Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 9
I#M NU KOMA EKKIV H' ÓLAFUR HALLDÓRSSON [VAÐ sér áttatíu og átta ára gamall maður, sem nú leið- ir sjónum farinn veg? Bylting- una, hefffi margur svarað um- svifalaust. Hann sér bylting- una, sem tími hans spannar, umskipti frumstæðra lifnaðar- hátta og' vélabúskapar, hann skiptir áttæringj fyrir vélknú- inn farkost og slær ljáinn úr orfinu og sezt upp upp á sláttu- vél. Véltækni nútímans hlýtur að vera stöðugt undrunarefni svo gömlum manni, er hann leiðir sjónum farinn veg. En þegar rætt er við gamla menn kemur í ljós, að véla- skrölt nútímans skipar lítið rúm i hugskoti þeirra. Ekki svo að skilja, að gömlu mennirnir líti tæknina smáum augum, en hug- ur þeirra er bundinn við það, sem var fyrir tæknina. Það kemur í Ijós, þegar rætt er við gamla menn, að þeir virða meir orfig og Ijáinn en traktor með sláttuvél. Áttæringurinn er virðulegra tæki til lífsframfær- is en hundrað lesta vélskip með bergmálsdýptarmæli og radar. Gangan í verið er meiri ferð en sama vegalengd farin í bifreið, þótt tilgangurinn sé samur. Munurinn er fólginn í því, að með árina í höndum þurftu menn meira að leggja fram af sjálfum sér. Það var meiri þol raun að ganga i verið en sitja þangað í bíl. Og kappsláttur meg dráttarvélum stenzt eng- an samanburð við það að standa gleiður á teignum og skára grasið meg ljánum. Þar birtist manngildismat eldri kynslóðar. stað- og tíðbundið raunsætt fullmat á líkamlegu þreki, brjóstviti og seiglu; lífs- skoðun gömlu mannanna. hrein og óforbetranleg einstaklings- hyggja. Og því var það, að Ó 1 a f - urHalldórsson frá Álft- arhól í Landeyjum orðaði ekki byltinguna, þegar við reyndum að færa hana í tal. Ólafur er áttatíu og átta ára gamall og talar ekki um vélskip því hann hefur stundað róðra frá Land- eyjasandi og komig opnu skipi fullu af frostgraut í höfn í Vestmannaeyjum. Ólafur er fæddur og upp- alinn á Rauðafelli undir Aust- ur-Eyjafjöllum, en þar austur eru byggðarlög mikilla sanda og sæva. Fyrsta verk Ólafs, sem mannsbragð er að og hann man eftir, var að hann hljóp uppi örn og barg honuip frá hung- urdauða. Ólafur var staddur á Hrútafellsaurum, þá innanvið fermingu, er hann sá örninn. Fuglinn flaug, þegar Ólafur nálgaðist hann, en settist aft- ur skammt frá á aurunum. Ól- aftur hélt áfram. Eftir nokkurn eltingaleik gekk hann að fugl- inum, sem virtist máttfarinn. Þá sá Ólafur, að nefið á ern- inum var vaxið fram í boga kringum gogginn svo fu.glinn gat ekki opnað hanin Örninn læsti klónum í Ólaf, en hann hélt honum frá sér meðan hann Hlgaði krókinn af. — Ekkert skil ég í því, hvernig ég fó” að hlaupa uppi örninn. segir Ólafur. og því síð- ur, að hann 'kvldi láta mig ná sér. Nú er örn horfinn úr byggðinni og sést þar ekki meir en heimafuglinn, fýllinn, situr í friði í björgunum. Og nú er langt siðan fýlatekja var lögg af, en í tíð Ólafs á Rauða- felli var fýllinn étinn. Mýrdæl- ingar höfðu það lagið að bíta fýlinn, grípa um kverk hans, stinga hausnum upp í sig og leggja að kúpunni með tönnun- um. Eyfellingar gerðu þag líka, en láta í það skína, að Mýrdæl- ingar hafi gert þetta betur. Ef bitið dugði ekki var krakað með puttanum ofan í marða kúpuna. Sumum þeim, sem ekki hafa vanizt fýlatekju, þyk- ir þetta kynlegur máti, en geta þó ekki bent á betri aðferð. Ólafur rak fráfærulömb yfir Fimmvörðuháls og niður í Goðaland, þegar hann var um fermingu. Þetta mun vera ein hæsta upprekstrarleið, sem notug er, nær 1100 metra yfir sjó. Þá voru lömbin rekin á jökli um Morisheiði úiður í Goðalandið, og nú er .iökuliinn horfinn á þéssum slóðum. — Nú koma engir vetur móti því sem þá var, segir Ól- afur, en orðar ekki hvort hon- urn líka þau umskipti veðrátt- unnar betur eða verr. En á tónfallinu má skilja hvora vet- urna honum finnst meira til um. þá fyrri eða síðari. Við sátum stundarkorn á tali við Ólaf í húsi skyldmenna hans hér í Reykiavík. og hann sagði okkur margt, sem gamlir nVenn muna. Hann sagði okkur frá jarðskjálftunum 1896, en þá. var Ólafur í Reynisdal í Mýr dal. Flest heimilisfólkig var í baðstofu, þegar jarðskjálftarnir hófust. Skyndilega nötraði bær- inn og hellan á súðinni glamr- aði eins og þakið mundi falla í samri svipan. Fólkið hraðaði sér út og bjó um sig í hlöðunni. Sá ótti, sem greip um sig, Framhald af bls 12 MINNING: Steinunn Ingimarsdóttir í dag, laugardaginn 6. septem- ber, eru fánar í hálfa stöng á Akranesi. Hvers vegna? Það er verið að jarða hana St^inunni. Og jafnvel enn er það svo, að menn eiga bágt með að skilja, að hún er horfin okkar