Tíminn - 11.04.1963, Side 2
HENRIKSEN brytl virðir fyrir sér frönsku nærfötin hennar COLETTU.
Hamingjuleitin
PAUL NEWMAN og JOANNE WOODWARD, þau lelka alltaf saman, þar
sem þau trúa því, aS aðskllnaður muni eyðlleggja hjónabandlð.
Hamingjuleitin heitir páska
myndin f Nýja Bíói og er
gerð efttr.hinni frægu skáld
sögu John O'Hara, From the
Terrace. Þetta er cinema-
scopemynd frá 20th Century
Fox og aðalhlutverkin eru í
höndum Paul Newman,
Joanne Woodward og Myrna
Loy.
Þetta er. viðburðarik, kvikmynd
bg efnismikil, sem aðallega fjall
ar um ástina, og hvemig hún
fær yfirhöndina yfir öðrum hags
fhunamálum, þegar aðalpersónan
sér, að lífshamingja hans er í
veði. Þau hjónin Paul Newman
og Joanne Woodward, sem fara
með aðalhlutverkin eru mjög
góðir leikarar, og má gera ráð
fyrir góðri mynd, þar sem þau
eiga hlut að máli. Þess má geta
að Paul Newman fer einnig með
aðalhlutverkið í annarri páska-
rnynd, en það er Exodus, sem
sýnd verður í Laugarásbíói.
Exodus
Laugarásbíó sýnir hina
víðfrægu mynd, Exodus með
70 mm. filmu og sex földum
sterófóniskum hljóm, en
hún fjallar um innreið Gyð-
inga til Israel og þá baráttu,
sem þeir eiga í við komuna
þangað.
Fjórar aðalpersónurnar í mynd
ínni eru leiknar af Paul New-
man, Eva Marie Saint, Sal Mineo
og Jill Harworth, örlög þeirra
fléttast saman við hina þrotlausu
baráttu Gyðingana fyrir frelsi
og friði. Myndin dregur nafn
sitt, Exodus, af gömlu skipi, sem
ber það nafn og gegnir því hlut-
verki að flytja mörg hundruð
Gyðingabarna til ísrael, frá Kýp-
ur, en þegar stendur á brottfar
arleyfi fra Englendingum fara
börnin í hungurverkfall, og Eng
ÞESSI MYND sýnlr þann atburS, þegar Exodus leggur úr höfn á Kýpur, eftlr að börnin hafa þvingað brezku
stjórnaryfirvöldin, til að veita þeim leyfi til fararinnar.
lendingar gefa sig ekki, fyrr en
lyrsta líkið er flutt úr skipinu.
Þetta er áhrifamikil kvikmynd
sem alls staðar hefur hlotið verð
skuldað Loí og athygli, bæði fyr-
ir góðan ieik og leikstjórn og
þeir verða víst ekki margir, sem
sitja sig úr færi um að komast
í Laugarásbíó yfir páskana.
T f M I N N, fimmtudagurinn 11. apríl 1963
Snjöll eiginkona 11001 nótt
Tónabíó sýnir á páskunum
dönsku kvikmyndina Snjöll
eiginkona, en það er bráð-
skemmtileg gamanmyndmeð
þessum sígildu dönsku leik-
urum Ebbe Langberg og
Ghitu Nörby. Hina snjöllu
eiginkonu, en hún er frönsk
leikur Anna Gaylor.
Efnið er það' í stuttu máli, að
ungur danskur piltur, hefur í
nokkur ár lagt stund á hljóm-
listarnám í París, og kvænist svo
án vitundar foreldra sinna,
franskri fyrirsætu. Skömmu síð-
ar vilja foreldrar hans fá hann
heim, þar sem þau eru í fjár-
kröggum, og ætla ag fá hann
til að giftast efnaðri stúlku, sem
hann var hálftrúlofaður, áður
en hann fór til Parísar. Eigin-
konan fer með honum til Dan-
merkur, og liggur í augum uppi,
að aðstæðurnar verða svolítið
einkennilegar, ekki sízt, þegar
maður hennar sér sig tilneyddan
til að trúiofast, foreldrum sín- i
um til hjálpar, og hún á von !
á barni, og tilkynnir heimilis-1
fólkinu, að faðir barnsins sé
kvæntur, og bæði hann og kona
hans muni verða ánægð yfir þess
um viðburði. Það er öll fjöl-
skyldan hneyksluð á vinnukon-
unni, en það halda þau að eigin-
kona sonar þeirra sé, en þau
vita ekki hvað bíður þeirra.
í Stjörnubíói verður ævin
týramyndin 1001 nótt sýnd
um páskana. Þetta er
skemmtileg amerísk teikni-
mynd, og fjallar um þá fé-
laga Magoo hinn nærsýna og
frænda hans Aladdin en þeir
búa í Bagdad.
Soldáninn í Bagdad er í mikl-
um fjárkröggum, vegna svika
skattstjóra síns og sér ekki aðra
leið út úr vandræðunum en að
gifta dóttur sína til fjár. Hinn
svikuli skattstjór'i nær af til-
AÐ BANKA
. Kópavogsbíó mun frum-
sýna bráðskemmtilega enska
gamanmynd á 2. í páskum
sem nefnist Það er óþarfi
að banka, á frummálinu
„Dont Bother to Knock". —
Með aðalhlutverk fara Ric-
hard Todd, Nicole Maurey,
Elke Sommer og June Thor-
burn.
Myndin fjallar um kvensaman
piparsvein, sem lendir í hinum
RICHARD TODD í hlutverki piparsveinsins, og auðvitaö umkringdur af
kvenfólki.
mestu ævintýrum við það að
leita sér að eiginkonu. Hann er
ekki lengi að sjá út konuefnið,
en gallinn er bara sá, að allt
hitt kveníólkið er að þvælast
fyrir þeim. Allt endar þó vel,
og þeim sem vilja sjá eitthvað
létt og hlægilegt á páskunum, i
er ráðlagt að leggja leið sína ;
i Kópavogsbíó. Þar að auki er 1
þetta cinemascopemynd í litum. I
viljun valdi yfir töfralampanum
og fær með hjálp hans hönd kon-
ungsdóttur, en hún var þá búin
bfi hitta Aladdin, og hefur fallið
hann vel í geð. Aladdin á til-
kall til iampans og gerir sitt
til að ná honum af skattstjór-
anum ásamt konungsdóttur, og
þeir sem fara að sjá myndina
yfir páskana munu komast að því
hver endirmn verður.
KVIKMYNDIR UM PASKANA
ÞAÐER
ÚÞARFI