Tíminn - 20.01.1963, Page 9

Tíminn - 20.01.1963, Page 9
Stúdentar við Peklng-»háskóla ákafa en málefnalegri gagna- skoðun. En hvaðan á það við- horf að koma nema frá skól- unum. Þar varð breytingin að byrja. Hrifningaraðferðin hafði leitt af sér óheyrilega lélegan námsárangur. Vorið 1961 gengu deildarforsetar Pokingháskólr ans fyrir kennarana, og spurðu hvort þeir teldu ekki, að póli- tísk áhrif væru orðin of mikil í kennslunni, hvort líkamlega vinnan eyddi ekki um of tím- anum fyrir námsmönnum, og livort réttmætt væri að gagn- rýna stúdenta, sem hefðu lít- inn stjórnmálaáhuga, fyrir það að vilja heldur stunda nám en fara á fundi, eða hvort unnt mundi að læra erlend mál með því að lesa kínversk áróðursrit í þýðingum. Þeir voru fáir kennararnir, sem þorðu að svara þessum spurningum. En allir fögnuðu ræðu Chen Yi í ágúst 1961 eins og lausn. Þegar námstímabilið hófst. rikti glöð og létt bjartsýni- stemmning meðal kennara og nemenda. Þeir bjuggust við lausn frá líkamlegu erfiði og stjórnmálavafstri og vonuðu að fá meiri tíma til náms og rann- sókna og geta notið fr.iálsa^i umræðna. Hlýrri vindar Stúdentar léttu sjálfir þessi umskipr með því að hnitmiða kröfur únar svo, að þeim yrði ekki vísað á bug. Skólastjórnin hafði ákveðið að leggja niður ýmis námskeið. En nú töldu stúdentarnir sig svikna um þessi námskeið, og í anda hinnar nýju stefnu var varla unnt að ámæla þeim fyrir svo hrósverðan þekkingaráhuga. æfa „skugga“-ihneflaleik. En í þessum kvörtunum fólust líka andmæli gegn ástæð- unum til aflýsingar þessara námske.ða og gegn allri hinni miklu stjórnmálastarfsemi fyrri ára. Þegar hér var komið, kom kennslumálaráðuneytið til skjal anna. Hinar stóru, svörtu bif- reiðar þess urðu tíðir gestir há- skólans. Haldnir voru margir „setu-skrafs-fundir“ með stú- dentum og fulltrúum ráðuneyt- isins. Áiangur þeirra varfj ýms ar lagfæringar. Gert var við brotnar rúður, og menn fengu yl í hús kvölds og morgna. Við- horf flokksfulltrúa til þeirra stúdenta, sem lentu í pólitísk- um „vandræðum" varð skiln- ingsríkara. Viðurkennt var, að allmargir stúdentar hefðu of- boðið heilsu sinni með líkams- erfiði, og skólinn sá um að þeir hlytu nauðsynlega hvíld og betra viðurværi en þó er enn krafizt líkamlegrar vinnu með meiri gætni en áður. Stúdentar og kennarar, sem ekki hafa sézt við skólann síð- an í aðförinni gegn „hægrisinn- um“ 1958 eru nú komnir aftur og vitna til þeirra orða í ræðu Chen Yi. að þeir skuli nú aft- ur teljast góðir félagar. Nú eru haldnir fundir, þar sem menn endurreisa þá menn, sem gagn- rýndir voru og hirtir fyrir fjór um árum nemendur eru hvatt- ir til að virða þekkingu hinna gömlu kennara, án tillit? til pólitiskrar fortíðar þeirra Prófessorar, sem áður var vik- ið frá kennslu, fá nú að hald? námskeið fyrir yngri kennara Vorið 1962 fengu viðurkenndir kennarai\leyfi til þess að kaupa all^ að 2 kg. af kjöti, 1,5 kg. af eggjum og 1 kg. af fiski á mánuði bakdyramegin í ákveðn um vörubúðum í næsta hverfi Leyft hefur verið að fella nið- ur í kennslu og rannsóknum ýmsar maíxistiskar kenningar en hverfa á ný að fyrri skiln- ingi á efninu. Flokksfélagar fara þó í kerfisbundnar heim- sóknir til þeirra, sem hafa að- stöðu til skoðanaáhrifa. Gagn- rýnendur fá frjálsan aðgang að mörkum marxismans, og þeim, sem orðið hafa fyrir barðinu á kerfinu, er heitið bót og betr- un. Því er ekki að neita, að mörg um skólum og námsstofnunum hefur orðið að loka vegna fjár- hagsvandræða ríkisins. Annars staðar hefur nemendum verið stórlega fækkað. Margir kenn- arar hafa verið færðir á lægra kennslustig í þeirri viðleitni að flytja fólkið til sveitahér- aðanna. Aðeins fáir nemendur koma úr sveitahéruðpnum í há- skóla stórborganna. Af þeim 170 þús. stúdentum, sem lokið hafa háskólanámi í vor. hefur ekki reynzt unnt