Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 14
« BARNFÓSTRAN Eftir DOROTHY QUINTIN ekki um það. En ég flýtti mér að leiða talið að Mullions aftur til að færa samræðurnar frá sjálfri mér. — Eg bið yður að afsaka, að ég ásakaði yður um að fara króka- leiðir, sagði hann skyndilega og alvarlega. — Eg veit, að þér vor- uð í erfiðri aðstöðu. Og þér eruð í raun og veru hrifin af gömlum húsum. — Eg elska þau....og mér fannst þetta vera svo yndislegt, sagði ég áköf án þess að hugsa mig um. — Ekki eitt af þessum köldu, tignarlegu safnhúsum, en hamingjusamt heimili ... Þetta var satt. Þannig var Mull- ions. En ég hefði getað bitið úr mér tunguna fyrir að kalla það hamingjusamt heimili. Það var ekki nema klukkustund síðan Oli- ver hafði sýnt mér staðinn þar sem eiginkona hans hafði drukkn- að. — Já, svaraði hann hugsandi, eins og hann hefði ekki tekið eftir síðustu orðum mínum. — Eftir að staðurinn var byggður hefur alltaf búið hér Trevallion. Við erum ekki aðeins óðalseigend- ur, heldur einnig bændur. Húsið í London er sjaldan notað — af mér að minnsta kosti. Serenu þótti gott að vera þar einkum meðan-samkvæmistíminn var. Það getur verið dálítið ömurlegt hér á veturna, skal ég segja yður, — ÖMURLEGT.. . .? Eg hugs- aði um trausta veggina, þakbjálk- ana, skíðlogandi arna, nei, Mull- ions gat aldrei verið ömurlegt. En Serena hafði verið ung, rik og falleg. Það var sjálfsagt bara eðli legt að hún vildi einstöku sinn- um taka þátt í samkvæmislífi stór borgarinnar. — Kannski var hún borgarlíf- inu vön, sagði ég varfærnislega. Hann hló og svaraði ekki strax. Það var eins og hann væri mörg þúsund mílur í burtu frá mér. En þegar ég hélt að hann hefði ger- samlega gleymt mér, sagði hann: —- Serena og Deidre voru uppald ar í stóru niðurníddu húsi í miðj- um mýrarfiákum írlands. Faðir þeirra — Gerald Donovan, var einn af þessum óhamingjusömu mönnum, sem aldrei fá draum sinn uppfylltan. Hann reyndi ým- islegt, landbúnað, hrossarækt, list- málun fékkst hann nokkuð við, hann reyndi að reka 'hótel. En aumingja manninum mistókst í öllu — nema því að búa til tvær fallegar dætur. — Er... ,frú Donovan... .var hún mjög falleg? spurði ég hik- andi. Mig langaði svo mikið til að Oliver segði mér eitthvað um fjölskyldu sína, en 9g óttaðist að honum þætti ég óþarflega forvit- in. En einmitt núna var eins og hann talaði við sjálfan sig. Eg skildi betur siðar, að i tæp tvö ár hafði þpssi maður lifað í sinni eigin veröld, lokaður frá öiium. Á hverjum degi gerði hann það sama, sat á skrifstofu sinni, reið um eignina, sat við dómaraborðið í Treville, heimsótti vini sína í landareigninni í nágrenninu, tal- aði við umboðsmenn, sem komu til þess að kaupa postulínið frá verksmiðju hans, hafði sem sagt á ytra borði lifað venjulegu lífi, en allan tímann hafði eitthvað verið kalt innan í honum eftir nóttina, þegar vinur hans skaut sig, kona hans drukknaði og litla dóttir hans breyttist í bablandi smábarn, sem æpti þegar hún sá föður sinn. í tuttugu mánuði hafði Oliver Trevallion verið mjög ejnmana maður, hann hafði vísað á bug I tilraunum Hönnu og vina sinna að hughreysta hann og hjálpa honum. Þau höfðu að lokum gef- izt upp við það og hugsað sem svo, að