Tíminn - 04.12.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.12.1962, Blaðsíða 15
Frá Alþingi ákvæði um þjóðvegi. Þetta frum- varp fjallar aðeins um afmarkað fjárhagsatriði og snertir ekki ákvæði vegalaga. Af röksemdum stjórnarliða mætti hins vegar ætla ag stefnt væri að stórfelldri skipulagsbreytingu á vegalögum og væri því gott að fá eitthvað um slík áform að vita í sambandi við þetta mál. Magnús Jónsson sagði það í hæsta máta óeðlilegt og óviðeig- andi, að einstak ir nefndarmenn í stjórnskipuð- um nefndum færu að skýra frá störfum nefnda, sem undirbúa mál fyxir ríkisstjcrn ina. J6n Þorsteinsson sagði, að flutn ingsimenn frumvarpsins gerðu of mikið úr því, að Vestfirðir og Austfirðir hefðu orðið út undan um fjárframlög til vegamála. Sagði Jón engan veginn fullnægj- andi að Ieggja fram skýrslu vegamálastjóra um ástand veg- anna. Það er fólksfjöldinn, sem á að xáða, sagði Jón, þegar fé til vegamála er úthlutað og það ber að leggja áherzlu á þær fram- kvæmdir fyrst og fremst, sem fcoma fLestum að notum. Þegar það sjónarmið, sjónarmið fóiks- fjöldans er haft í huga, er ekki eins mikið leggjandi upp úr lý?- ingum flutningsmanna á vand- ræðaástandinu í umræddum lands hlutum, því að þeir væru fámenn ir. Ef þessir landshlutar hafa dregizt aftur úr, er engum um að kenna nema þingmönnum þeirra á undanförnum áratugum. Hermann Jónasson sagði, að því hefði ekki verið mótmælt í um- ræðum um mál ið, að jöfnun vegafjár milli kjördæma hefði verið sú megin- regla, ' ef gilt hefði á Alþingi, hvaða flokkar, sem með stjórn hefðu farið. Við, sem höf- um átt sæti á Alþingi lengi, vit- um ernnig, að það hefði verið erf itt að breyta þessari reglu. Það er ekki hægt að kenna einstökum þingmönnum um það, að Austfirð ir og Vestfirðir hafa dregizt aftur úr í samgöngumálum, heldur ræð ur þar landslag og vegalengdir. Mér hefur t. d. mjög oft verið legið á hálsi fyrir það af andstæð ingum, að ég notfærði mér að- stöðu mína og veitti of miklu fjármagni til míns gamla kjördæm is og kjörfylgi mitt í kjördæminu stafaði af þessu. Þá held ég að Sig- urði Bjamasyni myndi líka illa ásakanit flokksbræðra hans um það, að hann hafi verið deigur í baráttunni fyrir meira vegafé til Norður-ísafjarðarsýslu. — Þá sagði Hermann Jónasson, að lán- taka væri eina leiðin til að rétta hlut þessara landshluta í vegakerf inu og þá leið bæri að fara til að leiðrétta það misrétti, sem skap- azt hefur. — En stjórnarandstæð- ingar legðust gegn þessu frum- varpi og sannleikurinn um hina raunverulegu andstöðu, þótt ann- að væri yfirleitt á orði, hefði kom ið fram hjá Jóni Þorsteinssyni í þessum umræðum, er hann sagði, að fólksfjöldinn ætti að ráða um skiptingu vegafjárins. Kjami máls ins væri, hvort menn hefðu trú á því, að byggð ætti að haldast á Vestfjörðum og því bæri að leggja þar vegi. Flutningsmenn þessa frumvarps hefðu trú á að þjóðar- heill væri að því ag byggð héldist á Vestfjörðum og Austurlandi — hinir, sem þá trú hafa ekki, vilja ekki leggja fjármagn í vegi í fá- mennum byggðarlögum. Þar skil- ur á milli. Páll Þorsteinsson sagði það mis skilning hjá Magnúsi Jónssyni, að hann hefði sagt, að kjördæma- breytingin hafi ráðið úrslitum um það, að þetta frumvarp er fram borið. Það væri mi'Sskilningur al- ger. Sagðist Páll hins vegar hafa viljað leggja áherzlu á, að engum einstökum þingmönnum væri um að kenna þróun þessara mála. Þar hefði ráðið venja eða hefð í þing störfum og ennfremur landslag og vegalengdir á Vestfjörðum og á Austurlandi. Bændaför Framhald af 6. síðu. undan einhver viðstaða í Eyjafirði á vegum Búnaðarsambandsins þar. Þeir félagar okkar, sem áður voru með