztu menn í leiknum. Greinin í Politiken er þannig; en fyrirsögnin er: „Skovbakk- en hótar að hætta í Evrópu- bikarkeppninni“. „Handknattleikssámbandið danska mun sennilega neita Skovbakken að leika í Evrópu- bikarkeppninni gegn íslenzka . liðinu Fram hinn 4. nóvember, eins og hin tvö félög hafa kom ið sér saman um. Sambandið hefur þann dag ákveðið æf- ingarleik, og í Skovbakken er sagt, að ef leikurinn við Fram fari ekki fram hinn ákveðna dag muni fél'agið draga sig til baka í Evrópubikarkeppninni. Meiningin er, að æfingar- leikurinn verði milli l^ndsliðs- ins, sem þegar hefur verið valið og annars liðs — senni- lega pressuliðs, þó með hinum venjulegu undantekningum, að breyta megi um stöður í landsliðinu ef landsliðsnefnd sýnist svo. Skovbakken á það í hættu, að nokkrir leikmenn liðsins verði valdir í landsliðið, og æf- ingarleikur án hinna beztu er ekki viðunandi. Með því get- ur handknattleikssambandið aðeins gefið Skovbakken leyfi til að leika við Fram með því skilyrði, að Skovbakken fái engan mann í landsliðið. Við munum reyna að fá því fram- gengt að leikurinn við Fram verði latigardaginn 3. nóvem- ber, segir, formaður hand- knattleikssambandsins, Freds- Iund-Petersen. Framh. á 15. síðu Hiberian vann úrvals- iö Kaupmannahafnar - Epgland og Frakkland gerSu jafntefli í borgarkeppni Evrópu í j knattspyrnu sigraði Hiberian,' Edinborg, úrvalslið Kaup- mannahafnar með 4:0 í fyrra- kvöld. Leikurinn var háður í Edinborg og komu úrslitin mjög á óvart, því Hiberian hefur enn ekki unnið leik í 1. deildinni skozku. Erfitt verð- ur fyrir Kaupmannahöfn að vinna upp þennan mun, en síðari leikurinn verður háður þar. í fyrrakvöld léku einnig Eng- land og Frakkland fyrri leik sinn í Évrópubikarkeppni landsliða. — Leikurinn var háður í Sheffield,og fóru leikar þannig, að jafntefli varð 1:1. Frakkar skoruðu á und- an, en Flowers jafnaði fyrir Eng- land úr vítaspyrnu fyrst í síðari hálfleik. Englendingar sóttu mik- ið undir lokin, en tókst ekki að skora fleiri mörk. Framlínan var ekki sem bezt og var þeirra Johnny Haynes og Bobby Charl- ton mjög saknað, en þessir tveir frægustu framlínumenn Englands eru báðir meiddir. íbróttaþátttaka minni en áður íN-Þing. vegna kennaraskorts Sunnudaginn 29. ágúst var héraðsmót Ungmennasam- bands Norður-Þingeyinga haldið í Ásbyrgi. Það hófst að venju með guðsþjónustu og predikaði sr. Örn Friðriksson, Skútustöðum. Ræðu flutti Björn Haraldsson, Austurgörð um, og Rósberg G. Snædal las frumsamda smásögu og kvæði. Karlakór Mývatnssveit- ar undir stjórn Árna Friðriks- sonar söng. Einsöngvari var Þráinn Þórisson. Frá héraðsmóti Ungmennasambands Norður Þéngeyinga, sem haldið var í Ásbyrgi Jón Eiríksson sýndi svo bjarg- sig í hömrunum seinna um dag- inn við mikla hrifningu áhorfenda. Stjórnandi mótsins var Þórarinn Haraldsson, Austurgörðum. íþróttakeppni stjórnaði Sigurð- ur Friðriksson og urðu úrslit þessi: ) 00 m lilaup: Brynjar Halidórsson Ö 12.4 Þorleifur Pálsson Ö 12.5 Langstökk: Brynjar Haildórsson Ö 5.98 Magnús Gunnlaugsson L 5.38 hafU&nÍAká í ERRADE I LD Kringlukast: Páll Kristjánsson F 31,38 Karl S. Björnssön Ö 30.37 Kúluvarp: Karl S. Björnsson Ö 11.50 Páll Kristjánsson F 10.64 Hástökk: Þorleifur Pálsson Ö 1.48 Marinó Eggertsson A 1.43 Þrístökk: Brynjar Halldórsson Ö 12.09 Geir V Guðjónsson Ö 10.7? 