Tíminn - 20.01.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.01.1963, Blaðsíða 8
MINNING Frú Guðrún Stefánsdóttir fædd 5. október 1885 — dáin 15. janúar 1963 „Hún var sterk í straumi, sfcerk er brosti sól.“ (Mafcfch. Joah.) Frú G'uðrún Stefánsdóttir var fædd að Granastöðum í Köldu- kinn. Þar bjuggu þá foreldrar hennar, Stefán Sigurðsson og Steinunn Jónasdóttir frá Sílalæk. Sigurður, afi Guðrúnar, var bróð- ir Kristjáns amtmanns og séra Benedikts, er var prestur í Múla, ftn faðir þeirra bræðra var Krist- ján Jónsson á Illugastöðum í Fnjóskadal. En alls voru þau 12 að tölu börn Kristjáns á Illuga- stöðum. Jónas á Sílalæk, afi Guð- rúnar, var Guðmundsson. Voru systkin Jónsar 'þau Þorkell á Fjalli, afi Þorkels prófessors Jó- hannessonar og Indriða skálds Indriðasonar, og Sigurbjörg, móð- ir Guðmundar skálds á Sandi og Sigurjóns skálds á Laugum. Má af þessu sjá, að í ættum Guðrún- ar eru mörg skáld og gáfumenn. Faðir Guðrúnar andaðist, er hún var enn ung að aldri. Hætti þá móðir hennar búskap, en þær mæðgur fylgdiust jiafn,an að úr því, þar til Guðrún giftist. Hinn 8. apríl 1912 giftist Guð- rún Jónasi Jónssynj frá Hriflu, jafnaldra sínum og samsýslunga. Var hann þá kennari við Kennara skólann. Hann var þá þegar að verða landskunnur fyrir hæfi- l8 ________________________________.... leika sína, rifchæfni og óvenjulega mikinn áhuga á öllum framfara- og menningarmálum þjóðarinnar. Enda mun það varla ofsagt, að Jónas hafi verið frjóasti hugsjóna maður og harðasti baráttumaður í menningarsókn þjóðarinnar á þessari öld. Frú Guðrún var gáfuð skapfestukona, áhugasöm um list- ir, glæsileg í framkomu og fríð sýnum. Frá því að þau Guðrún og Jónas gengu í hjónaband, er saga þeirra sameiginleg. Verður saga annars þeirra ekki sögð, nema hins sé um leið getið. Svo samstillt voru þau og samtaka. Þau voru ekki rík af veraldarauði, er þau stofn uðu heimili. En samt varð heim- ili þeirra brátt þjóðkunnugt og var heimsótt af fjölda manna. Og flest ir, sem til þeirra komu, munu hafa talið sig auðgast á heimsókn inni. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau á Skólavörðustíg 36. En árið 1918, er Samvinnuskólinn var stofnaður og Jónas varð skóla- stjóri hans, fluttust þau í hús Sambands íslenzkra samvinnufé- laga við Sölvhólsgötu. Fólksstraum urinn til þeirra var þá oft svo mikill, að engu var líkara en heim ili þeirra væri opinber stofnun, sem bæri skylda til að veita mönn- um afgreiðslu. Gestirnir , komu víða að, bæði úr Reykjavík og frá flestum byggðum landsins. Og er- indin, sem menn ráku þar, voru og margs konar. Þangað bomu ung ir menn, sem leituðu ráða hús- bóndans um atvinnu handa sér, skólagöngu o.s.frv. Með sk ifum sínum í blöð og aragrúa af sendibréfum hafði Jón as náð samlbandi við fjölda manna úti um allt land og kveikt áhuga þeirra fyrir fjöLþættri menning- arsókn þjóðarinnar. Varð heimili þeirra hjóna því brátt fyrst og fremst mennngarmiðstöð, þar sem rakin vóru og rædd alls konar þjóðmál og hugsjónamál. Þangað sóttu menn á öllum aldri og af ýmsum stéttum, þar á meðal þing menn og ráðherrar. Vel fylgdist húsfreyjan með öllurn þeim um- ræðum og ráðum, er þar voru ráð- in, hvort sem um einkamál eða opinber mál var að ræða. En það má nærri geta, hversu gestanauð in hefur aukið störf hennar fram yfir venjuleg húsmóðurstörf. Jónas var um langt skeið sá maður, er rnest bar á í stjórnmála baráttu þjóðarinnar. Hann eignað ist fjölmennan hóp fylgismanna, bæði karla og kvenna í nær öllum byggðarlögum landsins, en hann fékk líka marga harðsnúna og ó- væga andstæðinga, enda varð hann þekn oft og tíðum ekki þæg- ur Ijár í þúfu. En kona hans stóð jafnan við hlið hans, studdi hann og hvatti og fylgdi honum í hverri sókn og sennu, og þá bezt, er mest á reyndi. Að því kom, að frú Guðrún varð að skipa eitt af mestu hefðar- kvennasætum þjóðfélagsins. Mað- ur hennar varð dóms- og kirkju- málaráðherra árin 1927—1932. Hún skipaði því vandasaman sess á Alþingishátíðinni, en leysti það hlutverk með ágætum, enda hafði maður hennar verið einn af aðal- hvatamönnum hátíðarinnar. Úr