Tíminn - 20.01.1963, Side 6

Tíminn - 20.01.1963, Side 6
Macmillan — hvar endar þessi ganga? Sökudólgar meðganga Talsvert er rætt um játn- ingar þeirra Bjarna og Ólafs,' að þeim hafi gjörsamlega mistekizt að stöðva dýrtíðina og árangur viðreisnarinnar sé þvi í háska. I raun og veru eru þessar játningar næsta ómerkilegt fyrirbæri. Það hefur löngum verið háttur gamalla og reyndra sökudólga að játa á sig yfirsjónir — vel að merkja, þegar allir víta að þeir hafa framið þær, sann- anir fyrir því eru borðleggj- andi og tilgangslaust er að þræta lengur. Venjulega reyna sökudólg amir um leið að næla sér í álitsauka fyrir „hreinskilni“ og „sannsögli". Það brást heldur ekki í þetta skipti. — Ólafur hafði þann formála fyrir játningunni, að hann ætlaði að segja þjóðinni satt! og „játa hreinskilningslega“ o s-frv. Hið furðulega við þessa játningu, auk þess sem siðar verður sagt, er hvað hún kem ur seint. Hve lengi sökudólg- arnir hafa þrætt fyrir aug- ljósar sannanir ,er blöstu við hverjum manni. — Sýnir þetta hvað mennirnir eru for stokkaðir. Talað í fljótræði Þær játningar, sem eru miklu markverðari, eru venju lega talaðar af forystumönn- um Sjálfstæðisflokksins í fljót ræði. Þær birtast aldrei nema einu sinni í blöðum eða ræð- um. Það er reynt að láta þær gleymast. — En af þeim má mikið læra. Þegar Ólafur sagði í sam- bandi við lögfestingu „við- reisnarinnar", að sig væri far ið að dreyma um hina „gömlu góðu daga“, lýsti hann „við- reisninni“ og tilgangi hennar óvart betur en í öllu því, er hann hefur um hana sagt síð- an. Tilgangurinn með „viðreisn inni“ er að skapa hér fá- menna, ríka auðmannastétt, sem helzt sé alls ráðandi, eins og í „gamla, góða daga“. — Ríkisstjórnin talar auðvitað ekki um það, að hún hefur komizt talsvert áleiðis í þessu efni. Enda var 'það frá upp- hafi höfuðtilgangurinn. En alveldi kaupmangar- anna yfir þjóðinni tekst íhald inu naumast að halda lengi, nema þvf t,akist að innlima land og þjóð í hið erlenda veldi kapítalista, sem er vold ugra en hið Islenzka. Kapítal isminn er alþjóðlegur eins og kommúnisminn. Yfirlýsingin einstæða ' En fyrst við erum að rifja upp játningar og yfirlýsing- ar, sem eru markverðastar vegna þess, að þær eru gefnar í fljótræði, má ekki gleymast sú, er Ólafur Thors gaf í lolc hvatningarræðu, er hann flutti á landsfundi Sjálfstæð- ismanna fyrir nokkrum ár- um. Þetta mun hafa verið um leið og hann kvaddi lands- fundarmenn og var því merg urinn í þeirri andlegu fæðu, sem þeir voru mataðir á. Yfir lýsingin var þessi kenning: „Við berjumst fyrir eigin \ hag, fyrir hag flokksins og fyrir hag þjóðarinnar”. Svoná Iítur boðskapurinn út þegar leikaraskapnum er sleppt og talað blátt áfram — óvart. — í þessum boðskap fellst rauði þráðurinn í öllu starfi íhaldsins- Ef menn hafa þessa vfirlýsingu í huga, geta menn séð í' gegnum allan leikaraskap þess Sérhver at- höfn íhaldsins verður auðskil in, eins og opin bók. íhaldsreglan Það er haft eftir valdamikl um og óprúttnum íhaldsþing manni „að maður eigi að reyna að komast í stjórn hve nær sem nokkurt tækifæri gefst, og sitja í stjórn svo lengi sem sætt er“. Hvort stefnan, sem fylgt er, sé þjófiinni til blessunar á ekki að ráða neinum úrslit- um. Þessi íhaldsregla verður mönnum auðskilin þegar hún er athuguð við kastljós af yfir lýsingu Ólafs: Fyrst eigin hag ur, næst flokkurinn, síðnst þjóðin. Nýsköpunarstjórnin Mörgum er nú ljóst, að ný- sköpunarstjórnin, sem sat 1944—46, var mynduð til að skipta stríðsgróðanum, eftir relunni: „Við berjumst fyrir eigin hag“ o.s.frv. — Þessi stjórn sálaðist á óvirðulegri hátt en dæmi eru til. — Sam- starfsflokkurinn — kommún- istar, — ráku Ólaf og Bjarna og fleiri ihaldsmenn út úr Sjáhstæðishúsinu eins og bú- fé. Úti