Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrír augu vandlátra blaða- lesenda um allt land. Föstudagur 19. okt. 1962 — 46. árg. FRYSTA ORÐIÐ Myndin er af norska skuttogaranum „Hekketind". Ef íslendingar eignast fiskiranwsóknaskip, verður það að líkindum svipað útlits. — VON Á SKUTTOGARA TIL FISKIRANNSÓKNA? JK—Rcykjavfk, 18. október. Enn eiga íslendingar ekkeri eiginlegt fiskirann- sóknaskip, en fyrsta slíka skipið veríur sennilega skuttogari. Tiltölulega stutt er, síoan farííS var aS smíða þá, en vinsældir þeirra fara stöðugt vax, andi, og þeir hafa einnig ýmsa kosti, sem fiskifræð ingar telja gagnlega fiski- rannsóknaskipi. Árið 1958 var ákveðið á Alþingi, að viss hhrti útflutningssjóðs- gjaldsins skyldi renna til fiski- rannsóknaskips, og hefur gjaldinu verið haldið síðan. Sjóður þessi hefur smám saman gildnað, og nú eru í honum um sjö milljónir króna. 7Ö0 tonna fiskirannsókna- skip kostar yfir 30 miljónir, svo að minnst 25 milljónir skortir ean fyrir skipsverðnu. , Óstaðfestar fregnir herma, að á næstu vikum kunni að opnast möguleiki á erlendum lánveiting- um, til þess að kleift verði að láta smíða slfkt skip. Ef svo er, mun gamall draumur þar með rætast, I að vera það mikið gleðiefni. | togaralagi er að ytra útliti mjög og ætti öllum viðkomandi aðilum' Fiskirannsóknaskip með skut- Framn. á 15. síðu Reykjavík, 18. okt. Gylfi Þ. Gíslason upp- lýsti á Alþingí í dag, þeg- ar rætt var um efnahags- málafrumvarp Framsókn- armanna, að frysta spari- féð í Seolabankanum væri nú orðið um 490 millj. kr. Eysteinn Jónsson fylgdi frum- varpinu úr hlaði meg ýtarlegri ræðu, en megin efni frv. er tví- þætt: í fyrsta lagi verði frystingu sparif jár hætt og í öðru lagi verði vextir lækkaðir í það, sem þeir voru fyrir „viðreisn." Eysteinn Jónsson sýndi fram á, að ójafnvægi í efnahagsmálum og verðbólga hefði aldrei verið meiri en nú, og því hefði það sem átti að ná'st með „viðreisninni" ger- samlega mistekizt. Hins vegar hefði tekizt með henni að gera tekjuskiptinguna í landlnu miklu ranglátari. Þá sýndi Eysteinn Jónsson fram á að mjög myndi draga úr allri uppbyggingu ef halda ætti lána- samdrættinum áfram því að miklu meira fé þyrfti nú til allra fram kvæmda en áður. Gylfi Þ. Gíslason svaraði ræðu Eysteins Jónssonar og gaf áður- greindar upplýsingar. Hann hélt því fram að Eysteinn Jónsson hefði mjög snúist hugur síðan hann var í ríkisstjórn. Eysteinn Jónsson sagði að frum varp Framsóknarmanna sýndi hið gagnstæða. Þar væri lagt til að Framh. á 15. slðu 7 beinagrindur finnast við uppgröff í Flóanum SG—Túni, 17. okt. — f haust þegar Eirfkur bóndi Þorgilsson í Langholti í Flóa, var ag grafa fyrir smá-byggingu austan við fbúðarhús sitt, kom hann niður á mannabein. Var hátt á þríðju alin niður á þau. Er svo að sjá, að þarna hafi verig gamall kirkjugarður, en ekki er fólki hér kunnugt um sagnir þess efnis, að kirkja hafi verið í Langholti, enda sjálfsagt langt sfðan, þar sem beinin eru mjög fúin. Bygging sú, er Eiríkur ætlaði að reisa þarna, átti aðeins að vera 4x5 metrar að ummáli, en samt komu þarna í ljós 7 beina grindur. 5 lágu hlið vig hlið, en tvær f jær. Utan um eina sást aðeins móta fyrir hliðarfjölum í kistu og hefur hún sennilega verið yngst, eða viður þar betri. Lá sú beinagrindin öðruvísi en hinar og venjulegt er. Var hún á hliðinni með höfuðið mjög sveigt aftur og einkennilega kreppt að öðru leyti, og hefur mönnum jafnvel dottið í hug, aíf þarna hafi verið um kvik- setningu að ræða. En sjálfsagt er ekki hægt að fullyrða neitt um það og cnginn til frásagnar um ástæðu til þessarar ein- kennilegu legu. Eiríki þótti ekki viðkunnan- legt að hefja byggingu á þess- um stað vegna þessa fundar og mun ganga frá aftur til hins fyrra horfs. Blaðið aflaði sér í dag upp- lýsinga um það, hvort kunnugt væri um kirkjustað í Langholti til forna, og virðist svo ekki vera, en Þó kvað séra Sveinn Víkingur, sem er maður mjög fróður um slfka hluti, margt benda tU þess, að svo hefði verifí í kaþólskum sið. En ör- uggt virðist af lýsingum, að þarna sé um kristinn grafreit að ræða. Um það, hvort þarna geti verið um kviksetningu að ræða, raun erfitt að fullyrða, en ýms- ar ástæður telja fróðir menn geta legið til þess, ag Iegan sé undarleg. ESEVSSÓKN í ÖRÆFIN SJA BLS. S

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.