Tíminn - 25.11.1962, Page 13
JÓLAÆVINTÝRIÐ UM ÞYRNIRÓS
WALT DISNEY
'ÍHEKE IS AM Alf? OF EXCITEMEMT1N1HE FARAWAY LANP
WHERE ^LEEPlMð SÉAUTY LIYES HAPpiLY EVER AFTER HER
/WARRIAGE TO PKINCE PHILLIP..
í ævintýralandi langt í burtu búa
Þyrnirós og prinsinn. Þar eru allir farn
ir að hlakka til jólanna.
— Hugsaðu þér! Nú eru bara fjórar
vikur þangað til!
— Þá verður gleðskapur og hljóð-
færasláttur í höllinni.
Inni í höllinni. — Þetta verða fjórðu
jólin,' sem við eigum saman, Þyrnirós.
— Mér finnst alltaf vera jól, síðan
ég hitti þig!
Fjörutíu dagar
tFramhaxd ai 9 siðu )
hafnarmynninu er sérkennileg
eyja, sem er þverhníptur klett
ur. Þegar við sigldum inn, kom
fjöldi eintrjáninga á móti okk-
ur. Aðallega voru þar strákar,
sem voru að sporta sig. Og ekki
höfðum við fyrr lagzt að, en
sölumenn hópuðust um okkur
og fóru að bjóða varning sinn,
trommur, negrahöfuð skorin í
tré, og alls konar drasl. Þeir
voru æði ágengir og spenntu
verðið hátt í byrjun, en svo
var hægt að prútta endalaust
við þá. Þarna, eins og í öllum
hafnarborgum þar syðra, lét
kvenfólkið ekki á sér standa,
Gísli
þégar gesti bar að landi. Ekki
voru þær kröfuharðar, þessar
ungu Afríkudætur, bláfátækar
og buðu sig fyrir sama og ekk-
ert. Fyrir kom, að þær ráku
augu í skítuga skyrturæfla og
vildu selja sig fyrir það. Þarna
fóru nokkrir í land og hittu
náunga, sem bauð þeim poka
með maurihuana-tóbaki. Þeir
keyptu þetta, heil feikn fyrir
1500 Afríkufranka, sem er um
240 krónur. En þeim þýddi
ekki að koma með þetta um
borð og þorðu það ekki. Við
höfðum ekki langa vidvöl í Dak
ar, héldum síðan til Casa-
blanca, til að sækja búslóðar-
draslið. Hvergi hef ég séð eins
mörg stórskip saman komin og
þar. Það var tilkomumikii sjðn.
Höfnin þar var grútskítug, —
drullubrák á stærðarsvæði. Og
því var ég hissa á, að fjölda-
margir sjómenn, einkum hol-
lenzkir, voru að baða sig í
þessum grútdrulluga sjó. Það
var svo sem hreinsunarbaðið!
Ekki áræddum við að fara í
land í Casablanca færri en 6
eða 7 í einu. Það mátti ganga
að því vísu, að Arabar sætu
um gesti, sem væru einir á
ferð og nörruðu þá afsíðis. Og
það var ekki alltaf, að hinir
ókunnugu kæmu til baka úr
slíkri landgöngu. Þeir arabisku
þykja svona heldur misindis-
menn margir hverjir. Annars
kom einn niður að skipi til
okkar, og hann gekk með með-
mælabréí upp á vasann. Það
var útgefið af einhverjum
sænskum skipstjóra, og í því
stóð, að þessi Arabi væri heiðar
legur maður! — Þeir höfðu
nú ekki margir bevís upp á
það.
— Fóruð þið víðar?
— Frá Casablanca var hald-
ið til Marseille og komið þang
að um sóiarupprás eftir 40
daga og 40 nætur í þessari Afr-
íkusiglingu. Ég féll ekki fyrir
þeirri freistingu að leggja upp
í annan túr með Flamingo, og
um leið og ég gengu 6 aðrir af
skipinu. Ég hélt síðan til Genf-
ar í Svis.s, þá til Strassburg og
var þar nokkra daga með göml
um skólabróður, þá til Luxem
burg og flaug heim þaðan með
Loftleiðavél. Þetta var ágæt-
asta sumarfrí. Og ekki laust
við, að mann sé þegar farið
að langa í annað eins.
Vesturbæingar athugiö
hefi opnað skóvinnustofa
Nesvegi 39
Fljót og góð afgreiðsla
Ferdlnandsson
skósmiður
Lækjargötu 6 — Sími 20937
Álfheimum 6 — Sími 37541
Nesvegi 39 — Sími 20650
TREUEBORG
GÓLFFLÍSAR ''“V1
endingargoðar
falleg mynztur
stuttur afgreiðslufrestur
GUNNAR ÁSGEIRSSON í
. Suðurla-ndsbr'aut 16 Sfmi 35200
I í M I N N, sunnudagurinn 25. nóv. 1962.
13