Tíminn - 09.04.1963, Side 14

Tíminn - 09.04.1963, Side 14
WILLIAM L. SHIRER Suanir þeirra manna, sem lítið fór fyrir, innan flokksins um og eftir 1930, áttu síðar eftir að vinna sér frægð og ógnve'kjandi persónu legt vald innan Þriðja ríkisins. Heinrioh Himmler, hænsnabónd- Vinn, sem með einglyrnið sitt leit einna helzt út sem mildur, miðl- ungsgóður skólastjóri — hann hafði próf í landbúnaðarvísindum frá Technische Hochscihule í Miin- chen — var smátt og smátt að byggja upp lífvarðarsveitir Hitl- ers, hina svartklæddu S.S.-menn. En hann starfaði í skugga Röhm, sem var yfiimaður bæði S-A. og S.S., og hann var lítt þekktur jafnvel innan flokksins, utan heimaríkis hans, Bayern. Þá var það dr. Robert Ley, lyfjafræð- ingur að mennt og drykkjusjúkl- ingur, sem var Gauleiter í Köln, og Hans Frank, vel gefinn, ungur lögfræðin.gur og foringi lögfræði- Jegu deildar flokksins. Enn einn þessara manna var Walther Darré, fæddur árið 1895 í Argentínu, fær maður á sviði landbúnaðarvísinda, sem hafði snúizt á sveif þjóðernis- ’SÓsíalisma að tilstuðian Hess, og bók hans „Bændastéttin — lífs- uppspretta hins norræna stofns“ vakti athygli Hitlers á honum, en síðan var honum veitt staða sem yfirmanni Landbúnaðarderldar flokksins. Rudolf Hess, sem per- sónulega hafði engan metnað til ■að bera, og var hundtryggur for- ingjanum, bar aðeins titilinn „einkaritari foringjans". Annar einkaritari var Martin Bormann, moldvörpulegur maður, sem kaus að grafa sig í skugga’l&gum af- kimum flokksstarfsins til þess að. framfcvæma svlk sín, og hafði eitt sinn setið eitt ár í fangelsi vegna hlutdéildar sinnar í póli- tfsku morði. Æskulýðsforingi rík- isins var Baldur von Schirach, róm antískur, ungur maður og kápps- fullur skipuleggjari. Móðir hans var bandarísk en langalangafinn, sambands-liðsforingi, hafði misst fótinn við Bull Run. Þá var það Alfred Rosenberg, leiðinlegur maður frá Eystrasalts- löndunum, gerviheimspekingur, sam allt frá uppreisninni 1923 hafði látið frá sér heilan hóp bóka og bæklinga, sem voru heldur tor- skildir að stíl og innihaldi, og náði hámarki með útkomu 700 — blað- síðna bókar sinnar, „Goðsaga tutt- ugustu aldarinnar." Þetta var skringileg samsuða hálfbakaðra hugmynda um yfirburði norrænna manna, sviknar hugmyndir, sem dregnar voru af því, sem kallað var Iærdómur meðal nazista. Hitl- er sagði oft í gamni um þessa bók, að hann hefði árangurslaust gert tilraun til þess að lesa hana, og bókin varð þess valdandi að Schi- rach, sem áleit sjálfan sig vera rit- höfund, sagði eitt sinn, að Rosen- berg væri „maður, sem seldi fleiri eintök af bók, sem enginn læsi, en nokkur rithöfundur annar," því fyrstu tíu árin eftir að bókin kom út árið 1930, seldust yfir hálf milljón eintök af henni. Frá upp- hafi fann Hitler til hlýju í garð þessa, leiðinlega, heimská, klaufa- lega manns, og launaði honum með fjölmörgum flokksstörfum, eins og t.d. ritstjóráembættinu við Völkischer Beobchter og önn- ur blöð nazista, og með því að út- nefna hann sem einn af fulltrúum flokksins í þinginu 1930, þar sem hann Skipaði sæti flokksins í utan- ríkismálanefndinni. Slíkt var samansafn þeirra manna, sem söfnuðust umhverfis foringja Þjóðernissósíalistanna. í eðlilegu þjóðfélagi hefðu þeir vissulega verið sem kynlegt safn misheppnaðra manna, en þessa síðustu stjórnl.eysisdag.a lýðveldis- ins, fóru þeir að koma milljónum þokulegra Þjóðverja fyrir sjónir ■Sem frelsarar. Og þeir höfðu tvennt fram yfir andstæðinga sína: Foringi þeirra var maður, sem vissi nákvæmlega hvaö hann vildi, og þeir voru nægilego misk- unnarlausir, og nægilegir tæki- færissinnar, til þess að gera hvað sem var, til þess að- honum tækist að fá það. Eftir því sem líða tók á árið 1931, árið, sem var svo fullt af óvissu, þegar fimm milljónir laun- þega Aoru atvinnulausar, mið- stéttirnar stóðu á barmi glötunar, bændurnir