Tíminn - 20.01.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.01.1963, Blaðsíða 2
Ljós. heimsins Enn er dimmt mikinn hluta sólarhringsins. Samt lengja geislarnir leið sína, boða komu vorsins, skapa vor. Sólin, birt- an, varminn, vonirnar sigra með hverjum degi, sem líður. „Hvað er fegra en sólar sýn sveimar hún yfir stjörnurann: Hún vermir, hún skín, hýr gleður mann.“ Þannig er viðhorf kristins manns til jarðneskrar tilveru. Ljósið er komið í heiminn. Það liefur nú þegar dagað. Svart- asta skammdegið er liðið hjá, Ljós heimsins mun sigra. Ljós heimsins tákn hins sigr- andi sannleika, hins vermandi kærleika, hins skínandi fagn- aðar er komið, og á hækkandi göngu sinni mun þetta ljós ekki einungis veita méiri birtu með vísindalegum uppgötvun- um og þægindum á vegi vísind- anna við sólskin sannleikans, heldur mun það einnig þíða kuldann og klakann úr sá]. kveikja þar elskunnar logandi bál. En morgunninn á líka sínar breytingar og byltingar, vor- leysingar mætti nefna það. Það vakna æ fleiri meðan dögun og vor færast yfir jörðina. Og í svefnrofum vita sumir ekki sitt rjúkandi ráð. Ljós frelsis, frið- ar og nýrra vona, vaknandi sjálfstrausts og trúar, verkar oft sem hækkandi sól, sem skapar asahláku, jafnvel spilli- blota. En samt skýrast rökin, festast tökin, sem „Ijósið Guðs skínandi bjart“, nær á sálum og samfélagi manna fyrir komu Drottins Jesú Krists. í veröldinni er dimmt, hat- ur og hefndarþorsti eflt við seið tyeggja heimsstyrjalda, myrkvar sól kærleikans mörg- um. Enn þá tilbiðja tugmilljónir stokka og steina, 240 millj. Hindúa og 450 millj. Buddha- trúarmanna, halda enn við ó- læsi og stéttaskiptingu, og leggja um leið grunninn að hjátrú, heimsku og hungur- dauða. Og að sumu leyti má segja hið sama um fylgjendur Múhameds. Allt þetta fólk hefur ekki enn skynjað þekk- ingarleit og frjálsa hugsun og gildi þess fyrir menningu sína og daglegt líf. En frelsið er frumatriði kristins dóms, með frelsarann i broddi fylkingar. Frelsið og sannleikurinn kom fyrir Jesúm Kri'St. Frelsi frá kúgun og neyð jafn andlega sem efnislega. En raunalegast er þó, hve margir þeirra, sem hafa form- lega gengið Kristi á hönd við skírn og fermingu, virðast gera sér litla grein fyrir ábyrgð og krafti kristindóms, jafnvel í frumatriðum eins og kröfunni um bræðralag, fyrirgefningu o-g frjálsa hugsun. Um þetta myrkur vitna bezt upptök og afleiðingar heims- styrjaldanna beggja á þessari öld, kalda stríðið og vopna- skakið, sem er verst og hættu- legast meðal nafnkristinna þjóða, sem hafa tileinkað sér forréttindi kristinnar trúar en afneitað hennar krafti. Og afleiðingar slíkrar nafn- kristni verða svo öll þau myrk- ur, sem birtast í efnishyggju, nýheiðni og nautnasýki, yfjr- gangi og þröngsýni kirkju- deilda og trúmálastefna, sem dulbúa sig undir nöfnum ein- hverra hugsjóna, sérstaklega i stjórnmálum. Kristinn dómur eins og hann birtist í Fjallræðunni og guð- spjöllunum, er hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann. Aliar umbúðir, sem kirkja og kirkjuþing liðinna alda hafa dúðað hann i, villa um fyrir mörgum, jafnvel þótt einhvern