maður, sem elskað hafði og misst konu eins og Serenu gæti aldrei elskað framar. Þau höfðu meðaumkun með honum, einkum og sér í lagi þar sem litla dóttir hans virtist vera orðin hálfgerð- ur fábjáni, en hann gaf þeim aldrei tækifæri til að sýna samúð sína. Eg geri ráð fyrir að hann hafi fundið nokkra huggun í því að tala við mig, vegna þess að ég var ókunnug, af því að ég þekkti ekk- ert þeirra, vegna þess að ég skipti engu máli. Eg veit, að þegar mamma dó, eða við höfðum öll svo miklar áhyggjur af Lettice, þegar Rollo var handtekinn, þá hefði verið auðveldara fyrir mig að létta á hjarta mér við ókunn- ugan. Það hafði bara enginn skot- ið upp kollinum til þess. — Tengdamóðir mín . . ? sagði hann og brosti kynlegu brosi. — Eg geri ráð fyrir að hún hafi ver- ið glæsileg á sínum tíma hún er enn virðuleg gömul kona. En falleg.... nei, það held ég ekki. Það verður að vera blíða í konu- andliti til þess að hún geti talizt fögur.... — Serena var falleg, sagði ég ósjálfrátt. — Já, Serena var fögur, sam- sinnti hann næstum hirðuleysis- lega. — Og Deidre er það líka, þótt hún hafi minnimáttarkennd vegna þess að hún haltrar. Það er víst svo með okkur öll — við erum bitur. Hann sneri sér að mér, brosti hálf kaldhæðnislega og gleðilaust. — Þér hafið gengið beint inn í ljónagryfjuna, Am- anda Browning. Það er bezt jð þér komið yður þaðan út aftur og flýtið yður að gleyma okkur. í því kom Hanna og byrjaði að taka af borðinu. — Eg hef búið um ungfrú Browning í gestaherberginu, það er alltof seint að panta herbergi á hótelinu, sir, og við getum ekki verið þekkt fyrir að senda gest héðan, þar sem nóg er plássið. Eg hef haldið litla herberginu við hliðina á mínu hreinu allan tim- ann, svo að ungu stúlkunnj ætti að liða vel þar. Öll biturð, allar dimmar hugs- anir viku þegar af andliti Olivers. Hann leit iðrunarfullur á mig eins og iítill drengur, sem fengið hef- ur ávítur hjá föður sínum. — Eg hef gleymt allri gestrisni, ungfrú Browning, ég hafði hugs- að mér að aka yður til Porlrewan. En yður er velkomið að vera hér, ef þér viljið.... ég hélt að þér væruð búnar að panta herbergi á gistihúsinu. Hanna brosti vinalega við mér 1S og tók ákvörðun fyrir mig — ekki svo að skilja að það væri nauð- synlegt. Fyrst Oliver fannst ég ekki vera uppáþrengjandi, gat ekkert hindrað mig að gista á Mullions. — Veslings stúlkan er dauð- þreytt eftir langan dag, sagði Hanna ákveðin. — Og þar sem hún á langa Lestarferð fyrir hönd- um á morgun er ég viss um, að hún vill fara fljótlega í rúmið. Við fórum bæði að hlæja. Eg þekkti þennan tón svo vel. Eg hafði sjálf beitt honum við þreytt börn hvað eftir annað. Þegar við risum frá borðum. sagði Oliver rólega: — Eg skal ekki halda yður uppi alla nóttina, Hanna, en ég vil gjarnan að hún hitti hr. Marldon hann ætlaði að líta inn í kvöld. Við gætum drukkið kaffi í bókaherberginu, eða hvað seg- irðu um það, Hanna? — Ef þér eigið von á gesti, vil ég helzt fara strax í rúmið, flýttl ég mér að segja. — Það er elsku- legt af yður aci leyfa mér að vera hér, hr. Trevallion, en ég er reglulega þreytt . . — Kaffi fyrst, svo megið þér fara að sofa. Og Tony Marldon er ráðsmaðurinn minn, ekki gest- ur. Við þurfum að tala