voru ekki lengur færir um að greiða veðskuldir sínar, 66 þingið var lamað, stjórnin r ðaði bíða lengi enn. Eins og Strasser • og hinn áttatíu og fjögurra ára sagði sigrihróiandi á opinberum gamli forseti var að ruglast meira vettvangi: „Allt, sem þjónar því og meira fyrir elli sakir, jókst trú- markmiði að flýta fyrir hörmung- in í brjóstum nazistaforingjanna unum . . er gott, mjög gott fyrir á, að þeir mundu ekki þurfa að okkur og okkar þýzku byltingu." Breytingar á viðtalstíma Frá 1. maí hætti ég störfum sem heimilislæknir fyrir Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Frá 1. maí verSur viðtalstími minn kl. 9—10 aRa daga nema laug- ardaga. Kl. 1—3,30 alla daga nema laugardaga, fimmtudaga þó kl. 1—4 e.h. og eftir umtali. — Enginn viðtalstími á laugardögum. Björn Guðbrandsson, læknir Lækjargata 8 B. Framvegis breytist viðtalstími minn þannig að viðtalstíminn eftir hádegi á föstudögum fellur niður. Viðtalstími á föstudögum verður auk morg- untímans frá 5—7 og frá 10—12 á laugardögum. Úlfar ÞórSarson, læknir Lækjargata 6 B. Útboð Tilboð óskast í að byggja 1600 ferm. bárujárns- klætt stálgrindahús fyrir Síldarútvegsnefnd á Siglufirði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Traust h.f., Borgartúni 25, 4. hæð, gegn 2000 kr. skilatrygg- ingu. ......... I f. 24 Blanche gerði sem henni var boðið. Ferskjublóm rétti henni hlýja skó í stað sandalanna sem hún hafði notað síðustu dagana. Loks tók hún kápuna af þjónustu- stúlkunni og sveipaði henni um axlir Blanche. — Sue Wong mun gæta yðar, sagði hún. — Gerið eins og hún segir yður, og þá fer allt vel. — En hvað hefur komið fyrir? spurði Blanche í angist. — Þér verðið að segja mér það-. — Tryggur vinur hefur hætt lífi sínu til að færa mér þau skilaboð, að hópur hermanna sé á leiðinni til að rannsaka hús mitt . . . — Eru þeir að leita að mér?! hrópaði Blanche og náfölnaði. — Eg veit það ekki, en það er bersýnilegt, að þér getið ekki ver- ið hér þegar þeir koma. Jafnvel þótt þér séuð nú eiginkona Petr- ovs og hafið skjöl, sem sanna það, er áhættan of mikil. Þess vegna sendi ég yður burt. Seinna, þegar hættan er Uðin hjá, getið þér komið hingað aftur. — En hvað verður um YÐUR? spurði Blanche skelfingu lostin. — Þér þurfið ekki að hafa áhyggj- ur mín vegna? Eg er vön að taka á móti mönnum. Þessir hermenn munu ekkert finna í húsinu, sem þeir gætu notað, sem gæfi þeim ástæðu til að taka mig fasta. Farið nú með Sue Wong. Áður en Blanche komst til að segja fleira, kom þjónn hlaupandi æstur inn í herbergíð. Hann tal- aði hratt og pataði, og • Blanche botnaði ekkert í, hvað hann sgði. — Hann ’Segir að hermennirnir séu skammt undan, sagði kín- verska konan. — Ef þér farið ekki samstundis, verður það um sein- an og við verðum báðar teknar fastar. Farið nú. FARIÐ! Eg skal reyna að tefja fyrir þeim, svo að ykkur veitist svigrúm til þess að komast undan. Blanche faðmaði kínversku kon- una að sér. — Verið þér sælar, hvíslaði hún. — Þér hafið verið mér ákaf-' lega góðar. Eg skal aldrei gleyma því. Þegar amah ýtti hcnni bak við skerminn, sem skipti herberginu í tvennt, leit Blanche í síðasta sinn á kínversku konuna, sem hafði verið svo vingjarnleg við hana. Ferskjublóm stóð grafkyrr, augun stór og andli'tið svipbrigða- laust. Blanche langaði að segja meira, en amah ýtti henni áfram og hvíslaði: — Flýtið yður! Flýtið yður! Bak við eitt teppið á veggnum voru leynidyr. Amah kunni á læs- inguna, og nokkrum mínútum síð- ar hlupu þær Blanche niður eftir mjóum gangi milli veggja. — Hvert liggur gangurinn? spurði Blanche á bjagaðri kín- versku. — Niður að fljótinu, frú. Niður í bátaskýlið. Ferskubljóm tefur fyrir hermönnunum og gefur okk- ur ráðrúm td að sleppa undan. — Með bát? -f- Já, frú. — En hvert förum við þá? — Frúin skal ekki spyrja, svar- aði amah. — Betra að vita ekki. Þær komu að dyrum og amah opnaði