Austfjarðabílnum, tóku sér nú far til Eyjafjarðar með tveimur bílum úr Mývatnssveit, en þar bættust þeir svo í skagfirzku bíl- ana. Til Eyjafjarðar Framundan var Laxárdalurinn, með fegurstu á á íslandi, síðan Laxárdalsheiði og Másvatn, þá Reykjadalurinn og er við komum að Breiðamýri var hringnum lok- að og við komin á sömu slóðir og við vorum stödd á fyrir viku. Um klukkan tíu vorum við á mörkum Suður-Þingeyjar- og Eyja fjarðarsýslna, milli Veigastaða og Varðgjár. Þar höfðu Eyfirðingar gert okkur fyrirsát. Og úr því að þeim hafði nú á annað borð tekizt að góma okkur þarna vestan Vaðla heiðar, fannst þeim vissast að sleppa ekki hendi af þessum ná- grönnum sínum fyrr en frammi á Laugarborg, en þar bauð Búnaðar samband Eyfirðinga upp á kvöld- kaffi. Var það 11. stórveizlan á 8 dögum, fyrir utan öll hóf í heima 'húsum, og má af því marka, að ekki er nema stálhraustu fólki leggjandi í svona ferðalög. Eyfirðingar voru fjölmennir í Laugarborg og var allur hinn mikli samkomusalur þéttsetinn á- Móðir mín og tengdamóðir PÁLÍNA BJÖRGÓLFSDÓTTIR ÁsbreiSartröS 9, HafnarfirSi. lést í Landsspítalanum 2. desember. Ester Kláusdóttir Árni Gíslason samt leiksviði. Ármann Dalmanns son bauð Skagfirðinga velkomna. Því næst tók til máls Ketill á Finnastöðum og lýsti Hrafnagils- hreppi og búnaðarháttum þar. Þá töluðu þeir Jón á Hofi og Gísli í Eyhildarholti og að lokum Bryn jólfur Sveinsson, menntaskóla- Tóku menn lífinu með ró í Laugar borg, nótt dottin á 'hvort sem var og ekki ástæða til að láta sér vaxa í augum þann smáspöl, sem eftir var til Skagafjarðar. Leiðarlok Klukkan eitt var farið frá Laug arborg. Lýsti nú fararstjóri yfir íþví, skýirt og skilmerkilega, að hann léti þar með af embætti og þakkaði þegnum sínum góða fylgd og framgöngu. Hann myndi að vísu halda áfram með hópnum til Skaga fjarðar en aðeins sem Ragnar Ás- geirsson en ekki Ragnar Ásgeirs- son fararstjóri. Hafi Ragnar alúð- arþökk fyrir ágæta fararstjórn og samfylgd alla. Veit ég ekki betur en allir hafi náð heilir heim um nóttina. Hinni 8 daga bændaför Skagfirðinga var lokið. Þetta er nú orðin löng saga og raunar miklu lengri en ég gerði ráð fyrir í upphafi. Það var aldrei hugmynd mín að birta neitt frá þessu ferðalagi. Ætlaði ég að iáta nægja að festa frásögn af því á dagbókarblöð mín, sjálfum mér til ánægju og upprifjunar. En fyrir þrábeiðni annarra féllst ég. á að láta þetta á „þrykk út ganga“. — Þakka ég svo þeim, sem nennt ihafa að lesa, því ég játa, að til þess þarf mikið úthald. Og ég veit, að ég mæli þar fyrir munn allra minna ferðafélaga þegar ég nú að lokum færi sérstakar þakkir öll- um þeim, sem við Skagfirðingarn ir hittum á ferðalaginu. Þeir áttu sannarlega sinn ómælda þátt í því pð.g££a, það,að einum samfelldum ^^iP^ejjngnlegum sólskinsdegi. i as >4 Iií ii. •. —mhg. Byggö dregst saman Framhald af 1. síðu. ár hafa verið óvenju mikil brögð að því. Þá er þá sögu að segja víða annars Staðar af landinu, ag byggðin dregst ó- hugnanlega saman nú upp á síðkastið, þótt mest sé um að' jarðir fari í eyði á Vestfjörð- um, og heil byggð sé nú orðin mannlaus með öllu. Umferðarkönnun Framhald af 16. síðu inum afhendir hann miðann eftir- litsmanni, sem er við útgöngudyrn ar. Ef farþeginn er að fara ferð, sem hann fer daglega, þ. e. a. s. sömu leið og á sama tíma, þá á hann í það skiptig að rífa eitt horn af miðanum. Þetta er gert, svo að sjá megi hve margt fólk notar strætisvagnana að staðaldri t. d. til þess að fara á sama tíma til eða frá vinnu eða skóla. Hins vegar á ekki að rífa hornið af mið- anum, ef farþeginn er að fara íerð, sem ekki er farin daglega á sama tíma, enda þótt hann noti annars