Tíminn - 20.01.1963, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.01.1963, Blaðsíða 16
Hegða sér eins og smákonungar TIL WASHING- TONDVALAR FróttamaSur Tímans í Bandaríkjunum, Jón Magn- ússon, sem nú stundar nám við Macalester College í St. Paul, Minnesota, mun taka þátt í námskeiði um stjórn- mál Bandaríkjanna í dag, en námskeiðið verður haldið í Washington 29. janúar til 2. febrúar n.k. JÓN H. MAGNÚSSON Jón, sem leggur stund á blaðamennsku í St. Paul, fer til Washington í boði Foreigri Student Service Council, og greiða samtök Framhald á 15. síðu. NTB—Berlín, 19. jan. Þing austur.hýika kommúniata flokksins hélt áfram störfum sín- um í dag, og var þá aðallega rætt um hlnn væntanlega eftirmann Ulbrichts, Erieh Honecker. Viðræð- ur fóru fram fyrir luktum dyrum. Rætt var um persónudýrkunina, og hvernig baráttu gegn henni skyldi háttað. Sagt var, ag innan flokksins væru menn, sem hegð- uðu sér eins og „smákonungar“, og var sagt, að nauðsynlegt væri að gera áætlanir um það, hvernig víkja skyldi þess konar fólki úr flokknum. í morgun heimsótti Nikita Knist joff, það sem kallag er „fyrsta sósíalistiska borgin“ í Austur- Þýzkalandi. Borgin heitir Eisen- hiitenstadt og er í nánd við Frank- furt an der Oder. Pravda málgagn sovézka komm- unistaflokksins deildi í dag á ræðu Wú Hsiua Chuans, sem haldin var á fundinum í Berlín í gær. Var þar deilt á Kínverjann á sama hátt og gert var í Izvestia og einn ig í fréttum Tass af ræðunni. Wu kom fram með skoðanir, sem eru þveröfugar við þær skoð- anir og stefnur, sem alþjóðlegi kommúnisminn fylgir, segir í grein Pravda. Framsóknarmenn í Mýrasýsiu Aðalfundur Framsóknarfélags Mýrasýslu verður haldinn í Borg arnesi sunnudaginn 27. janúar n.k. og hefst hann kl. 3 e.h. Dagskrá: 1, Venjulieg aðalfundrdrstörf. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. 3. Önnur mál. Gengisfell- ingin gleypti gamla bátinn SVEINN HJÖRLEIFSSON - fyrst fjögurra tonna trilla MB—Reykjavík, 19. jan. Fréttamaður blaðsins var fyrir nokkru staddur í Vestmannaeyj um og hltti þá að máli Svein Hjörleifsson, skipstjóra á Krist- björgu, VE 70. Sveinn er ungur maður, aðeins 35 ára að aldri, en er þegar orðinn eigandi þessa faliega og aflasæla skips og var að koma af síldveiðum með hlað- ið skip. — Hversu langt er síðan þú eignaðist þitt fyrsta skip? — Fyrsti báturinn var fjög- urra tonna hrilla, sem ég eign- aðist árið 1948. Ekki átti ég hana einn. Hún var aflaskip, en ekki langlíf, strandaði hér eftir að við höfðum átt hana hátt í tvö ár. Þá keyptum við aðra trillu og áttum hana í tvö og hálft ár, en seldum hana svo. Síðan leið nokkur tími, án þess að ég væri hátseigandi, en árið 1955 komu til mín nokkrir menn og buðu mér að gerast meðeigandi í mótorbáti. Sá bátur hlaut nafnið Krist- björg og okkur gekk mjög vel á vertíðinni, við öfluðum um 500 tonn. Úr því svo vel gekk, fórum við að hugsa um stærri bát og strax sumarið eftir, keyptum við hann úti í Dan- mörku. Það var tæplega 39 tonna bátur, sem einnig var nefndur Kristbjörg. Með hana var ég svo á vertíð og snurvoð og humartrolli. Árið 1959 keypti ég hana svo af félögurr mínum og svo fór ég út í s Táta byggja þetta skip. Jú, þa? varð erfitt, miklu erfiðara en ég hafði reiknað með í upphafi, þvf að ég lenti í gengisfelling- unni með þetta. Skipið átti upphaflega að kosta um þrjár Framh á 15 siðu Talið víst að Kína sé orðið atómveldi NTB—Tokio, 19. jan. Sá orörómur hefur koniizt á kreik j í Japan, a'ð Kínverjar hafi nú í fór- um sínum tvær kjarnorkusprengjur. Öryggisnefndir Japana og Banda-1 ríkjanna sitja um þessar mundir á fundum í Japan, og segir í frétt um málið, að Japanir hafi minnzt á þessar kjarnorkusprengjur við