þær á sama hátt og hinar fyrri. Blanche fann kalt, ferskt loft leika um andlit sér og gekk inn um dyrnar. Rétt hjá sá hún að fljótinu. — Bíðið!, hvislaði amah og skreið framar, en Blanche beið í •s'kugganum af dyragættinni. Hún hlustaði af öllum kröftum, en heyrði ekkert. .. Hermennirnir hlutu að vera komnir í húsið. A HÆTTUSTUNB Mary Richmond — Ó, guð minn góður, ég vona að þeir geri Ferskjublómi ekkert mein, hugsaði hún, og það fór hrollur um hana við þá tilhugsun, 'hvað hinir ruddafengnu, kín- versku hermenn gátu látið sér koma í hug að gera við litlu, fögru konuna. Hvers vegna var amah svona lengi? Ætlaði hún kannski að svíkja hana, Blanche, þrátt fyr- ir orð Ferskjublóms, að hún gæt1 treyst henni? Myndi hún hafa hug- rekki til að varpa sér í ána, ef hermennirnir kæmu hingað að taka hana. En svo kom amah aftur. — Nú, frú, hivíslaði hún og greip fast um handlegg Blanche. — HLAUPIÐ! Þær hlupu niður að trébryggj- unni, en þær urðu að nema staðar og læðast áfram svo að skóhljóðið bergmálaði ekki á bryggjunni. Ör- lítil kæna lá við bryggjuna og gamall maður var að leysa reipið, sem hann batt við bryggjuna. — í bátinn, hvíslaði amah skip- andi. — En. . . við getum ómögulega flúið í honum, andmælti Bla-nche. — Þeir hljóta að ná okkur . Samt sem áður hlýddi hún og stökk ofan í bátinn og amah kom á eftir henni. Hún ýtti Bla-nche niður og breiddi yfir hana fata- dru-slur. — Frúin vera alveg kyrr, sagði hún. — Frú ekki hreyfa sig hvað sem hún heyrir., Við verðum að fara fram hjá húsi-nu. Frúin skd- ur? — Já, svaraði Bla-nche hálf- kæfðri röddu undan fataplöggun- um. — Eg skal steinþegja. ■ Báturinn lagði af stað. Amah hnipraði sig saman sveipuð dökkri kápu dreginni upp fyrir höfuðið. Blanche lá undir fa-taplöggunum og fannst sem lyktin úr þeim væri að kæfa -sig. Hún heyrði til her- mannanna, þeir voru greini-lega komnir inn í húsið og hún var svo hrædd, að hún þorði varla að draga andann. Hún heyrði hávær- ar, skrækar raddir. Hún gat sér til um að báturinn væri nú rétt j við húsið, og hún óskaði að gamli maðurinn gæti aukið hraðann á bátnum, en ka-nnski var öruggara áð hann færi ekki of hra-tt fram hjá húsinu. Svo heyrðist brak og brestir iinnan úr húsinu, þá varð dauða- þögn, síðan aftur hávaði og marg- raddaður kliður. Blanche fann, að amah hélt niðri í sér andanum um stúnd, og Blanche velti fyrir •sér, hvort amah hefði áttað sig á hvaða hljóð þetta var. Það hafði ekki verið ólikt því, að gler væri mölvað. En jafnvel þótt hermenn- . irnir ættu að rannsaka húsið, var j óhugsandi að þeir gætu fengið af sér að eyðileggja alla fallegu munina hennar Ferskjublóms, sem i hún átti. Þeir gátu ekki gert sig geka um slíka skemmdarstarfsemi- En aftur heyrðist brak og brot- hljóð og síðan hvað eftir annað. Og síðan heyrðist skothvellur, sem hljómaði óhugnanlega hátt í næt- urkyrrðinni. Blanche reyndi að rísa upp, en amah ýtti henni niður aftur. — Sleppið mér, SLEPPIÐ mér, stundi Blanche og hvíslaði svo: — Einihver hefur verið skotinn, heyrðuð þér það ekki? — Jú, frú, ég heyrði. — En við verðum að athuga . . . — Þýðir ekki núna. Mundi bara setja lafði Ferskjublóm í meiri vanda . . . — En þessi kvikindi hafa skot- ið einhvern, sagði Blanche með öndina í há-Isinum. — Sá, sem skotinn var, er þá ! dauður núna, þýðir ekki að hugsa j um það, var hið rökrétta svar amah. I — En_ . . . kannski hefur það verið HÚN, sagði Blanche Útrandi röddu. j Amah svaraði ekki. Blanche fann svitann brjótast fram á enni sér. Ó, guð minn, það ! getur ekki verið að þeir hafi skotið Ferskjublóm. Þeir höfðu enga ástæðu til að gera það- Kannski hefur einhver þjóna henn- ar reynt að koma henni til hjálp- ar og þeir hafa skotið hann . . Ilún minntist nú kvíðans, sem hún hafði fengið vegna hugboðs- 14 T í M I N N, þriSjudagur 9. apríl 1963.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.