að útvega tuttugu þúsundum atvinnu Þeir hafa verið settir á biðlaun. meðan þeir bíða eftir atvinnu En annars fær maður að eins góðar fréttir að öðrum sviðum menningarlífsins. Ýmis rannsóknarsvið, sem áður hafa verið forboðin, svo sem sál- greining og krabbameinsrann sóknir, hafa verið opnuð visinda mönnum aftur. Þrátt fyrir efna hagsvandræðin mega þeir æskja fjárstyrks, sem þeir telja nauðsynlegan til vísindastarf anna. Það eru aftur farnar a? koma út bækur um humanist isk efni. og tímaritin koma nr út hundruðum saman á ný. »■ beim fækkaði mjög 1960. Það er eftirtektarvert, að i miðju annríki þingstarfann • í vor gáfu þeir Chen Yi o: Chou Enlai sér tóm til þess af ávarpa samkomu leikhúsgagn rýnenda og leikritahöfunda i Kanton. Það er sagt, að þeir hafi spurt rithöfundana, hvers vegna sigild, kínversk leikrit geti laðað til sín áhorfendur jafnt og þétt í þrjár aldir, en nýtízku leikrit verði að taka af sviði eftir þrjá daga, ef ekki séu gerðar ráðstafanir til sam- eiginlegra kaupa á aðgöngumið- um. Þeir hvöttu höfundana til þess að velja sér ekki pólitísk viðfangsefni ein og hlíta ekki forskriftum heldur skrifa leik- rit eftir sfnu eigin höfði. Þeir áttu að semja leikrit, sem fólk vildi sjá, sögðu þeir. Rithöfundarnir og þjóðin Chen Yi og Chou Enlai eru þar með gengnir fram fyrir skjöldu sem talsmenn hinnar nýju, kínversku menningar- stefnu, en Liu Shaochj hverf- ur meira og meira í skuggann Maður verður einkum var við sterk áhrif Chen Yi í þessari lausnarviðleitni. S.l. haust ók hann fram og aftur um Kína í þrjá mánuði og hélt ræður um gildi þekkingarinnar og ein staklingsfrumkvæðis. Þetta var nauðsynlegt, því að þótt kenn- arar og stúdentar bjóði hina nýju stefnu velkomna, eru flokksfulltrúar skólanna ekki eins hrifnir. Þessa menn skort ir oft gáfur og hæfni, og staða' þeirra og viðhorf er mótað a! nólitískri þröngsýni. Eg hitti kínverskan tauga ækni, sem sagðj mér, að hann ^efði hin síðustu ár fjaliað urr mirga háttsetta leiðtoga, sem þjáðust af taugaveiklun. En aðrir eru fastari fyrir og kunna að verjast, þegar þeir finna jörðina brenna undir fótum sér Eg hef dvalizt í mörgum kín verskum horgum og rætt við stúdenta i skjóli myrkursins. Ástandið er misjafnt. í sumum skólum virðast flokksburgeis- arnir hafa látið undan síga og gefið kennurum og nemendum frjálsari hendur. Annars stað- ar halda þeir fast við hinn fyrri hátt og láta sem ekkert hafi breytzt. Að háskólanum í Peking er kominn nýr vararektor, sem heitir Huang, og hann virðist ekkert vera smeykur við að ganga í berhögg við flokksfull- trúana. Margir prófessorar hafa orðið að víkja fyrir hæfari mönnum, er settir hafa verið yf- irháskóladeildirnar. Kennararn ir eru meira að segja famir að ræða á lægrj nótunum um for- boðnar bækur eins og „Hinir nýju menn“ og „Sérfræðingarn ir og samfélagið" eftir C. P. Snow. Þeir segja, að meinið sé það, að stjórnmálamennimir vilji ekki hlusta á vísindamenn ina. Verkefni stjórnarinnar þurfi að fela sérfræðingum, eða verði að minnsta kosti ekki leyst sæmilega af hendi, nema stjórnmálamennirnir hlíti ráð- um sérfræðinga. Slíkar villuhugsanir breiðast æ meira út. En vafalaust fá þær ekki að magnast í svipaða flóðbylgju gagnrýni og flæddi yfir á „hundrað blóma skeið- inu“ 1957. Eins og svo oft áður i sögu síðustu áratuga í Kína, hefur Peking-háskólinn verið í brenni punkti þróunarinnar. Enn í dag má sjá á veggjum uppi undir lofti í matsölum og svefnskál- um tætlur af þeim uppreisnar- spjöldum. sem þá voru á hverj- um vegg, hverju tré og jafn- vel á götunum við háskólann. Þessi upphlaup drógu heldur en ekki dilk á eftir sér. Þau ollu fjöldaréttarhöldum, fang- elsunum. ú'Iegðardómum og Framhald á 15 sfðu T í M í N N, sunnudagiu- 20. janúar 1968. (—i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.