Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 2
. lögmál nsons Cecil Northcote Parkinson mótaði fyrsta lögmál sitt, sem við hann er kennt, er hann var prófessor í sagn- fræði við háskólann í Mal- aya. Þar segir að verkið muni aukast unz að því kem- ur að það tekur allan þann tíma, sem er til umráða til að Ijúka því — og jafnvel þótt óbreyttum starfsrnönn- um sé bætt við muni vinnu- krafturinn aldrei draga úr vinnuþunganum. Prófessor- inn henti á brezka flotann HENDING GETUR RÁÐIÐ Jafnvel hinir gáfuðustu rithöfundar og skáld eiga oft örðugt með að feta fyrstu sporin. Lenore Mar- shall segir frá því í blaða- grein í Saturday Review að hún hafi starfað árið 1929 við lítið bókaforlag í New York, fátæklegt fyrirtæki. Þangað streymdu inn liand- rit frá rithöfundum sem höfðu alls staðar annars staðar fengið afsvar og neit- un og áttu ekki I annað hús að vernda. Eitt sinn fékk hún í hendur þvælt og velkt handrit að skáldsögu sem bar titilinn „The Sound and the Future“. Það hafði far- ið milii 13 forlaga og var í svo aumkunarverðu ástandi að það var orðið nær ólæsi- legt. Þrátt fyrir það tókst Lenore Marshall að komast til botns í því og varð þess fljótt áskynja að hér var skáldgáfa á ferð. Höfundur- inn var ungur og óþekktur, William Faulkner að natni. Hún skrifaði honum vin- gjamlegt bréf, stakk upp á ýmsum lagfæringum á sög- unni en það varð til bess að rithöfundurinn móðgaðist og stökk upp á nef sér. Hann samþykkti þó um síðir að fara að ráðum hennar og síðan var bókin gefin út árið 1929 undir nafninu „The Sound and the Fury", Suðurríkjaróman. Það var raunar fjórða bók Faulkn- crs, áður hafði hann gefið út Ijóðabók og þrjár skáld- sögur. , máli sínu til stuðnings og sýndi fram á að starfslið flotans hafði tvöfaldazt jafn- framt því sem skipakostur- inn minnkaði um helming. í öðru lögmáli Parkinsons, sem fram kom 1960, í bókinni „The Law and the Profits", seg- ir að útgjöld vaxi þar til þau hafi að fullu gleypt tekjurnar. Það lögmál gildir jafnt um heim- ilishald sem stæfri og umsvifa- meiri fyrirtæki. Launahækkun einstaklings verður strax að engu við hækkandi vöruverð og útgjöld ríkisins hækka í sam- ræmi við vaxandi skattatekjur. Það er skiljanlegt að ríki sem eiga í styrjöld þurfi á meiri fjár- munum að halda og stórhækki því skattana, en Parkinson hef- ur bent á að skattarnir lækki aldrei á tilsvarandi hátt eftir að friður er saminn. £&$ Nú bætist við þriðja lögmál Parkinson, en að því hefur pró- fessorinn unnið á eynni Guerns- ey undan Englandsströndum þar sem skattar eru hóflegir. Þar hefur hann setzt að og ætlar sér að helga sig eingöngu stjórn- málasagnfræði, en fátt bendir til þess að honum vinnist næg- ur tími til þess, hann er sífellt á þeytingi út og suður til að halda fyrirlestra um hin víð- frægu lögmál sín og túlka þau á réttan hátt. í þriðja lögmáli sínu leitar Parkinson enn á ný inn í myrk- viðu skrifstofubáknsins og tekur fyrir þau vandamál sem því fylgja, hann heldur því fram i þessu þriðja lögmáli sínu að út- víkkun hafi það í för með sér að yfirsýn tapist og það leiðir aft- ur til þess að hrörnun hefst. Þeg- ar fyrirtæki hefur glatað fram- kvæmdahug sínum og stjórn þess leggur alla áherzlu á snurðu lausan gang án þess að fitja upp á nýjum, persónulegum, ef til vill frumlegum hlutum, þá er hrörnun þess hafin, segir prófess or Parkinson. PRÓFESSOR PARKINSON Hetja hans er forstjórinn