Tíminn - 20.01.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.01.1963, Blaðsíða 5
Fréttabréf úr Suðursveit Árið, sem nú er að líða, get ég hvorki talið gott né vont í minni sveit, þar hefur oltið' á ýmsu. Sumt, sem miður hefur farið, en annað stefnt til skárri hags. Milli þorra og þrettánda var tíð umhleypingasöm eins og oft vill verða á þeim tíma vetrar. Um þorrann segir í dagbók minni. — Þorrinn, sem nú er að enda, hefur verið eindæma umhleypingasam- ur, jörð oft hvít, en lítill snjór, stormar tíð'ir og éljaveður, einn leiðasti þorri og þá einkum fyrir stórveður. Tíðin á góu var fremur góð, oft beitarveður fyrir fénað, en tölu- vert frost, er á hana leið. Á einmánuði valt á ýmsu með veður. Fjórða apríl dreif 24 sm. siijó í logni. Næsta dag hvessti af norðri og snjóinn reif. Kartöfluuppskeran varð hér í sveit með rýrai'a móti og sums staðar rýrasta. Þó varð uppsker- I an enn lakari í nágrannasveitun- j um, Mýrum og Nesjum, mun það i tjón skipta milljónum yfir þær 1 sveitir í krónutölu, er það mjög tilfinnanlegt fyrir þau heimili, | sem treystu á uppskeruna sem sinn aðalgjaldeyri. í heild er þetta um sumarið að segja: Það var kalt og sólarlítið. Vetur gekk harkalega í garð. Fyrsta mánudag í vetri setti nið- ur stórsnjó með hvassviðri. Næsta dag rauk upp á norðan með miklu frosti. Úr því fór veðrið að lægja og draga úr frosti. Allur fénaður var tekinn á gjöf. Gekk erfiðlega V.ð' hafa hann saman, var hann úti um alla haga og inn til fjalla, þeg- ar bylurinn skall á. Sums staðar höndin að hjálpa þeim stóru eyð- u m í Skaftafellssýslu að gróa, sem : náttúruöflin voru búin að leggja í auðn. Skurðgrafa átti að koma hingað í sumar, en vegna mikilla verk- efna í nágrannasveitunum kom hún ekki, kemur vonandi á næsta sumri. Búnaðarfél. hreppsins fékk lán- aða sandspildu, tíu hektara, og sáði í hana korni. Að þessu standa allir félagsmenn. Sáð var 5. maí. Þá og næstu vikur var kuldaþyir- ingur og sólarlítið. Viðraði því elcki vel á sáninguna. Það bætti heldur ekki úr, að mistekizt hafði að herfa kornið nógu vel niður, lá því nokkuð ofan á af korni, sem ýmist spíraði seint eða ekki. Uppskeran heppnaðist vel, en hafði þó gert betur, ef allt hefði Brúin á Hornafjarðarfljót er mikilvæg fyrir Suðursveit. Hún tengir sveitina við verzlunar- staðinn Höfn. Fyrir og eftir sumarmál komu hlýir dagar. Byrjaði þá jörð að gróa hér við fjöllin. Eftir kross- rnessu var vorið þurrt og fremur Kalt. Spratt jörð því seint. Síðustu lambám var sleppt af húsi hér á Hala um 20. maí, sumir gáfu lengur. Yfirleitt gáfust hey upp með örfáum undantekningum. Sláttur byijaði á þessu heimili J2. júlí. Um líkt leyti mun slátt- ur hafa víða verið hafinn. Tún voru þá þolanlega sprottin, en spruttu einkum eftir það. Eftirtekja af túnum var fremur rýr frameftir, betri er á leið. Slátturinn gekk seint, þurrkar daufir og þurfti oft lengi að bíða eftir þeim. Þó mátti telja, að hey væru sæmilega fengin þótt sumt veltist nokkra daga. Síðan vélarnar komu til sögu, slá menn orðið í sprettum eftir veðurútliti og veðurspám. Lukk- ast_ þetta oft sæmilega. Á mínu heimili lauk heyskap um miðjan september. Heyskap ur varð i löku með'allagi miðað við síðari ár, mun því ásetningur verða víða í djarfara lagi. Um miðjan september gekk í norðanátt með miklu frosti, meira en hér er að venjast á þeim tímn árs í seinni tíð. Skemmdist í því frosti, sem ofan á lá og kart- öflur í görðum. Aftur snerist til suðlægari áttar eftir fáa daga svo c S neyðarlaust náðist upp úr görð um vegna frosts. f október voru miklar rigning- ar á köflum. Svo mikill var vöxtur í Steinavötnum á Steinasandi. að jarðýta varð að draga fjárbílan? yfir með það fé, sem flutt var til slátrunar af bæjunum fyrir vesl an sandinn, 5. október Þetta eru ekki fyrstu erfiðleikarnir. sem þessi vötn gera þeim, sem yfir þau þurfa að sækja. vantaði nokki'ar kindur, af þeim komu einhverjar úr fönn, sumar dauðar, flestar 6—7 kindur á bæ, og aðrar fundust ekki fyrr en í tíesember, að fé var aftur tekið. Eftir i'öska viku var jörð orðin auð, var þá fénu sums staðar sieppt, en aðrir höfðu það við hús. Aftur var fé tekið síðast í nóvem- ber. Mátti tíð teljast fremur góð þann mánuð'. Jólafastan var með ódæmum