tíma hafi það verið skraut- klæði, þá skyggja þær nú oft á Ijósið, byrgja geisladýrð þess og draga úr hlýju og áhrifum til að skapa mannkyninu vor og sanna farsæld á auðugri jörð, sem Guð hefur gefið því. Mennirnir hafa göfgað og dýrk að hið skapaða í stað skapar- ans, og drukkið af því beizkan bika-r böls og þjáninga í myrkr- inu. En smám saman birtir. Jafn- vel smáþjóðir inni { frumskóg- um Afríku finna yl og birtu frelsisandans frá vorblæ krist- ins dóms fara um sig. Hið forna Kínaveldi er að vakna. Indland finur ylstrauma frá heiðríkju frjálsraf hugsunar gefa von um varnir gegn hung ursneyð. Kannske vita þær kynslóðir, sem nú byggja þessi lönd ekki, hvaðan þessi heiti blær kemur, en hann er kom- inn að hugga. Og hann mun sigra myrkrið jafnörugglega og morgunn rís af mildum roða fyrstu dagsbrúnar. í því felst vonin, dýpsti fögn- uður kristinnar sálar. Og Jesús, barn jólanna, stjarna vitringanna er Ijós heimsins. Leita þess ljóss, fylgdu því Ijósi, láttu það ljós dreifast um alla jörð. í því — þeirri fylgd, þeirri viðleitni, felst gæfa gjör- vallra þjóða jarðar. Árelíus Níelsson. Friðrik Ölafsson skrifar um í RÚSSLANDI fer árlega fram borgarkeppni í skák milli Moskva og Leningrad. Þykir þetta að jafn aði mikill viðburður, því að flest- ir beztu skákimenn Sovétríkjanna eru búsettir í þessum tveimur borgum og taka því þátt í keppn- inni. Yfirleitt hefur viðureign þessi verið svo jöfn og hörð, að furðu sætir, og minnist ég vart, að vinningsmunur hafi verið meiri en 1—2 vinningar á annan hvorn bóginn. Þessi síjafna útkoma bend ir til þess, að skákstyrkleiki sé á- kaflega svipaður í borgunum, en það þarf engan að undra þótt Leningrad standi þannig jafnfæt- is miklu fjölmennari borg, þvi að skákáhugi hefur alla tíð verið gíf- urlegur i Leningrad og margir beztu skákmenn Rússa, bæði fyrr o.g síðar, eru fæddir þar og upp- aldir. Má í því sambandi nefna nöfn, eins og Tchigorin, Alekhine, Botvinnik, Korchnoj, Spassky. Taimanov o. fl. — Viðureignin í ár (þ. e. a. s. 1962) varð engin undantekning frá reglunni. því að henni lyktaði með naumum yfir- burðum Moskvubúa, 40V2 vinning ur gegn 39V2- Úrslitin "'á þremur fyrstu borðunum urðu þessi: Smyslov Vz, % — Spassky 1/2, y2, Bronstein 1 % Korchnoj 0, 1/2, Averbach 1, 1 — Taimanov 0, 0. — Af þessu má sjá, að Mosk- vubúar hafa haft betur á efstu borðunum, en Reningradbúar hafa rétt nokkuð híut sinn á neðri borðunum. Annars virðist mér það orðin föst venja, að sömu menn leiði saman hesta sína ár eftir ár a. ni. k. er ég þess full- viss, hvað snertir þá, er hér eru taldir að framan. Yfirleitt hafa skákir þeirra Smyslov og Spassky endað í jafnteffi eftir langa og harða viðureign og sömu sögu er að segja um þá Bronstein bg Kor- chnoj. Nú hefur hins vegar orðið sú breyting á, að Bronstein tókst að vinna aðra skákina af andstæð ingi sínum og þar sem skákin er bæði skemmtileg og fróðleg tel ég hana tvímælalaust eiga erindi í þennan þátt: Hvítt: Bronstein. Svart: Korchnoj. SPÁNSKUR LEIKUR. 1. e4, c5. 2. Rf3, Rc6. 3. Bb5, a6. 4. Ba4, Rf6. 5. 