Tíminn - 04.11.1962, Side 9
Háskólahverfi8.
MEÐ ÍSLENDING-
UM í ANN ARBOR
Ferðin hingað gekk vel, þó var
hitinn í flugvélinni nærri óbæri-
legur sjálfsagt um 30° á C.
Þegar til New York kom, var
flugvélin orðin það mikið á eftir
áætlun, að mér tókst aðeins með
miklum hlaupum að ná véíinni til
Detroit. Þetta var gríðarstór far-
þegaþota og var eins og að koma í
annan heim að fljúga með henni..
Þegar ég kom út úr vélinni í
Detroit lá við að ég fengi „sjokk“,
hitinn var svo gífurlegur. Til
Ann Arbor kom ég með áætlunar-
vagni um kvöldið og tók allt ferða
lagið þangað frá Reykjavík 18%
tíma.
Ann Arbor virðist snotur borg
með mörgum fallegum byggingum
og afar miklum gróðri, mergð af
bilum, sem aka hratt, enda allir
vegir malbikaðir, rennisléttir og
beinir. Mikið er af skorkvikind-
um og verður maður einkum var
við kvikindi sem kallað er
,.Crieket“ og er skylt engisprett-
um. Þessi dýr gefa frá sér allhátt
og skerandi, suðandi hljóð, sem
heyrist langt. Á kvöldin taka mill-
jónir af þessum kvikindum til að
suða og ómar þá öll borgin tímum
saman. Af veðrinu er það að segja,
að það er nú heldur áð skána.
Fyrir viku komst hitinn upp í 32°
á C. í skugganum og var ég þá
— Bréfakaflar fi
með hitabólur um skrokkinn í
nokkra daga,'en nú er hitinn þetta
15—20° C. og er ósköp þægilegt.
Þrumuveður koma stundum á
kvöldin og er stórkostleg sjón að
horfa á þær hamfarir. Annars er
yfirleitt logn og léttskýjað. Hér í
Ann Arbor búa nú 11 íslending-
ar með krökkum talið (Ragnar
Ingimarsson, frú, barn og systir,
Hannes Kristinsson, 3 börn og
bróðir og ég). Er þetta myndar-
leg nýlenda. Fólk virðist hér þægi
legt og frjálslegt, varla eins vana-
bundið og heima eða á Bretlands-
eyjum. Ef maður tekur til dæmis
klæðaburðinn hér þá geta menn
gengið alveg eins klæddir og þeir
vilja. Það mundi enginn veita því
athygli þó emhver gengi á stutt-
buxum og nærbolnumi einum, hér
eftir aðalstrætinu.
12. sept. Nú er lokið innritun í
háskólann. Innritunin er alveg
geysimikið fyrirtæki með ofboðs-
legri skrif ofurmennsku. Maður
fyllir út skjal eftir skjal, hvað
öðru flóknara. Það var eins og
maður væri á færibandi. Tveir
geysistórir salir höfðu verið hólf-
aðir niður og þar gekk maður fram
og aftur eftir ákveðnum „rúturn"
á námsmanni
í fulla tvo tíma. í Aberdeen tók
innritunin 2—3 mínútur, og mað-
ur fyllti aðeins út eitt lítið skjal.
Þetta var nú samt skemmtileg
reynsla og vel lízt mér á háskól-
ann. Nú er veðrið ýmist ,í skugg-
anum. í gærkveldi gekk yfir fer-
legt þrumuveður. Um daginn fór-
um við allir Islendingarnir hér og
i Detroit 16 alls með krökkum í
skógarferð. Á leiðinni var keypt
úrvals hangikjöt hjá bónda einum
og steikt úti á „grill“ við viðar-
kol. Var það alveg sérlega ljúf-
fengt. Skammt þaðan voru mörg
perutré og fengum við leyfi til
að éta fvlli nkkar af perunum sem
smökkuðust afskaplega vel. Mat-
urinn hér er annars mjög góður.
25. sept. Námið er nú byrjað af
fullum krafti Fyrsti áfanginn hjá
kandidötunum er „breitt próf“ í
aðalgrein þeirra áður en þeir geta
alveg helgað sig þröngu sérnámi.
Þetta er mjög þungt próf og gera
fæstir ráð fvrir að standast það
í fyrsta sinn. Er talið að allt að
97% falli í fyrsta sinn. En í ann-
að sinn verður að standast. Um
daginn fórum við nokkrir að líta
á svæði sem háskólinn á og er
Framhald a 13 síðu
Jónas Guðmundsson, stýrimaður:
Eitt kvöldið ræstu þeir mig og sögðu að það væri komið stríð, og
þeim var mikið niðri fyrir. Kennedy er að umkringja Kúbu, sögðu
þeir, og er reiðubúinn til að skjóta á Rússland. Sovézkar atomflug-
skeytastöðvar hefðu verið reistar á Kúbu með leynd, nægilega öflug-
ar til að draga allan mátt úr Bandaríkjunum.
Mér var hverft við og vafalaust hefur fleirum brugðið við þau
tíðindi að vera vakinn með heimsendi. ef ekki sjálfs sín vegna, þá
alltjent vegna barnanna og alls þess.