mannlegu sjón- um. Hún andaðist 26. sept. s.l. Fáum klukkustundum eftir að hún veiktist var sál hennar flogin til æðri heima. Iljartað, sem bárðist fyrir fögrum hugsjónum, var hætt að slá, og höndin, sem vildi vinna hverju góðu máli lið, var orðin köld. Steinur-n var fædd í Reykjavík 18. maí 1917. Foreldrar hennar voru hjónin Bóthildur Jónsdóttir og Ingimar K. Magnússon trésmíða meistari, sem nú búa hér á Akra nesi. Hún er Borgfirðingur, en hann ættaður úr Dala og Stranda- sýslum. Steinunn var elzt barna þeirra Hún giftist Halldóri B. Jörgenssyni húsasmið á Akranesi. þar bjuggu þau og eignuðust fjög- ur mannvænleg börn. Steinunn var greind kona, skáldmælt vel og kunni einnig vel að fara með óbundið mál. Var róleg í fasi og framkomu. en átti til kímnigáfu, sem beitt var af mikilli smekkvísi og aldrei neinum til meins. Hún var listfeng á mörgum sviðum og bar heimilið merki þess. Starf hennar var mest innan heimilis síns, sem hún prýddi og mótaði af sinni miklu ljúfmennsku. Og með sínum ágæta manni, börnum og tengdabörnum, tók hún hverj- um, sem að garði bar, með þeirri gestrisni, sem hefur frá öndverðu verið aðalsmerki góðra heimila á íslandi. Mér, sem þessar línur ritar, er ekki kunnugt um störf hennar ut- an heimilisins, nema innan stúk- j unnar Akurblóm nr. 3, og það er hennar kveðja, sem þessar línur eiga að flytja. Þar starfaði hún af lífi og sál, þar vann hún að máli, sem hún unni af skilningi, og í krafti þeirrar sannfæringar, að áfengið væri sá bölvaldur í þjóð félaginu. sem hver góð móðir hlyti að heyja stríð gegn. Og virina eft- ir megni að vísa ungum sem öldn- um leiðina fram hjá því, til heil- brigðs lífs. Og allir þeir, sem nutu þess að vinna með henni, minnast þess starfs með gleði og þakklæti. Sannfærðir um, að ef til vill sé hægt að fá jafngóðan samstarfs- mann, en aldrei betri Þess vegna færum við henni nú að leiðarlok- um hjartans þökk fyrir liðin ár. Og tökum undir þá ósk, sem ég veit, að mundi vera hennar. Að íslenzk æska mætti skilja, að al- gjört bindindi er eina örugga leið- in til velfarnaðar, bæði þessa heims og annars. Steinunn hafði glöggt auga fyrir öllu sem fagurt var, hún hafði gaman af að ferðast og kynnast fegurð lands síns. Nú tvö síðastlið- in sumur hefur verið efnt til hóp- ferðar héðan af Akranesi, í fyrra um Vesífirði og nú í sumar norður og austur um land til Hornafjarð- ar. í báðum þessum ferðum voru Steinunn og Halldór. Ef slikum ferðum verður haldið áfram, þá er hér komið skarð í hópinn. sem .ekki verður aftur fyllt. Nú hnípir heimili hennar í sorg, eiginmaðurinn, börnin og tengda- börnin, barnabörnin, sem varla vissu enn, hve góða ömmu þau áttu. Aldraðir foreldrar sjá á bak henni, sem var þeim gleði og styrk ur. Það er erfitt að skilja þetta, þegar samferðafólk, sem öllum vill vel, hverfur frá okkur í blóma lífsins. En það þýðir ekki að deila við dómarann, heldur verðum við að sætta okkur við orðinn hlut. Þakka fyrir liðnar samverustund- ir, samhryggjast nánustu ástvin- um, sem sjá á bak ömmu, mömmu, tengdamóður, eiginkonu, systur og dóttur. um leið og við þökkum bjartar minningar um góða konu. Það er gott að lifa í minningum, þegar þar ber engan skugga á, þannig er það í þetta sinn, gröf- in er aðeins augnabliks bið. Anda, sem unnast, fær eilífð aldrei að skilið. Og að lokum, í nafni ferðafé- laganna frá liðnum sumrum og félaganna f stúkunni. þökk fyrir samveru og samstarf> Megi máttur sá, sem öllu ræður og stjórnar, veita ástvinum hennar s-tyrk til að finna fróun í sorg sinni og lifa í gleði minninganna. Lifa og starfa í anda Steinunnar, sem við kveðj- um um stund í dag. Ari Gíslason „Stuttur var starfstím en starf það var miki' er með dáð og dugnaði dyggðum prýdd kona. af lauk með orðstír beztum“, Þannig kvað Matthías um merka konu, er lézt í blóma lífsins. Slík- ir atburðir minna jafnan á, hve lifið er fallvalt og dauðinn misk- unnarlaus. Gagnvart honum birt- ist vanmáttur mannanna fullkom- lega. Steinunn Ingimarsdóttir veiktist af heilablæðingu 26. sept. si og lézt sama dag, aðeins 45 ára gömul. Fædd 19. maí 1917. Hún hafði kennt heilsubrests hin síðari ár, en andlát hennar kom samt sem áður mjög á óvart. Það syrtir að, er svo váleg tíðindi berast. Eg sá hana fyrst fyrir rúmum 20 árum, nýgifta gömlum skóla- bróður mínum og vini — Halldór' Jörgenssyni, húsasmíðameistara á Akranesi. Mér leizt svo, að Hall- dór hefði hlotið glæsilegan kven- kost, enda var sú raunin. Árin (Framhald á 12. síðu) T f MIN N, laugardaginn G. október 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.