strætisvggnana daglega". MóSir okkar, tengdamóSir og amma, GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR frá Snælandi, Selfossi, verSur jarSsungln frá Fossvogsklrkju, föstudaginn 7. desembcr kl. 1,30 síðdegis. BílferS verSur frá Selfossi kl. II f.h. á vegum Ásgcirs Þórarinssonar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auSsýnda samúS og vinarhug vlS andlát og jarSarför BJÖRNS HALLDÓRSSONAR Rangá ASstandendur. Saga leigS Framhald af 1. siðu. svaraði til þess að hver rúmmetri kostaði 2120 krónur miðag við fyrri áætlanir og 42 þús. rúmm. kostuðu samkv. því rúmar 89 millj. króna. Byggingarköstnaður hefði þó í raun hækkað enn meira en svaraði hækkun vísitölu bygging- arköstnaðar, því að eftirvinna hefði stóraukizt hin síðari ár, en ekki væri tekið tillit til hennar vig útreikninga á vísitölu bygging arkostnaðar. Enginn skyldi furða sig á því, þótt áætlanir I krónutölu stæðust ! ekki þegar byggingarframkvæmd- ir stæðu í mörg ár og á skiptust í sífellu gengislækkanir og kaup hækkanir. Þegar væri búið að verja um 76 milljónum króna til byggingarinnar. 15 milljónum frá stéttarsamtökum bænda, 10 millj. úr Búnaðarmálasjóði, rúmum tveimur milljónum af leigu og vaxtatekjum, 35 milljónupi króna erlendu láni og 13 milljónum í lausaskuldum, er á byggingunni hvíldu. Eftir er að ganga frá norð urhluta kjallara, 1. og 2. hæð og 3. hæð, en húsbúnað til hótelhalds ins væri búið að kaupa og ganga að fullu frá hinum 5 lyftum húss- ins. Þegar hótelið er fullbúið, er ráðgert að leigja það, segir Sæ- mundur Friðriksson, framkvæmda stjóri byggingarnefndar, í skýrslu sinni. Strand Esju Framhald af 1. síðu. í skipinu um nóttina, en voru fluttir í land í gær og til Akur- eyrar. Á hádegisflóðinu í gær var reynt að ná skipinu á flot með eig in vélarafli, en það haggaðist ekki. Um fimm leytið í gær kom Stapafellið svo á strandstaðinn og voru settir vírar frá því í Esjuna. Var öllum undirbúningi lokið um ellefu-leytið í gærkvöldi en siðan var beðið átekta, þar til um ein klukkustund var eftir í háflæði. Þá togaði Stapafelllð í með öllu vélarafli og hafði þar að auki bæði akkerin úti og togaði í þau með spilinu. Einnig voru vélar Esju í gangi. Eftir tæpan hálftíma losn- aði skipig svo en aftan við það var hryggur og tafði það fyrir. Skipin héldu síðan til Akureyr- ar. í dag fór fram rannsókn á skemmdum á Esju. Blaðið átti tal við skipstjórann, Tryggva Blöndal, um fjögur-leytið í dag. Hann sagð- ist ekki hafa fengið ýtarlega skýrslu um niðurstöður rannsókn- arinnar, en taldi að skemmdir væru ekki mjög miklar, a. m. k. myndu ekki vera göt á botni skips ins. Annars vildi skipstjóri ekk- ert um málið segja, kvaðst ekki vilja úttala sig um það, fyrr en í sjóprófunum. Eins og fyrr segir er mönnum óskiljanlegt, hveniig strand þetta bar að höndum. Á þessari stuttu leið, sem skipið hafði farið úr Ak- ureyrarhöfn var það komig hálfa aðra sjómílu af siglingaleið og virtist sem skipið hafi ætlað land megin við Hjalteyrarvitann. — Væntanlega verða orsakir þessa einkennilega strands 'upplýstar í sjóprófunum, því ætla má að á það verði nokkur áherzla lögð. Með Esju voru 10 farþegar. * SÍÐUSTU FRÉTTIR: ESJA lagð'i af stað frá Abur- eyri klukkan hálf níu í kvöld, sam kvæmt upplýsingum Guðjóns Teitssonar forstjóra. Skipið mun sigla beint liingað til Reykjavík- ur, þar sem það fer í slipp. Rann- sóknin í dag leiddi í ljós að skipið er talsvert mikig skemmt, botn- inn er mikið dældaðúr og leki hef ur komizt að tönkum. I fáum orðiim (Framhaid ai 3. síðu) ið mikill snjór, oftast hefur verið bílfært hingað. Fyrir stuttu komu bílar hingað austan yfir öræfin, munu þeir hafa ekið á