tók á móti þeim hópnr kommúnista, sem lagði á þá hendur. Tókst. lögreglunni að bjarga þeim Ólafi og Bjarnn undan á flótta, og áttu þeir fótum sfnum fjör að launa. Kommúnistar slit.u svo sam starfinu um ríkisstjórn — En í rétta 100 daga gekk Ólafur á eftlr þeim að koma aftur með sér í ríkisstjórn. Hann sagði að stjórnarslitin væru ! „þjóðarógæfa". — En þjóðar- ógæfa heitir það á pólitísku | máli íhaldsins, þegar það missir völdin og tækifæri til að mata krókinn, sbr. „Við berjumst fyrir eigin hag“. — Þetta dæmi sýnir og hvernig öll sjálfsvirðing hverfur, þeg- ar þarf að svala þeim þorsta, að ná völdunum til þess að geta uppfyllt óskirnar í fyrsta og öðrum lið yfirlýsingarinn- ar einstæðu. íhaldssiðfræði íhaldsforkólfarnir og blöð þeirra hafa tugum sinnum ráðizt á Hermann Jónasson fyrir það að hann baðst lausn ar fyrir stjórn sína 1958 — án bess að leggja tillögur sínar í efnahagsmálum fyrir Al- þingi til synjunar, eða sam- þykkis. Nú veit öll þjóðin, að H J. hafði gert þá samninga við vinnustéttirnar, að gera ekki ráðstafanir í efnahagsmálum. án samráðs og samstarfs við bær. — Að leggja þær tillöa'- ur í efnahagsmálum fyrir Ai- þingi, sem Alþýðusambands- þing hafði ekki aðeins neitað að fallast á, heldur neitað um frest, til að ræða, hefðu verið grómtekin svik á beim samn- ingum, sem Hermann Jónas- son hafði gert við vinnustétt irnar. í þessum árásum birt- ist því enn einu sinni sið- gæði íhaldsins. Lærdómar Skal nú aftur vikið að játn ingu þeirra Bjarna og Ólafs, sem spjall þetta hefst á. Þeir segja, að þeim hafi mis tekizt að halda dýrtíðinni í skefjum. Hversu margir skyldu vera svo auðtrúa ,að þeir trúi því, að það hafi nokkurn tíma verið takmark þessara manna að stöðva dýrtíðina. Hvernig á að stöðva dýrtiðina með því að beita á samvirkan hátt qll um þeim aðferðum, sem eru bezt fallnar til að magna hana: Tvöföld gengisfelling og ofan á það vaxtaokur og óbeinir skattar (aðflutnings- gjöld, söluskattar o.fl) meiri en dæmi eru til. íhaldsforkólfarnir, sem beita þessum aðferðum, eru ekki þeir bjánar, að þeim detti í hug að dýrtíðin stöðv- ist með þessum aðferðum — heldur þvert á móti- Yfirlýsingin um að nú ætti að stöðva dýrtíðina, var gef- in 1 upphafi „viðreisnarinn- ar“ bara vegna þess, að það er það sem flestir þrá, — vin- sælt með þjóðinni. Nú koma þeir Ólafur og Bjarni og „játa“ að þeim hafi „mistekizt”. Haldá landsmenn þá, að það hafi verið tilvilj- un að þeim hefur „tekizt“ að skapa hér á landi óðadýrtíð, sem er paradís braskaranna. — Gerir hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Aldrei í sögu þessarar þjóð- ar hefur verið auðveldara en ♦ nú að mata krókinn sam- kvæmt reglunni „Vjið berj- umst fyrir eigin hag“. „Setið meðan sætt er” Af þeim ástæðum, sem greint er hér á undan ,er nú fylgt reglunni að „sitja með- an sætt er“, — þótt öll kosn- ingaloforð um bætt lífskjör og stöðvun dýrtíðar hafi ver ið svikin. — Það var heldur aídrei meiningin að bæta lífs kjörin eða stöðva dýrtíð — heldur að gera boðskap lands fundarræðunnar að veru- leika. Þeim árangri hefur ,,við- reisnin“ vissulega náð. Hún hefur gert þá ríku ríkari og hina fátæku fátækari, og skapað hér meira misræmi í eignaskiptingu og launakjör- um en áður hefur þekkzt Hitt að stöðva dýrtíðina, hefur henni misheppnazt, enda aldrei ætlazt til þess. Og þann íg verður þetta áfram, ef „við reisnarstefnan" drottnar á- fram. Óðaverðbólgan mun magnast, braskið mun auk- ast. auðurinn færast meira og meira á fáar hendur. íhaldið mun vissulega „sitja meðan sætt er“, meðan það fær krat ‘ ana til að stvðia sig. hvað sem líður allri óðaverðbólgu og dýrtíð T í M I N N, sunnudagur 20, janúar 1963. — 6

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.