0-0, Rxe4. (Þetta er hið svokallaða „Opna afbrigði" Spánska leiksins. Leiðir það yf- irleitt til opnari og skemmtilegri stöðu en hið venjulega áframhald: 5 — Be7. 6. Hel, b5 0. s. frv.). 6. d4, b5. 7. Bb3, d5. 8. dxe5. — (Gegn Pachman lék Bronstein eitt sinn 8. Rxe5, Rxe5. 9. dxe5. Pach man, sem aldrei hafði þessa stöðu augum litið, komst nú í vanda og lék miðlungsgóðum leik 9. — c6. Skást er væntanlega 9. — Bb7). 8 — Be6. 9. c3. (Á árunum um og eftir 1950 tíðkaðist mjög upp- byggingin 9. De2, ásamt 10. Hdl og 11. c4. Þessi uppbygging hefur nú aftur orðið að víkja fyrir hin- um gamla og trausta leik. 9. c3). 9. -r- Be7. 10. Bc2, 0-0. 11. De2. — (Öllu venjulegra áframhald er 11. Rbd2). 11. — f5. (Þessi leikur fel ur í sér peðsfórn, sem algeng er í þessu afbrigði spánska leiksins. Korehnoj hefði að sjálfsögðu get- að leikið hér 11 — Rc5, en hon- um hefur efalaust ekki geðjazt að þeirri stöðu). 12. cxf5 frhjhl., Bxf6. 13. Rbd2. (Peðið hleypur ekki á brott). 13. — Bf5. 14. Rxe4, Bxe4. 15. Bxe4, dxe4. 16. Dxe4, Dd7. (Þessa stöðu mun Korchnoj hafa haft í hugá, er hann fóm- aði peðinu. Hann telur góða stað setningu manna sinna og opnar lín ur vera peðsins virði). 17. Bf4! (En Bronstein skilur vel eðli stöð- unnar og sýnir nú fram á með nákvæmri taflmennsku, að peðið vegur meira en góð staðsetning svörtu mannanna). 17. — Hae8. 18. Dc2. (Hér kemur ráðkænska Bronstein vel í ljós. Svartur gæti reynt hér að vinna peðið aftur með 18. — Bxc3, en hvítur á þá svarið 19. Rg5 og eftir — g6. 20. Db3t er svartur glataður. Skárra væri 19. — Df5, en hvítur mundi þá vinna peð sitt aftur eftir 20. Dxc3 og fá betri stöðu). 18. — Bh4. (Meg því að skipta upp á léttu mönnunum hefur svart ur meiri möguleika til jafnteflis en ella). 19. Bg3. (Rangt væri 19. Be3 vegna Hxf3, ásamt 20. — Re5 og kóngsstaða hvíts er í molum) 19 — BxB. 20. hxg3, Re5. 21. Rxe5, Hxe5. (Svartur hefur nú fengið vilja sínum framgengt og sú staða, sem nú er komin upp býður upp á ýmsa tæknilega örðuglcika fyr- ir hvít). 22. Hfel, Hd5. 23. Hadl, c5. 24. a4, Hd8. 25. Hxd5, Dxd5. 26. axb5, axb5. (Þetta endatafl er að sjálfsögðu mjög erfitt að vinna, en Bronstein teflir nákvæmt og tekst að mynda sér færi). 27. De2, b4. 28. cxb4, cxb4. 29. Dg4, b3. (Drottningarkaup hér og í fram- haldinu mundu einungis leiða til jafnteflis fyrir hvít). 30. Kh2, Df7. 31. Dg5, Hd7. 32. f3, I16. 33. De3, Hd8. 34. g4, Kh8. 35. Db6, Hd2. 36. Db8f Kh7. 37. He8, Dxf3. (Báðir teflendur voru hér í miklu tímaihraki og áhorfendur héldu, að Bronstein hefði leikið af sér peðinu fyrir hreina yfirsjón. En hann hafði séð lengra). 38. Hh8t Kg6. (Hér á hvítur aðeins einn leik til að vinna skákina og ég ætla að eftirláta ykkur það, lesend ur góðir, að finna hann. Eftir þann leik gaf svartur skákina. Hér birtist nú lausnin á skák- dæminu í síðasta þætti: Hv: Kh2, He6, Bc4, Rf5, peð á g3 og h4. Sv.: Kh5, Dal, Rf8, peð á e4, f3 og g7. Hvítur á leik og mátar: 1. Hh6t gxh6. (Eða 1. — Kg4. 2. Re3t mát). 2. Bf7t Rg6. (Eða 2. — Kg4. 3. Re3t mát). 3. Rg7t Dxg7. (Eða 3. — Kg4. 4. Be6t mát). 