400 m hlaup: Brynjar Halldórsson Ö 60,1 Karl S. Björnsson 61.0 Nokkrir gestir kepptu á mótinu og náð'U þessum árangri: Sigurður Sigmúndsson UMFS. 100 m hl. 12,3 sek., langstökk 5.68, þrístökk 12,58, hástökk 1.57, kringla 31.52 m. Haraldur Árnason UMSE 100 m 12.5, langst 5.84, þrístökk 11,82 m. hást. 1,57 m. Stefán Óskarsson HSÞ 60,1 sek. 400 m hl Tryggvi Óskarsson HSÞ 400 m hl. 60.4 vek. Ungmennafél. Öxnfirðinga hl,aut 5(: stig. Ungrnennafélag Fjöllunga ' 8 stig. Ungmennafélag Leifur 5 Það er fljótt að skipast veður í lofti — og það á elnnlg við um frægð og frama knattspyrnumannanna. í rúman áratug hefur Puskas — hinn ungverski — verið dáðasti knattspyrnúmaður Evrópu og hann hefur verið ógnvaldur varnarleikmanna, hvort heldur hann lék i ungverska iandsliðinu eða hjá Real Madrid. En nú er frægðarsól hans runnln, og þaö svo, að hann hefur verið undir lögregluvernd síðustu vikurnar í Madrid. Spánskir áhorfendur vilja kenna Puskas um ófarir Real Madrid í Evrópubikarkeppninni, einkum í fyrri leiknum, sem háður var í Madrid og lauk með jafntefli 3—3. Puskas hefur aðeins einu sinni leiklð á heima- velli síðan — og var þá fluttur af lögreglunni frá vellinum vegna þess, að áhorfendur sátu um hann. Og siðan hefur Real Madrid ekki þorað að nota hann í heimaleikjunum — en hins vegar hefur hann verið með í útileikjum og þá stundum leikið sæmilega — einkum í London, þegar Real Madrid vann Arsenal með 4—0. — Myndin hér að ofan er tekln á mektardögum Puskas. Vigdís Guðjónsdóttir varð meistari hjá BK 5. Unnur Jónsdóttir 1046 ! 6. Steinunn Snorradóttir 1042 ' 7. Sigríður Siggeirsdóttir 1042 ' 8. Sigríður Pálsdóttir 1039 9. Jónína Loftsdóttir 1031 10. Ása Jóhannsdóttir 1013 11. Dagbjört Bjarnadóttir 1010 12. Hugborg Hjartardóttir 1009 13. Lilja Guðnadóttir 1006 14. Ingibjörg Bjarnadóttir 1002 Á mánudagskvöld hefst hjá fé- laginu tvímenningskeppni, og er öllum konum heimil þátttaka. Þróttarar komnir heim Knattspyrnumenn Þróttar, sem fóru í keppnisför fil Skotlands, komu heim í gær meS Gullfossi. Frásöqn af för þeirra mun birtast hér á síð* unni á morgun. Einmenningskeppni Bridge fétags kvenna tauk á mánu- dagskvöld meS sigri Vigdísar GuSjónsdóttur, en hún hafSi forystu í keppninni nær all,- ar þrjár umferSirnar. Alls tóku 56 konur þátt í keppn- inni, en 14 efstu urSu bessar: 1. Vigdís Guðjónsdóttir 1115 ( 2. Sigríður Guðmundsd 1092 3 Halla Bergþórsdóttir 1080 4. Þórhalla Þórarinsdóttir 1076 stig. Ungmennafélag Afturelding ! 3 stig. Engin íþróttakennari starfaði í béraðinu á þessu áúi, og var þátt- taka i íþróttakeppninni því minni en áður. Völlurinn var auk þess f^emur þungur og laus. i Veður var þungbúið og var regn ýringur af og til, en þó hlýtt og var allfjölmennt í Ásbyrgi, og fór mótið hið bezta fram. Dansað var á palli bæði laugar dags- og sunnudagskvöld. Hljöm- sveit Friðriks Jónssonar lék. TIMINN, föstudaginn 5. október 1962 — 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.