sem er fær um að framkvæma hlut- ina á eigin spýtur og notar ekki nema brot af tíma sínum til þess að lesa fyrir bréf og tala i síma. Mestur tími hans fer í að hafa persónulega umsrjón með hinum ýmsu deildum fyrirtækísins og rekstri þess. Hann tilkynnir allt- af komu sína fyrirfram. Fari svo að hann geti ekki komið, hefur það alltaf þann kost að lögð er sérstök alúð við starfið meðan beðið er eftir honum. Styrkur hans liggur í því að hann þekkir alla starfsemina af eigin reynslu, lætur sérsekki nægja skýrslur um hlutina. Þess vegna er það sjaldnast sem hann kippir sér upp við það þótt vélar stöðvist af sliti eða eitthvað fari aflaga, — hann hafði búizt við þessu. Aftur á mót standa þeir verr að vígi, þeir forstjórar sem loka sig inni á skrifstofu sinni alla daga, umgirtir skýrslubúnkum og skjalamöppum, „Hann sinnir ekki öðrum hlutum en þeim sem athygli hans hefur verið vakin á, þvi hann er að mestu leyti hættur að nota eigin athyglis- gáfu. Hann er í rauninni sigrað- ur af starfi sínu.“ y £&$ VARMA PL AST EINANGRUN Þ. Porgrlmsson & Co Borgartúm 7 Simi 22235 WILLIAM FAULKNER AFMÆLISHÁTÍÐ Norræna félagsins í Þióðleikhúslnu fyrlr s. I. helgi var mlkll og vegleg. Dagskráin var mjög efnisvönduð og ágæt. Mest bar aS sjálfsögðu á framlagi helð- ursgestanna, frú Önnu Borg og Paul Reumert. Söngur norsks óp. erusöngvara var og með ágætum og einnig leikur hins sænska fiðlu- snillings. Á eftir var gott hóf í Kristalsal Þjóðlelkhússins, og lýsti formaður félagslns, Gunnar Thor- oddsen, fjármálaráðherra þar yflr kjörl þriggja heiðursfélaga, þelrra Sigurðar Nordal, Guðlaugs Rósin- kranz og Stefáns Jóh. Stefánsson. ar, en þeir hafa allir verið for. menn félagslns og lagt mikið starf tll vaxtar því og eflingar norrænn! samvinnu. FRÁ fSLENZKU sjónarmlði var þó einn Ijóður á þessari hátíð, og hann var sá, að flest, sem þar var talað i dagskránni, var á dönsku, svo að þetta var eiginlega dönsk messa ekki síður en samnorræn hátíð. Hið eina, sem mæl't var á íslénzku, var ávarp formanns fé- lagsins .Hins vegar Ibsen lesinn á dönsku og einnig Gunnar Gunn- arsson og Jóhann Sigurjónsson, og var það satt að segja ekki mikið eyrnayndl, þrátt fyrir ágætan lest- ur og leik flytjenda, sem síður en svo ber að vanþakka. Ég hefði þó satt að segja kunnað því betur, að hinir ágætu leikendur hefðu flutt einhver öndvegisverk, samin á dönsku. Það hæfir dönskunni bezt, sem samlð er af dönskum mönnum og á dönsku, og hið sama má segja um norsku, islenzku og sænsku. Á norrænum hátíðum ætfi að gæta þess að flytja verk yfirleitt á frum máll sínu — móðurmálinu. Það er auðvitað sök sér að flytja íslenzk verk á dönsku, norsku eða sænsku á hátíðum erlendís, þar sem áhoyr endur skilja ekki málið, en að flytja rammíslenzk verk á íslenzkrl hátíð, fyrir íslenzka áheyrendur og meira að segja i íslenzku þjóðleik húsi á dönsku er heldur langt gengið. Óneitanlega hefði verið meira yndi að því á þessum stað og stundu að heyra Reumert-hjónin flytja eiithvert danskt öndvegis- verk í stað siðasta þáttar Fjalla- Eyvindar á dönsku — jafnvel þó að hann væri á góðri dönsku og svo afbragðsvel fluttur, sem raun bar vitni. í dagskrána vantaði og alveg islonzkt listafólk, sem flyttl ís- lenzk verk, Einnig var þess sakn. að, að englnn Finnl skyldi koma þar fram — og ánægjulegast af öllu hefði verið að sjá þar fær- eyskt skáld eða listamann. ANNARS er Norræna félagið i/vex'ti