um við- skiptamál, en við skulum ekki plaga yður með þeim. Mér fannst vera farið með mig sem barn, en ég var ánægð yfir því að ég hafði lekið með mér helgarfarangur og hafði ekk’i pant að herbergi á Portewan. Við vor- um ekki fyrr komin inn í bóka- herbergið, þegar dyrabjallan klingdi og ég flýtti mér að segja: — Hr. Trevallion, má ég fá að hringja til Jean á morgun....? — Já. Orðið kom snöggt, en ég var ekki framar hrædd við 169 jarðarhafi, milli Benghazi og Messina. Fór frá Mena gistihús- inu klukkan 9,45 f. h. og ók til ílugvallarins með Paget. Forsætis- ráðherrann hafði beðið mig að koma með sér í flugvélinni sinni. Við fórum frá Cairo til Benghazi og þaðan áfram til Napoli. Við gátum ekki farið beina stefnu, því að þá hefðum við þurft að fljúga yfir Krít, en hana hafa Þjóðverjar enn á valdi sínu. 22. október. Á flugi yfir Suður- Frakklandi. í gærkveldi var okk- ur sagt, að véðurspáin væri mjög slæm, að það væri ólíklegt að við gætum flogið að degi til, en að við kynnum að geta flogið til Möltu um kvöldið. Þar sem ég var alveg grunlaus, var ég ekki kominn á fætur klukkan 8,30 f. h, þegar mér var skyndilega tilkynnt, að veðrið hefði batnað og að fyrirhugað væri að við legðum af stað klukk- an 9. Eg varð að flýta mér að klæðast, raka mig og borða morg unverðinn, svo að forsætisráðherr ann þyrfti ekki að bíða eftir mér.... “ Þremur dögum* eftir heimkomu sí'na frá Moskvu fékk Brooke sím skeyti frá sínum gamla starfsbróð ur og ráðgjafa, Marshall hershöfð- ingja. Það hljóðaði svo: „Kæri Brooke, samkvæmt áliti Harrimans, sem er hér, Deane I Moskvu og Wedemeyers, sem var í Cairo, hafið þér náð frábærum árangri í viðskiptunum við Stalin. Hamingjuóskir og innile^ustu þakkir. G.G. Marshall“. 26. október. Herráðsforingja- fundur í morgun til að ræða um skeytið frá Marshall, þar sem hann virðist vera þeirrar skoðun- ar, að við ættum að geta bundið enda á styrjöldina fyrir næstu áramót. 3. nóvcmber. Forsætisráherr- ann gerði boð eftir mér klukkan 10,45 f. h. Hann kvaðst hafa verið að hugsa um hve æskilegt það væri að láta einhvern annan taka við starfi Dills, þar eð sá siðar- nefndi myndi ekki fær um að gegna því lengur. Það var ekki lengra síðan en í gær, sem hann hafði fullyrt, að einmitt þetta væri með öllu ónauðsynlegt og þá andmæltum við allir. Nú er það hans tillaga að senda „Jumbo“ Wilson þangað, láta Alexander taka við hans starfi, en Clark koma í stað Alexanders. Þetta er sennilega bezta lausnin, en allt veltur samt á því, hvernig „Jum- bo“- kemur sér við Marshall. í Cairo i fyrra hafði Marshall mik- ið álit á honum. Um kvöldið gerði forsætisráð- herrann aftur boð eftir mér, í þetta skipti til að ræða um fyrir- hugaða ferð sína til Frakklands. Hann ætlar að leggja af stað 10. nóvember og vill að ég komi með sér. 5. nóvember. Klukkan 9 f. h. var útvarpað fréttinni um dauða Jack Dill... Missir hans er óbæt anlegur. Ef hann hefði ekki verið í Washington, veit ég ekki hvern- ig farið hefði fyrir okkur síðast- liðin þrjú ár. Að mínum dómi er það Dill, sem stuðlað hefur mest allra manna að endanlegum sigri okk- ar.. Eg bar mikla virðingu fyrir honum og dáðist meira að honum en flestum öðrum mönnum, sem ég hef kynnzt. Og sá