hina bandarísku fulltrúa. JlJI-fréttastofan í Japan segist hafa fréttina um kjamorkusprengj urnar beint frá varnarmálaráðu- -neytinu, og sé þar talið fullvíst, að Kínverjar eigi tvær sprengjur. Hins vegar hefur Reuter það eftir bandarískum heimildum, að enginn fótur sé fyrir þessum orð- rómi um kínverskar kjarnorku- sprengjur. Formælandi bandaríska sendiráðsins í Tokio sagði hins vegar, að þar sem orðrómurinn ætti rætur sínar að rekja til jap- anskra yfirvalda bæri þeim að gefa einhverja yfirlýsingu í sam- fram, að bandarískir fulltrúar á bandi við málið. Blaðið Mainichi Shimbun heldur því aftur á móti ötyggisnefndafundinum hafi fyrst ir minnzt á sprengjurnar. RED CRUSADER MALIÐ liTIÐ FALLA NIÐUR Aðils. — Kaupmannah. 18. jan. Ríkisstjórnir Bretlands og Dan- merkur munu kaupa sin á milli um að málið varðandi brezka togarann, Red Crusader, sem skotið var á í færeyskri landhelgi á sínum tíma, falli niður, áður en samningaviðræð urnar um færeysku fiskveiðiland- helgina hefjast í lok mánaðarins. Síldallt árið við Suiurland, segir Binni MB—Reykjavík, 19. jan. Hann Binni í Gröf hefur ekki verið á síldveiðum undanfarin ár, hvorki að sumar né vetrar- lagi. Á veturna hefur hann látið sér nægja vertíðina og þegar aðr. ir hafa haldið norður fyrir land á sumrin, hefur hann látið sér nægja að veiða fiska, sem ekki eru eins duttlungafullir og síld- in, fyrir suðurströndinni. En nú hefur hann Binni vent sína kvæði í kross og er farinn að drepa síldina fyrir sunnan iand um há- vetur. Það er ebki í frásögur fær- andi, þótt Binni í Gröf veiði f:sk. Hann hefur verið afla- kóngur á vertíðinni í Eyjum í sex skipti á sjö árum og á einni vertíðinni aflaði hann á 13. hundraf tonn, Hann Binni er nýbúinn að fá sér kraftblökk á Gullborgina og honum hefur ekki gengið neitt sérlega vel á síldveiðunum enn þá, nótin var ekki í góðu lagi hjá honum. En á mánudagskvöldið var, kom hann með Gullborgina drekk- hlaðna til Eyja. Það var fyrsta stóra kastið hans í vetur. Hann fékk síldina undan Alviðru, þar sem flotinn var að veiðum. — Já, við fengum eittihvað 12—13 hundruð tunna kast. En við fengum bannsetta brælu á leiðinni heim og urðum að hleypa út einum 2—3 hundruð tunnum, þegar við áttum eftir um 16 mílur hingað. Já, við vorum mikið hlaðnir, síldin rann inn í eldhúsið, þegar efri hlerinn 'var opnaður að aftan Við hreinsuðum hana alveg að aftan og meira til. (Frvmha.d a 15 síðu) BINNI í GRÖF — aflakóngur í sex af sjö skiptum. nvsa j Frá þessu skýrði Jyllandsposten í dag. Tauð er, að samkomulag verði gert þess efnis, að Bretar falli frá ölium kröfum um skaða- bætur fyrir þær skemmdir, sem urou á togaranum við skothríð dönsku freygátunnar Niels Ebbe- j sen. Gegn þessu mun danska i stjórnin afturkalla ákæru sína gegn útgerðarmanni og skipstjóra Red Crusaders fyrir að hafa ver- j ið innan landhelgi með veiðarfær- j ín utanborðs. Þetta samkomulag j er gert með þeim fyrirvara, að ; þsð hafi engin réttarfarsleg áhrif j á svipuð mál ’ framtíðinni. Blaðið segir, að Danir muni fúsir til sam- komulags á þessum grundvelli. Fer Hækkerup utanríkisráðherra reifaði í gær málið fyrir fulltrúa . stjórnmálaflokkanna, og síðar sama dag var þingfulltrúum Fær- eyinga skýrt frá því. Áður en svar i verður sent brezku stjórninni mun ríkisstjórn Dana ráðfæra sig við íandsstjórn Færeyja. go Fulltrúaráð Framsóknarfélag- ■íuna í Reykjavík heldur bingó sunnudaginn 20. janúar kl. 8,30 e.h. í Glaumbæ. Bingó-skemmtanir Framsóknarfélaganna hafa verið •ijög vinsælar og mikið sóttar. Nú eins og áður eru margir góðir viuningar i boði. Aðgöngumiðar • erða seldir i Tjarnargötu 26, símj 1 55 64 og 1 29 42.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.