Tíminn - 20.01.1963, Síða 1

Tíminn - 20.01.1963, Síða 1
I LEYSIR VANDANN 16. tbl. — Sunnudagur 20. janúar 1963 — 47. árg. Dularfull vefkl um borð í togara, einn háseti lézt BÓ-Reykjavík, 19. janúar Síðdegis á fimmtudaginn kom upp sótt meðal skipverja á togaranum Röðli, sem var að veiðum suðaustur af landinu. Sóttin ágerðist um hádegi í gær, og veiktust þá flestir í lúkar með ógleði og uppköst- um, en þeir sem höfðust við aftur í, kenndu sér ekki jafn mikils meins. t Skipstjórinn, Jens Jónsson, hafði samband við Henrik Linnet, hér- a'ðslækni í Vestmannaeyjum klukk an tvö um daginn og skýrði hon- um frá veikinni, sem færðist í auk ana og virtist ná hámarki síðari hluta dagsins, allt til miðnættis. Um klukkan 10 um kvöldið var einn hásetanna látinn, Snæbjörn Jónsson Aðils, sonur Jóns Aðils leikara, 22 ára gamall. Blaðið talaði við skipstjórann, í Vestmannaeyjum, í dag, og kvaðst hann hafa staðið í sambandi við héraðslækninn annað slagið eftir klukkan tvö, en læknirinn lagði af stað á lóðsbátnum til móts við tog arann klukkan eitt um nóttina og mætti honum undan Dyrhólaey laust eftir klukkan fjögur. Henrik Línnet sagð'i fréttamanni að skipstjórinn hefði talað við sig um kl. tvö og aftur um kl. tíu, og nokkrum sinnum eftir það, en ekki milli tvö og tíu. Læknirinn íFramhald á 15. síðu) A SKAUTASIGLINGU VIÐ KAUPMANNAHÖFN Samkomulag um 5% til bráðabirgða á Akureyri IGÞ-Reykjavík, 19. jan. Samningaviðræður hafa staðið yfir undanfarna daga á Akureyri milli vinnuveit- enda þar og eftirtalinna verkalýðsfélaga: Iðju, Verka mannafélags Akureyrarkaup staðar, Verkakvennafél. Ehi ingar, Bílstjórafélags Akur- eyrar og Félags skrifstofu- og verzlunarfólks. Samning ar þessara félaga hafa verið lausir síðan um miðjan nóvember. Nýir samningar hafa ekki verið gerðir, en samkomulag varð um það, að fimm prós- ent álag skyldi greitt á alla kauptaxta þessara félaga þar til nýir samningar hafa tekizt. Þetta samkomulag gildir frá næstkomandi mánudegi fyrir tímavinnu- menn, en næstu mánaða- mótum fyrir mánaðarlauna- menn. Aðilar að þessu sam- komulagi eru framangreid verkalýðsfélög, Vinnumála- samband samvinnufélag- anna og Vinnuveitendafélag Akureyrar. Alþingi 29. jan. Forseti íslands hefur, að tillögu forsætisráðherra, kvatt Alþingi til framhaldsaðalfundar þriðjudaginn 129. janúar, kl. 13.30. (Frá forsætisráðuneytinu), Það er ekki að sökum að spysja; ísland er að verða hlýjasta land | Norður-Evrópu. Við veltum okkur hér í vorveðri, á meðan frændur okkar í Skandinavíu og fjarskyld- ari menn sunnar í álfu komast ckki Iejðar sinnar eftir fjölförn- um siglingaleiðum, vegna þess að öll sund eru lokuð af ís. En þá er hægt að komast leiðar sinnar með ýmsu öðru móti. Danir hafa lengi drjfið það sport að sigla á skaut- um. Hér eru nokkrir slíkir sport- menn á vatni í nánd við Kaup- mannahöfn. Þeir sigla þarna hrað-1 MB-Reykjavík, 19. janúar byri á glærunni { frosti og kulcla, . « . , AI sem við höfum ckkert af að segja Þau t'S.ndi gerðust a Akra- þessa daga. (Polfoto). nesi fyrir skömmu, að læknar LÆKNAR LIFGA MANN MED HJARTAHNODI! þar björguðu mannslífi meðj svokölluðu ytra hjartahnoði.! Hjarta mannsins var hætt að SVilK ÚT10-12 MILLJ. Aðils-Kaupmannaliöfn, 19. jan. — Danska lögreglan hefur nú skýrt frá rannsókn svikamáls Helmuths Badenhoffs fram- kvæmdastjóra, sem tekinn var fastur á síðasta sumri. Það hef- ur komig í Ijós, að Badenhoff tókst með fölsuðum undirskrift um, að verða sér úti um 95 lán á tíu ára tímabili að upphæð samtals 44 milljónir danskra króna. Meginhluti fjárins fói til greiðslu á eldri lánum, og Badenhoff hefur skýrt frá því að hann hafi orðið að borga háa vexti. Talað er um fimm milljónir í því sambandi. Málið er enn ekki upplýst að fullu en trúlegt er að Iokaniðurstöð urnar munu liafa alvarlegar af- leiðingar fyrir fjölda manns. Talig er að fjársvikin nemi um 10—12 millj króna, en ógerlegt hefur reynzt að ná til allra lánvcitanda. Lögreglan hefur fullan hug á að komast ti) botns í málinu og vonar a?> lánveitendur gefi sig skjótlega fram. i slá, en læknarnir komu þvi af stað aftur með fyrrgreindri aðferð. Hið svokallaða ytra hjartahnoð er framkvæmt þannig, að þrýst er að hjart- anu með ákveðnum handtök- um utan á líkamanum, þar sem aftur á móti þarf að skera sér leið að hjartanu til að framkvæma innra hjartahnoð. Eins og frá hefur verið skýrt i blöðum varð alvarlegt slys á '>ranesi hinn 7 þessa mánaðar, .‘r -íldarháfur féll ofan á háseta við uppskipun. Maðurinn heitir Ingj Bjarnason. 19 ára Akurnes- ingur. Hann beinbrotnaði, innyfl- in sködduðust og var frá því skýrt að líf hans hefði hangið á blá- þræði. Nú er komið í Ijós, að líf hans hékk ekkj einu sinni á bláþræði, því að hann „dó“ í nokkrar mínút ur, en var vakinn til lífsins á ný i Framhald á 15. siðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.