árangur, sem tilraunir mínar báru^til að fá Marshall til að fallast á hern- aðaraðgerðir okkar á Miðjarðar- hafi og Ítalíu, var eingöngu að þakka hjálp og aðstoð hans. 7. nóvember. Tókum á herráðs- foringjafundinum til athugunar skeyti, sem Winston vildi senda forsetanum, þar sem hann sting- ur upp á því, að Wilson taki við starfi Dills í Washington og að Alexander verði látinn taka við af Wilson. Monty kom til að borða hádegis Sigur vesturvelda, eftir verð með mér. Hann var eins og venjulega fullur ofurhuga og starfsorku, en gagnrýndi Ike harðlega fyrir herstjórn hans. Undirbúningur að för okkar til Parísar er nú hafinn og ákveð- ið hefur verið að leggja af stað fimmtudaginn 10. nóvember. í kvöld kom Cyril Falls, hernað- arlegur fréttaritari The Times, að hitta ■ mig. Hann kvaðst vera áhyggjufúllur vegna herstjómar- innar í Frakklanc^i, þar sem Eis- enhower gegndi tvenns konar herstjórn, þ. e. stjórnaði landher, flugher og, flota, sem yfirhershöfð ingi en kréfðist þess samtímis að hafa beina yfirstjórn landhersins á höndum. Hann hefur hitt nagl- ann á höfuðið og fundið veiku hliðina á þessu herS'jórnarskipu- lagi Ameríkumanna Tii allrar óhamingju verður það pólitískt atriði og Ameríkumenn, sem hafa öflugri land- og flugher, krefjast eðlilega þeirra forréttinda að ákveða hvernig skipuleggja skuli herinn og stjórna honum. 9. nóvember. Ræddi í dag við Monty, áður en hann fer aftur til Frakklands. Hann heldur enn áfram að karpa um stjórnarfyrir- komulagið í Frakklandi og þá staðreynd, að styrjöldinni sé hald ið áfram lengur en nauðsynlegt ■sé. Eg viðurkenni það, að fyrfr- komulag herstjórnarinnar sé slæmt, en þvi verður ekki auðveld lega breytt, þar serii Amerílui- menn telja eðlilega réttlátt að þeir hafi mest að segja. Kannski verður auðveldara að sannfæra þá eftir að þeir hafa séð árangur- inn af þvi, að dreifa hernum yfir allar vígstöðvarnar — sannfæra þá um að róttæk breyting sé nauðsynleg, sem miði að því að j draga herinn saman á mikilvæg- ustu stöðunum. 10. nóvember. Eftir venjulegan herráðsforingjafund um morgun- inn borðaði ég morgunverð tím- anlega og hélt af stað til Northolt flugvallarins. þar sem ferðafélag- arnir komu saman, reiðubúnir að stíga upp í tvær Dakotaflugvélar og leggja af stað til Parísar. I förinni verða: forsætisráðherr- ann, Anthony Eden, frú Churchill og Mary, „Pug“ Ismay, Cadogan 0. fl. Við fengum ágæta ferð og lentum klukkan 4,30 e. h. rétt fyrir sunnan París. Á flugvellin- um biðu okkar heiðursvörður, de Gaulle, Juin, margir ráðherrar og embættismenn, Svo var haldið í mörgum bif- reiðum um götur Parísar og til Quai d’Orsay, þar sem fyrirhugað er að Winston dvelji. Þar skildum við við hann og ókum áfram til Continental gistjhússins, aðal- stöðva Jui\is, þar sem mér er bú- inn dvalarstaður. í herberginu mínu í gistihúsinu fann ég nokkr ar ómetanlegar fuglabækur, sem fengnar höfðu verið að láni í nátt úrusögusafninu handa mér til að líta i. Um kvöldið borðaði ég miðdeg isverð með forsætisráðherranum í Quai d’Orsay. Auk mín voru þar frú Churchill, Mary, Anthony og Beatrice Eden og Cadogan. 14 T f MIN N , föstudaginn 5. október 1962 — r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.