vond, oft snjókomur og stormar. Töidu eldri menn, að þeir myndu ekki eins vonda og illviðra- sama jólaföstu. Á sólstöðudaginn brá til betra \eðurs, suðvestanþýðu og snjóinn leysti. Síðan hefur veð'ur verið ágætt, logn og oft heiður himinn. Vart muna menn hér eins stillt jólaveður og að þessu sinni, og árið kvaddi með blíðu og litlu frosti. Frainkvæmdir Fremur litið var um framkvæmd ir á árinu. Mörgum hrýs hugur við dýrum lánunum og sníða sér þar af leiðandi þrengri stakk í öllum framkvæmdum. Á tveimui heimilum voru byggðar hlöður. tveimur fjárhús og tveimur 'OCheysgryfjur. tveim s'öðum var stofnað til sand ræktar með aðstoð Sandgræðsl- ríkisins Um þrjátíu hektarar vor girtir á öðrum staðnum, en tíu ■ hinum. í stærr' girðingunm va sað í tuttugu hektara. en í hin alla. Að stærri girðingunm stanri átta heimili en að þeirri minn 'iögui Þess æktun fó' vel 'að or spai oðu með ’inpsi næsta ári Þeir lænd: •'m sanr! g þeir. sen, get. :omizt inn un it hjá 'wrlr '"1' 1 ’’U ' hugsa til að færa úl kvíarnar með sandgræðslu Þannig ætlar manns- verið lagi með sáninguna. Þrjú ofsaveður gerði hér í sept- ember, stóð kornið þau af sér á- fallalítið. Meira mun sett niður af korni í hreppnum á næsta sumri. Spurningin er: Verður kornið ekki e;ns arðgefandi og kartöflurnar? Almelint úr héraðinu. Á s.l. vetri var' hér stofnað nýtt íelagasamband. sem heitir Menn- íngarsamband Austur-Skaftfell- inga. Aðilar að þessu sambandi eru, Kaupfélag A-Skaftfellinga, i Búnaðarsamband A-Skaftfellinga, Kvenfélagasamband A-Skaftfell- inga og UMF-sambandið Úlfljótur. Eins og nafnið bendír til, er þessu sambandi ætlað að vinna að menn ingarmálum fyrst og fremst. Stjórn sambandsins skipa fimm menn og hver sambands-aðili sendir þrjá j fulltrúa á aðalfúnd þess. | Hinn venjulegi fulltrúafundur j bænda í A-Skaftafellssýslu var hald KVEÐJA til vinar míns Sigfúsar Jóhannessonar í Vallanes- hjáleigu (f. 27. jan. 1897, d. 31. ágúst 1962). Velktu laufi vindur ' blés. Varð mér þungt í geði. Hnípið virðist Vallanes visnuð öll þess gleði. Þá varð sjónarsviptir, er Sigfús reið úr hlaði, Aldrei verður aftur hér allur bættur skaði. Hér ég átti valinn vin vísan ofar moldu. Hér sat einskær hjálpsemin hjáleigu á foldu. A Völlum fyrir handan hel heldur gömlum vana Sigfús minn og situr vel sælu-gæðingana. Örlátur á hús og hest og hlýr við hvern sinn granna hlær ’ann allra hæst og bezt í hópi glaðra manna. Þú, sem ortir eilíf jól inn í sálir vina: Hjartans þökk fyrir húsaskjól, hest og samfylgdina! Þó að losni lauf af grein og leggist haust sCS muna, lifir minning ljós og hrein um litlu hjáleiguna. Úlfur Ragnarsson. inn í Mánagarði í Nesjum, dagana 17.—18. nóvember s.l. Það er oft- ast hljótt um þessa og aðra fundi okkar Skaftfellinga, þó eru þar I cft merk mál, sem snerta fleiri en j Skaftfellinga sjálfa, eins var að ! þessu sinni. Efnahagsbandalag Evrópu komst þar á dagskrá. Til- laga var samþykkt einróma, sem andmælti því, að ísland gerðist aðili ajS því bandalagi. Verðlags- j mál landbúnaðarins voru þar eirin ig til umræðu. Svohljóðandi tillaga var sam- iiykkt í því máli: Fulltrúafundur bænda í Austur Skaftafellssýslu lítur svo á, að . fulltrúar bænda í sex mannanefnd I inni hafi um of sniðgengið til- ! lögur, sem beint var til hennar ; um verðlágningu landbúnaðar- •ara á þessu ári, bæði af fundum búnaðarsambandanna og aðalfundi Stéttarsambands bænda. Harmar íundurinn, að til samkomulags var gengið um verðlagningu, sem ekki gaf nema kringum helming þess verðs, sem ofannefndir fundir gerðu kröfu til. Þá var skorað á sljórn Stéttarsambands bænda að vinna að þvi, að endivrskoðun framleiðsluráðslaganna verði sem næst hraðað og vinna að því, að inn í lögin komist þær breytingar, sem til hagsmuna gætu horft fyr- ii bændur, og réttmætar teldust í uppbyggingu verðlagsgrundvall- srins. Gefin loforð Nú hillir í huga ýmissa Skaft- fellinga undir virkjun Smyrla- bjargaár í Suðursveit. Fólkið ^ramhald a 13 síðu '-fT bii vestan byggðai reiinur 'ökulsá á Breiðamerkursandi undan jökli til sjávar og girðir lcið til vesturs, og er talið, að seint muni hemjast á lienni brú. T í M I N N, sunnudagur 20. janúar 1963. — 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.