hjarni sums staðar. — KS. Egilsstöðum. — Hinn 30. nóv- ember fór fram jarðarför Björns Hallssonar fyrrv. bónda og hrepp- stjóra að Rangá. Jarðsett var í heimagrafreit. Sóknarpresturinn sr. Einar Þór. Þorsteinsson flutti húskveðju og jarðsöng. Flutti hánn einnig kveðju frá sveitung- um Björns þar sem þeir þökkuðu honum mörg og margvísleg störf og forystu 1 sveitarmálum í Tungu hreppi um hálfrar aldar skeið. Sr. Marinó Kristinsson flutti kveðju og bæn. Nokkrir félagar úr Karlakór Fljótsdalshéraðs sungu, 20-30 þúsund tunnur á land KH—Reykjavík, 3. nóv. Síldveiðin var misjöfn um helg- ina. í fyrrinótt fengu allmargir bátar afla, en enginn mikinn, en s. 1. nótt var enginn bátur á mið unum. Heildaraflinn á síldveiðun- um í haust er nú orðinn rúmlega 121 þúsund. Alls bárust á land í gær 20—30 þús. tunnur, þar af 6 þús. til Rvík- ur og tæpar 1700 til Akraness. — Síldin var misjö^n eftir því, hvar ‘hún hafði veiðzt. Sú, sem veiddist í Jökuldjúpi og Kolluál, var 6tór og feit, en í Skerjadjúpinu út af Eldey veiddist blönduð síld. Enginn bátur var á sjó s. 1. nótt, en undir hádegi í dag voru þeir að halda á miðin. Þeir eru nú á allstóru svæði, en aðallega 15—16 mílur frá Öndverðamesi. Um sjö- leytið voru þeir farnir að kasta, en síldin er afar óróleg og erfið viðureignar. Veður er sæmilegt á miðunum, en dálítill sjór. Slökkviliðið 'gabbað MB—Reykjavík, 3. des. Slökkviliðið í Reykjavík var kall að út fjórum sinnum í dag í gegn- um brunaboða og í öll fjögur skiptin var um gabb að ræða. í gærdag klukkan 16,10 var brot- inn brunaboði á Hafnarhúsinu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn kom í ljós, ag um gabb var að ræða. Sökudólgurinn náðist ekki. í dag klukkan 14,28 var brotinn brunaboði á Laugavegi 42. Þar leyndist vera um gabb að ræða, en kona haföi séð tvo stráka brjóta brunaboðann. Aðeins fjórum mín- útum síðar, eða klukkan 14,32 var svo brotinn brunaboði á Grettis- götu 46. Slökkviliðið var fljótt í förum, enda stutt að fara af Lauga veginum og náðust strákarnir þar. Þeir voru báðir á tólfta ári. Kl. 19,27 kom svo þriðja gabb- ig í dag. Þá var brotinn brunaboði á Smiðjustíg 7 og hefur hinn seki ekki enn fundizt. Klukkan 20,58 var svo brolinn branaboði á horn- inu á Eræðraborgarstíg og Tún- götu. Ekki reyndist þar vera um eld að ræða, en krakkar, sem þar voru, sögðu brunaliðsmönnunum að ungur maður hefði komið út úr sjoppunni þar, með flösku í hendi og brotið með henni branaboðann, stigig upp i leigubifreið og ekið brott. Þau gátu lýst bílnum og höfðu náð númerinu og tókst lög- reglunni að hafa upp á kauða í kvöld. Hann var drukkinn og í fylgd með félaga sínum. Hér er um mjög ljótan og hættu legan leik að ræða. Enginn veit hvenær jafnvel líf margra manna geta verið undir því komin, að slökkviliðið sé til staðar, auk þess sem af ferðum þess stafar óneit- anlega alltaf nokkur slysahætta. Ætti því að refsa harðlega fyrir slík afbrot. cnnfremur söng sr. Marinó ein- söng, Kvöldbæn eftir Björgvin Guðmundsson. Mikið barst af hlómum og krönsum, meðal ann- ars frá Búnaðarsambandi Austur- lands og Kaupfélagi Héraðsbúa, en Björn var Heiðursfélagi beggja litssara stofnana.' Veður var hið ákjósanlegasta og færi gott, enda fjölmenni mikið við jarðarförina, eða á þriðja hundrað manns. — Var það úr öllum hreppum Héraðsins og nsðan af fjörðum. Allir þágu rausn arlegar veitingar áður en burt var haldið svo sem venja er í sveitum. Öll athöfnin að Rangá bar það meg sér, að verið var að kveðja vin- sælan sveitar og héraðshöfðingja eftír langan starfsdag. f I H I N N, þrið’judagur 4. deseinber 1962. — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.