4. Kh3, og nú er svartur óverjandi mát í næsta leik. VÍÐAVANGUR Ólafur Thors og spari- fjáreign á landnámsöld Ólafur Thors gumaði mjög því í áramótaræðu sinni, að sparifjárinneign í bönkum og sparisjóðum hefði nær tvöfald- azt síðan „viðreisnin“ kom til sögunnar. Sagði Ólafur, að á tímum viðreisnarinnair hefðu íslendingar „aukið sparifé sitt um nær því jafnháa uppliæð eins og þeir áður höfðu nurlað saman frá landsnámstíð og fram á þennan dag.“ Ekki skil- greindi Ólafur þetta þó nánar. Gat t. d. ekki um það, hver upphæðin hefði numið í lok landsnámsaldar og minntist heldur ekki á það, hver spari- fjáraukningin liefði verig á Sturlungaöld. Ýmsum hefði ef- laust leikið forvitni á að vita, hvort Ólafur taldi með spari- fé Egils á Borg, er týndist i Mosfellssveitinni forðum daga — og Mbl. minntist þó rækilega á í byrjun aprílmánaðar í fyrra. Hvarf í gjár og gjótur En það er einmitt með spari- fjáraukninguna cins og silfur Egils. Þegar til á að taka, finnst hún hvergi. Er horfin í gjár og gjótur dýrtfðarhítar við reisnarinnar. Viðreisnarkrón- an er nefnilega um það bil helmingi verðminni en krónan var áður. f febrúar 1960 var dollarinn ag viðbættum öllum yfirfærslugjöldum kr. 21,22— 25,30, en nú er dollarinn kr. 43,06. Ef notagildi sparifjár- inneignarinnar er miðað við kaup á erlendum gjaldeyri eða framleiðslutækjum eins og skipum, vélum og byggingar- efni, kemur í Ijós að afl þess fjár, sem landsmenn hafa Iagt á vexti, hefur ekki aukizt neitt á þessu tímabili. Ömurlegt Það hlýtur að teljast eitt- hvert ömurlegasta dæmig um ranga efnahagsstefnu, að raun- verulegt verðmæti sparifjár skuli ekki aukast neitt á tímum hins mcsta góðæris og uppgripa afla, sem þjóðin hefur búið við — já allt frá landnámstíð, svo spannað sé sama tímabil og for sætisráðherrann okkar vill hafa til vi'ðmiðunar. En enn skugga- c legri verður þessi mynd, þeg- ar þess er gætt, að nauðsynleg uppbygging, svo sem eðlileg j endurnýjun framleiðslutækja | og íbúðahúsabyggingar, sem * ekki verður komizt hjá að ráð- ast í á næstunni, hefur dregizt stórlega saman og staffiniað, hvað þá að haldið væri í horf- inu. SilfriS Egils á Borg hrezka láníS En þar sem Ólafi Thors verð ur svo tíðum hugsað til land námsaldar, sækja kannski sömu hvatir ag honum með vor inu og Agli á Borg forðum. Hann hyggst ef til vill sveipa sig litklæðum, hafa með sér pyngju af gullj fengnu frá Bret landi, og ríða til þings. Á Þing velli hyggst hann síðan kasta gullinu yfir lýðinn. En ekki hefur bann sömu ástæðu og EgiU til að ætla að milcill handagangur verði í öskjunni, því svo miklu verðminni er við- reisnarkrónan hans Ólafs ein um silfurpeningi Egils Skalla grímssot'ar Gaman væri samt að biðja Ólaf sem virðist manna 'róðastur urn verðgildi peninga nú og á landnámsöld að reikn? nt. hverju munar i verðmæfi á Þórólfsbótum og brezka láninu Þetta cr elcki svo Framhaló á 13 slðu Hlutavelta í Listamannaskálanum í dag kl. 2 er hlutavelta í Listamannaskálanum. Enginn núll — Ekkert happdrætti Enginn aðgangseyrir. KnattspyrnufélagiS Fram Sendisveinn óskast Vinnutími frá-1—6, RITSTJÓRN TlMANS Sími 18300. T í M I N N, sunnudagur 20. janúar 1963, -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.