og er þar vel að málum unnið á ýmsan hátt. Félagatala hefur vaxlð hröðum skrefum, nýjar deildir ver ið stofnaðar víða um land og það beitir sér fyrir margvíslegum menn ingartengslum við frændþjóðirnar iustan ála. Hins vegar er ekkl eins mikil reisn á útgáfu félagsins og áður var, og rit þau, sem félags- menn fá nú, jafnast á engan hátt við ritin Nordisk Kalender og Nor- ræn jól, sem fyrr á árum komu út. — ‘Hárbarður. VÍÐAVANGUR Vísir áhyggjufuliur Vísir ræðir j gær um horfur á því, a» Brefcar gangi í Efna- haigsbandalag Evrópu, og leynir sér ekki, að hann hefur þungar áhyggjur af þeirri tregðu, sem nú e'inkennir Bretia í þessu máli. Stjór,narfIokkarnir hafa látið svo sem þeir vildu athuga á hlutlausan h'átt öll rök með og móti þv| að ísland tengdist EBE, en léti ekki uppi neinn ákveðinn vilja í því efni að sinni, hvað þ'á beittu áróðri fyr- 'ir því að við gengjum í EBE. En hugur Vísis til málsins leyn- ir sér svo sem ekki — hann o>g aðstandendur hans eru fyrir fnam ákveðnir í málinu. Vísir segir í 'leiðara í gær: „Aðild Norðurlandanna að EBE mótast mjög af þátttöku Breta í bandalaginu. Því er eð’lilegt, að það valdi nokkurri áhyggju í þeim löndum ef tví- skinnungs gætir j afstöðu Breta“. Það leynir sér svo sem ekki, að Vísir hefur treyst því, að Bretar rynnu ótrauðir og hik- laust inn í EBE, og svo igætu fslendingar og aðrir Norð'ur- landabúar elt þ'á og þyrftu ekk ert að meta þetta eða vega sjálfir. En er þetta hepipileg afstiaða við athugun þessa máls? Leiðir hún til hlutlausr- ar og rökrænnar nið’urstöðu? „Krónan gjaldgeng" Vísir er drjúgur yfir því í gær, að íslenzka krónan sé nú orðin gjaldigeng í bönkum er- lendis, þannig að menn geta gengið með íslenzkan seðil inn í erleiida banka og fengið hann greiddan í gjialdmiðii viðkom- andi Iands. Þetta hafi nú al- deilis ekki verið hægt áður, oig þetta sýni áigæti viðreis.narinn- ar og tnaust útlendra á fjárm'ál um fslands, segir Vísir. En Vísir gleymir hinni raun- verulegu skýringu þess.a máls. Hún er sú, hve ísl. krónan er orðin verðlítil. Það vissi svo að segjia hvert einasta manns- barn í landinu, að auðvelt væri að gera íslenzka pen'inga selj- anlega erlendis, VÆRU ÞEIR HAFÐIR NÓGU ÓDÝRIR, væri gengið fellt nógu mikið, og það var einmitt það, sem „viðreisin. ar“-stjór,nin gerð'i. Hún bauð bana íslenzku krónuna fyrir nógu lágt verð. En af því að Vísir er bisniss-blað, ættu rit- stjórar hans að vita, að það er hægt að seija svo að segja hvað >i sem er — jafnve'l erlendis — ef verðið er haft NÓGU LÁGT. Það væri meira að segja hægt að selja 10 þús. eintök af Vísi í Kaupmannahöfn eða LoiUdon, ef verðið væri ekki hærra en á úrgangspappír. Það var ekk- ert afrek og ekkert þjóðráð, sem stjórnin fann — aðeins að verðfella sj'álfan sig nógu mik- ið. Þess vegn/a er nú ísland orð ið annað ódýrasta ferðamanna- land j álfunni, eins og Mbl. hef- ur upplýst. „Stétt með stétt“ Eitt helzfca slagorð Sjálfstæð- isfiokksins fyrir allar kosningar er „stétt með stétt", og að hann vi'lji umfram al'lt stéttafrið og sé ,yallra stétta flokkur". Eitt glöggt dæmi um það, hver hug ur fylgi þessu máli er bréf, sem Mbl. birtir fyrir nokkrum dög- um, þar sem „húsmóðir" í Reykjavík er látin senda bænd- um tón’inn. Hér eru svolítil sýnishorn úr pistlinum: „Nú finnst mér, að tími sé (Framhald á 12. síðu). 2 TÍMINN, laugardaginn 6. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.