Vestfirzku fjöllin voru dökk og sæbarin, eins og venjulega og
það var kominn snjór í efstu hlíðarnar. Þau voru 50.000 ára. Myndu
þau standa öllu lengur úr þessu? Sjórinn ifaggaði skipinu blíðlega,
því það var landvar — myndi hann eitrast? í suðvestri blasti við
milli élja í alstirndan himin og nú er einskis spurt, því, að þarna
er það, sem fær mann til að líta á jarðarbúa eins og hvern annan
tittlingaskít.
Já, þannig er það, að það fer eftir því með hvaða sjónarhorni mað
ur lítur hlutina, hvort maður ekki bara brosir aumkunarverðu brosi
þegar þrýst er á hnappinn, sem færir manni heimsendinn, eða fyllist
skelfingu og hugsar um undankomuleiðir — skríður í holur. Já og
kannski vaknar sú spurning, hvað á maður að gera ef vitfirringarnir
fara að slást með kjarnorkuvopnum? Hvað gerir innanbúðarmaður
í postulínsbúð, þegar hann allt í einu verður var við, að nautaat er
hafið í búðinni?
Það kann að þykja brandari út af fyrir sig, að tala um almanna-
varnir í kjarnorkustríði. Örfáar hellisbúar emjandi og brenndir munu
vera einustu leifar mannkynsins — en leifar samt — og þar mun
enginn íslendingur verða, ef ag líkum lætur, því sennilega hefur
hvergi ríkt annað eins tómlæti í því sem menn nefna almannavarnir
og einmitt hér á landi. Þetta er miðað við að mjög illa fari.
Þegar menn fundu upp púðrið og byssurnar, sögðu þeir spekings-
lega: Nú verður aldrei aftur stríð. Það lá í augum uppi, fyrst það
var hægt að skjóta fólk, skjóta hús og skip, hvernig átti þá ag kom-
ast lífs af? En þarna skjátlaðist manninum, því hann þekkti ekki
sjálfn sig og síðan hafa verið látlausar styrjaldir í heiminum —
og menn lifa samt. Og nú skulum við spjalla svolítið um kjarnorku-
sprengjurnar.
Það er því miður ekki hægt að ábyrgjast líf mannkynsins í kjarn-
orkustyrjöld. Það fer eftir því, hvað kjarnorkusprengjur verða mikið
notaðar, hve stórar, hvar þær springa, í hvaða hæð, en það er hægt
að draga úr líftjóninu, sem þær valda. Ef t.d. Japanir hefðu þekkt
nútíma reglur í almannavörnum, hefði tjónið (líftjónið) aðeins orðið
brot af því, sem varð. Sérstaklega hefði sá harmleikur, sem enn er
í fullum gangi, orðið minni. Fólk, sem er að deyja kjarnorkudauð-
anum í dag, þótt svo langt sé um liðið, væri í fullu fjöri.
Kjarnorkudauðann ber að á þrennan hátt: Menn farast í þrumu-
storminum og hitabylgjunni. Þeir brennast og' þeir verða fyrir of
mikilli geislun. Við þessu eru til varnir í dag, það er að segja fyrir
þá, sem komast lífs af.
' Sá maður, sem hefur lifað af kjarnorkuloftárás, verður margs að
gæta, ef hann á að sleppa við frekara tjón á líkama sínum. Hann
má ekki álpast inn á geislavirkt svæði. Björgunarsveitir fara inn
á þau og dvelja þar svo og svo lengi. Mælitæki skammta þann tíma,
sem þar er óhætt að vera.
Hann verður að byrgja vit sín fyrir helrykinu, til að forðast að
geislavirk efni berist niður í líkamann. Þetta hefur verið nefnt
„eitrun“. Maður, sem hefur orðið fyrir „eitrun“, hefur andað að sér,
kyngt geislavirkum efnum, hann er vonlaus, því engln ráð eru til
að losa hann við þau og hann mun deyja kjarnorkudauðanum hægt.
Það næsta er að losa sig við geislavirk úrgangsefni, sem setzt hafa
á líkamann. Þau má þvo með vatni — venjulegu vatni — og sömu-
leiðis þarf að skafa vel undan nöglum og gæta vel að því að elcki
leynist geislavirk efni í hársverðinum. Þetta fer fram á sérstökum
baðstofnunum í löndum, þar sem almannavarnir eru á háu stigi. —
Svona er margt hægt ag gera, til að forðast líftjón í kjarnorkustríði,
en háskalegast af öllu er að vita ekkert, og að almenningur skuli
ekki fá upplýsingarit í hendurnar um það, hvað til bjargar megi
verða. Það hefur aðeins verið minnzt á eitt, tvö atriði almannavarna
í kjarnorkustríði, til þess að minna á, að eitt og annað sé til, sem
heitir varnir, og það eiga allir íslendingar heimtingu á ag‘ vita. —
Hvort menn eru með. eða á móti Rússum eða Ameríkönum, skiptir
ekki máli. íslendingar hafa lifað af myrkur miðalda og nærzt á bók-
um og þjóðkvæðum. Það kemur ekki að haldi í kjarnorkustríði og
því mikla myrkri, sem mun leggjast yfir. Þá er betra að hafa leið-
beiningakver en Andrarímur, betra að hafa æft loftvarnalig en
Hávamál eða sjálfa Sturlungu.
Fyrir Alþingi liggur frumvarp, sem mun eiga að koma nýrri skip-
an á almannavarnir. Þingmenn, gætið hvort ekki sé eitthvað mark-
vert þar að finna. Almenningur krefst almannavarna.
^TÍMINN, sunnudaginn 4. nóvendier 1962
9