Sambandshúsinu fluttust þau hjón á Hávallagötu 24, þar sem þau bjuggu síðan. En á sumrum dvöldust þau oft í sumarbústað sínum, Fífilbrekku í Hveragerði. Þar var næði meira en í Reykja- vík. Alloft ferðaðist frú Guðrún til útlanda með manni sínum. Frú Guðrún var gæfukona. En það ted ég hennar mestu gæfu, að eignast þann mann, er hún bjó með í rúma hálfa öld. Betri eiginmann en hann munu fáar konur hafa átt. Maður henn- ar unni henni mjög og dáði hana. Þau hjón átlu tvær dætur, sem báðar hafa erft hæfileika og at- gjörfi foreldra sinna, frú Auði, ekkju Steinþórs Sigurðssonar, magisters, og frú Gerði, konu Egg erts Steiniþórssonar læknis. ,,Hví er dimmt í höfðingshúsi? Hvar er yndi þess og sólin?“ Svo spyr Mátthías Jochumsson í einu kvæði sínu. Húsfreyjan á Hávallagötu 24 hefur verið kvödd á brott. En eft ir situr hinn aldni örn, skapheit- ur og tilfinningaríkur, og harmar brúði sína, en minningin um hana mun verða sem fagur bjarmi á kvöldhimni ævi hans. Þorsteinn M. Jónsson. Chen Yi, utanríkisráðherra, hefur ávarpar stúdentana í mikilvægri ræðu. Nú fer allt að lagast. Með þessum orðum heilsuðu félagar mínir, þegar ég kom aftur til háskólans í Peking í fyrrahaust. En það voru allt saman smáleg vanda- mál, sem Chen Yi hafði rætt um: Stúdentinn á fyrst og fremst að nema, og hlutverk hans er að þekkja námsgrein sína. Einkafrumkvæðið á ,að yernda og örva . . . Við meg- um ekki gera ráð fyrir því, að þeir, sem nema af dugnaði, séu aðeins að vinna fyrir sig og framtíð sína. Ef persónuleg áhugamál þeirra stríða ekki gegn hagsmunum samfélagsins á að hvetja þá. Sá sem stund- ar nám sitt af kappi, á skilda virðingu. Það er ekki hann, sem gagnrýninnni á að sæta, heldur sá, sem ekki sýnir skyldurækni í námi. Það er undarlegt, að svo sjálfsagðir hlutir skyldu vekja slíka hrifningu. En ástæðan var þessi: , , í allri sögu Kína hefur menntun verið talin ráð til þess að vega sjálfan sig upp í þjóðfélaginu. Stúdentarnir heiðruðu foreldra sína mest með því að hefja sig sem hæst SVEN LINDQVIST — Hér birtist 2. grein hans um Kína, sem Tíminn birtir með einkarétti hér á landi yfir alþýðu manna. Einn heít- an dag stóð ég á götu í Peking og ræddi við menntaðan Kín- verja. Hann sagði: „Áður fyrr var mönnum hit inn ekki eins illbærilegur. Þá flutti fólk sig upp í fjöll á sumrin, þegar heitast var. Allt fólk? í hans augum var meirihluti Peking-búa ekki til — að minnsta kosti ekki sem „fólk“. Hinir kínversku félagar mín- ir vildu engan trúnað á það leggja, að ég hefði stundað ýmis störf í skólafríum áður fyrr. Að þeirra áliti á mennta- maður ekki að leggja sig nið- ur við líkamlegt erfiði. í Ev- rópu hafa menntamenn unnið með iðnaðar- og byggingamönn um — þess vegna uppgötvuðu menn náttúrulögmálin. En kínverskur menntamaður hef ur jafnan setið með hendur í skauti, og þess vegna skorti kenningar hans oft raunsæi og tengsl við staðreyndir. Þessa aldavenju varð að rjúfa. Eftir valdatöku komm- únista settu þeir flokksmenn yfir háskólana, og þeim var lagt á herðar að flytja hinn nýja anda inn í skólana. Kom- ið var á ströngum hugsjóna- aga. Stúdentunum var lagt á hjarta, að þeir mættu ekki færa fram persónulegar óskir um námsval. Hið rétta svar þeirra skyldi vera, er þeir voru spurðir hvað þeir vildu nema: ,,Vilji flokksins er minn vilji“. Með því að læra að elska flokk- nn, sk.vldu þeít læra að elska þjóðina. Þeir skyldu kynnast kjörum þjóðarinnar með því að stunda líkamlega erfiðis- vinnu. Árin 1958—59 varð þessi skólastefna æ ríkari. Eðli leg námsskrá varð að víkja fyr- ir fundum, göngurn, sveita- vinnu, stjórnmálanámskeiðuim og fyrirlestrum. Þetta var stóra stökki'ð með fyrirlitningu á sérfræðum, þegar menn settu traust sitt í blindni á flokkinn ofar kunnáttu og reynslu. En stóra stökkið misheppn- aðist. Kínversk efnahagsmál lentu í bendu, sem enn er ó- greitt úr, og skortur á neyzlu- vörum lamaði dugnað manna á mörgum sviðum. Þetta var reiðarslag fyrir þá viðleitni að byggja meira á stjórnmála- T í M I N N, sunnudagur 20. janúar 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.